Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 I 29 ÁRNAÐ H.EILLA Ljósmyndastofan Nærmynd HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 27. júní Ólína Kristín Mar- geirsdóttir og Haraldur Valur Har- aldsson af sr. Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur í Grindavíkurkirkju. Þau eru til heimilis á Hringbraut 67. Ljósmynd: Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 20. júní Ásta Lilja Baldursdótt- ir og Leifur Garðarsson af sr. Ein- ari Eyjólfssyni í Fríkirkjunni. Þau eru til heimilis á Álfaskeiði 84, Hafnarfírði. yósmynd: Kristbjörg Eyvindsdóttir HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 11. júlí Jenny Mandal og Hreggviður Eyvindsson af sr. Gun- illa Drotz á Hárenge-slott í Svíþjóð. Þau eru til heimilis í Svíþjóð. Lóósmynd: Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Þetta eru brúð- hjónin Ingibjörg Hauksdóttir og Ingþór Ásgeirsson. Þau voru gefin saman í Lágafellskirkju 4. júlí sl. af séra Jóni Þorsteinssyni. Heimili þeirra er á Langholtsvegi 152. Ljósmyndastofan Nærmynd HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 4. júlí Katrín Westlund og Karl Guðjónsson af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni í Dómkirkjunni. Þau eru til heimilis í Veghúsum 17. Ljósmynd: Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABÁNDD. Þetta eru brúð- hjónin Kristbjörg Gísladóttir og Ragnar Schram sem voru gefin saman í Bessastaðakirkju 4. júlí sl. af séra Jón Dalbú. Heimili þeirra er á Meistaravöllum 7. Ljósmyndastofan Nærmynd HJONABAND. Gefín voru saman hinn 5. júlí Elfa Bára Bjarnadóttir og Samuel Guðmundsson af sr. Sig- urði H. Guðmundssyni í Víðistaða- kirkju. Þau eru til heimilis í Flúða- seli 74. Ljósmynd: Ljósmyhdarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Þetta eru brúð- hjónin Berglind Þórðardóttir og Eggert Guðmundsson sem gefín voru saman í Árbæjarkirkju 4. júlí sl. af séra Guðmundi Þorsteinssyni. Heimili þeirra er á Suðurvangi 15, Hafnarfirði. Ljósmynd: Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 4. júlí Sigurbjörg Hallgríms- dóttir og Kristján Jónsson af sr. Áma Bergi Sigurbjörnssyni í Viðev- jarkirkju. Þau eru til heimilis í Gnoðavogi 26, Reylq'avík. BRUÐKAUPSVEISLUR Perlan á Öskjuhlíð perlan sími620200 • • Oðruvísi tertur Hvað er terta? í hugum nútíma ís- lendinga er það íburðarmikil sæt kaka með ijóma, kremi og ávöxtum. Þessar stríðstertur eða Hnallþórur em sér- stakar fyrir okkur íslendinga, sem kunnum okkur stundum ekkert hóf í viðureigninni við þær. Við erum þó ekki eina’þjóðin, sem bakar tertur. Ameríkanar og Bretar baka „tart“ og „flan“, og eru þær tertur líkari því, sem við köllum bökur. Botn með fyllingu úr ávöxtum, kremi eða grænmeti. Þjóð- verjar, Svisslendingar og Austurríkis- menn búa til geysigóðar tertur og þeir sem koma til Danmerkur hafa kannski séð Dani „hygge sig med en lagkage". Hér áður fyrr voru lagkökur kallaðar tertur. Hvort sem kakan heitir terta, lagkaka eða baka, er það tilefnið sem ræður gerð hennar, en nú er sumar og því búum við til eina sumartertu með rabarbara og hvönn og aðra með blómkáli og tómötum. Sumarterta m/rabarbara og hvönn 1 pk engiferkex (ginger snap) 200 g 50 g smjör 2 dl mjólk 1 msk „ötker“ búðingsduft (sem á að hita) 1/2 dl sykur 1/4 tsk vanilludropar 1 tsk rifinn sítrónubörkur 2 egg 1 lítil dós kotasæla án bragðefna 1 meðalstór rabarbaraleggur 1 meðalsver hvannaleggur, helmingi styttri en rabarbaraleggurinn 1-2 msk dökkur púðursykur 1 bökumót eða springmót bökunarpappír Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1. Klippið bökunarpappír eftir botni mótsins og setjið á hann. 2. Setjið engiferkexið í plastpoka og metjið með kökukefli. 3. Bræðið smjörið, setjið saman við mulið kexið og þrýstið á botn köku- mótsins. 4. Hristið saman mjólk og búðings- duft, hellið í pott og látið sjóða, setjið sykur sáman við og síðan kotasælu, vanilludropa og sítrónu- börk. Hellið yfir kexmulninginn í mótinu. 5. Áfhýðið hvannalegginn og skerið í sneiðar, skerið rabarbaralegginn í sneiðar, stráið þessu ofan á mótið. Stráið púðursykri yfir. 6. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 170 C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 50-60 mínútur. Blómkáls/tómatterta Botninn: , 1 1/2 dl heilhveiti 2 1/2 dl hveiti 1 tsk fínt þurrger 1/2 tsk salt 1 msk matarolía 1 lítið egg 1 dl fingurvolgt vatn bökunarpappír kökumót m/lausum botni, 20 sm í þvermál. 1. Setjið heilhveiti, hveiti, þurrger og salt í skál. 2. Setjið matarolíu, egg og fíngurvolgt vatn út í. Hrærið saman. 3. Skerið hring af bökunarpappír eftir kökumótinu, setjið á botninn og þrýstið deiginu jafnt á botninn og upp með börmunum. Leggið hreint stykki yfír mótið og látið lyfta sér á eldhúsborðinu í 30 mínútur. Fyllingin: um 500 g blómkál 1 1/2 dl milt saltvatn 1 egg 1/2 tsk salt 1/4 tsk pipar 1 lítil dós kotasæla án bragðefna 2 dl rifínn mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar 2 meðalstórir tómatar 1. Setjið saltvatn í lítinn pott, skiptið blómkálinu í litlar greinar og sjóðið í vatninu í 5 mínútur. 2. Hrærið saman egg, salt, pipar og kotasælu, setjið 1 msk af blómkáls- soðinu og setjið saman við. Setjið kotasælu saman við. 3. Setjið blómkálið á botninn, hellið síðan eggja/kotasælublöndunni yf- ir. Stráið mjólkurostinum yfir. 4. Skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á. 5. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 170 C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 40-50 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.