Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 „FURÐA Á FURÐU OFAN“ 12 Flytjendur á tónleikahelginni í Skálholtskirkju sem verður um versl- unarmannahelgina. Tónleikahelgi í Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholts- kirkju verða haldnir laugardag- inn 1., sunnudaginn 2. og mánu- daginn 3. ágúst. Þetta er þriðja tónleikahelgi sumarsins og ber yfirskriftina Söngverk. Tónleikahelgin hefst laugardaginn 1. ágúst kl. 14.30. Þá fjallar Oli- ver Kentish, sem búsettur hefur verið á íslandi frá 1977, um nýj- ustu og jafnframt stærstu tónsmíð sína til þessa. Verkið nefnist Kant- ata og eru textar sóttir úr Gamla testamentinu og Lilju Eysteins munks Ásgrímssonar. Hljóðfæra- skipan er í senn sérkennileg og mjög áhugaverð þar sem verkið er samið fyrir einsöngvara, m.a. drengjarödd, kór, tvo sembala, orgel, básúnu, óbó og strengja- sveit. Frumflutningur Kantötu, sem sérstaklega er samin með Skálholt í huga og tileinkað Helgu Ingólfsdóttur samballeikara, fer fram kl. 15 laugardaginn 1. ág- úst. Verk eftir Olvier hafa verið flutt erlendis og hérlendis m.a. af Sinfóníuhljómsveit íslands og frumflutt var tónsmíð eftir hann á Háskólatónleikum sl. vetur. Kl. 17 fiytur sönghópurinn Hljómeyki, sem löngu er þekktur fyrir frábæran söng, verk eftir Britten, Gunnar Reyni Sveinsson o.fl. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 15 verður Kantata Olivers endurtekin og messa verður í Skálholtskirkju kl. 17. í messunni fiytur Hljó- meyki verkið Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Mánu- daginn 3. ágúst verða tónleikar kl. 15 og endurtekur Hljómeyki dagskrá sína frá laugardeginum. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á barnapössun meðan á tónleikunum stendur. I Skál- holtsskóla eru seldar veitingar að vanda. Um verslunarmannahelg- ina verður tónleikagestum boðið að tjalda á Skálholtsstað. (Fréttatílkynning) eftir Hjálmar Vilhjálmsson Tilefni og heiti þessa greinarkorns eru merkileg skrif Trausta Jónsson- ar veðurfræðings í Morgunblaðinu 29. júlí 1992. Trausti furðar sig á því að hægt sé að spá fyrir um ástand þorskstofnsins 7 ár fram í tímann og telur að sjávarástand, sem enginn viti neitt um, sé það breyti- legt að allar framtíðarspár um ástand þorskstofnsins séu marklaust hjal. Aðalforsenda Trausta fyrir þess- ari ályktun virðist vera sú að „sagt er að allar aðferðir Hafrannsókna- stofnunar við stofnstærðarmat séu vitlausar eða í besta falli vafasam- ar“. Ekki efast ég um að það sé út af fyrir sig rétt að þetta sé sagt, en mér finnst hart að þurfa að benda mönnum eins og Trausta á að það hefur líka verið sagt að aðferðir Hafrannsóknastofnunar við stofn- stærðarmat séu ágætar og fyllilega sambærilegar við það sem best ger- ist annars staðar. Þetta varð niður- staða fjölmennrar vinnunefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins um ástand fiskstofna í norðvestanverðu Atlantshafi á dögunum og staðfest af fiskveiðinefnd ráðsins nokkru seinna. Nú fyrir skömmu komst bresk vinnunefnd undir forustu dr. John Pope að sömu niðurstöðu, en Pope þessi er á heimsvísu viður- kenndur einn fremsti sérfræðingur í aðferðafræði á sviði fískirann- sókna. Sjálfum finnst mér ekki skipta meginmáli hvort eitthvað er sagt heldur hver segir það. Aðstæður í sjó ráða auðvitað veru- legu um afkomu nytjastofna hér við land og er þorskurinn þar engin undantekning. Þannig virðist að sjávarástand og ætisframboð að vori og fyrri hluta sumars geti haft úr- slitaáhrif varðandi heildarfjölda þorskseiða sama ár. Seinna er það einkum fæðuframboðið sem ræður viðgangi seiðanna og hefur nokkur áhrif á endanlega stærð árgangsins í fjölda og getur breytt miklu í þyngd þegar árgangar eru stórir. Nú er það svo að nánast er ómögulegt að spá að marki fram í tímann um árferði í sjó og ætisframboð og er flestum Hjálmar Vilhjálmsson „Ástand sjávar á kom- andi árum mun ekki skipta sköpum varð- andi þessa árganga því til þess eru þeir of fálið- aðir og fiskur dettur jú ekki af himnum ofan eins og rigningin.“ það Ijóst, líka okkur á Hafrann- sóknastofnun. En þetta skiptir þó ekki meginmáli. Stærð flestra þorsk- árganga er ráðin og okkur kunn við 2 ára aldur og raunar höfum við á seinni árum séð hvert stefndi miklu fyrr, einfaldlega af því hvað fáir þorskar hafa komist yfir fyrsta og erfiðasta hjallann vorið sem þeir urðu til. Hins vegar reynum við yfir- leitt ekki að spá um þorskgengd lengra fram í tímann en 2-3 ár, en það jafngildir þeim tíma sem það tekur seinasta þekkta þorskárgang að ná veiðistærð (4 ára aldri). Það sem Trausti virðist ekki átta sig á varðandi útreikninga Þjóðhags- stofnunar fyrir tímabilið 1993-1999 er eftirfarandi: Hinir stóru árgangar frá 1983 og 1984 eru farnir að láta á sjá og munu ekki verða að ráði nema í mesta lagi ár í viðbót í veiði- eða hrygningarstofni. Allir árgangar eftir það (1985-1991) eru undir meðallagi og sumir mjög lélegir. Ástand sjávar á komandi árum mun ekki skipta sköpum varðandi þessa árganga því'til þess eru þeir of fálið- aðir og fiskur dettur jú ekki af himn- um ofan eins og rigningin. Þetta veldur svo því að nýliðun í veiðistofn- inn verður mjög léleg a.m.k. fram til 1996. Hvað þá kann að verða um stærð veiðistofnsins veit enginn en þar kemur til kasta 1992 árgangs- ins. Hann varð til nú í vor og er stærð hans því enn óþekkt. En jafn- vel þótt um skipti til hins betra með þessum árgangi mun hann ekki koma inn í veiðistofninn fyrr en 1996 eins og fyrr segir og ekki í hrygningarstofninn að neinu marki fyrr en 1998 og ekki að -fullu fyrr en um aldamót. Undir þessum kring- umstæðum eru framtíðarspár um stærð þorskstofnsins til allt að 7 ára því ekki marklaust hjal. Þegar á það er litið hvað hrygn- ingarstofninn stendur tæpt og að tiltölulega lítið er og verður einnig af öðrum þorski á miðunum fæ ég ekki annað séð en það verði að tak- marka sóknina í þorskstofninn á næstu 3-6 árum mikið frá því sem verið hefur. Ef það er ekki gert er eins víst að hrygningarstofninn bíði það afhroð að hann geti ekki gefið af sér góða árganga sama hvað vel árar í sjó og lofti. Eða eins og John Pope orðaði það um daginn, þá göngum við ekki fram af hamra- veggnum ef við þykjumst grilla brúnina gegnum þokuna heldur stíg- um nokkur skref til baka. Það er auðvitað ekki aðeins réttlætanlegt heldur sjálfsagt að velta því fyrir sér hvaða áhrif aflatakmarkanir hafi á þjóðarbúskapinn og hin ýmsu byggð- arlög. Um frávik í hinum fiskifræði- lega hluta þessa dæmis er það að segja að þau eru ekki af þeirri stærð- argráðu sem gerir þau að aðalatriði málsins heldur er það og verður hin alvarlega staða sem íslenski þorsk- stofninn er kominn í. Höfundur er fískifræðingvr. SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.