Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 3& Kveimaguðfi~æði og heilbrigð skynsemi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon í FORSAL VINDA Frá Richardt Ryel: Frá ómuna tíð hafa menn gert sér ólíklegustu hugmyndir um Guð. Síðustu orð Krists á krossinum voru: „Eli.Eli, larha sabakta'ni." „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig.“ I ýtrustu neyð og á dauðastundu, ákalla menn móður sína. Var Kristur að ákalla móður sína? Frá ár 2000 f.kr. var það út- breidd skoðun manna allt frá Kýpur og austur að Indusfljóti að Guð væri kona. Vegna líkamlegra yfir- burða karlmanna völdust þeir oftast til forystu frumstæðra þjóðflokka, og þá einnig síðar þegar menn mynd- uðu mér sér smærri þjóðfélög, skip- uðu landstjóri o.s.frv. Þannig vék hugmyndin um að Guð væri kona fyrir hugmyndinni um það að Guð sé karlkyns. Hlutverk karldýrsins er annars nauða ómerkilegt við sköp- un nýs lífs. Það tekur í besta lagi nokkrar mínútur að frjóvga kvendýr- ið, og svo er hans hlutverki lokið í sköpuninni. Guð á engan maka, til hvers þarf Guð þá að hafa kyn? Það liðu hundruðir milljóna ára frá því að líf kviknaði hér á jörðu þar til fyrsta kyn-skiptingin átti sér stað, og fyrsta karldýrið sá dagsins ljós. Kynskiptingin átti sér stað vegna útsjónarsemi náttúrunnar til að auka fjölbreyttni erfðaeiginleika, svo og til að forðast sífelldar endur- tekningar. Jörðin, moldin og náttúr- an eru kvenkyns. Ef Guð og náttúr- an eru eitt og hið sama, þá hlýtur Guð einnig að vera kvenkyns. Ef Guð og náttúran eru eitt og hið sama, þá hlýtur Guð einnig að vera kvenkyns. En jafnvel þótt við gefum okkur þær forsendur að Guð hafi skapað alheiminn, og að alheimurinn sé því verk Guðs, en ekki Guð sjálf- ur, þá hlýtur alheimurinn saint að vera hluti af Guði, því varla hefur Guð skapað alheiminn úr engu? Öll rök hnýga því í þá átt að Guð sé kona. Að leita Gus er því að leita að sínu móðurlega upphafi. Maður er getin af konu, og konan er upp- spretta alls lífs. Eins og litla lambið þekkjum við öll okkar móðurlega upphaf, en föðurinn, um hann ríkir meiri óvissa.. Allt efni er forgengilegt, og því hugsa sumir sér Guð sem anda. Gall- VELVAKANDI SIAMSLÆÐA Rúmlega ársgamla síamslæða tapaðist frá heimili sínu í Þing- holtunum 1. júlí sl. Hún er smá- vaxin, ljós á skrokkinn með dökkt trýni og útlimi og gegnir nafninu Prangú. Hún bar svarta hálsól með bjöllu en merkingin var dott- in af. Hennar er sárt saknað og eru allar upplýsingar um afdrif hennar vel þegnar. Góðum fund- arlaunum er heitið. Þeir sem telja sig hafa séð Prangú frá því hún hvarf eru beðnir að hafa samband við Svövu í síma 22429 eða 666887 eða Kattholt í síma 672909. HUNDAR BANNAÐIR í ELLIÐAÁRDAL Svanhvít Gissurardóttir: í Ell- iðaárdalnum eru göngubrautir fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk en eins og sjá má á skiltum við allar brýr er bannað að vera með hunda þarna. Samt eru hundaeigendur að viðra hunda sína á þessum stað og valda þeir oft óþægindum. Mörg börn eru hrædd við hunda og ættu hunda- eigendur að fara að settum regl- um. Þeir hafa sína aðstöðu á Geirsnefi og geta viðrað hundana sina þar. ÚLPA OG MYNDAVÉL Plastpoki með úlpu og mynda- vél tapaðist í Vestmannaeyjum 16. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í sima 93-86653. KÖTTUR Svartur fressköttur, ómerktur, týndist í Neðra-Breiðholti fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í síma 682622 eða 76241 ef hann hefur fundist. VESKI Dökkbrúnt veski úr slöngu- skinni tapaðist í miðbæ Reykja- víkur, sennilega 16. júlí. I því voru m.a. skilríki. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í sima 18165. KETTLINGAR Yndislegur blandaður angóru- kettlingur, 10 vikna gamall og kassavanur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar gefur Marsý í síma 42549 eftir kl. 18. Þrír kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 28747. inn á þessu er bara sá~að ekkert líf er til án holds eða efnis. Væri Guð því bara andi og kynlaus þá væri hann jafnframt næsta áhrifalaus og óh'klegur til að geta eitt eða neitt af sér. Nú sé ég svo líka að konur vestan hafs hafa myndað með sér samtök til að koma hugmyndinni um Guð sem konu aftur til vegs og virðingar. „Auðvitað er Guð kona,“ segja þær, og með því að Guð er kona þá skal bæn þín framvegis hljóða þann- ig. „Móðir- vor, þú sem ert á himn- um, helgist þitt nafn.“ Aðspurðar hvort Guð gangi í pilsi eða buxum, sögðu þær „Guð er engin tískudrós, hún gengur í öklasíðum dökkum kjól, með slegið hár, og flatbotnuð- um sandalaskóm". Þá vitum við það. í hinum heiðna þjóðsöng Dana segir að Danir búi í „Frejas sal“. Gyðjan Freyja er rammnorræn, en gera má ráð fyrir að Danir trúi á gyðjuna Freyju úr því þeir lofsyngja hana í þjóðsöng sínum. Persónulga finnst mér hugmyndin um guð sem gyðju eða konu viðfelld- in. Menn hafa hvort eð er ávallt deilt um Guð. Sumir vilja hafa hann skegglausan. Aðrir segja að skeggið sé svo sítt að það nái heimskautanna á milli. Sumir segja Guð einn og óskipt- an. Aðrir segja að þetta sé ekki hægt því þá geti Guð ekki verið á mörgumstöðum á sama tíma. Konur unnu líknarstörf á miðöld- um, sem læknar, dýralæknar og ljós- mæður. Kirkjan og prestarnir köll- uðu þetta kukl og galdra og 10 millj- ónir saklausra kvenna voru brenndar á báli milli áranna 1560-1650 í Evrópu. Eva skyldi fá að deyja kval- arfullum dauða af því hún hafði syndgað sögðu hinir frómu guðs- menn. Þannig hafa karlar alltaf reynt að halda konum niðri. „Hvers- vegna skyldi Guð þá vera kona“, segja þeir, og hreykja sér í hásætið. Oft er það gott sem gamlir kveða. E.t.v. er sannleikann að finna í fjög- ur þúsund ára gömlum ljóðlínum úr grísku goðafræðinni. Demeter, móðir jörð og Persefon undurfögur dóttir hennar voru fijó- semisgyðjur. Hades, konungur und- irheima, rændi Persefone, tók hana sem brúði og fór með hana til undir- heima. Demeter lofsöng (4000 ára hring- rás lífsins). „í hvert sinn sem jörðin af ilm- andi blómabreiðu er þakin undrun guða á himnum og manna í veröld er vakin... U dauðans ríki upp ertu risin að vanda... Persefona ekkert að eilífu auðlegð þinni mun granda... (R.R. íslenskaði) RICHARDT RYEL, Sellerod park 12, 1-17, 2840 Holte, Danmörku. LEIÐRÉTTING Ljóð Guðmundar Böðvarssonar í minningargrein um Sigurborgu Þórðardóttur sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag var þvi miður farið rangt með eftirfarandi Ijóð Guðmundar Böðvarssonar. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Þín ást var aldrei bundin vanans böndum, þinn bjarta hug gat enginn vetur fryst, þú réttir mér þín blóm með báðum höndum, þú brostir til mín síðast eins og fyrst. - Við þína gröf var auðsæ augum mínum hver ástgjöf þín, svo nærstæð, hrein og ljós, - og ég, með lífið fullt af fómum þfnum, lét falla á þína kistu eina rós. Og nú á mótum minna og þinna vega er margt sem hvorki veit ég eða skil; samt ber ég fram þá bæn í minum trega: Guð blessi þig, - ef hann er nokkur til. Víst efa ég flest sem aldin fræði lofa en ef að dánir lifa finnumst við, og hvort sem er mun okkur ljúft að sofa í Islands gömlu moldum hlið við hlið. (Guðm. Böðvarsson) ÁRIMAÐ HEILLA HJÓNABAND. Gefin voru saman 4. júlí sl. Guðvarður Þórarinn Jak- obsson og Ingigerður Lára Daða- dóttir af sr. Sigurði Helga Guð- mundssyni í Víðistaðakirkju. Þau eru til heimilis að Miðvangi 12, Hafnarfírði. Ljósmynd: Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 18. júlí Hildur Kristinsdóttir og Sigurður K. Ægisson af sr. Tóm- asi Sveinssyni í Háteigskirkju. Þau eru til heimilis í Frostafold 20, Reykjavík. Mynd Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefin voru saman 4. júlí sl. Hörður Magnússon og Delía Kristín Howser af sr. Sigurði H. Guðmundssyni í Víðistaðakirkju. Þau eru til heimilis að Brattholti I, Hafnarfirði. yósmynd: Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 11. júlí Sólrún Óskarsdóttir og Jakob Ragnar Garðarsson af sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur í Viðeyjar- kirkju. Þau eru til heimilis í Hálsa- seli 3, Reykjavík. Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1992 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98 gr. laga nr. '* r 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga nr 113/1990 um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagninu opinbera gjalda á árinu 1992 er lokið á alla aðila sem skattskyld- ir eru skv. framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum, föstudaginn 31. júlí 1992 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 3í. júlí - 13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1992, húsnæðisbætur, vaxta- bætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1992, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1992. 31. júlí 1992. Skatfstjórinn í Reykjavík, Gestur Seillúrsssn. ^ Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, StelÚB Skjalúarson. ' 1 Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, KrÍSt|ÍU Gönnar Valdimarssfln. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bflfli SÍflUrb|ÖrilSSflR. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Friftgeir SifllirftSSflR. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Kðfl LaurÍtZSflO. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hrellll SveÍRSSOO. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, iRflÍ T. BjirtlSSOn. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.