Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Efnahagsóreiða og mafíuhryðjuverk ógna jafnvægi: Ovissutilfimiing og svartsýni meðal Itala Róm. Reuter, The Daily Telegraph. AFSÖGN Vincenzos Scottis, utan- ríkisráðherra Ítalíu, hefur vakið athygli en sjálfur er Scotti kok- hraustur og vísar á bug ásökunum um ábyrgðarleysi. „Sfjórnin hefur ekki veikst vegna afsagnar minnar heldur er ástæðan staða mála í flokkunum." Scotti segir að forysta Kristilega demókrataflokksins hafí ekki endur- bætt starfsemi hans sem skildi, þótt víða sé ljóst að flokksdeildir hafí hlýtt skipunum mafíunnar. Verðfall varð á lírunni og ríkis- skuldabréfum er fréttist um afsögn- ina á miðvikudag en áður hafði sama þróun hafíst vegna mafíumorðanna á Sikiley. Heimildarmenn segja að óvissutil- fínning hafí ekki verið jafn útbreidd síðan 1948 er fyrstu þingkosningam- ar fóru fram í lýðveldinu og margir óttuðust borgarastríð vegna væntan- legs sigurs kommúnista. Ríkisskuldir eru svo miklar að taki ítalir sig ekki /^Varud á verða þeir ekki færir um að taka þátt í mynteiningaráformum Evrópu- bandalagsins verði þeim hrundið af stokkunum. Þjóðarframleiðsla ítala er sú þriðja mesta í bandalaginu og afleiðingamar fyrir bandalagið því ófyrirsjáanlegar ef svo fer sem horfír. ítalskir stjómmálaskýrendur segja hættu á að landið verði „bananalýð- veldi“ álfunnar en hvert spillingar- málið á fætur öðru hefur komið upp í stjórnkerfínu að undanfömu. Þeir benda einnig á að mafían virðist ekkert óttast aðgerðir stjórnvalda sem sendu nýlega 7.000 hermenn til Sikileyjar til aðstoðar lögreglu í bar- áttunni við mafíuna. Leiðtogi glæpasamtakanna Ca- morra í Napólí, Rafaele Cutolo, sem kallaður er „Prófessorinn," er sagður hafa haldið eins konar stjómarfundi samtakanna í fangelsinu þar sem hann er nú. Leiðtogar Corleone-maf- íuhópsins á Sikiley, þeir Toto Riina og Bemardo Provenzano, eru taldir einhveijir valdamestu menn Ítalíu. Bandaríkjamenn í Rússlandi eftir stríð: Fansrar enn á lífi? Moskvu. Reuter. V BANDARÍSKIR ríkisborgarar, sem Sovétmenn handtóku og fluttu í fangabúðir í lok seinni heimsstyijaldar kunna að vera á lífi einhvers staðar í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Varaformaður rússneskrar nefndar, sem kannar hvort bandarískir fangar úr heimsstyijöldinni, Kóreustyijöldinni eða Víetnamstríðinu séu á lífi í Rússlandi, sagði frá þessu í gær. Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um að Sovétmenn hafí hand- tekið bandaríska hermenn og jafnvel óbreytta borgara í lok seinni heims- styrjaldarinnar, flutt þá í vinnubúðir eða drepið þá. Boris Jeitsín Rúss- landsforseti lét hafa eftir sér í opin- berri heimsókn i Bandaríkjunum í júní, að líkur væm á að bandarískir fangar væru á lífi í fyrrverandi ríkj- um Sovétríkjanna. Greint var frá því í Rússlandi í gær að skjöl hefðu fundist í skjala- hirslum sovésku leynilögreglunnar KGB, sem staðfestu að leynilögregl- an hefði handtekið 39 bandaríska ríkisborgara af slavneskum uppruna á sovésku yfirráðasvæði í lok seinni heimsstyijaldarinnar, svipt þá vega- bréfum sínum og sent þá í vinnubúð- ir. Rússnensk nefnd reynir nú að komast að hvar þetta fólk sé eða lík- amsleifar þess. Varaformaður henn- ar segir að ef einhveijir fanganna fínnist á lífi sé ætlunin að reyna að bæta fyrir misgjörðir sovéskra stjómvalda með einhveijum hætti og gefa þeim kost á að hafa samband við ættingja sína í Bandaríkjunum. Tékkóslóvakía enn án forseta Vaclav Havel, fyrrverandi forseti Tékkóslóvakíu, sést hér huga að bókum í sumarhúsi sínu. Þing sambandslýðveldisins gerði í gær þriðju tilraunina til að kjósa forseta í stað Havels en mistókst sem fyrr. Þrír lítt þekktir frambjóðendur, þar af ein kona, urðu að sætta sig við að ekkert þeirra hlaut nægilegan stuðning. „Þetta ætlar að verða skrípaleikur", sagði einn af þingmönnum vinstrimanna í Slóvakíu áður en gengið var til atkvæða. Forystumenn Tékka og Slóvaka em sammála um að landinu verði skipt og þau verði algerlega sjálfstæð lýðveldi um næstu áramót. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.