Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 17 leika sér. Það er dýrðlegt." Stundum þögðum við saman og það var gott. Stundum fylgdist ég með því þegar starfsfólkið á deildinni hennar, A7, kom að vitja hennar, nam hvemig Konan umgekkst unga fólkið með virðingu og ég dáðist að hæfni starfsfólksins þegar það sinnti þörf- um hennar. Nafna mín var stórbrotin mann- eskja og í skjóli hennar lærði ég að vera stolt yfir því að vera kona. Það er skarð fyrir skildi og ekki hvarfl- aði að mér að nafn gæti valdið slíkri einsemd sem það gerir í dag. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Konunnar Gunnbjargar um leið og ég bið Hann að vefja afa Gumma alúðarörmum þegar sorgin kveður dyra í öldnu hjarta hans. Gunnbjörg Óladóttir. í dag er til moldar borin frá Stór- ólfshvolskirkju amma mín, Gunn- björg Steinsdóttir. Hún lést á Borg- arspítalanum að kvöldi 10. ágúst síðastliðins eftir erfiða sjúkralegu, áttatíu og tveggja ára gömul. Gunnbjörg Steinsdóttir fæddist 13. maí 1910 á Lambalæk í Fljóts- hlíð. Foreldrar hennar voru Steinn Þórðarson, fæddur 17. ágúst 1882, dáinn 24. desember 1979 og Sigur- björg Dóróthea Gunnarsdóttir, fædd 26. febrúar 1875, dáin 31. ágúst 1969, bændur á Kirkjulæk. Böm Steins og Sigurbjargar voru auk Gunnbjargar, Ingileif Þóra, fædd 27. nóvember 1908, ekkja Sveins Sigur- þórssonar, bónda á Kollabæ í Fljóts- hlíð. Þau áttu þijú börn. Ólafur, fæddur 20. nóvember 1911, kvæntur Maríu Jónsdóttur, bændur að Kirkju- læk í sömu sveit. Þau eiga sjö börn. Fósturdóttir Steins og Sigurbjargar er Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, fædd 22. júlí 1925. Hún var gift Hermanni Lund Hólm og á þijú börn. Steinn og Sigurbjörg fluttust frá Lambalæk til Breiðabólstaðar árið 1917 þar sem Steinn gerðist ráðs- maður sr. Eggerts Pálssonar próf- asts. Tveimur árum síðar keyptu þau Kirkjulæk og hófu þar búskap. Gunnbjörg fór í vist suður til Reykja- víkur í kringum 1930 og lærði saumaskap. Þar kynntist hún Ág- ústi Ólafssyni skógerðarmanni, sem var einn af stofnendum lúðrasveitar- innar Svansins. Hann var básúnu- leikari, sonur Ólafs Þorleifssonar afgreiðslumanns og konu hans Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur. Ágúst var fæddur 30. mars 1907 en lést 15. nóvember 1961. Þau slitu sam- vistir 1954. Böm Ágústs og Gunnbjargar em Steindór, Oli og Sigurbjörg. Steindór, fæddur 27. október 1933, starfsmaður á Keflavíkurflug- velli. Fósturdætur hans em tvíbura- Fæddur 12. október 1924 Dáinn 15. ágúst 1992 Segja má að varla komi á óvart lát einstaklings sem baist hefur við skerta heilsu nokkur síðustu ár ævi sinnar. Og þó er eins og dánarfregn- in komi alltaf á óvart og ekki síst eftir að hafa hitt þann, sem nú er allur, hressan og á vænlegum bata- vegi fyrir fáum vikum. Svo varð mér er ég nýkominn heim til mín að kvöldi sunnudagsins 16. ágúst var tjáð að mágur minn, Teitur Daníels- son, hefði látist á Borgarspítalanum fyrir nokkrum klukkutímum eftir mjög stutta legu þar. „Þar fór góður drengur" var hið einfalda svar okkar hjónanna við óvæntri frétt meðan annarra orða var vant. Og síðan ... minningabrot sem riijuð eru upp og tínd saman eftir 44 ára samskipti, stundum meiri, stundum minni, en alltaf góð. Teitur Daníelsson var fæddur að Grímarsstöðum í Andakílshreppi 12. október 1924. Foreldrar hans voru Daníel Fjelsted Teitsson bóndi þar og kona hans Rannveig Helgadóttir. Teitur ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði nám í búfræðum í Bændaskólanum á Hvanneyri en 13. júní 1948 giftist hann Dóru Þórðar- dóttur frá Haga í Skorradal. Þau byijuðu búskap á Grímarsstöðum í systurnar Ólöf og María, fæddar 7. maí 1972. Óli, fæddur 29. september 1936, forstöðumaður í Reykjavík, kvæntur Ástu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Gils, fæddur 15. desember 1958, verkstjóri í Tansaníu. Hann á tvö börn. Steindór Óli, fæddur 6. októ- ber 1960, verkstjóri, kvæntur Rósu Allansdóttur frá Akranesi. Þau eiga þijú börn. Ágúst, skrifstofumaður í Reykjavík, fæddur 27. desember 1962, kvæntur Sigríði H. Guðjóns- dóttur frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö börn. Gunnbjörg, fædd 26. janúar 1964, nemi í Reykjavík. Kristinn, fæddur 2. maí 1965, nemi, kvæntur Hörpu Hallgrímsdóttur frá Akranesi. Þau eiga þijú börn. Brynj- ólfur, fæddur 31. janúar 1967, stað- arstjóri, kvæntur írisi Guðmunds- dóttur frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö böm. Sigurbjörg Dix, fædd 27. júlí 1946, húsfreyja í Texas. Hún á tvö böm með fyrri eiginmanni sínum, Daníel Guðmundssyni pípulagninga- meistara: Brynjar, fæddur 9. apríl 1967, pípulagningameistari, kvænt- ur Olgu Kristjánsdóttur frá Hafnar- fírði. Þau eiga tvö börn. Birna Björk, fædd 4. janúar 1970, starfsstúlka á hersjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Hún á eitt bam. Síðari eiginmaður Sigur- bjargar er Donald Dix, fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum. Þau eiga Söru Thelmu, fædd 23. janúar 1982. Árið 1960 stofnuðu Gunnbjörgog Guðmundur Jóhannsson frá Mið- krika í Hvolhreppi til sambúðar. Guðmundur er sonur hjónanna Jó- hanns Péturs Þorkelssonar og Val- gerðar Guðmundsdóttur. Þau keyptu Miðkrika 1962 og hófu þar búskap. Þar bjuggu þau fram til ársins 1989 en þá fluttust þau að Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Amma bjó þar til dauðadags. Afí lifir maka sinn. Ég minnist ömmu minnar með hlýju og þakklæti. Það var ávallt gott að koma í Miðkrika og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Amma leyndi ekki skoðunum sínum sem mótuðust gjarnan af lífsreynslu hennar. Hún var pólitísk og talaði um þingmanninn sinn af virðingu. Þingmaðurinn hennar var Ingólfur Jónsson frá Hellu. Svipurinn á afa og ömmu hlýnaði ávallt þegar rætt var um hann. Amma var trúuð kona. í mótlæti leitaði hún hjálpar hjá Guði. Hún átti aldrei erfitt með að tala um málefni Guðs. Hún gekk í Hvíta- sunnusöfnuðinn og tók þátt í kirkju- legu starfi. Hún kenndi okkur ýmis- legt um trú eins og sannur guðfræð- ing^ur, hafði oftast samúð með þeim sem urðu undir í lífsbaráttunni. Hún hjúkraði foreldrum sínum síðustu ár Andakílshreppi og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau eignuðust fimm syni og eru fjórir þeirra á lífi. Þeir eru Þórhallur, fæddur 17. apríl 1949, bóndi á Grímarsstöðum; Daníel, fæddur 15. ágúst 1950, á heima í Reykjavík; Grímar, fæddur 17. febr- úar 1952, býr á Akranesi; Guðmund- ur, fæddur 21. janúar 1954, býr á Akranesi og Auðunn, fæddur 6. jan- úar 1957. Auðunn lést 24. septem- ber 1982. Lífsstarf Teits var hið dæmigerða starf bóndans á jörð sem bauð upp á mikla möguleika í vildishéraði og í alfaraleið. Ekki veit ég hvort hugur hans sem ungs manns stóð til ein- hverra annarra starfa en hann varð bóndi og komst í heild vel frá því hlutverki. Starfsævi hans spannar yfir það tímabil í sögu búhátta á Islandi sem í framförum og tækni er með ólíkindum og hann tók ódeig- ur þátt í þeirri byltingu meðan heilsa hans leyfði. En þegar sjúkdómar steðja að og líkamsþrek er ekki leng- ur til staðar að vinna þau verk sem þörf er fyrir og áður voru næsta auðveld verður varla hjá því komist að láta undan síga ef líklegrar fót- festu væri von annars staðar. Um árabil var Vinnuheimilið á Reykjalundi Teiti sem annað heim- ili. Þar naut hann þeirrar aðhlynn- ingar sem sjúkum manni er nauðsyn ævi þeirra á heimili sínu af mikilli þrautseigju. Ekki min'nist ég þess að hún hafi nokkurn tíma talið það eftir sér. Amma talaði um æskustöðvarnar í síðasta samtali okkar, minntist Fljótshlíðar með hlýhug. Hún talaði um Lambalæk, lækinn sem hún bað- aði sig í, æskuna, frelsið. Hún þakk- aði árin sem hún fékk að njóta og vissi hvert hún stefndi eins og skáld- ið segir: Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins stráumi og stundarbamsins draumi oss veita himnar vemd og hlé. (Einar Benediktsson). Guð blessi minningu Gunnbjargar Steinsdóttur. Kristinn Olason. Hún amma er dáin. Hún er farin á fund við Drottin, eins og hún orð- aði það sjálf. Eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu fékk hún loksins friðinn, öldruð og þreytt. Þessi fyrrum hrausta og sterka kona sem ég minnist með söknuði í huga. Ég ætla ekki að rekja ævi ömmu minnar hér, heldur finn ég mig knúinn til að minnast hennar eins og ég sjálfur man hana. í æsku minni dvaldist ég löngum í Miðkrika og tilvera mín og heimur náði ekki lengra en út að hliði og lengst út að Húsum, sem við kölluð- um. Ég man vorin í sauðburðinum, þegar vakað var yfir fénu og amma hjálpaði ófáum lömbunum í heiminn. Þá gekk amma berfætt um túnin, ég man hún færði mér mjólk og kleinur á traktorinn. Þá settumst við saman í þornandi heyinu. Hún amma hélt alltaf ég væri svangur. Og göngutúrarnir á kvöldin, þegar við gengum út að Húsum að gá fol- alda. Ég og amma, Gummi og Lappi. Hvílík kyrrð og ró yfir jörðinni er við gengum í dalalæðunni. Þá lofaði amma Drottin fyrir lífið og tilveruna. Sunnudagsmorgnar voru ávallt hátíðlegir í Miðkrika. Ég man er við Gummi komum inn úr morgungegn- ingum, þá var amma búin að klæða langafa Stein í fínni fötin og virðu- legur sat hann inni í stofu. í útvarp- inu gekk messa og amma stillti hátt. Svo söng hún með kirkjukórnum sálma sem hún kunni utanbókar. Ég lá uppi í rúmi hjá Gumma sem las Morgunblaðið og í húsinu var og átti möguleika á léttari störfum en hann hafði áður sinnt. Að sjálf- sögðu er það ekki sársaukalaust og þeim framandi sem ekki hefur sjálf- ur reynt, að vera þannig skákað burt af vettvangi með bilað þrek og satt að segja undraðist ég æðruleysi hans að ekki kenndi sárinda yfir þeim örlögum en þess minnist ég ekki úr okkar samtölum. Samferðamenn Teits, mér kunn- ugir, hvort sem var úr heimahéraði eða á Reykjalundi, áttu til hans hlý orð og engin miður. Með þessum fáu línum viljum við Svanfríður þakka vináttu og góðvild Teits Daníelsson- ar sem við nutum fyrr og síðar. Öllum aðstandendum hans vottum við samúð okkar. Óskar Þórðarson. Minning Teitur Daníelsson friður og ró. Þá sofnaði lítill drengur undir söng ömmu sinnar. Svo örugg- ur um sig sem hann aldrei síðar varð. Amma var trúuð kona og þegar amma manns er trúuð þá gildir það fyrir ömmubarnið líka. Margt sagði hún amma mér af sínu lífi, sumt gott, sumt slæmt, en ég man hún ljómaði sjaldan meir er hún minntist æsku sinnar úr Fljóts- hlíðinni. Hún sagði mér frá leikjun- um sem hún og Inga systir hennar fóru í á kvöldin með krökkum af nágrannabæjunum. Þá var margt öðruvísi en í dag. Lengi vel trúði ég því að ljóð Þorsteins Erlingssonar „Fyrr var oft í koti kátt“ væri sam- ið um ömmu og hennar vini. Þau voru jú úr sömu sveit. Ég gæti haldið lengi áfram að minnast ömmu minnar, en að lokum langar mig að segja frá því að hún átti sér uppáhalds ljóðskáld. Langar mig að heiðra minningu hennar með birtingu tveggja ljóða eftir þann mann: Lýsi henni og lokki ljómi fjallabrúna, öðru framar endist angan bemsku túna. — Það er eins og þyngi, þegar ævi hallar, jörð og himinn hlusti, hljóðni götur allar. Guð er öllum góður, græðir hjartasárin. Astin huggar alla eftir saknaðstárin. Nú er sviphýrt sumar, sól og vellir grænir. - Himinn blár og heiður heyr þú móðurbænir. (Stefán frá Hvítadal). Guð styrki þig, Gummi. Steindór Óli Ólason. HeiUudagarnLr á Hótel Örk hefja^t 30. ágíLit heilsudögum á Hótel Örk gefst þér kostur á Æ M að endurskoða og breyta ýmsu því sem betur MtrMsmætti fara í daglegri neyslu og venjum, njóta heilsusamlegra kræsinga og auka líkamlegan þrótt og þol. Allur aðbúnaður er framúrskarandi; útisundlaug, tveir heitir-pottar, náttúrulegt gufubað, nuddstofa, snyrti- og hárgreiðslustofa og veitingastaður sem býður uppá veisluheilsufæði. Komdu burt úr stressinu og láttu okkur dekra við þig. Verð ámann í tvíbýli frá kr. 3.000,-* INNIFALIÐ: Gisting, heilsufæði (hálft fæái), jógaleikfimi, hugrækt, fræðsla og kynningar. “Verð pr. mann í tvíbýli. 2 vikur kr. 3000 pr. nótt, 1 vika kr. 3.500 pr. nótt, 4 nætur kr. 3.850 pr. nótt, 2 nætur kr. 4.450 pr. nótt. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 pr. nótt. Fræásla um heilnæma lifnaðarhætti • Hugrækt Jógaleikfimi • Sund og líkamsrækt • Gönguferðir og útivist • Þrekþjálfun • Heilsufæði • Sjúkranudd Slökunarnudd • Svæðanudd • Aromatherapy Paradí.i -rétt handan við hazdina l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.