Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22; ÁGÚST .1992 Leitað skjóls í þriðju loftárásinni. samt var hlutskipti okkar svo ólíkt. Nokkrir þeirra báðu bænimar áður en þeir fóru að sofa og ég hugsaði að vafalaust væru Serbamir hinu- megin víglínunnar að biðja tii sama Guðs, sömu bænina á sama tíma. Um morguninn vaknaði ég við sprengingar og læti en allar vora þær samt hinumegin árinnar. Ég fór og vakti hina piltana og við lögðum af stað yfír brúna til Bos- onski Brod. Þegar þangað kom var eins og að koma í draugaborg fyrst um sinn því þama höfðu verið stór- ar flóttamannabúðir en þær höfðu að mestu verið tæmdar. Eftir stóðu tómir kofar, rústir húsa og rasla- haugar þar sem við rotturnar grömsuðum og fundum mikið magn júgóslavneskra peninga og frímerkja sem við hirtum. Síðan göngum við inneftir og skoðum sundurskotinn skóla og önnur illa útleikin mannvirki þar til við eram stöðvaðir af múslímum sem vilja tala við okkur. Þeir draga okkur inn á heimili sitt, sem er húsarúst- ir einar. Eldri mennimir sitja að spilum við borð í horninu og hinir yngri koma og segja okkur hörm- ungarsögu sína. Verslunarskóla- þýska mín kom á óvart og ég þýddi fyrir félaga mína það sem múslím- amir sögðu. Mitt í samræðunum við þá bytja sprengingar og fólk kemur flýjandi af götunni inn til okkar. Ég hleyp út til að taka myndir en hleyp síðan inn í skjólið þegar kassettusprengja springur beint fyrir ofan mig. Þegar ég kem inn segir Mahid (ungi maðurinn sem hafði orð fyrir múslímunum) að ég sé mjög hugrakkur, en þá muldrar annar múslími eitthvað og að sögn Mahids var hann að okkar lágu aftur saman þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Þá sem fyrr mætti ég alltaf sama hlýja viðmót- inu. Jón var einn af stofnendum Súg- firðingafélagsins í Reykjavík og endurskoðandi reikninga þess í 40 ár, þá baðst hann undan endurkosn- ingu enda þá orðinn 98 ára. Hann er heiðursfélagi þess. Jón hefur mikið gaman af að spila brids og bíður eftir að spilamennska hefjist í september næstkomandi. Þegar Jón var spurður 85 ára gamall hvort hann synti ennþá daglega, svaraði hann, já en ég syndi bara 200 metra á dag, 95 ára gamlan spurði ég hann hins sama og svarið var, nei ég nenni ekki í sund nema annan- hvem dag. Nú er Jón hættur að stunda þessa íþrótt. í ásýnd lítur Jón ekki út fyrir að bera svo háan aldur, gengur teinréttur, hugsunin skýr en minnið lítilsháttar farið að förlast. Kæri vinur, ég lýk þessum línum með innilegum hamingjuóskum til þín og þinna. Arni Örnólfsson. segja að ég væri ekki hugrakkur heldur heimskur. Sá hinn sami var múslími um sextugt sem hafði ver- ið vel efnaður og átt konu og dótt- ur sem höfðu verið drepnar fyrir augum hans. Eftir þijár árásir hverfa flugvélarnar á brott og þá fyrst fara sírenurnar í gang til að vara við árásinni. Ekkert af þessu truflar spilamennsku þeirra í hom- inu þó sumar sprengjurnar kæmu ansi nærri. Við spjöllum lítillega saman og einn múslímapiltur segir mér frá því að besti vinur hans hafí verið á ferð yfír brúna þegar ein árásin var gerð og hann var sprengdur í tætlur. Ég kann hon- um engar þakkir fyrir frásögnina því hann veit að ég á eftir að fara yfír brúna aftur. Við göngum lítið um í viðbót, eram sammála um að hraða okkur yfír brúna. Eftir stuttan rúnt inn í miðbæinn leggj- um við af stað aftur yfír ána. Þeg- ar við eram nýkomnir á brúna byija loftvamaflauturnar að væla bara til þess að níðast á tauga- kerfí okkar því engar vélar komu né sprengingar. Þegar yfír var komið og við vorum komnir dágóð- an spöl frá brúnni gat ég ekki annað en verið slíkur fréttasnápur að nýta mér tréð sem fylgsni og taka mynd af brúnni sem var harð- bannað. Við gengum síðan um Sla- vonski Brod í nokkra klukkutíma en ég kvaddi þá síðan og tók lest- ina aftur til Zagrebs. Var kominn þangað seint um kvöld og þar sem ég hafði engan náttstað lagði ég bara af stað til Vínar. Ég taldi best að fara í gegnum Slóveníu og tók því strætisvagn út í enda borgarinnar. Þar kynntist ég Kró- ata sem talaði við strætisvagnabíl- stjórann og bað hann að fara úr leið til að ég kæmist að landamær- unum. Það var auðsótt mál og brátt var ég kominn yfír landa- mærin til Slóveníu þar sem ég gekk inn á krá og var umsvifa- laust drifinn inn í söng, dans og bjórdrykkju þar til staðnum var lokað. Þá gengur einn gestanna með mig heim til sín þar sem hann sækir bílinn sinn og keyrir mig út á aðalveginn til Ljubljana (höfuð- borgar Slóveníu). Þar eyði ég dijúgum tíma í að reyna að húkka bíl um miðja nótt þar til loksins stoppar einn. Ég segi Ljubljana og hann segir já og síðan sest ég upp í bílinn og sofna í farþegasætinu. í svefnrofunum sé ég að við keyr- um framhjá Ljubljana en ég er of þreyttur til að láta mig það nokkra skipta. Loks stoppar hann og ba- blar eitthvað á slóvensku og bend- ir á nöfn á einhveijum borgum sem ég kannast ekkert við. Þrátt fyrir tungumálaörðugleika skilst mér að hann vilji að ég fari út hér og það geri ég. Hann hafði blessunarlega farið eitthvað norður fyrir Ljublj- ana og ég fann veg sem lá til Austurríkis og síðan tók hver bfll- inn Við af öðram þar til ég var banhungraður kominn til Vínar að kvöldi þessa dags. Höfundur er háskólanemi. PHOENIX n a m s i ð ,ViIjir þú öðlast allt sem er mögulegt, ber þér að sækjast eftir hinu ómögulegau. Nýjasta námskeið Stjórnunarfélagsins - ætlað stjórnendum - starfsmönnum - fjölskyldufólki og einstaklingum, sem vilja tileinka sér aðferðir til þess að ná hámarksárangri í starfi og einkalífi. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum Brian Tracy, myndböndum á ensku, vinnubók og umræðum. Hljóðsnældur til upprifjunar á öllu námsefni fylgja. PHOENIX fjallar um: Leiðir til árangurs á öllum sviðum lífs þíns, samband sjálfstæðis og ábyrgðar, ógnir neikvæðra hugsana, útrýmingu sektarkenndar og streitu, æskilegt hugarfæði , hraðnámstækni, markmiðasetningu og hagnýtustu aðferðir til þess að ná markmiðum, mikilvægi tímastjórnunar, áhrif hugsana á veikindi, leiðir til betri samskipta við fólk og leiðir til þess að börnin þín verði hæfari einstaklingar. Tími næstu námskeiða: 27., 28., 29. ágúst 10., 11., 12. september 24., 25., 26. september 15., 16., 17. október 29., 30., 31. október 12., 13., 14. nóvember 26., 27., 28. nóvember PHOENIX námskeiðið er meðal bestu námskeiða sem ég hef sótt. Á því lærir hver og einn jákvæða sjálfsgagnrýni og að meta sjálfan sig og aðra að verðleikum. Þetta námskeið er fyrir alla sem þora að skoða hlutina eins og þeir eru í raunveruleikanum og vilja finna bestu hugsanlegu leið til að auka lifsánægju i starfi og leik. Námsgögnin sem fylgja tryggja áframhaldandi nám og tryggja betri árangur en ég hef áður kynnst’. Friþjófur Ó. Johnson, O.Johnson & Kaaber. Mér er það sönn ánægja, að gefa PHOENIX námskeiðinu mín þestu meðmæli. Kenningar Brian Tracy eru mjög athyglisverðar og aðferðir hans öflugar. Ég hef tileinkað mér margt af því sem ég lærði á námskeiðinu og hefur það reynst mér ótrúlega vel, jafnt í einkalífi sem og í starfi mínu. Námsgögnin eru fyrsta flokks og hafa gert mér kleift að hakfa áfram að læra og tileinka mér allt það besta eftir að námskeiðinu lauk’. Ólafur Vigfússon, Hagkaup Námskeiðið er eitt það besta sem ég hef farið á. Brian Tracy miðlar boðskap sínum á einfaldan og áhrifarikan hátt og skilur eftir hugmyndir og ábendingar sem allir geta nýtt sér í vinnu jafnt sem einkalífi. Mjög gott námskeið. Þórður Sverrisson, forstöðumaður markaósdeildar íslandsbanka. INNRITUN HAFIN! Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15, sími 621066 Nánari upplýsingar um námskeidid fást hjá Stjórnunarfélagi Islands i sima 62 1066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.