Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 25
MÖHGUNBLAÐH) IAÚGARnAGUR 22. ÁGÖST1992 2& Sigurður Magnusson skipstjóri — Minning Fæddur 16. ágúst 1915 Dáinn 16. ágúst 1992 í dag er til moldar borinn frá Grindavíkurkirkju, fyrrum sam- starfs- og sameignarmaður minn, Sigurður Magnússon, skipstjóri, frá Sólheimum hér í Grindavík, en hann lést sunnudaginn 16. ág- úst síðastliðinn. Sigurður var skipstjóri á m/b Hrafni Sveinbjarnarsyni um ára- tugaskeið eða frá 1946 til 1967 og alls urður bátamir fímm talsins með því nafni sem hann stýrði. Var hann því ýmist kenndur við Sólheima eða m/b Hrafn Svein- bjamarson. Sigurður var fæddur og uppal- inn í Tálknafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stómm systkinahópi og byijaði snemma að taka til hendinni. Á sjó byijaði hann fermingardaginn sinn og var það óslitið þar til 1967 eða um 40 ár. Þessi kafli ævi Sigurðar er mér ekki mjög kunnur en mun verða rakinn sérstaklega við útför hans. Til Grindavíkur kom Sigurður árið 1939 og var á vertíð í Þór- kötlustaðahverfí hér í Grindavík hjá Guðbjarti Guðbjartssyni, Bjarmalandi, á v/b Þórkötlu. Á næsta bæ, Þórkötlustöðum, var ung heimasæta, Þórlaug Olafs- dóttir. Felldu þau hugi saman og vora örlög þeirra ráðin upp frá því. Þau giftust 19. október 1940 og hafa þau búið hér í Grindavík allt fram á þennan dag, að undan- skildu einu ári vestur á Tálkna- firði. Árið 1946 stofnuðu þeir til sam- eiginlegrar útgerðar Sigurður, Kristinn Ólafsson mágur hans og Sverrir Sigurðsson, Brimnesi, allir til heimilis hér. Keyptu þeir gaml- an bát sem hét m/b Hrafn Svein- bjarnarson, upprunalega frá Akra- nesi, og áttu þeir félagsskap til ársins 1952. Aflaði Sigurður vel og stóð því hagur þeirra með nokkram blóma. Árið 1952 leysa þeir upp sína félagsútgerð og árið 1953 er út- gerðarfyrirtækið Þorbjöm hf. stofnað af Sigurði, Kristni, Sæ- mundi Sigurðssyni og þeim er þessar línur ritar. Var samstarf okkar gott og árangursríkt. Fyrsta nýja fiskiskipið létum við smíða í Danmörku árið 1956. Var það 56 tonna eikarbátur er hlaut nafnið Hrafn Sveinbjamarson GK 255. Var Sigurður skipstjóri á honum og aflaði mjög vel. Man ég einu sinni sem oftar er hann hafði fengið góðan afla, þá hringdi hann í mig gegnum Gufunesradíó og sagði: „Við eram með dálítinn afla, ég vildi láta þig vita, svo þú gætir undirbúið þig.“ Þá vissi ég, að aflinn væri mikill, sem og var, því alls staðar var fiskur, ofan dekks sem undir, þar sem hann gat tollað, eða nær 80 tonn, allt rígaþorskur, 80-110 stykki ítonn- ið. Þá leið mínum manni vel, sem og allri hans samhentu skipshöfn. Árið 1960 létum við byggja nýtt stálskip, 110 tonna, í Mandal í Noregi. Ekki þótti henta að hafa það stærra hér í Grindavík vegna innsiglingarinnar, sem er brima- söm, grunn, ekki bein og oft erfíð viðureignar. Skip þetta fékk nafn- ið Hrafn Sveinbjarnarson II. GK 10 og á miðju sumri þegar það var tilbúið, tók Sigurður við skip- stjórn á því. Reyndist skipið vel og var Sigurður skipstjóri á því með góðum árangri, allt til ársins 1967 er hann kaus að hætta á sjó. En sjórinn heillaði hann, og um eins árs skeið var hann skipstjóri á bát okkar, Hrafni Sveinbjarnar- syni III. GK 11. Það skip létum við byggja árið 1963 í Ulsteinvik í Noregi. Famaðist Sigurði vel á því skipi. Eftir það sá hann um veiðar- færi á skipin en veiktist illa og lét þá af því starfí. Er Sigurður hafði komist yfír veikindin fór hann að róa á smábáti og gerði það af og til þar til yfír lauk.. Um 12 ára skeið starfaði Sig- urður hjá SÍF sem lestunarstjóri á saltfískflutningaskipum og naut sín vel við það, því allt þurfti að vera í röð og reglu við lestun, svo kaupendur saltfisksins á Spáni, Portúgal, Ítalíu, Grikklandi og víð- ar, fengju sitt. Kom trúmennska hans og útsjónarsemi sér þar vel, sem og gott vit á öðrum störfum, svo sem skipstjórn fyrr á ævinni. Mér fannst hann alltaf njóta sín vel í þessu starfí og að honum lík- aði það vel. Var hann oft langtím- um saman að heiman og fór þá með flutningaskipum kringum landið, kom í flestar hafnir og hitti þar gamla kunningja og varð því fróður um gang mála í sjávar- byggðum þessa lands. Er við höfðum starfað saman í um 20 ár, fóram við saman í ferð til Spánar og voram í 3 vikur. Sigurður og kona hans, Þórlaug, Tómas og Hulda Björnsdóttir, Kristinn og Ásdís Vigfúsdóttir, og Sæmundur og Halldóra Aðal- steinsdóttir. Nutum við lífsins í sól og sjó. Þar heyrði ég fyrst minnst á, að aldur tæki að færast yfír okkur, enda flestir á sextugsaldri, mismunandi mikið þó. Ferðin var góð í alla staði og oft á hana minnst síðan. Árin liðu. Allt hafði gengið vel og alltaf fengist mikill og góður afli, er við höfðum sjálfír unnið til útflutnings, en eftir árið 1971 tók að halla undan fæti hjá bátaút- gerð. Varð þá að samkomulagi okkar í millum, að breyta eignar- aðild og 1975 varð ég og fjöl- skylda mín aðaleigendur Þorbjarn- ar hf. Það má segja að slík tíma- mót í einkarekstri séu alltaf erfíð en hjá okkur tókst þetta farsæl- lega. Sigurður og Þórlaug á Sólheim- um eignuðust sjö börn. Elstur er Ólafur, skipstjóri, Guðrún, húsfrú hér í bæ, tvíburamir Sóley og Bjarney, dánar, Guðjón, fram- kvæmdastjóri íþróttahússins hér, Sóley húsfrú og Hrafnhildur húsfrú. Barnabörnin eru orðin mörg, sem oft komu til afa og ömmu, sem nú bjuggu að Norður- vör 1 hér í bæ en Sólheima höfðu þau selt fyrir mörgum áram. Lauga mín, megi góður Guð styrkja þig í þinni sorg við fráfall Sigurðar. Þér og öllum ykkar bömum og öðram afkomendum sendum við samúðarkveðjur og óskum ykkur alls góðs um ókomin æviár. Hulda og Tómas Þorvalds- son. í dag, laugardaginn 22. ágúst, verður til moldar borinn frá Grindavíkurkirkju Sigurður Magn- ússon skipstjóri, Norðurvör 1, Grindavík. Mér er ljúft að reyna að minnast tengdafóður míns með nokkram orðum. Hann sem tók mér svo vel og sýndi mér svo mikla hlýju og vinsemd allt frá fyrstu kynnum, eins og honum var svo einkar lagið. Það er margs að minnast eftir nærri 30 ára kynni og samveru en fæst af því verður skráð hér. Sigurður Magnússon fæddist 16. ágúst 1915 í Innstu-Tungu í Tálknafirði. Hann var sonur hjón- anna Magnúsar Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur sem bæði voru ættuð þaðan. Og var hann 10. í röðinni af 17 systkinum og eru þijár systur hans á lífi, Lovísa, Ingibjörg og Rósa. Sigurður ólst upp í Innstu- Tungu hjá foreldrum sínum, en fór fljótlega að stunda vinnu, bæði til lands og sjós. Föður missti hann húseigninni Sólheimum þar sem þau bjuggu lengst af enda oft tal- að um Sigga og Laugu í Sólheim- um. Fyrstu búskaparárin sem vora á meðan stríðið stóð yfír í Evrópu með öllum sínum ógnum og skelf- ingum sigldi Sigurður á togurum á Englandsmarkað með ísfísk, og hafa það sjálfsagt ekki verið nein- ar skemmtisiglingar. En árið 1945 hóf hann sína eig- in útgerð ásamt Kristni Ólafssyni mági sínum og fleirum. Keyptu þeir þá 22 tonna bát er hét Hrafn Sveinbjamarson og var hann fyrstur af mörgum bátum er seinna komu með sama nafni. Stuttu síðar byggðu þeir félagar fískverkunarhús og stofnuðu fyrir- tæki um reksturinn ásamt fleirum, fyrirtækið nefndu þeir Þorbjöm hf. Sigurður stundaði alltaf sjóinn, var skipstjóri í rúm 30 ár og alltaf á bátum sem bára nafnið Hrafn Sveinbjamarson. Hann var alla tíð ákaflega farsæll skipstjómandi og landsþekktur aflamaður. Allir sem komu nálægt sjó og útgerð á þess- um áram vissu hver Siggi á Hrafn- inum var. Sigurður hætti til sjós kringum 1969 en var eftir það mörg ár hleðslustjóri hjá SÍF og sá þá um lestun á saltfiski til útflutnings. Sigurður var hæglátur og at- hugull maður en þó léttur í lund og glettinn en lagði aldrei neinum illt til. Hann var maður orðheldinn og vildi að orð stæðu, ekki síður en vottfest skjal, og að standa í skil- um var hans metnaður. Þau Sig- urður og Þórlaug eignuðust sjö böm, og era fimm þeirra á lífí. Þau eru Ólafur Ragnar, Guðrún, Guðjón, Sóley Þórlaug og Hrafn- hildur. En tvíburasystumar, Bjameyju Kristínu og Sóleyju Jó- hönnu, fæddar 25. mars 1945, misstu þau, Sóleyju 26. október 1957 og Bjameyju 6. desember 1962. Yar það þeim hjónum geysi- legt áfall og mikill harmur við svo stóran missi sem nærri má geta. Bamabörnin era 20 og bama- barnabörnin 17. Nú þegar Sigurður er sigldur yfir móðuna miklu, þar sem allir þurfa að fara yfír að lokum, er mér söknuður í huga en þótt hann sé farinn mun hann lifa áfram í minningu okkar sem hann þekktu. Minningunni um góðan og grand- varan mann. Lauga mín, ég veit að þú hefur misst mest og að söknuður þinn er sárastur, en ég bið Guð að styrkja þig og vera með okkur öllum á þessum erfíðu stundum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) ' Sigurður Sveinbjörnsson, Nú þegar afí minn er látinn er mér söknuður í huga og þegar ég hugsa til baka minnist ég margra góðra stunda sem við afí áttum saman. Og þá sérstaklega þeirra stunda sem við áttum þegar ég fékk að róa með honum á trillunni hans, henni Sælaugu. Mikið fannst mér það skrítið þegar hann sagði hér skulum við renna færanum, það hefur oft fengist fískur við hólinn héma, eða þegar hann sagði , að hér væri hryggur í sjónum. Ég átti oft erfítt með að skilja hvað hann þekkti sig vel á sjónum, það var eins og hann væri að keyra um götumar heima. Alltaf þegar ég hitti afa snerist talið um veiðiskap eða eitthvað tengt því. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þessar ógleymanlegu stundir með honum og mun ætíð minnast hans með innilegu þakklæti. Sveinbjöm. « 1930, en hélt eftir það heimili með móður sinni og yngsta bróður sín- um, Jóhanni, sem þá var tveggja ára. Öðram systkinum hans sem enn voru heima var þá komið fyr- ir annars staðar. Jóhann fylgdi svo Sigurði bróð- ur sínum þegar hann flutti til Grindavíkur og átti heimili hjá honum allt þar til hann lést, en hann fórst með Grindvíkingi í af- takaveðri í janúar 1952. Sigurður fór snemma að stunda sjóinn og var meðal annars á norskum hvalveiðiskipum sem gerð vora út frá Tálknafírði. En 1938 fór hann á vertíð til Grinda- víkur og reri þá hjá Guðbjarti Guðbjartssyni í Bjarmalandi. Hér í Grindavík kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Þórlaugu Ólafsdóttur frá Þorkötlustöðum, og gengu þau í hjónabandi 19. október 1940. í fyrstu bjuggu þau fyrir vest- an, en haustið 1942 fluttu þau til Grindavíkur og festu þá kaup á NÚ GETUR ÞÚ EIGNAST GLÆSILEGT HJÓLHÝSI Á TILBOÐSVERÐI Á næstu dögum seljum við nokkur ný Hobby hjólhýsi og örfó notuð hjólhýsi með töluverðum afslætti. Aðeins er um að ræða fó hús og því um einstakt tækifæri að ræða. Munið góð afborgunarkjör okkar, 25% útborgun og eftirstöðvar til þriggja óra. Umboðsmenn okkar eru: BSA á Akureyri, Bílakringlan í Keflavík og Bflasalan Fell á Egilsstöðum. Gisli Jónsson & Co. Bíldshöfði 14 Sími 91-686644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.