Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 40
MICROSOFT. , einarj. WINDOWS. SKULASONHF MORGUNBLAítlÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Blönduós Hestamað- ur fórst í Markarfljóti RÚMLEGA sjötugur maður beið bana þegar hann féll af hest- baki í Markarfljóti á móts við Dímon síðdegis í gær. Leitar- menn fundu lík mannsins skammt ofan við gömlu brúna í gærkvöldi. Maðurinn var einn á ferð vestur yfir fljótið, sem var mjög erfitt yfirferðar í gær, með tvo hesta. Ekki urðu vitni að slysinu, en sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virðist sem hestarnir hafi misst fótanna með manninn og hann fallið í ána. Leit hófst um klukkan 18.30 í gær og tóku þátt í henni 115 manns í leitarflokkum hvaðanæva af Suðurlandi, auk áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukk- an níu fann leitarflokkur, sem fór um ána á gúmmíbáti, lík mannsins á eyri skammt ofan gömlu brúar- innar. -----» ♦ ♦---- LOKAHONDIN LOGÐ A VERKIÐ Morgunblaðið/Kristinn Fjárlagagerðin rædd á löngum fundi ríkisstjómarinnar 1 gær Utilokað að ná haUalausum fjárlögiim fyrir næsta ár segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra FJÁRLAGAGERÐIN fyrir næsta fjárlagaár var til umræðu á löngum fundi ríkisstjórnarinnar í gærdag. Um var að ræða fyrstu formlegu umræðuna um fjárlögin og snerist hún að mestu um útgjaldaramma fyrir einstök ráðuneyti. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að útUokað sé að ná hallalausum fjárlögum fyrir næsta ár en mark- miðið er að halli á fjárlögum verði ekki meiri en sem nemur aflasam- drættinum á næsta ári og beinum og óbeinum áhrifum hans á tekj- ur ríkissjóðs. forsendur að baki fjárlagagerðar- innar fyrir næsta ár,“ segir Frið- rik. „Og einnig var farið yfir hug- myndir um útgjaldaramma fyrir einstök ráðuneyti. Við stefnum að því að ljúka þessari vinnu á nokkr- um fundum fyrir næstu mánaða- Slasaður sjó- maður sóttur með þyrlu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í togarann Þór EA frá Dalvík í gær. Maðurinn hafði hloíið alvar- lega höfuðáverka og var fluttur á Borgarspítala. Togarinn var staddur út af Pat- reksfirði er óhappið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Borgarspítala kl. 18.30 og var mað- urinn, sem var höfuðkúpubrotinn, strax færður í skurðaðgerð. Líðan hans var eftir atvikum er síðast fréttist. „Á fundi ríkisstjómarinnar var farið almennt yfir efnahagslegar VÍS keypti hlutabréfin í Samskipum Vátryggingafélag Islands keypti hlutabréf Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Sam- skipum í öðrum áfanga útboðs á föstudag í síðustu viku fyrir tæp- lega 25 milljónir króna. Nafn- virði hlutafjárins var 23 milljónir og var kaupgengi þeirra 1,12. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, ' staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið hefði keypt hlutaféð og sagði ástæðuna þá að VÍS væri með marga milljarða króna í tryggingasjóðum sem það ávaxtaði á innlendum markaði, þar á meðal í hlutabréfum. „Þetta er hluti af þeirri stefnumörkun," sagði Axel. < mót.“ Friðrik Sophusson vildi ekki nefna neinar tölur í sambandi við þessa umræðu um fjárlagagerðina. Aðspurður um hvort sett hefðu verið einhver markmið um hve mikið ráðuneyti ættu að skera nið- ur í rekstri sínum svaraði hann að ekki yrði um flatan niðurskurð að ræða yfir línuna heldur væri ætlun- in að mestur sparnaður yrði hjá stærstu ráðuneytunum. „Þetta hef- ur í för með sér að töluvert stór hluti af fjárlagagerðinni fer fram í einstökum ráðuneytum, öfugt við það sem áður hefur tíðkast,“ segir Friðrik. Friðrik segir að við fjárlagagerð- ina fyrir yfirstandandi fjárlagaár hafí verið gert ráð fyrir að fjárlög næsta árs yrðu hallalaus. „Ytri aðstæður hafa hinsvegar breyst þannig að útilokað er að ná því markmiði og vegur þar þyngst samdrátturinn í fískveiðum,“ segir hann. „Einnig hefur sá hagvöxtur sem stefnt var að ekki náðst en við stefnum að því að hallinn á fjárlögum næsta árs verði ekki meiri en sem nemur áhrifum af samdrættinum í fiskveiðum.“ Ekið aftan á bíl stöðvaðan af iögreglu BIFREIÐ var ekið aftan á aðra á þjóðveginum við Gauksmýri skammt austan við Hvamms- taiiga klukkan 20.55 í gær- kvöldi. Range Rover-jeppi hafði verið stöðvaður af lögreglu fyr- ir hraðakstur er bifreið af gerð- inni Ford Econoline lenti aftan á honum á mikilli ferð. Tveir farþegar í síðarnefnda bílnum voru fluttir á sjúkrahús, en munu ekki lífshættulega slasað- ir. Að sögn lögreglu voru aðstæður allar hinar bestu er óhappið varð; vegurinn beinn og breiður, jeppinn með kveikt bremsuljós og hinn langt fyrir aftan. Bremsuför Econ- oline-bifreiðarinnar voru fremur stutt, að sögn lögreglu. Greinilegt væri að hraðinn hefði átt mikinn þátt í hvernig fór. Við áreksturinn lentu báðir bílarnir út af veginum. Við það valt Range Rover-bifreiðin og ökumaður meiddist lítillega. Hann var einn í bílnum. Örtröð í flug bitnar á fríhöfn „EFTIR að rúturnar fóru að koma allar á sama tíma í framhaldi af þvi að vélarnar fara á sama tíma á morgnana hefur myndast hér mikil örtröð á vissum tímum dags,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Guð- mundur Karl sagðist telja að þetta hafi bitnað nokkuð á viðskiptum við Fríhöfnina, enda þyrfti fólk jafnvel að hlaupa út í vél á síðustu stundu að innritun lokinni. Flugleiðir Ieita nú lausna á þessu máli í samstarfi við rekstraraðila flugrútíuina svonefndu. Flugleiðir tóku nýverið í notkun ekki meiri tíma en áður var, heldur nýtt innritunarkerfí í flugstöðinni, þar sem hvert afgreiðsluborð getur afgreitt farþega á alla áfanga- staði, en áður voru afgreiðsluborðin bundin ákveðnum áfangastöðum. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, tekur inn- ritun farþega með nýja kerfínu sé ástæða örtraðarinnar tíðar kom- ur rútanna, sem aftur helgist af tíðum brottförum flugvéla. Hann sagði að nú sé leitað leiða til úr- bóta á þessu ástandi í samvinnu við Kynnisferðir hf. sem annast fólksflutninga frá Reykjavík til flugstöðvarinnar, og meðal annars líða nú fjörutíu mínútur á milli brottfara fyrstu rútunnar frá Reykjavík og þeirrar síðustu. „Það er einna helst smæð afgreiðslusal- arins sem kemur í veg fyrir auð- velda lausn á málinu, sem væri fleiri afgreiðsluborð," sagði Einar. „Okkur er einnig illa við að biðja fólk að mæta fyrr, kannski U/2 eða tveimur tímum fyrir brottför, þar sem takmörk eru á því hversu snemma er hægt að stefna fólki suður í flugstöð," sagði hann enn- fremur. Aðspurður sagði hann að ekki hafi verið rætt í alvöru að taka upp innritunarþjónustu í Reykjavík fyrir rútufarþega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.