Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 10
SJÖfcJ 'íciJiVÁ .gS' 8U-,>AU’JtCUHcS (iKtAJÍWiiiUílOtó MORGUNBLAÐIÐ ÞRlÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 „Og veröldin er aftnr orðin fögur“ Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sigurður Ingólfsson: Heim til þín. Sing, Akureyri 1992. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar en einnig á hann ljóð ásamt öðr- um í Kveðið sér hljóðs (1986). Ljóðunum er skipt í þijá kafla: Heim, Til þín og Kvöldþula. Höf- undur er ungur maður (f. 1966), bjartsýnn og einlægur í skáid- skap sínum. Hann er bókmennta- fræðingur og á heima í Frakk- landi. I mörgum ljóðum sínum lifír hann og hrærist með elstu kynslóð bernsku sinnar og æsku. Tengir reynslu hennar við líf sitt og er í senn glaður, þakklátur, alvörugefinn og ærslafullur. Ljóð lians eru opin og gjörsamlega laus við barlóm nútímamannsins. í Frakklandi eru ljóð hans ort, en efni þeirra sækir hann að mestu í minningar að heiman: Engi Þama skaut ég bróður minn með boga, hann brosti hratt og lagðist oní gjótu. Þama sá ég lamb og litla púka og líka huldufólk úr gömlum sögum. Þarna lágum við og urðum eldri og ultum niðraf þúfu stuttu síðar. Ég og bróðir minn og ekkert annað á enginu með besta læk í heimi. (Bls. 12.) Hóras er skáldinu hugstæður og eru nokkur ljóða hans ort undir Saffóarlagi. Ljóðið Á Gren- jaðarstað er ort undir Alkajosar- hætti. Saffóarlag um lífið Tileinkað afa mínum, séra Sigurði Guðmundssyni. Græt ég stundum, oft samt af undravaldi allra fáránlegustu drauma minna stundum svo við himninum sjálfum hlæ ég hamingjusamur. Oft ég furðast allt sem ég sé og heyri allt í krinpm mig og er kvikt og bærist; líf svo gott^g faprt að oft mér finnst að Guð sé mér góður. (Bls. 23.) Einhverjum kann að fínnast að ljóð þessi rísi ekki hátt, þar sem enginn er í þeim andlegur bardagi. En þeir sem leita að skáldi, sem tekur sjálft lífsundrið fram yfír ógnþrungið veraldar- vafstur, finna það hér. Morgunn Undrandi horfir þú á litadýrðina lífið sem er alltaf splunkunýtt, hugfanginn allsendis óvart. (Bis. 42.) Kvöldþula er skemmtilegur skáldskapur. Þar lætur skáldið Sigurður Ingólfsson móðan mása er hann yrkir fyrir barnið sitt: Langt í fjarska er lítið hús með litla krús og kaffilús og þar býr lítil húsamús sem hendist um á kvöldin. Þegar allir sofa rótt þá syngur hún, en ofurhljótt um allt það besta og ekkert ljótt mjólkurþamb og lítið lamb perlukamb og fimbulfamb gullin ský og trallalí og stundum dirrindí. (Bls. 55.) Einkunnarorð fyrir ljóðaköfl- unum sækir höfundur í ljóð eftir Laxness og Hóras. Með efnisskrá og eftirmála er bókin 63. bls. Kápu gerði Gestur Guðmunds- son. Að mínum mati er hér athygl- isverður skáldskapur frá ungum höfundi, sem sýnist talsvert hafa þroskast frá fyrri ljóðum sínum. Ólympíumótið í brids ísland vann slemmu og geim í sama spili í fyrstu umferð _______Brids______ GuðmundurSv. Hermannsson ÍSLENSKA liðið fór frekar ró- lega af stað á Ólympíumótinu í brids, sem hófst á sunnudag í Salsomaggiore á Ítalíu. Það vann fyrsta leikinn, gegn Mala- ysíu, 20-10, fékk síðan 18 stig fyrir yfirsetu en tapaði þriðja leiknum naumlega fyrir Eist- landi, 14-16. Eftir þrjár umferð- ir var liðið í 10. sæti í sínum riðli af 28 þjóðum með 52 stig en Holland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland voru í fyrstu sætun- um fjórum með um 60 stig. ftttfgtm* Irifafrtfr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Fjögur. efstu liðin í riðlinum komast áfram í úrslitakeppnina. Guðmundur Páll Amarson, Þor- lákur Jónsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson spil- uðu fyrsta leikinn í mótinu gegn Malaysíu. Þetta spil réði mestu um úrslit leiksins og sýnir vel hve góð sagntækni og spilamat íslending- anna er. A/NS Norður ♦ Á ▼ - ♦ K8765 ♦ KG109876 Vestur Austur ♦ D1082 ♦ KG9763 ♦ ÁD108542 V963 ♦ 9 . ♦ 1032 *Á * D Suður ♦ 54 V KG7 ♦ ÁDG4 ♦ 5432 Vestur Norður Austur Suður ÞJ GPA 2 tíglar pass 2 grönd pass 3 spaðar pass 4 spaðar/ +420 Vestur Norður Austur Suður ÖA GRJ pass pass 4 hjörtu 4 grönd 5 hjörtu 6 tíglar/ + 1370 Við annað borðið opnaði Guð- mundur Páll á multi 2 tíglum, í þessu tilfelli með veika tvo í spaða. 2 grönd Þorláks var krafa í geim og bað austur að lýsa hönd sinni. Norður þorði ekki að koma inn á sagnir á hættunni, svo Guðmundur fékk að spila 4 spaða sem unnust auðveldlega. Við hitt borðið lét örn vestur ekki slá sig út af laginu og bauð upp á báða láglitina með 4 grönd- um. Guðlaugur fór þá óhræddur í slemmu, enda með ágætan stuðning við láglitina, og laufásinn varð eini slagur varnarinnar. ísland græddi því 18 impa á spilinu. Sigurður og Jón komu inn fyrir Guðlaug og Orn gegn Eistlandi. í gær spilaði ísland við Barbados, Tyrkland og Nýja Sjáland og í dag spilar liðið væntanlega við Mar- okko, Venezuela og Indónesíu. Þetta gæti þó breyst eitthvað en nokkur ruglingur varð í töfluröðinni þar sem fjögur lönd hættu við þátt- töku í riðli íslands, Líbanon, Mac- au, Jórdanía og Martinique, en tvö komu í staðinn, Marokkó og Botsw- ana. Þetta þýðir að tvær yfirsetur eru í riðlinum. íslendingamir eru ekki sérlega ánægðir með aðstæður á mótsstað. Þar var 35 stiga hiti um helgina en hvorki hótelherbergi þeirra, né spilastaðurinn, voru búin loftkæl- ingu. Skipulag mótshaldsins 'er frekar ruglingslegt og ómögulegt að fá úrslit leikja eða stöðu í mót- inu, fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að hverri umferð lýkur. Þá eru ótaldar hremmingar Bjöms Ey- steinssonar fyrirliða en farangur hans varð eftir í London og ekkert var farið að sjást til hans í gær. ANDSTÆÐUR Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson í Listhúsinu G-15 á Skólavörðu- stíg 15 sýnir fram til 1. september Katrín Elvarsdóttir nokkrar ljós- myndir sem unnar eru á silfurgelat- in-pappír og brúntónaðar með sep- ía. Katrín hefur undanfarin fjögur ár stundað ljósmyndanám í Banda- ríkjunum, fyrst við Brevard Comm- unity College í Flórída en síðan við Art Institute of Boston, Massachus- etts. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Bandaríkjunum og hélt lokasýningu við Art Institute of Boston síðastliðið vor. Þetta er að sjálfsögðu fyrsta einkasýning Katrínar á íslandi, en hún er fædd 1964 og telst því af yngstu kynslóð. Samkvæmt stuttum formála í sýningarskrá má álykta að námsfag Katrínar muni hafa verið tízkuljós- myndun, en þessar myndir eru þó annars eðlis, eins og þar stendur, „og unnar með það fyrir augum að breyta útaf hefðbundnum stíl í tízkuljósmyndun og vekja athygli á félagslegum andstæðum sem vana- lega eru ekki nefndar i tengslum við tízku“. Það má vera rétt að vissu leyti, en vekja skal þó strax athygli á því að í sambandi við tízku og að aug- lýsa og vekja athygli á nýrri hönn- un í klæðnaði er iðulega farið út í margt sem tengist með sanni ekki beinlínis því sem verið er að aug- lýsa og væri hér nærtækast að vísa til Bennetton-fyrirtækisins. Þá skal ég viðurkenna að félags- legu andstæðurnar í þessum ljós- myndum vefjast dálítið fyrir mér, því að litaraftið eitt og sér, þ.e. hvítt á móti blökku, vísar vitaskuld ekki alfarið til félagslegra and- stæðna og enn síður andstæð kyn, þ.e. kona og karlmaður. Ég. veit hreint ekki hvort ég treysti mér eitthvað frekar að nefna það félags- legar andstæður ef ég t.d. veldi mér félaga til ástarleikja af öðmm kynstofni en mínum eigin. Og eins og gerandinn skilgreinir félagslegar andstæður sé ég ekki betur en sú blanda sé í ríkum mæli á tízkusýningum úti í heimi. Það sem Katrín er að fást við er sem sagt mannamyndir úti í náttúrunni þar sem þrír aðilar eru blakkir karlmenn, í þessu tilviki frá Curacao, Jamaíka og Nígeríu, sem hún teflir fram á móti þrem íslenzk- um stúlkum. Katrín Elvarsdóttir * Auðvitað eru þetta andstæður, en þeim er ekki gerð skil nema þá á ljósmyndrænan hátt. Auðvitað má spá í eitthvað félagslegt að baki, en hér sýnist mér að öðru fremur sé verið með fögnuði að vekja athygli á ágæti þessarar blöndu (andstæðu), þ.e. hvít kona og blakkur karlmaður, og skal á engan hátt um það deilt hér. Ljós- myndirnar eru til viðbótar mjög ástþrungnar sumar hverjar og á einni þeirra má jafnvel greina eðlun úti í guðsgrænni náttúrunni og á annarri forsmekkinn að þeirri at- höfn. Hvernig sem á því stendur eru þetta, ásamt þeim myndum er komast næst þeim um ástþrungna túlkun, hrifmesta framlag Katrínar á sviði Ijósmyndunar. Kemur hér til sjálf ljósmyndatakan, hin hnit- miðaða heildaruppbygging á mynd- fletinum, ásamt hreinni og beinni myndrænni miðlun, burtséð frá hinu ástþrungna viðfangsefni. Hér kemur það nefnilega ekki málinu við þó bersýnilega sé verið að halda fram frelsi í ástum og ágæti samskipta hvítra kvenna við hinn blakka kynstofn, heldur ein- ungis tilfinningin fyrir viðfangsefn- inu og hin myndrænu gæði ljós- myndarinnar. Myndirnar eru yfirleitt ágætlega teknar og útfærðar og auðséð er að Katrín kann sitthvað fyrir sér í ljósmyndun, en myndefnið er full- einhæft og áherslurnar mættu vera yfirvegaðri og beinskeyttari. Ein- hver skólabragur er af þessu, sem má vera eðlilegt, og vafalítið á Katrín Elvarsdóttir eftir að sanna sig enn frekar á vettvangi ljósmynd- arinnar. Morgunblaðið/Knstinn Kjartan Lárusson forsljóri Ferðaskrifstofu íslands hf., Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Hrafnhildur Pálsdóttir fjármálastjóri Ferðaskrifstofunnar undirrita samningana um hlutafjárkaupin. Ferðaskrifstofa íslands Grengið frá kaupum starfs- fólks á hlutafé ríkisins HÓPUR starfsmanna Ferðaskrif- stofu íslands hf. hefur keypt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu. Kaupverð hlutabréfanna var um það bil 18,7 ■ milljónir króna. Samningur um kaupin var undir- ritaður á þriðjudaginn var. Að sögn Kjartans Lárussonar forstjóra Ferðaskrifstofu Islands hf. er hér um sögulegan atburð að ræða því að við undirritun samn- ingsins lauk þátttöku ríkisins í rekstri ferðaskrifstofa. Hlutaféð sem starfsfólkið keypti var um þriðjungur hlutafjár í Ferða- skrifstofu íslands hf. Nafnvirði hlutabréfanna var um 9 milljónir. Við kaupin gekk ríkið að tilboði starfsfólksins í hlutaféð nær óbreyttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.