Morgunblaðið - 25.08.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 25.08.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 neytið hafí svarað þessari beiðni ját- andi og skipað nefnd til að vinna áfram að málinu á þessum grund- velli. í nefndarálitinu er þess enn- fremur getið (bls. 50) að vorið 1991 hafi ríkissjóður fest kaup á húseign Sláturfélags Suðurlands í Laugamesi fyrir listaskóla og sé ráð fyrir því gert að þangað flytjist öll háskóla- menntun í listgreinum. („Háskóla- menntun í listum. Skýrsla nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið. Janúar 1992.“) Ég tel mig vera einn í þeim fjöl- menna hópi sem fagnar áformum um stofnun Listaháskólans. Fyrir- huguð breyting er tímabær og mun ábyggilega styrkja enn frekar list- menntun með þjóðinni. Hér er sem sé á ferðinni hið besta mál sem ber að styðja með ráðum og dáð. Þjóðaruppeldið og áhrif frá listgreinum Æskilegra hefði þó verið að mínu áliti að stofnun væntanlegs Listahá- skóla hefði borið að með öðrum hætti en raun varð á. Ég tel að málið hefði þarfnast umfjöllunar og umræðu í víðara samhengi og með hliðsjón af heildarþróun háskóla- stigsins íslenska. Lengi hef ég verið sannfærður um að þjóðaruppeldi á íslandi væri betur borgið ef í það væri aukið fleiri þátt- um frá listum og handverki. Skólar á öllum stigum gegna lykilhlutverki ef menntapólitík í þessum anda á að vera annað og meira en orðin tóm. Skólastarf með þessu sniði er yfir- leitt kostnaðarsamt í framkvæmd. Og þar liggur auðvitað hundurinn grafinn. Af þessum ástæðum m.a. hefur verk- og tæknimenntun alla tíð verið vanrækt í íslenska mennta- kerfínu — vanræksla sem skaðar jafnt þjóðarhag sem heill einstakl- inga. Fátt er grunnskólakennurum að mínu mati jafn gagnlegt í starfsund- irbúningi sínum og mótandi viðhorf frá handlistum, músík, söng, dansi og myndverki. Einkum og sér í lagi er þetta æskilegt fyrir kennara yngri barna. En kennaramenntun með þessu sniði eins og í skólastarfínu sjálfu er erfíð í framkvæmd. Hún krefst vinnuaðstæðna, einkum í hús- næði, sem sjaldnast eru til staðar og því fer víðsfjarri að svo sé í Kenn- araháskóla íslands, þótt nokkuð hafí þokað í rétta átt í þessu efni. Fjölgreindur listaháskóli og menntastofnun kennara sem væru til húsa í byggingum er nánast stæðu hlið við hlið myndu komast nærri því að skapa ákjósanleg skilyrði í þessa veru. Um slíka aðstöðu hefur mig og marga fleiri sem sinna menntun kennara, dreymt í áratugi. Nýtt hús fyrir Listaháskóla Tillaga mín er því sú (sem ég hefí oft hreyft í viðræðum við samstarfs- fólk) að Listaháskóli íslands verði staðsettur á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð og verði til húsa í nýrri byggingu sem hönnuð yrði sér- staklega undir starfsemi Listahá- skólans. Einhver mun sjálfsagt segja að þessi hugmynd sé of seint á ferð- inni til að vera raunhæft innlegg í umræðuna og geti jafnvel spillt fyrir skjótri uppbyggingu Listaháskólans. Það er samt einlæg von mín að þess- ar vangaveltur verði hvorki til að tefla stofnun Listaháskóla né draga úr fjárveitingum til undirbúnings að starfsemi hans. Hinu get ég ekki neitað að stofnun Listaháskóla ís- lands getur — eða hefði getað — verið gott tækifæri til að stuðla að markvissum og skipulegum tengslum lista, uppeldis og kennslu; tengsla sem ég er fullviss um að geta aðeins orðið til góðs fyrir íslenskar listir og þjóðlíf. Löngu er tímabært að stofnuð verði námsbraut fyrir arkitekta hér á landi. Með því mætti vonandi draga nokkuð úr þeim glundroða sem ríkir hér í húsagerð og hjálpa til að móta smátt og smátt stíl sem tæki meira svip af veðráttu úthafseyjunnar og mannlífi en verið hefur um sinn. Væri ekki skynsamlegt að ætla skóla eða námsbraut fyrir arkitekta frá upphafí á stað í nánd við væntanlega Listaháskóla íslands eða þá að slíkt nám yrði beinlínis deild í þeim há- skóla? Háskólahverfi við Stakkahlíð/Háteigsveg Einhver kann að spytja hvort lóð- arreitur Kennaraháskótóíís við Stakkahlíð rúmi þær byggingar sem hér er lagt til að þar verði reistar. Kennaraháskólann vantar að vísu mikið viðbótarhúsnæði fyrir vaxandi starfsemi sína. Þar við bætist að stjórnvöld hafa heimilað og látið reisa stórhýsi á lóð skólans óviðkomandi starfsemi hans. Sú ákvörðun sýnir hreint ótrúlegt fyrirhyggjuleysi. Arkitektar og skipulagsfræðingar verða að meta hve mikið lóð Kenn- araháskólans getur enn rúmað af byggingum svo vel fari. Löngu er tímabært að efna til hugmyndasam- keppni um byggingar á þessum reit en þá verður líka að vera til staðar forsögn um stofnanir sem þar er ætlaður staður og áætlun um hús- næðisþörf þeirra. Háskólahverfí (campus) mundi sjálfkrafa verða til á lóðarreit KHÍ við Stakkahlíð/Háteigsveg ef skóla- stofnanir þær sem rætt hefur verið um að framan færðust þangað. Sam- eiginlegt skólasvæði myndi hafa margvíslegt hagræði í för með sér og sennilega fljótlega leiða beinlínis til spamaðar í rekstri skólanna. Ávinningurinn yrði þó mestur 1 menningarlegu og félagslegu tilliti sem kæmi nemendum þessara skóla örugglega til góða. Sjómannaskólinn stendur á rúm- góðri lóð við Háteigsveg og liggja lóðarreitir hans og KHI sitthvoru megin götunnar á alllöngum kafla. Ég tel líklegt að Vélstjóraskólinn og Stýrimannaskólinn (þessir skólar eru til húsa í Sjómannaskólahúsinu) vildu taka þátt í uppbyggingu sameigin- legs skólahverfís og leggja sitt af mörkum í því efni ef til kæmi. Fagrar byggingar og smekklegt umhverfí eru mikilvægur þáttur í uppeldi og menntun fólks. Þetta á ekki síður við um skóla en einkahí- býli (sjá t.d. ritgerð Halldórs Lax- ness: Híbýli og sálarfegurð). Það er ábyggilega á .við nokkra fyrirlestra árlega um uppeldi og kennslu að kennaraefni stundi nám sitt í fallegu umhverfi. Því miður hefur þessa of sjaldan verið gætt þegar ný hús eru reist yfír skóla og menningarstarf- semi. Einn háskóli — margar stofnanir og útibú Því lengur sem ég hugleiði mál- efni háskólastigsins því skynsamlegri virðist mér sú skipan að á íslandi sé aðeins einn háskóli. Hins vegar er jafn sjálfsagt að innan þessarar háskólaheildar starfí margar og mismunandi sjálfstæðar — kennslu- og rannsóknastofnanir. Einnig sýnist eðlilegt að aðalháskóli eða stofnanir hans komi á fót háskólaútibúum á landsbyggðinni eftir því sem hentugt þykir. Starfsemi útibúanna mundi tengjast atvinnulífí viðkomandi bæja og byggðarlaga og m.a. felast í þjálf- un til rannsóknarstarfa og margra annarra verka (kennslu, hjúkrunar, þjónustu og iðnaðar af ýmsu taj i, o.s.frv.). Þessi tilhögun er að míiu áliti líkleg til að styðja við og efm atvinnulíf viðkomandi byggða, og raunar miklu fremur en byrjendanám fyrir stúdenta í einstökum fræði- greinum en slíkt nám væri að mínu mati allt eins heppilegt að reka sem deildir við starfandi framhaldsskóla í byggðarlaginu ef slíkt þætti af ein- hveijum ástæðum æskilegt. En hvaða skoðun sem menn hafa á þessu síðastnefnda atriði er það sannfæring mín að fátt sé nú brýnna en efla og bæta skólastarf hvarvetna á landinu, ekki síst á þéttbýlissvæð- unum þar sem vandinn er stærstur. Skipuleg tengsl og aukið samstarf milli stofnana menntamála og lista í landinu er ábyggilega skref í þá átt. Læt ég svo lokið þessum pistli sem virðist hvort sem er vera of seint á ferðinni. Höfundur er sálfræðingur og fyrr- verandi rektor Kennaraháskólans. Styrkir vegna norrænu umhverfisrnnnsóknaáætlunarinnar NorFA, Nordisk Forskerutdanningsakademi, gefur norrænum vísindamönnum kost á að sækja um styrki til menntunar vegna norrænu umhverfisrannsókna- áætlunarinnar fyrir árið 1993. Þann 1. október 1992 rennur út frestur til að sækja um styrki vegna þátttöku í vísindaráðstefnum/vinnuhópum og vegna annarra mála, sem greint er frá í hinum almenna upplýsingabæklingi NorFA frá því í maí 1992. Tengja ber starfsemina við eitthvert af þemum umhverfisrannsóknaáætlunar- innar: ★ Rannsóknir í tengslum við loftslagsbreytingar. ★ Samvinna á sviði umhverfisrannsókna á Eystrasaltssvæðinu. ★ Samfélagslegar forsendur umhverfismálastefnu. Umsóknarfrestur: 1. október 1992. Upplýsingabækling með umsóknareyðublöðum er hægt að fá hjá skrifstofu NorFA: Nordisk Forskerutdanningsakademi Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími: +47 2 15 70 12. Símbréf: +47 2 22 11 58. NHiA 21 Stallahús í Setbergshlíð Framkvæmdir eru hafnar við þessi nýstárlegu stallahús sem SH Verktakar byggja í Setbergshlíð í Hafnarfirði. í hverju húsi eru 4 íbúðir með sér- inngangi og fylgir bílskúr öllum íbúðum. Verð í þús.kr.: tréverk fullbúin 4 herb. íbúð ásamt bílskúr samtals l60m2 10.390.- 12.430.- 5 herb. íbúð ásamt bílskúr samtals 180m2 11.340.- 13.550,- Kynntu þér málið nánar á skrifstofu okkar þar sem ýtarleg upplýsinga- mappa um allt sem máli skiptir liggur frammi eða haföu samband við okkur í síma 652221. Opið mán. - föstud. frá 9 til 18 SH VERKTAKAR SKRIFSTOFA STAPAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SÍMI 652221 S I r M I A I L I i N A N F R A m© KX-T 2386 BE Veið kr. 12.332 stgr. Sími meö slmsvara — Ljós I takkaboröi — Útfarandi skila- boö upp í Vz min. — Hver móttekin skilaboö geta veriö upp I 2Vz mln. — Lesa má inn eigin minnisatriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Haegt að ákveða hvort stmsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. KX-T 2365 E Verð kr. 10.849 stgr. Skjáslmi, sem sýnir klukku, simanúmer sem val- ið er, timalengd sfmtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja slmanúmer f skamm- tlma endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja slmanúmer I minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2322 E KX-T 2342 E Verð trá kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja sföast valda númer I geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt að setja slmanúmer I skammtima minni á meðan talað er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. PANAFAXUF121 Verð kr. 64.562 stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orösendingum til Ijósmynda — Sendir A4 slðu á aðeins 17 sekúndum — í fyrirtækið — Á heimiliö. FARSIMI Vetð frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farslminn er léttur og meðfaerilegur, vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaðan meðtalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig em ótal möguleikar á að hafa slmtækið fast I bllnum, bátnum eða sumarbú- staðnum. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.