Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 33 I landsmót Hjólreiða- menn halda Dalvík FYRSTA landsmót hjólreiða- manna, sem hlotið hefur nafnið Tröllamótið í hjólreiðum, verð- ur haldið á Dalvík laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst. Mótið er haldið af Dalvíkurbæ í samvinnu við íslenska íjallahjóla- klúbbinn. Mótið hefst á því að hjól- að verður frá Akureyri til Dalvík- ur, síðan verður víðavangskeppni, þrautakeppni og sýning á ýmsum hjólakúnstum. Þá verður hjóla- skóli þar sem viðgerðir verða kenndar, boðið upp á fræðslu um ferðalög á hjólum og hjólatækni kennd. Að kvöldi laugardags verð- ur grillveisla, kvöldvaka og verð- launaafhending. Dagskrá sunnu- dagsins hefst með ratleik, þá verð- ur brekkuspyrna, hjólareiðakeppni fyrir börn og mótsslit um klukkan 16. Mótið er skipulagt þannig að öll fjölskyldan geti tekið þátt og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. I fréttatilkynningu um mótið segir að glæsileg verðlaun verði í boði bæði fyrir keppendur og fjöl- skylduna. íslenski ljallahjólaklúbburinn stendur fyrir rútuferðum úr Reyja- vík. Upplýsingar um mótið og skráning fer fram hjá G.Á. Péturs- syni, Faxafeni 14 í Reykjavík. Húsavík Eínmuna lé- leg beija- spretta í ár Húsavík. MJÖG léleg berjaspretta auðkennir meðal annars frekar gott sumar og hag- stætt til heyskapar því margir bændur hafa þegar lokið heyskap. Frá þeim stöðum hér í sýslu, sem þekktir eru fýrir góð beijalönd, hefi ég fengið þær upplýsingar að sprettan sé ein- muna léleg og að spretta blá- berja sé síst verri en kræki- beija, sem oftar spretta betur og aðalbláber munu ekki verða mikið tínd. Flestir kenna rokinu sem gerði um miðjan júní og svo Jónsmessuhretinu þar á eftir þessa lélegu sprettu. - Fréttaritari Sigursælir Siglfirðingar, Þorsteinn Jóhannesson og Sigríður Rögnvaldsdóttir, Islandsmeistarar í sjóstangaveiði 1992. A milli þeirra er Hlífar Þorsteinsson, formaður Landssambands sjó- stangaveiðivélaga, sem afhenti verðlaunin. Siglfirðing-ar signrsælir í sjóstangaveiðimótum SÍÐASTA sjóstangaveiðimót sumarsins var haldið um helgina af Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar og var róið frá Dalvík. Þetta er sjöunda mót sumarsins og að því loknu voru stigin reiknuð. Niður- staðan varð sú að í karlaflokki varð Þorsteinn Jóhannesson frá Siglufirði með flest stig og íslandsmeistari í kvennaflokki kom einnig frá Siglufirði, en flest stig fékk Sigríður Rögnvaldsdóttir. Baldvin S. Baldvinsson varð aflahæstur karla með 256,9 kíló og veiddi hann 176 fiska, en hann veiddi líka flesta" fiskana á þessu móti. Kristín Þorgeirsdóttir varð aflahæst kvenna með 122,4 kíló og 58 fiska. Aflahæstu bátarnir voru Þytur frá Árskógssandi með 809,9 kíló, síðan tveir Hauganes- bátar, Hulda og Níels Jónsson. Stærsti fiskur mótsins var þorskur sem Páll Ingólfsson frá Snæfellsnesi veiddi og var hann 10,3 kíló að þyngd. Sigríður Rögn- valdsdóttir veiddi stærstu ýsuna, 3,6 kíló, en hún veiddi einnig stærstu lúðuna. Sveit Baldvins S. Baldvinssonar á Akureyri varð aflahæsta sveit karla með 746,7 kíló, sveit Stefáns Péturssonar, Akureyri, í öðru með 515,8 kíló og sveit Andra Páls Sveinssonar í því þriðja með 479,9 kíló. í kvennaflokki varð sveit Sig- rúnar Harðardóttur í fyrsta sæti með 328,2 kíló, sveit Sigríðar Rögnvaldsdóttur, Siglufirði, í öðru sæti með 317,8 kíló og í því þriðja varð sveit Sjafnar Magnúsdóttur, Neskaupstað, með 255,8 kíló. Hörð barátta varð á milli Þor- steins Jóhannessonar og Stefáns Péturssonar um íslandsmeistara- titilinn í karlaflokki, en ekki mun- aði nema örfáum grömmum á heildarafla þeirra eftir sumarið. Sigríður Rögnvaldsdóttir varð ís- landsmeistari í kvennaflokki. Atvinnuleysisbætur Um 12% virkra Iðiu- félaga eru án atvinnu Viðvarandi atvinnuleysi hjá verslunarmönnum síðustu 4 ár NÚ ERU 72 félagsmenn Iðju, félags verksmiðjufólks, á atvinnuleysis- bótum, en það jafngildir því að 12% virkra félagsmanna séu atvinnu- lausir. Viðvarandi atvinnuleysi hefur verið á meðal félagsmanna Félags verslunar- og skrifstofufólks siðustu fjögur ár og bendir fátt til að breyting verði þar á til batnaðar á næstunni. Það sem af tr þessu ári hefur Iðja, félag verksmiðjufólks, greitt út 12,8 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur, sem er umtalsvert meira en greitt var á öllu síðasta ári er félagið greiddi 7,9 milljónir króna í atvinnuleysisbætur. Árið Eldur í Oddagötu 1 Grunur um íkveikju GRUNUR leikur á að eldur hafi verið kveiktur í þvottahúsi íbúðar: hússins númer 1 við Oddagötu snemma að morgni sunnudagsins. í húsinu búa átta manns. Málið er í rannsókn. íbúi í húsinu varð var við reyk og gerði hann slökkviliði viðvart, en tilkynningin barst um' kl. 6 að morgni sunnudags. Gluggi í þvotta- húsi á jarðhæð hússins var opinn um nóttina og hafði verið farið inn um hann. Daníel Snorrason, fulltrúi í rann- sóknarlögreglunni, sagði að búið væri að útiloka að kviknað hefði í út frá rafmagni og eins væru ekki líkur á að um sjálfsíkveikju væri að ræða, þannig að grunur léki á að eldurinn hefði kviknað af manna- völdum. Enn hefur engin verið handtekin vegna málsins, en það er í rannsókn. Átta manns búa í húsinu, en það er á þremur hæðum, jarðhæð, hæð og ris. Eldurinn hafði ekki náð að breiðast út er slökkvilið kom á vett- vang og gekk vel að slökkva hann, en tjón er talið óverulegt. 1990 var mikið atvinnuleysi á Akur- eyri, en það ár greiddi félagið rúm- ar 15 milljónir króna í bætur. Ármann Helgason, varaformaður Iðju, sagði að nú væri mun meira atvinnuleysi á meðal félagsmanna Iðju en var á árinu 1990 og leita þyrfti langt aftur í tímann til að finna svipað ástand. Um þessar mundir eru 72 einstaklingar á at- vinnuleysisbótum hjá félaginu sem svarar til 12% atvinnuleysis meðal virkra félagsmanna. I hveijum mánuði eru greiddar út um 2 millj- ónir króna í atvinnuleysisbætur á skrifstofu Iðju. „Mér sýnist fátt benda .til þess að ástandið skáni, það var mjög slæmt árið 1990, en síðan dró úr atvinnuleysi á síðasta ári, en nú stefnir allt í sama farið aftur,“ sagði Ármann. Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofu- fólks, sagði að atvinnuleysi hefði verið viðvarandi á meðal félags- manna síðustu fjögur ár og engin merki þess að úr rættist nú. „Eg er dauðhrædd við haustið, það virð- ist heldur dapurlegt ástand fram- undan, samdráttur hvarvetna sem leiðir til sparnaðar og hagræðingar sem þýðir fækkun starfsfólks," sagði Jóna. Á þessu ári hefur félagið greitt 13.3 milljónir í atvinnuleysisbætur, en fyrir sama tíma á síðasta ári var búið að greiða út 10,3 milljónir og 14.4 á sama tímabili árið 1990. A síðustu tveimur árum hefur félagið greitt um og yfir 18 milljónir króna í atvinnuleysisbætur í heild og sagð- ist Jóna eiga von á að upphæðin yrði svipuð í ár. MTC peningaskápar Eldtraustir. Fáanlegir með gólf- festingu og bjöllu. Kynningarverð frá kr. 22.440,“. tClvutæici Furuvöllum 5, Akureyri. Sími 96-26100. /TT> TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Innritun fyrir skólaárið 1992-1993 lýkur miðvikudaginn 2. september. Fyrir þann tíma þurfa nemendur að staðfesta fyrri umsóknir. Tekið er á móti umeóknum um skólavist á skrifstofu skólans, sem er opin kl. 10-16 á meðan innritun stendur eða í síma 21788 á sama tíma. Fyrirhugað er að flytja forskólakennslu og hljóðfærakennslu yngri nem- enda út í grunnskólana nú í haust eftir því sem kostur er. Kennsla á fiðlu með svonefndri Suzuki-aðferð hefst á ný eftir nokkurt hlé og auk- in verður kennsla ó hljóðfæri, sem kennd eru við alþýðutónlist, svo sem rafgítar, rafbassa og hljómborð. Skólasetning og upphaf kennslu verða auglýst síðar, en stefnt er að því að kennsla hefjist um miðjan seþtember. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.