Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 34

Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 ATVINNII Alftanes - blaðberi Blaðbera vantar á Suðurnes. Upplýsingar í síma 652880. Bakari - aðstoðarmaður Viljum ráða bakara og vanan aðstoðarmann sem fyrst. Upplýsingar í síma 95-24500. Brauðgeröin Krútt, Blönduósi. Fóstra Óskum að ráða fóstru til starfa við Leikskól- ann á Hvolsvelli. Um er að ræða deildaskipt- an leikskóla með um 20 börn. Starfið er heilsdagsstarf. Góð vinnuaðstaða og bygg- ing nýs leikskóla er að hefjast. í upphafi er ódýrt húsnæði í boði. Starfið er laust nú þegar. Allar upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 98-78124. Sveitarstjóri Hvolhrepps ISli HVOLSVÖLLUR *||1JHR iKir'i iiurAucii Meðfcrð Riðgjöf FrxðsU ’UNGLINGAHEIMILI RÍKISINS Uppeldisfulltrúi Starf uppeldisfulltrúa við móttökudeild UHR, að Efstasundi 86, er laus til umsóknar frá 1. okt nk. Um er að ræða meðferðar- og uppeldisstarf á deild innan Unglingaheimilis ríkisins þar sem vistaðir eru unglingar á aldr- inum 13-16 ára. Unnið er á vöktum. 3 ára háskólanám á sviði kennslu-, upp- eldis-,sálar- eða félagsfræði er æskileg svo og reynsla af uppeldis og meðferðarstarfi. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Umsókn- areyðublöð liggja frammi á skrifstofu Ungl- ingaheimilis ríkisins, Síðumúla 13, 3. hæð. Nánari upplýsingar í símum 91-31700 og 91-689270. Deildarstjóri. Sölustarf Karl eða kona óskast til að selja framleiðslu- vöru fyrirtækisins. Um er að ræða hreinsi- efni, hreinsitæki og skyldar vörur. Starfið er framtíðarstarf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins, Gilsbúð 7, Garðabæ. ísaco hf. Gilsbúð 7, Garðabæ. Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla til að kenna handavinnu og bóklegar greinar. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skóla- stjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Klappir, frá 15. september nk. og staða yfir- fóstru við sama leikskóla frá 1. október. Klappir eru til húsa í Brekkugötu 34 og verð- ur þar starfræktur leikskóli með sveigjanleg- um vistunartíma fyrir 36 börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Leikskólinn mun taka til starfa þann 1. nóvember 1992. Fóstrumenntun og góð reynsla af leikskóla- starfi er áskilin í báðar þessar stöur. Umsóknarfrestur er til 4. september nk. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri dagvistardeildar í síma 96-24600 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða launanefnd sveitar- félaga og Fóstrufélags íslands. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Deildarstjóri dagvistardeildar. 'AUGLYSINGAR Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Kópavogi skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöld- um, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum inn- heimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, trygg- ingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 36. gr. 1. 67/1971, atvinnuleysis- tryggingagjald, kirkjugarðsgjald, gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiða- skattur, slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisauka- skattur af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vita- gjald, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutnings- gjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Kópavogi, 21. ágúst 1992. Sýslumaðurinn í Kópavogi. Vinnuskóli Reykjavíkur Óskilamunir Alls konar hlífðarfatnaður og stígvél eru í óskilum eftir sumarið. Unglingar eða foreldrar þeirra geta leitað eftir því sem þau kunna að sakna í af- greiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur í Borgartúni 1, efri hæð, sími 632590. Það sem ekki verður sótt verður gefið eða því hent. TIL SÖLU Hópferða- og skólabílar Toyota Coaster, árg. 1989, 20 manna + 4. Benz 1626, 4 x 4, 38 manna, ný yfirbygging. Bílar í topplagi. Upplýsingar í síma 672102 eftir kl. 17.00. Safnaradagur í Kolaportinu 6. september í samvinnu við safnara og félög safnara um land allt munum við efna til safnaradags í Kolaportinu sunnudaginn 6. september. Eins og áður verður öllum söfnurum gefinn kostur á að leigja sér borðpláss til að selja, skipta og sýna safnmuni sína. Sérstakt svæði í Kolaportinu verður ætlað söfnurum þar sem þeir verða allir saman í hópi, auk þess verður einnig venjulegt mark- aðstorg í Kolaportinu þennan dag í öðrum hlutum hússins. Leiguverð á borðplássi verður aðeins kr. 900.- á hvern borðmetra. Safnarar sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu Kolaportsins í síma 91-625030. KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG MENNTASKÓLENN í KÓPAVOGI Frá Menntaskólanum íKópavogi Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 14.00. Stundatöflur verða afhentar að lokinni skólasetningu. Kennarafundur verður sama dag kl. 10.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 3. september. Stöðupróf í stafsetningu fyrir nýnema verður haldið fimmtudaginn 3. september kl. 10.00. Skólameistari. Táknmálsnámskeið hefjast þann 7. september í Samskiptamið- stöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Skráning þátttakenda er í síma 627702. m nm * Málverkauppboð Næsta málverkauppboð Gallerí Borgar, í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Ben- ediktssonar hf., verður haldið sunnudaginn 6. september. Þeir, sem vilja koma myndum inn á uppboð, þurfa að gera það sem fyrst, eða eigi síðar en mánudaginn 31. ágúst nk. » BOEG I iitmunir- Sýningar- Uppboð Pósthús&trcti 9, Austurstneti 10,101 Reykjavik Sími: 24211, P.O.Bok 121-1366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.