Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 19 Israelar reiðubúnir að gefa eftir hluta Gólanhæða Peres gagnrýnir við- brögð Sýrlendinga Jerúsalem, Damaskus. Reuter. SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði Israela í gær vera reiðubúna að taka hernáms- lið sitt frá hluta hinna hernaðar- legu mikilvægu Gólanhæða gegn því að Sýrlendingar féllust á að gera friðarsamning við þá. Hafa Israelar tilkynnt aröbum þetta í friðarviðræðunum um Mið-Aust- urlönd sem nú standa yfir í Was- hington. „ísraelar hafa 'greint frá þessu með þeim hætti sem þeir kusu að gera það, nefnilega með hætti [sam- þykktar Sameinuðu þjóðanna núm- er] 242,“ sagði Peres í viðtali við útvarp ísraelska hersins. Samþykkt 242 kveður á um að ísraelum beri að láta af hendi þau landssvæði sem hernumin voru í sexdagastríðinu árið 1967, þ.m.t. Gólanhæðirnar. Fulltrúar araba fögnuðu þessum sinnaskiptum ísraela. „Áður þurft- um við að berjast fyrir því að ræða ályktun 242. Nú er leiðin opin að samningaviðræðum,“ Hin opinbera málpípa sýriensku stjórnarinnar, dagblaðið Tishreen sagði í gær að Sýrlendingar myndu ekki fallast á neitt minna en að ísraelar færu al- farið frá Gólanhæðum. „Friður getur ekki verið samkomulag eða hluta- lausn,“ sagði blaðið. Shimon Peres gagnrýndi í gær stjórnvöld í Dam- askus fyrir viðbrögð þeirra við sátt- atilraunum Israela og sagði nauð- synlegt að þau myndu sýna meiri sveigjanleika. Reuter. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Israels, heldur um höfuð sér þar sem hann ræðir við hermenn á Vesturbakk- anum í gær. Rabin, sem undanfarið hefur ferðast um hernumdu svæðin og fræðst um það hjá hermönnum hvernig þeim lítist á stöðu mála þar, sagði aðspurður um friðarviðræðurnar í Washington í gær að menn ættu ekki að búast við „kraftaverkalausnum". Endalok Kalda stríðsins í Austurlöndum fjær Akihito í fyrstu heimsókn japansks keisara til Kína Tókýó, Peking, Taipei. Reuter. AKIHITO Japanskeisari mun síðar á árinu halda í opinbera heimsókn til Kína, að því er japönsk stjórnvöld greindu frá í gær. Heimsóknin, sem líklega verður í lok október, verður fyrsta heimsókn japansks keisara til Kína. Kínveijar hafa um nokkuð skeið þrýst á Japani um að þjóðhöfðingi þeirra komi í opinbera heimsókn en á þessu ári eru tuttugu ár liðin síðan samskipti ríkjanna komust í eðlilegt horf á ný eftir strið. Margir japanskir þjóðernissinnar hafa hins vegar lýst yfir andstöðu við heimsóknina þar sem þeir óttast að hún verði notuð af Kínverjum til að krefjast þess af Japönum að þeir biðjist afsökunar á grimmdarverkum þeirra meðan á hernámi Kína stóð. Talið er að allt að tuttugu milljónir Kínveija hafi látið lífið í ofsóknum þeim. Embættismaður í japanska utan- ríkisráðuneytinu sagði hins vegar ekkert slikt vaka fyrir Kínveijum. „Tilgangur heimsóknarinnar er að efla vináttu og góðan vilja, þannig líta Kínveijar á málið. Það vakir ekki fyrir Kínveijum að auðmýkja Japani," sagði hann. Þetta er í annað skipti á einungis tveimur dögum sem Kínveijar geta fagnað mikilvægum áfanga á al- þjóðavettvangi en þeir hafa barist hart fyrir því að verða aftur fullgild- ir meðlimir í samfélagi þjóðanna eft- ir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Li Peng, forsætisráðherra Kína, greindi frá því á mánudag að sam- komulag hefði náðst milli Suður- Kóreumanna og Kínveija um að taka upp stjórnmálasamband milli ríkj- anna. Hann sagði þessa ákvörðun marka þáttaskil og eiga eftir að hafa mikla þýðingu fyrir framtíðarþróun og friðarhorfur í Asíu. Samkomulag- ið þykir sigur fyrir stjórnvöld í Seoul en tíðindunum var ekki fagnað í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu. Þar hafa fjölmiðlar ekki minnst á atburðinn. Yfirvöld á Tævan fordæmdu Suð- ur-Kóreumenn fyrir að taka upp stjórnmálasamband við Kína en fyrir vikið slitu Kóreumenn sambandi við Taipei. Vincent Siew, viðskiptaráð- herra Tævans, tilkynnti á mánudag um ýmsar refsiaðgerðir gegn Suður- Kóreu. Verða þeir sviptir sérstökum viðskiptakjörum og bannað að fljúga í lofthelgi Tævans. Suður-Kóreumenn lokuðu sendi- ráði sínu í Taipei á mánudag og sendiherrann sneri heim í gær. Að- eins 29 ríki halda uppi stjómmála- sambandi við Tævan. Fitubrennsla Nýtt 8 vikna námskeið hefst 2. sept. • Hreyfing 5 sinnum í viku. í boði eru fitubrennslutímar I og II. I fyrir byrjendur. II fyrir þá sem eru í einhverri þjálfun og vilja taka vel á (pallar notaðir). • Fitumæling og vigtun. • Matarlist og ráðleggingar. • Fyrirlestrar um megrun og mataræði. Sá sem missir 8 klló eða fleiri fær ókeypis mánaðarkort hjá Ræktinni. Látið skrá ykkur strax. Takmarkaður fjöldi kemst að. Upplýsingar í síma 12815 og 12355. MÁNUDAGUR ÞRIBJUDAGUR MIDVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 1Q30 MRL (RÚNA) MRL (RÚNA) MRL (RÚNA) Fitubr. frh. (LIUA) 12°« Karlar byrj. (GAUTI) Karlar framh. (GAUTI) Kariar framh. (GAUTI) Karlar byrj. (GAUTI) 11.30 MRL (BRYNDÍS) 1400 MRL m.pöllum (LIUA) MRL m.pöllum (LIUA) 12.30 Pallar (BRYNDÍS) 15“ Fitubr. 1 (LIUA) Fitubr. 1 (LIUA) Fitubr. 1 (LIUA) 13.30 Teygj. (RÚNA) 1630 MRL m.pöllum (RÚNA) Pallar (RÚNA) MRL m.pöllum (RÚNA) Pallar (RÚNA) MRL m.pöllum (BRYNDÍS) 1730 Þrek (RÚNA) Teygjur (RÚNA) Þrek (RÚNA) Teygjur (RÚNA) Þrek (RÚNA) 1830 MRL (BRYNDÍS) Þrekhringur (LIUA) MRL (BRYNDÍS) Þrekhringur (LIUA) Fitubr. 2 (LIUA) 1930 Fitubr. 2 (LIUA) Erofunk (BRYNDÍS) Fitubr. 2 (LIUA) Erofunk (BRYNDÍS) 2030 Fitubr. frh. (LILJA) MRL (BRYNDÍS) Fitubr. frh. (LIUA) MRL (BRYNDÍS) Hugsaðu vel um heilsuna! Fullkominn tækjasalur með toppþjálfurum. Ræktaðu sjálfan þig vei í vetur. ræhtin SJ. Frostaskjól 6. ®12355 @12815 Sólbaðsstofa - Aerobic - Líkamsrækt SKIPTIBOKAMARKAÐUR MALS & MENNINGAR STENDUR YFIR Tökum notaðar bækur upp í nýjar Kjörið tækifæri fyrir hagsýna. Mál ogmenning Laugavegi 18. Sími 24240. Síðumúla 7 - 9. Sími 688577.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.