Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 35 FRUMSYNIR AMERIKANINN / yv .s i* í n i: // n v s\ tiíue s id h v Sontana stofnar glæpagcngi í L.A., en er að mcstu innan fangelsismúranna og stýr- ir þaðan genginu og endar í dópi, stórglæpum og dauða. Aðalleikarar: Edward J. Olmos (sem leikstýrir lika), William Forsyth og Pepe Serna. Stórblöð eins og L.A. Times, N.Y. Times og US Today lofa þessa mynd íhástert. ★ ★★★ Sýnd kl. 4.45,6.55,9 og 11.10. - Bönnuð innan 16 ára. Myndin sem tekur alla með trompi. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. HRIIMGFERÐ TIL PALM SPRINGS Tveir vinir stela Rolls Royce og fara í stelpuleit. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð i. 12 ára. STOPP EDAIHAMMA HLEVPIR AF Grínari með Siivester Stallone. Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð kr. 300. REGNBOGINN SIMI: 19000 Húsavík Þorgerður Sigurðardótt- ir sýnir í Safnahúsinu Húsavík. LISTAK0NAN Þorgerður Sigurðardóttir sýndi verk sín í Safnahúsinu á Húsa- vik frá 15. til 25. þessa mánaðar og var sýningin mjög vel sótt og verk lista- konunnar vöktu mikla at- hygli. Þorgerður hefur lokið námi við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og stundað nám við Kursverksamheten Uppsala, Svíþjóð. Þorgerður hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hérlend- is og erlendis, og haft einka- sýningar í Finnlandi, Reykja- vík, á Höfn í Homafírði og nú á Húsavík, í sínu gamla heimahéraði, en hún er fædd og uppalin í Grenjaðarstað Morgunblaðið/SPB Þorgerður Sigurðardóttir við tvö verka sinna á sýning- unni i Safnahúsinu. og tileinkar sýninguna for- eldrum sínum, Aðalbjörgu og séra Sigurði Guðmundssyni biskupi. Alls vom á sýningunni 40 verk og þegar hafa 15 mynd- anna selst. - Fréttaritari Skákþing íslands Helgi Ólafsson í fyrsta sæti Skák Bragi Kristjánsson Sjöunda umferð á Skákþingi Islands var tefld á mánudags- kvöld í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Helgi Ólafs- son, meistari síðasta árs, náði aftur forystunni með sigri á Þresti Ámasyni, á meðan helsti keppinautur hans, Margeir Pét- ursson, varð að láta sér lynda jafntefli við Björn Frey Bjöms- son. 7. umferð: HelgiÓlafsson-ÞrösturÁmason 1-0 Þröstur Þórhallsson - Jón Á. Jónsson 1-0 Bjöm Fr. Bjömsson - Margeir Pétursson Vi-Vi Ámi Árm. Ámason - Haukur Angantýss. 'h-'h Hannes Hl. Stefánss. - Sævar Bjamason 'h-'h RóbertHarðarson-JónG. Viðarsson 'h-'h Helgi Ólafsson náði aftur foryst- unni með sigri á Þresti Ámasyni. Helgi vann sigur í endatafli, þar sem jafnteflishorfur virtust um tíma góðar fyrir Þröst. Margeiri tókst ekki að beygja Bjöm Frey, þótt staðan lofaði góðu í byijun. Fjögur jafntefli bera þess ef til vill vott, að keppendur séu farnir að þreytast, en þeir hafa einungis átt einn frídag. Staða efstu manna eftir 7 umferðir af 11: 1. Helgi, 6 v. 2. Margeir, 5'/2 v. 3. Haukur, 5 v. 4. Hannes Hlífar, 4 v. og biðskák. 5. Sævar, 4 v. 6. Jón Garðar, 3‘/2 v. og biðskák. 7. Róbert, 3*/2 v. Jón Garðar stendur betur í bið- skákinni við Hannes Hlífar, en óvíst er að honum takist að vinna skák- ina. Við skulum að lokum sjá harða baráttuskák úr fímmtu umferð. Hvítt: Róbert Harðarson. Svart: Margeir Pétursson. Pirc-vöm. 1. e4 - g6, 2. d4 - Bg7, 3. Rc3 - d6, 4. f4 - Rc6, 5. Be3 - Rf6, 6. Rf3 - 0-0, 7. Bd4 - (Eftir 7. h3 — e5, 8. fxe5 — dxe5, 9. d5 — Rd4 jafnar svartur taflið og 7. Dd2 — e5, 8. dxe5 — dxe5, 9. Dxd8 — Hxd8, 10. fxe5 — Rg4, 11. Bg5 — Hd7 leiðir til vandmetinnar stöðu (Karpov— Christiansen, Linares 1981). Al- gengt er 7. Be2 — Rg4, 8. Bgl — e5, 9. fxe5 - dxe5, 10. d5 - Rb8, sem leiðir til betra tafls fyrir hvít.) 7. - e6t? (Margeir byggir stöðu sína upp á óvenjulegan hátt. Eftir 7. — Rg4, 8. Bgl — e5, 9. fxe5 — dxe5, 10. d5 — Rd4, kemur upp flókin staða, en einnig er hægt að leika strax 7. — e5, 8. fxe5 — dxe5, 9. d5 — Re7, 10. Dd2 — c6, 11. dxc6 — Rxc6,12. 0-0 — Be6, með nokk- uð jöfnu tafli.) 8. h3 - b6, 9. a3?! - (Rólegt yfirbragð á taflmennsku Margeirs villir Róbert sýn. Hann hefði betur leikið 9. Dd2 ásamt 0-0-0 eða 9. 0-0.) 9. - Re7, 10. De2 - c5!, 11. 0-0 — Bb7, 12. Df2 - (Hvítur gerir við hótuninni 12. — c4, 13. Bxc4 — Rxe4, en spurn- ingin er hvort hann hefði átt að leika 12. dxc5 ásamt Hadl. Eftir leikinn í skákinni hefur svartur a.m.k. jafnað taflið og staða hvíts verður mjög viðkvæm og vand- tefld.) 12. - Hc8, 13. e5 - Rfd5, 14. exd6 — Dxd6, 15. dxc5 — bxc5, 16. Re4 - (Hvíta staðan lítur vel út, en ekki er allt sem sýnist.) 16. - Dc7, 17. Bxc5 - f5! 18. Rd6 - Dxc5, 19. Dxc5 - Hxc5, 20. Rxb7 - Hc7, 21. Rd6 - Rxf4! (Síðustu leikir hafa verið meira og minna þvingaðir, en síðasti leik- ur svarts er betri en 21. — Bxb2, 22. Habl - Bf6, 23. g3 o.s.frv.) 22. Rc4 - Rc6, 23. Hael?! - (Betra var að leika 23. Hfel til að rýma fl-reitinn fyrir Bd3.) 23. - He8, 24. Rd6 - Hd8, 25. Rb5 - Hb7, 26. Bc4?! - Ra5, 27. Rg5 - (Róbert treysti á þennan leik, en nú kemur óvæntur leikur.) 27. — Rxh3+!, 28. gxh3 — Rxc4, 29. Rxe6 — Hd2, 30. Rxg7 — Kxg7, 31. Hf4 - Hxb5, 32. Hxc4 - Hxb2 (Svartur á nú peð yfir og virk- ari stöðu og það nægir til vinnings.) 33. Hcl - Hb7, 34. Hc8 - He7, 35. c4 - f4, 36. Hfl - (Ekki gengur 36. c5 — f3, 37. c6 - Hg2+, 38. Kfl - Hee2, 39. c7 - Hh2, 40. Hg8+ - Kh6, 41. Kgl - Heg2+, 42. Kfl - Hhl+ mát.) 36. - g5, 37. Hc5 - Kg6, 38. h4 - h6, 39. h5+ - Kxh5, 40. Hxf4 - Hel+, 41. Hfl - Hxfl+, 42. Kxfl - Kg4, 43. Kel - Hd7, 44. Hc8 - h5, 45. c5 - Hd3, 46. Ke2 - Hxa3, 47. Kd2 - h4, 48. Hb8 - Ha6 og hvítur gafst upp, því hann getur ekki hindrað að svörtu peðin á kóngsvæng renni upp í borð og fæði af sér nýja svarta drottningu. í kvöld verður 9. umferð tefld í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, en þá tefla Bjöm Freyr - Jón Garðar, Þröstur Þ. — Sæv- ar, Róbert — Þröstur Á., Hannes Hlífar — Ámi Ármann, Helgi — Haukur, Margeir — Jón Ámi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.