Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 27 Minning Jörundur Hilnmrs- son háskólakennari Guðný Eyjólfsdótt ir — Kveðjuorð sanskrít og fékk síðar mikinn áhuga á tokkarísku, sem töluð var þar sem nú er vesturhluti Kína. Það tungu- mál var indóevrópskt, en dó út um 800 e. Kr. Það hefur aftur á móti varðveist í skrifum um búddísk trú- arbrögð. í framhaldi af þessu áhugamáli fór Jörundur til háskól- ans í Kiel í Þýzkalandi. Hann var styrkþegi frá hinni virðulegu von Humbolt-stofnun og stundaði einn- ig kennslu í málvísindum. Eftir að hann kom heim til íslands réðst hann í það áræði að gefa út alþjóð- legt rit um tokkarísku og fékk marga þekkta málvísindamenn til að skrifa greinar í ritið. Hann varði doktorsritgerð sína við háskólann í Leiden í Hollandi 'arið 1986 og fjall- aði hún um rannsóknir hans á sviði tokkarískrar hljóðkerfisfræði, beyg- ingarfræði og orðsifjafræði. Jörundur var stundakennari við Háskóla íslands frá 1974 og síðar dósent. Hann þýddi nokkrar bækur um skák úr rússnesku og einnig litháíska sögu, er var gefin út á vegum Máls og menningar. Þegar íslendingar höfðu forystu um að viðurkenna sjálfstæði Lithá- ens var Jörundur fenginn til þess að vera túlkur og var hann síðan skipaður ræðismaður af Landsberg- is forseta Litháens í ágúst á síðasta ári. Jörundur var góður félagi og mikill vinur vina sinna og er mér mikill söknuður að fráfalli hans. Jörundur var þríkvæntur og átti tvö börn, Þorgerði, sem stundar nám við HÍ, og Þorstein, sem stund- ar menntaskólanám við alþjóðlegan skóla Sameinuðu þjóðanna í Swazi- landi í suðurhluta Afríku. Eftirlif- andi eiginkona Jörundar er Þuríður Elfa Jónsdóttir og votta ég henni og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúð mína við fráfall hans. Karl Jóhann Þorsteins. Jörundur Hilmarsson lést 13. ágúst 1992 eftir stutta sjúkrahús- legu. Andlát hans varð öllum þeim er þekktu hann mikil harmafregn, því hann var óvenjulega aðlaðandi maður og gæddur ríkum hæfileik- um. Jörundur var borinn og bam- fæddur Reykvíkingur. Hann fædd- ist hinn 15. mars 1946. Foreldrar hans em þau Hilmar Garðarsson skrifstofustjóri Gjaldheimtunnar í Reykjavík, og Þorgerður Jörunds- dóttir húsfreyja. Hann ólst upp í Reykjavík og varð stúdent árið 1966 frá Menntaskólanum í Reykja- vík. Snemma hneigðist hugur Jör- undar til tungumálanáms. Hann hélt utan til náms í málvísindum og var þar sannarlega kominn á það svið sem hentaði honum best. Málvísindin urðu honum bæði höf- uðáhugamál og ævistarf. Jörundur var einn þeirra manna sem vann sér álit með hæverskunni. Þótt hann væri einn fremsti málamaður Is- lendinga og kynni skil á tugum tungumála var það honum fjarri að trana sér fram eða flagga þekk- ingu sinni á mannamótum. Jörund- ur hafði afburðaþekkingu á sínu sviði, en hann hafði mörg önnur áhugamál. Hann var víða heima í bókmenntum og sögu. Hann hafði yndi af skák og hafði þýtt erlendar skákbækur á íslensku. Skákin er íþrótt þar sem eiginleikar Jörundar komu sér vel; rökfimi, rólyndi og hugkvæmni. Eftir að hafa dvalið langdvölum við nám erlendis sneri Jörundur heim til íslands. Hann kenndi við Háskóla íslands; fyrst sem stunda- kennari en síðustu árin sem dósent í almennum málvísindum. Jörundur varði doktorsritgerð árið 1986. Hann skrifaði margar vísindagrein- ar í erlend tímarit. Hann leit alltaf á rannsóknir sem aðalatriði og kennslu sem nauðsynlegan fylgi- fisk. Jörundur hafði mikinn áhuga á orðsifjafræði og hans síðasta verkefni var að vinna að orðsifjabók í tokkarísku, útdauðu máli þar sem helstu rituðu heimildir voru handrit frá 500-700 e.Kr. frá búddamunk- um. Við vinnu sína notaði hann tölvu og vegna rannsókna sinna á sjaldgæfum málum varð hann að búa til fjölda tákna og bókstafa, sem ekki eru til í stöðluðum stafa- settum. Fyrir um það bil tveimur árum kynntist Jörundur eftirlifandi konu sinni, Þuríði Jónsdóttur sérkennara. Það var gæfa beggja. Með þeim tókust góðar ástir og innileg vin- átta. Á síðastliðnu ári greindist sjúkdómur sá hjá Jörundi sem loks leiddi hann til dauða. Þeim Þuru og Jörundi var ljóst að tvísýnt gæti orðið um úrslit baráttunnar við hinn illvíga sjúkdóm, en þau lögðu þó ekki árar í bát. Þau ákváðu að halda áfram sínu lífí og Jörundur efldist í vísindarannsóknum sínum, þrátt fyrir að sjúkdómurinn drægi úr honum mátt. í maílok 1992 gengu þau í hjónaband á fögrum vordegi. Þau héldu síðan út til Leiden í Hollandi þar sem Jörundur vann að orðabók sinni. Rúmum mánuði síðar komu þau aftur til íslands og unnu þá af miklum dugnaði við það að endurnýja íbúð sína á Vesturgöt- unni, en þar hafði verið æskuheim- ili Jörundar. En bjartsýnin og ástin náði ekki að vinna bug á veikindum Jörundar. Hann bar sig svo vel og tignarlega að engan hefði grunað að svo skammt væri eftir sem reyndist. Eftir stutta legu á Land- spítalanum var hann allur. Jörundur var fríður sýnum, bjart- eygur og með fínlegar hreyfingar. Yfir honum var mikil reisn. Hann var hæverskur en hafði ákveðnar skoðanir. Hann naut þeirrar gæfu að síðustu mánuðina gat hann sinnt sínum vísindastörfum, en um leið átt rómantískt og hamingjuríkt vor og sumar með ungri eiginkonu sinni. Fallegri endi getur enginn hugsað sér á ævisögu sinni. Við höfðum hlakkað til nánari kynna við Jörund, en nú verðum við að láta nægja að ylja okkur við minningar um góðan dreng. Jör- undur átti myndarleg börn, Þor- gerði og Þorstein. Þau voru honum ákaflega kær. Bömunum, foreldr- um og systkinum Jörundar vottum við innilega samúð. Á þessum erfiða tíma biðjum við Þuru að minnast þess að sá sem gefur af fórnfýsi og einlægni mun ævilangt uppskera hamingju og sálarró vegna ástríkra kynna. Vigdís og Benedikt. Að morgni 4. ágúst sl. lést í Borgarspítala sú mæta kona frú Guðný Eyjólfsdóttir. Ég ætla ekki að rekja hér lífshlaup hennar, það hafa margir aðrir þegar gert, að- eins minnast hennar fyrir hönd föndurkvenna í Kvennadeild Rauða kross íslands. Hún var ein af samstarfskonum okkar og var þar jafnframt hvers manns hug- ljúfi. Alltaf var hún glöð og hress og ósjaldan var kallað „Guðný, hvar er þetta eða hitt“, og um leið var hún sprottin upp og sagði „ég skal fínna það“, og þar með var það komið í leitimar. En svona var Guðný, alltaf viðbúin. Við unn- um, til að byija með, við fmm- stæðar aðstæður, okkur vantaði efni til að vinna úr og ótal margt annað. Þá var það Guðný sem lagði af mörkum alls kyns efni o.fl. frá sínum ágæta manni, Kristjáni Þor- valdssyni. Þetta gerði hún allt með mikilli gleði og hafði, eins og við allar, ánægju af að sjá þetta starf okkar vaxa með ári hveiju. Frá upphafí rann allur ágóði af sölu föndurvara til bókakaupa fyrir sjúklingabókasöfn sjúkrahúsanna. Guðný vann einnig á söfnunum. Þar fór hún með hljóðbækur til sjúklinga og er ég ekki í vafa um að bros hennar og aðlaðandi fram- koma hafa yljað mörgum sjúkling- um um hjartarætur. Guðný átti fagurt heimili og þar bjó hún við ástúð og umhyggju fjölskyldu sinnar til hinstu stund- ar. Heimilið var hennar unaðsreit- ur, fagurlega búið, inni sem úti, og þar naut hún sín meðal fjöl- skyldunnar og blómanna í garðin- um sínum, sem hún lagði mikla alúð við. Við „föndurkonumar" vorum svo lánsamar að vera boðn- ar til hennar í garðinn í Sigluvogi og þar áttum við saman yndislega síðdegisstund og fengum að njóta~ gestrisni hennar og þess að vera með henni innan um blómin og með hana í forsæti, létta og káta, snúast í kringum okkur. Já, þetta var skemmtilegt og verður lengi minnst. En nú hefur þessi heiðurs- kona kvatt þetta líf, elskuð og virt af samferðafólki. Það verður tóm- legt hjá okkur „föndurkonunum" í haust þegar við komum saman, engin Guðný! Sólin hellti geislum sínum yfir legstað hennar 11. ág- úst. Hún var kvödd á einum feg- ursta degi sumarsins. Innilegar samúðarkveðjur til Kristjáns og barnanna, tengda- bama og barnabama. Við þökkum ^ henni samstarfið og munum sakna hennar sárt. Hvíli hún í friði. Fyrir hönd föndurkvenna í Kvennadeild RKÍ, Gunnþórunn Bjömsdóttir. t Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRMANNS ÓSKARS KARLSSONAR verkstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir, Kristján Hans, Markús Már, Egill Ibsen, Karl Steinar, Diana Ósk, Kristjana, Ólöf Markúsdóttir, tengdadætur og barnabörn. WtÆkXÞAUGL YSINGAR Menntaskólinn við Sund Skólasetning Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. september kl. 9.00, þá verður nemendum skipað í bekki og stundaskrár og bókalistar afhentir. Almennur kennarafundur verður haldinn kl. 12.30. Kennsla hefst í öllum bekkjum samkv. stundaskrá miðvikudaginn 2. september. Rektor. Fimleikar fögur íþrótt Innritun stendur yfir dagana 15.-29. ágúst. Byrjendur og framhald. Afhending stundaskrár mánudaginn 31. ág- úst. Byrjendur kl. 16-18, framhald kl. 18-20. Fimleikar í framför, góð aðstaða og úrvals þjálfarar, erlendir og innlendir. Allir þjálfarar með full tilskilin réttindi. Upplýsingar í síma 74925 kl. 10-10. Fimleikadeild Gerplu. taERPt^/ Sjókokkanámskeið Enn eru laus nokkur pláss á námskeiði er hefst 2. september 1992. Upplýsingar í síma 681420. Skólastjóri. Atvinnuhúsnæði Til leigu ca 400 fm glæsileg efsta hæð í lyftu- húsi (skrifstofuhúsnæði) við Bíldshöfða. Vandaðar innréttingar. Langtímaleigusamn- ingur. Laus fljótlega. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Öllum svarað - 10313“. UTIVIST Helgarferðir 28. -30. ágúst Sfðsumarferð í Bása, gönguferð- ir í fallegu umhverfi, góð gistiað- staða í skála eða tjöldum. Fimmvörðuháls 29. -30. ágúst Ekið að Skógum, gengið upp meö Skógánni f Fimmvörðuskála og gist þar. Á sunnudag er geng- ið niöur í Bása. Fararstjóri Bót- hildur Sveinsdóttir. Nánari uppl. á skrifstofunni. Sjáumst í Útivistarferð. FERÐAFÉLAG ISLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferðir 28.-29. ágúst: 1) Óvissuferð Leiðin liggur um fáfarnar slóðir - spennandi ferö út í óvissuna. Gist f svefnpokaplássi. 2) Þórsmörk Gönguferðir um stórbrotið landslag Þórsmerkur. Gist í Skagfjörösskála/Langadal - öll þægindi - notaleg gistiaðstaöa. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F(, Mörk- inni 6. Landmannalaugar - Þórsmörk (gönguferðir): Enn er möguleiki að ganga „Laugaveginn" með Ferðafélag- inu. Brottför kl. 20.00 föstudag- inn 28. ágúst. Nokkur sæti laus. Ferðafélag (slands. mmyrn Eldri borgarar, kennsla í jóga hefst 3 september. Kennt verður tvísvar í viku, teygjur, öndun og slökunaræfingar. Upplýsingar og skráning frá 9-12 hjá Huldu f síma 675610. Kripalujóga, Heimsljós, Skeifunni 19, 2 hæð. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma f kvöld kl. 20.00. IMÝ-UNG KFUK-KFUM Holtavegi Bænastund kl. 20.05 og sam- vera kl.20.30. Uppskeruhátíð Ný-ungar. Kaffihlaðborö eftir samveru. Allir velkomnir. Skrifstofumaður, 50,182, 70 sem hefur áhuga á íþróttum, stjórnmálum, feröalögum, lestri og heilusamlegu líferni, vill gift- ast huggulegri konu undir 45 ára. Skrifið á ensku m/mynd til Manfred Iversen, Bramsstr. 20, D 2200 Elmshorn, Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.