Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Minning Jómundur Einars- 00 son, Omólfsdal Man ég grænar grundir, Glitrar silungs á. Þannig hefst kvæðið Sveitasæla eftir Steingrím Thorsteinsson. Síðar í sama ljóði segir hann: Heima er hægt að þrejja. Hvíld þar sál mín fær. Þar mun þægt að deyja Þýðum vinum nær. _ Ljúft er þar að ljúka Lífsins sæld og þraut. Við hið milda mjúka Móðuijarðar skaut. Að leiðarlokum vil ég minnast tengdaföður míns, Jómundar Ein- arssonar, en hann fæddist á Höfða í Þverárhlíð 25. nóvember 1898. Foreldrar hans voru Einar Ás- mundsson og Guðrún Davíðsdóttir er lengst bjuggu á Hömrum í sömu sveit. Föðuramma hans og afí hétu Jófríður og Ásmundur. Nöfn þeirra voru sameinuð í nafnið Jómund og veit ég ekki betur en hann hafi verið fyrsti sveinn er þetta nafn hlaut. Þrír dætrasynir hans bera >»Jómundarnafn. Elstur var hann átta systkina. Þijú eru nú látin. Árið 1926 gekk hann að eiga Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 6. júlí 1904, d. 29. ágúst 1981. Eignuðust þau átta börn: Elst var Geirfinna, f. 1925, gift Ingibjarti Bjarnasyni, en hún lést árið 1957 frá eiginmanni og fimm ungum bömum; Ketill, f. 1927, kvæntur Sögu Helgadóttur og eiga þau tvær dætur, en þá þriðju átti Saga fyrir. Þau búa nú á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu; Eyjólfur Magnús, f. 1929, ókvæntur og bamlaus, bóndi í Ornólfsdal; Guðrún, f. 1933, gift Magnúsi Hjör- leifi Guðmundssyni. Þau eiga fjögur börn og búa á Heggstöðum í Ánda- kíl; Margrét, f. 1935, gift Óla Ragn- ari Jóhannssyni og eiga þau fjögur börn og búa í Klettstíu í Norðurár- dal; Omólfur Hlíðar, f. 1936, kvæntur undirritaðri, og eigum við fimm börn og búum á Sigmundar- stöðum í Þverárhlíð; Kristinn Rafn, f. 1938 ókvæntur og barnlaus, bóndi í Örnólfsdal; Iðunn, f. 1942, gift Kristni Egilssyni og eiga þau þijú börn og búa í Órnólfsdal. Iðunn átti eina dóttur fyrir. Pabbi og mamma byijuðu búskap í Ömólfsdal 1925. Þau bjuggu þar með Guðmanni Geirssyni, móður- bróður mömmu, og Gróu konu hans, en hjá þeim hafði hún alist upp að mestu, fyrst í Síðumúla en síðan í Ömólfsdal. Árið 1934 fluttu þau að Iðunnarstöðum í Lundareykjadal og bjuggu þar til ársins 1943 að þau festu kaup á Örnólfsdal. í Örn- ólfsdal bjuggu þau til æviloka, með reisn og af myndarskap. Gestrisni var þeim í blóð borin. Hver sá sem að garði bar hlaut góðan beina. Eftir að mamma dó seldi pabbi þeim Eyfa, Kidda og Iðunni jörðina. Hann dvaldi svo í skjóli þeirra og eiginmanns og barna Iðunnar síð- ustu árin. Langri starfsævi er lokið. Ýmis- legt var gert til að sjá sér og sínum farborða: Unnið í sláturhúsum; t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA ALDA ILLUGADÓTTIR, Ásgarði 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27 ágúst kl. 13.30 Páll Guðmundsson, Sigríður V. Clark, Ralph D. Clark, Guðný Alda Snorradóttir, Engilbert Adolfsson, Victoria M. Clark, Páll D. Clark. t EYJÓLFA METTA PÉTURSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, sem lést 22. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Aöstandendur. t Faðir okkar og stjúpfaðir, SKÚLI HALLSSON, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 21. ág- úst. Amalía H. H. Skúladóttir, Grétar Skúlason, Hallur Skúlason, Skúli Skúlason, Ásta Valgerður Skúladóttir, Margrét Eðvalds, Eðvald Karl Eðvalds. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Sörlaskjóli 4, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, þeim sém vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Áslaug Björg Ólafsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hjördís Inga Ólafsdóttir, Jón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. smíðuð hús; ofíð og spunnið. í mörg ár flutti hann veiðimenn og farang- ur þeirra á hestum frá Örnólfsdal og fram að Víghól. Var ekkert til sparað svo allt gengi sem best. Jafnvel Tímanum var fómað þegar mamma þurfti að pakka eggjunum hveiju fyrir sig niður í dunka. Þetta umstang veitti honum einnig mikla ánægju en starfinu var sjálfhætt þegar vegur var lagður frameftir. Búskapur var hans aðalstarf. Iðju- semi og nýtni kjörorð, enda árang- urinn eftir því. Þar var bæði byggt og bætt. Framundir það síðasta var fylgst með öllum nýjungum sem gætu orðið til bóta á bjargræðistím- anum. Sumarið 1989, nær níutíu og eins árs, sagði hann: „í dag þarf ekki að láta veðrið stoppa sig við heyskapinn með þessa nýju tækni [átti þar við rúllubaggana]. Það var öðruvísi í mínu ungdæmi þegar baksað var með orfi og hrífu.“ Þegar hann hætti búskap fór hann inn á aðra starfsbraut. Hann hóf að smíða ósköpin öll af verkfærum gamla tímans í smækk- aðri mynd. Allt frá torfljá og strokki upp í meis og rokk. Þegar hann var ellefu eða tólf ára áskotnaðist yngra systkini hans upptrekkt leikfang. Undrun og að- dáun bamanna var mikil en skamm- vinn. Daginn eftir fannst gullið ekki og fljótlega var eftir því tekið að Jóa vantaði líka. Hvort tveggja fannst. Hann hnýsinn en gullið í pörtum. Ekki var ætlunin að skemma þvílíkan dýrgrip heldur að sjá hvemig hann virkaði. Guðrúnu kallaði ég „litlu mömmu“ frá því að ég kom fyrst í Örnólfsdal árið 1955, þá á tólfta ári. Hitt hvarflaði ekki að mér að kalla nokkurn mann pabba, það hefði mér fundist vanhelgun á minningu míns látna föður. Eitt sinn þegar ég var stödd í Örnólfs- dal gerðist þar atburður í sambandi við skepnu sem ég tók nærri mér og læddist burt. Þetta sá Jói og kom að stundu liðinni á eftir mér, klapp- aði mér á kollinn, sagði örfá orð og gekk síðan burt. Þarna sá ég hann fyrst en þetta var upphaf þeirrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftir þetta kom af sjálfu sér að kalla hann pabba. Um versl- unarmannahelgina 1962 fór ég upp að Örnólfsdal og hafði misst unn- usta minn af slysförum þá um vor- ið. Fékk ég hinar bestu móttökur eins og ævinlega. Við ræddum margt við skálaborðið ásamt fleir- um sem þarna voru. Síðla dags var ég ein á ferð niður kjallarastigann og mætti pabba. Þá var vinnu- hijúfri en góðri hendi storkið blítt um vanga, klappað á öxl — orð voru óþörf. Þannig var hann, vissi hvað manni kom, þyrfti maður á honum að halda. Orðagjálfur óþarft en verkin látin tala. Ekki minnkaði umhyggjan eftir að ég varð tengda- dóttir hans. Börnum mínum, þeim Erlu Björk, Ásmundi Kristberg, Einari Guðmanni, Eyjólfi Kristni og Sólveigu Hörpu, reyndist hann ástríkur og áhugasamur afi. Þegar Erla Björk var sex ára bað hann mig að lána sér hana í vikutíma. Sér þætti svo gaman að kenna börn- um að lesa. Þegar hún kom heim vildi Ásmundur bróðir hennar fá að lesa líka hjá afa. Þó að Ási væri aðeins fjögurra ára var það auðsótt mál. Þegar ég kom að ná í drenginn aftur kom pabbi á móti mér með glettni í augunum og bros á vörum, og sagði: „Þau eru ólík börnin þín, Ragga mín. Erla Björk les þegar ég bið hana en segir fljót- lega „afi eigum við ekki að fara til t Bróðir okkar, BÓAS JÓNASSON, Bakka, Reyðarfirði, lést í Landspítalanum 23. ágúst. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00. Guðrún Jónasdóttir, Hallgrfmur Jónasson, Kristín Jónasdóttir, Bjarni Jónasson, Auður Jónasdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Eva Vilhjálmsdóttir, Jórunn Ferdinandsdóttir, Björn Gíslason, Guðný Stefánsdóttir, t Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SNORRA LÁRUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda Hörður Ingólfsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR ÞORBERGSSON, fyrrverandi verslunarmaður, Grenimel 7, lést föstudaginn 14. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingunn Þóra Erlendsdóttir, Magnús Erlendsson, Erlendur Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Torfi Markússon, Erlendur Markússon, Bergiind Magnúsdóttir, Markús Karl Torfason, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Karla Magnússon, Sveinbjörn Pétursson, Þuríður Guðbjörnsdóttir, Auður Sveinsbjörnsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Pétur Ari Markússon og barnabarnabörn. húsanna, þarf ekki að gefa kindun- um“, en Ási leyfir mér varla að komast inn úr dyrunum — „afí komdu upp að lesa“.“ Áhuga beggja var sinnt. Sumarið 1990 fór Erla Björk norður að Skútustöðum að vinna við rannsóknir á Mývatni. Áður en hún fór heimsótti hún afa sinn og hann rakti úr henni garnirnar. Hvemig eru gildrurnar, hvernig veiða þær og hvað gerirðu svo? Öldungurinn hélt enn viðhorfi barnsins sem vildi fá að vita hvern- ig hlutirnir virkuðu og skynja hvað fram fór. Þannig sýndi hann afkom- endum sínum áhuga. Hann trúði því örugglega að blessun eykst með barni hveiju. Fagnaði hverri nýrri grein á ættarmeiðnum af innileik hjarta síns. Eins og við hin hafði hann sína galla en þeir hurfu í skugga kost- anna. Ekki leita ég skuggans þegar ég get baðað mig í sólinni. Mikið eigum við öll gott að hafa svo margs að minnast, fyrir svo margt það þakka. Ykkur Iðunni, Rúnu, Eyfa og Kidda þakka ég fýr- ir að fá að vaka hjá honum síðustu nóttina og vera með ykkur í því sem fylgdi í kjölfarið. Pabba varð að ósk sinni. Hann fékk að sofna í bólinu sínu. Það var yndislegur morgunn. Stöku ský speglaðist í lognkyrrum hyl þar sem Laxar leika í hyljum létt með sporðaköst. Þess er ég fullviss að þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti og trúi því að mamma hafi tekið á móti honum. Kannski tylltu þau sér á rústir Blund-Ketilsbæjar og litu yfir dalinn sinn áður en hún fylgdi honum meira að starfa Guðs um geim. Algóðan Guð bið ég að launa honum allt það sem hann var mér og mínum. Ó þú sveitasæla, sorgarlækning best. Værðar-vist indæla veikum hressing mest, lát mig líðan stríðum loks er ævin dvín, felast friðarblíðum faðmi Guðs og þln. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Ragnheiður Ásmundardóttir. SerlVæðingar í blóiiiasliiæytiiiiíTiiu lið ölI la‘Uil<rri blómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Erfidrykkjiír Ciiáesíleg kaffi- hlaöborð íallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR lÍTIL LUFTLElim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.