Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 Vinirnir (leir 21x25x12). Strokuhestar (leir 13x23x7,5). IWyndlist Bragi Asgeirsson í þessum mánuði er mynd- höggvarafélagið tuttugu ára, en það var formlega stofnað 17. ágúst 1972 á afmælisdegi Ragn- ars Kjartanssonar, sem var aðal- driffjöður að stofnun sérstaks hagsmunafélags myndhöggvara. Áður höfðu grafíklistamenn gefið fordæmið með endurreisn gamla grafíkfélagsins, en það framtak og sá stórhugur og gróska sem fylgdi í kjölfarið hafði vakið dijúga athygli. Fjölgun rýmislistamanna á þessu tímaskeiði gaf líka ærið tilefni til að þeir huguðu sérstak- lega að sameiginlegum hagsmun- um sínum þar sem FÍM hafði hvorki vilja né bolmagn til að sinna sem skyldi sérþörfum ein- stakra listhópa innan félagsins. Á þeim árum var þó þörf á gjör- breyttum hugsunarhætti innan félagsins og víðari yfirsýnar svo sem ég vísaði til í pistlum mínum, en ég taldi ríka þörf á myndlistar- sambandi með ýmsum öflugum sérgeirum líkt og ég hafði kynnst í Finnlandi. Á því var hins vegar ekki áhugi og enn í dag eru félagsmál mynd- listarmanna í ólestri, þótt margt hafi áunnist á síðustu árum í rétt- indabaráttu þeirra með tilkomu myndlistarsambandsins. En hér eru íslenzkir myndlistarmenn þó nær undantekningalaust einungis að öðlast mannréttindi, sem lista- menn á Norðurlöndum, með grón- ari félagsþroska, hafa haft í tugi ára. Ragnar Kjartansson var sér vel meðvitaður um þetta og að menn gættu réttinda sinna best með því að efla styrk heildarinnar, en síður með einhveiju þröngu eigin- hagsmunapoti. Hér reyndist hann eldhugi og ruddi braut nýjum hugmyndum í félags- og sýningarmálum. Tvennt telst markverðast, sem eru útisýningarnar, sem hann stóð öðrum fremur fyrir, og strandhögg myndhöggvara á Korpúlfsstöðum, sem lengi átti eftir að verða griðland þeirra um skapandi athafnasemi og rými fyrir markverðar sýningar. Myndhöggvarafélagið hefur valið að minnast þessara tíma- móta með sérstakri sýningu á verkum Ragnars í húsakynnum Nýlistasafnsins og er það hárrétt ákvörðun. Raunar eru liðin þijú ár síðan þessi ákvörðun var tekin, en það var nokkru eftir ótíma- bært andlát Ragnars 26. október 1988. Svo vel sem margur þekkir til Ragnars og ferils hans, er óþarfi að rekja hann hér nema í stuttu máli, en þeim sem eru minna upplýstir skal bent á skil- virka ritgerð Eiríks Þorlákssonar listsögufræðings í einföldu og vel hönnuðu kynningarriti sem gefíð hefur verið út í tilefni sýningar- innar. Ragnar þekktu menn lengi vel fyrst og fremst sem leirkerasmið og dijúgan athafnamann á því sviði, er kom fram með ýmsar nýjungar t.d. hraunkeramik. Feril sinn hóf hann í samtökum frí- stundamálara, en brennandi áhugi hans á myndlist almennt kom fram í því hve vel hann fylgd- ist með og hann var fastagestur á allar meiriháttar sýningar og gegndi meira að segja um tíma störfum listrýnis við dagblaðið Vísi á móti öðrum undir dulnefn- inu Felix. Dulnefnið var næsta eðlilegt vegna þess að hver sá sem tók að sér starf myndlistarrýnis á þeim árum var undir smásjá lista- manna sem almennings og varð jafnvel fyrir aðkasti opinberlega. -Fáir vildu eðlilega taka starfið að sér og er svo í raun enn, þó viðhorf fólks til þess hafi eðlilega tekið nokkrum stakkaskiptum í tímans rás. Upprunalega hóf Ragnar list- nám hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og mun þá hafa lagt áherslu á leirkerasmíð. Þetta var haustið 1939 og hann vann hjá meistara sínum sem lærlingur allt til ársins 1944. Árið 1946 hélt Ragnar utan til Gautaborgar og lagði stund á nám í leirkera- smíð og höggmyndalist við Hand- íðaskólann í Gautaborg, samhliða sótti hann tíma í Valands lista- skólanum, sem löngu seinna átti eftir að koma enn frekar við sögu íslenzkrar myndmenntar. Ragnar dvaldi einungis einn vetur í Gautaborg enda orðinn fjölskyldumaður og í enga sjóði að leita fyrir myndlistarnema — smálán fengust að vísu stundum og komu sér mjög vel en dugðu skammt. Þá sem voru við listnám ytra á þessum árum mun flesta hafa rekið í rogastanz fyrir alla þá styrki-sem félagar þeirra gátu sótt um, auk þess, sem nemar listaháskóla (Akademia) nutu allra sömu félagslegu réttinda og nemendur almennra háskóla. Listnám taldist þannig fullgilt nám ytra með mikið menningar- legt og þjóðhagslegt gildi en eng- inn lúxus svo sem lengstum hefur verið litið á það hér á útskerinu. Það sem menn þurftu fyrst og fremst að beijast við á þeim árum, og jafnvel enn, voru frumstæð og röng viðhorf til skapandi at- hafna. Leirmunagerð varð svo aðal- starfsvettvangur Ragnars næstu tvo áratugina, en innst inni biund- aði með honum draumurinn um að hasla sér völl á sviði högg- myndalistar, og hann sótti um árabil námskeið í skóla frístunda- málara, en þar var kennari hans Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari. Ragnar varð fljótlega frammá- maður í samtökum frístundamál- ara og skólinn þróaðist í að verða Myndlistarskóli Reykjavíkur. Kenndi hann löngum við skólann bæði fullorðnum og bömum og var kennsla barna honum sér- staklega hjartfólgin. Það var svo ekki fyrr en seint á sjöunda áratugnum að Ragnar snéri sér að höggmyndalist af fullum krafti, en á þeim árum gekk hann i gegnum miklar ver- aldlegar hremmingar og andlegar sviptingar. Hlutskipti hans varð svo að helga höggmyndalistinni alla krafta sína það sem eftir var Án titils (leir 25x20x30). ævinnar og mun það vafalítið hafa fært honum mun meiri and- lega fullnægingu en brauðstritið við leirbrennsluofnana. En vel má staldra hér við og hugleiða hvað hefði orðið úr Ragnari á vettvangi höggmynda- listarinnar, ef hann hefði getað haldið áfram námi og komist í læri hjá einhveijum af þeim mörgu ágætu prófessorum er þá kenndu við listaháskóla á Norður- löndum. Þeir voru einmitt á því sviði sem átti svo vel við upplag Ragnars. Það hefði í öllu falli sparað honum mörg vonbrigðin í glímunni við rúmtakið og gert vinnubrögðin markvissari. Vinn- an við leirkerin loðaði eðlilega við Ragnar Iengi vel bæði hvað snerti hið trausta handverk sem og skír- skotunin til markaðarins. Það telst á engan hátt niðrandi að taka tillit til markaðarins inn- an vissra marka, en það er nú einmitt það sem núlistarmenn dagsins gera og vel að merkja hefur hugtakið listamarkaður margar hliðar. Ég álít að upplag Ragnars hafi öðru fremur einkennst af því, að vera hreinn og beinn í sinni listsköpun og samkvæmur umhverfi sínu og upplagi. Hann hafði mikinn áhuga á nýlistum og safnaði verkum lista- manna af óhlutlæga skólanum, en var sjálfur maður raunsæis og hefðbundinna viðhorfa. Þetta minnir mig ekki svo lítið á yfirlýs- ingu sem hinn nafnkunni mynd- listarmaður Man Ray lét fara frá sér um eðli listarinnar. „List hefur ekkert með vísindi að gera. List er engin tilrauna- starfsemi. Það eru ekki til neinar framfarir í listum, frekar en framfarir í kynlífi. — Til þess að einfalda málið: Það eru einungis til mismunandi leiðir til að standa á eigin fóturn." Það er ekki út í hött að álíta að Ragnar persónugeri merkingu þessarar yfirlýsingar í verkum sínum, og þó má allt eins vera að hún hafí aldrei komið fyrir sjónir hans. Vinnubrögð Ragnars voru traust og yfirveguð. Einu fram- farirnar lágu á sjálfum vettvang- inum og glímu hans við rými og form, og einu tilraunirnar sem hann leyfði sér fólust í efninu sem hann mótaði úr. Þar að auki vildi hann standa á eigin fótum í list sinni og koma fram eins og hann var klæddur. Úrval verka Ragnars Kjartans- sonar sem til sýnis er í sölum Nýlistasafnsins gefur prýðilega hugmynd um athafnasemi hans á myndlistarvettvangi, en þó er kannski fullmikil áhersla lögð á tvo þætti sem eru útiverk ýmis konar og hestamyndir. En Ragn- ar átti það einnig til að gera ágæt- ar andlitsmyndir, eða „hausa“ eins og sumir nefna það, og er það miður að hann skyldi ekki vera athafnasamri á þeim vett- vangi. Sum hin stærri verka lista- mannsins virka nokkuð hijúf og klunnaleg, jafnvel svo að skil- greiningin „groddaleg" hefur ver- ið notuð, en þau vinna á við endurtekna skoðun og falla vafa- laust vel að umhverfi sínu og eru í samræmi við það mannlíf er þróaðist þar á árum áður — hrátt og kaldhamrað. Sumar hestamyndirnar eru aft- ur á móti mjúkar og fínlega mót- aðar eins og t.d. „Án titils“ frá 1974 og „Strokuhestar" frá 1973 og að minni hyggju koma hér fram bestu eðliskostir Ragnars sem mótunarlistamanns. Ragnar hafði einfaldlega ekki margra ára sígilda skólun ann- arra íslenzkra myndhöggvara að baki, svo sem Einars Jónssonar, Ásmundar Sveinssonar, Nínu Sæmundsson og Siguijóns Ólafs- sonar, og það hlaut að koma fram í verkum hans. Auk þess var hann ekki nævisti í eðli sínu, en bjó hins vegar yfir mikilli upp- runalegri frumorku er krafðist útrásar. En sé litið til fyrstu verka hans eftir að hann helgaði sig allan myndhögginu og hinna síð- ari má glögglega marka hve auk- in reynsla jók honum tilfínningu fyrir efniviðnum, þroskaði og mótaði formskyn hans. Sjálf reynslan bætti þannig um margt upp skort á þeirri skólun sem úpplag hans sem listamanns þarfnaðist, en hins vegar komu mikilvæg þroskaár sem eytt var í leirkerasmíði og markaðssetn- ingu aldrei aftur. Á millihæð eru nokkrar vatns- litamyndir og koma sumar þeirra á óvart fyrir þá næmu tilfinningu fyrir fínum blæbrigðum sem þar koma fram og þær eru til vitnis um að margt fleira bjó í þessum listamanni en helst einkennir höggmyndir hans. A efstu hæð er margt mynda sem vinir og góðkunningjar Ragnars teiknuðu og máluðu af honum við ýmis tækifæri, jafnvel eftir andlát hans, og veitir það innsýn í þann þátt skapgerðar hans er veit að félagslyndi. Mynd- irnar eru mjög fjölbreytilegar og sýna hve margvíslegum augum samtíðarmenn hans á öllum aldri litu hinn ábúðarmikla listamann. Þær eru margar bráðskemmtileg- ar og jaðra sumar við að vera listaverk. Væri það verðugt verk- efni að hanna bók í kringum þær og hér eru möguleikarnir margir. Engum getur blandast hugur eftir skoðun þessarar sýningar og lestur greinar Eiríks Þorláks- sonar, að eftir Ragnar Kjartans- son liggur viðamikið lífsverk, og að listamaðurinn markaði óbeint dijúg spor í íslenzka lista- og menningarsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.