Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 21 Bandaríkin Mesti vindur- inn úr Andrési en tjónið mikið New York, New Orleans, Flórída. Frá Atla Steinarssyni fréttaritara Morgunbladsins. Reuter. MESTI krafturinn var farinn úr fellibylnum Andrési í gær og um kvöldmatarleyti hafði vindhraðinn farið úr 257 kílómetrum á klukku- stund í 105 km/klst. Sagði bandaríska veðurstofan þá að ekki væri lengur um fellibyl að ræða, heldur hitabeltisstorm. í gærkvöldi stefndi óveðrið norður eftir Lousiana-ríki eftir að hafa valdið umtals- verðu tjóni í strandhéruðum ríkisins. Reuter Norman Lamont, fjármálráðherra Bretlands, les yfirlýsingu fyrir fréttmenn þar sem hann ítrekar að stefna bresku stjórnarinnar sé óbreytt; gengi pundsins verði ekki fellt. Andrés er orðinn mesti tjónvaldur sem gengið hefur yfír Bandaríkin. í fyrrinótt gekk hann inn yfir strönd Lousianaríkis og olli gífurlegu eigna- tjóni eins og hann gerði í Suður- Flórída á mánudag. Hann feykti burt þúsundum húsa og hjólhýsa, stórskemmdi önnur, svipti þökum af húsum, reif upp allan gróður, braut rúður og olli tjóni á þúsundum bifreiða og öðrum eignum. Andrés breytti um stefnu síðla nætur og tók því land nokkuð vestan við New Orleans sem um tíma var Okyrrð á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum Bresk stjórnvöld tal- in íhuga vaxtahækkun talin í mikilli hættu. Tjón varð þar talsvert engu að síður bæði vegna hvassviðris og af völdum flóða en um fjögurra metra há flóðbylgja gekk á land rétt áður en óveðrið skall á. Verst varð úti svæði á milli Ver- millionflóa og Terrebonneflóa vestur af New Orleans, í svonefndu Cajun- héraði. Mikið tjón varð í borginni Franklin á þessu svæði en einnig varð mikið tjón í borgunum Laplace og Lafayette en þangað höfðu marg- ir tæplega tveggja milljóna íbúa hættusvæða leitað skjóls undan veðrinu þar sem lengi þótti sýnt að þeir yrðu óhultir þar. Það breyttist ekki fyrr en Andrés breytti um stefnu í fyrrinótt. í gærkvöldi var vitað um einn mann sem beið bana af völdum óveð- ursins í Lousiana og 75 slasaða. Andrés hefur þá orðið 19 manns að bana, svo vitað sé, þremur á Ba- hamaeyjum, 15 í Flórída og einum í Louisiana. -------♦ ♦ «-------- London, Frankfurt. R«uter. Fjármálaráðherra Bretlands, Norman Lamont, visaði í gær ein- dregið á bug öllum hugmyndum um að gengi pundsins yrði lækkað eða Bretland hætti þátttöku í gengissamstarfi (ERM) Evrópubanda- lagsins. Fjármálasérfræðingar í Bretlandi telja líkur hafa aukist á vaxtahækkun til að styrkja pundið. Þrátt fyrir yfirlýsingu Lamonts og kaup Englandsbanka á pundum til að reyna að halda gengi þess uppi féll það enn í verði í gær á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Það sem einkum dró úr gildi orða Lamonts voru ummæli bankaráðs- manns í þýska seðlabankanum er gaf í skyn í handriti að ræðu sem hann dreifði í gær að hægt væri að breyta hlutföllum milli einstakra gjaldmiðla í. gengissamstarfinu. Spákaupmenn skildu þetta svo að til greina kæmi veruleg gengisfell- ing annarra gjaldmiðla en þýska marksins, einkum breska pundsins, þótt hún yrði dulbúin með því að auka vægi þýska marksins i sam- starfínu. „Með það að markmiði að treysta orðspor gengissamstarfsins hefur sá takmarkaði möguleiki á breyt- ingum á væginu og sambandinu milli gjaldmiðlanna, sem samstarfíð gerir þó ráð fyrir að hægt sé að grípa til, ekki verið nýttur,“ sagði í handriti ræðu, Reimut Jochimsen, bankastjóra og formanns banka- ráðs ríkisbankans í Nordrhein- Westfalen, er einnig á sæti í stefnu- mótandi ráði þýska seðlabankans. Hann dreifði afritum af ræðunni á ráðstefnu á vegum hlutabréfmark- aða í Dusseldorf en sleppti þessum ummælum hins vegar er hann flutti ræðuna og sagði síðar að hann teldi ekki brýna þörf á leiðtéttingu á hlutfallinu milli gjaldmiðlanna núna. Ástæða væri þó til að hafa áhyggjur af stöðu breska pundsins og ítölsku lírunnar. Þjóðveijar hafa vísað kröfum um vaxtalækkun á bug, sagt að þar með yrði verðbólgu gefinn laus taumurinn og gaf Joc- himsen í skyn að seðlabankinn væri síðasta fyrirstaðan í þessum efnum. Eftir ræðu Jochimsens sagði talsmaður þýska seðlabankans að ummælin um vægisbreytingu hefðu ekki verið í lokahandriti ræðu Joc- himsens. „Afstaða seðlabankans er vel kunn. Hann hefur ekki farið fram á að breytingar verði gerðar á væginu,“ sagði talsmaðurinn. Það sem einkum hefur valdið ókyrrð á gjaldeyrismörkuðum síð- ustu daga eru minnkandi líkur á Vextir hækka á N or ðurlöndum efnahagslegum uppgangi í Banda- ríkjunum og fall dollarans í fram- haldi af því, einnig hafa vaxandi líkur á því að Maastricht-samkomu- lagið verði fellt í þjóðaratkvæða- greiðslu í Frakklandi ekki aukið trú á að efnahagslægðin grynnki senn. Norman Lamont sagðist vilja útrýma öllum grunsemdum um að breytinga væri að vænta á stefnu bresku stjórnarinnar í gengismálun- um. Aðildin að ERM væri „kjarni stefnunnar" og gengisfelling væri útilokuð. Fjármálasérfræðingar sögðust óttast að aðgerðir Eng- landsbanka myndu ekki nægja til að treysta pundið i sessi og ríkis- stjórnin myndi neyðast til að hækka enn vexti sem nú eru 10%. Kreppa hefur verið í bresku efnahagslífi undanfarin tvö ár og margir hafa lagt hart að stjórn Johns Majors að lækka vexti til að reyna að hleypa fjöri í efnahagslífíð. Vaxta- hækkun kæmi hart niður á húseig- endum sem skulda margir meiri- hlutann af húsverðinu. Einkaeign á húsnæði er algengari í Bretlandi en í flestum öðrum löndum enda er það markviss stefna íhalds- flokksins að sem flestir eigi hús- næði sitt. Auk þess hefur verð á húsnæði farið lækkandi og þess vegna er talið að æ fleiri skuldi nú meira en nemur raunvirði eignar- innar. Forrit gegn tölvuvírusum ----------------- o- Islenskt fyr- irtæki meðal þeirra bestu Bandaríska tímaritið Business Week birtir í nýjasta hefti sínu lista yfir þau fyrirtæki sem selja bestu forritin gegpi tölvuvírus- um. Er byggt á niðurstöðum könnunar sem fyrirtækið Nation- al Computer Security Assistance gerði á sextán forritum. Vekur athygli að íslenskt fyrirtæki, Frisk Software í Reykjavík, er meðal þeirra sem talin eru upp. Tímaritið segir að búast megi við mun meiri usla af völdum tölvuvír- usa á næstunni. Á tveimur árum hafi flölda þekktra vírusa aukist úr tvö hundruð í um fímmtán hundr- uð. Þetta hefur í för með sér að mun meiri eftirspurn verður eftir forrit- um sem vara við og vinna gegn vírusum og meiri kröfur eru gerðir til þeirra. Þess má geta að öll hin fyrirtækin sem talin voru upp af Business Week voru bandarísk að íslenska fyrirtækinu og einu bresku undanskildu. Frakkar hafna Maastricht Frakkar munu hafna Maas- tricht-samkomulaginu íþjóðar- atkvæðagreiðslu þann 20. næsta mánaðar ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær. Er þetta önnur könnunin í þessari viku sem sýnir fram á meirihluta andstæðinga samningsins. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem var gerð fyrir tímaritið Le Point, ætla 51% Frakka að hafna Maastricht en 49% að sam- þykkja samkomulagið. Elisa- bet Guigou Evrópumálaráð- herra sagðist í gær vona að þessar kannanir myndu hafa áhrif rafmagnslosts á stuðn- ingsmenn Maastricht og taldi hún sig raunar sjá merki þess að það væri þegar farið að gerast. Allen og Farrow fresta deilum Leikararnir Woody Allen og Mia Farrow áttu á þriðjudag fyrsta fund sinn eftir að for- ræðisdeilur þeirra hófust. Voru þau boð látin út berast að lokn- um fundinum að þau hefðu ákveðið að hætta árásum hvort á annað í fjölmiðlum þar sem þau teldu deiluna vera farnar að stefna sálarheill bama þeirra í hættu. Fyrr um daginn hafði lögmaður Farrow farið fram á það, er forræðismál þeirra hjóna var tekið fyrir í dómstóli í New York, að beiðni Allens um forræði yfír þremur barnanna yrði hafnað þar sem hann hefði tekið nektarmyndir af fullorðinni fósturdóttur Farrows. Dómarinn neitaði að líta á myndirnar. Fjöldagröf finnst í Mongólíu Mongólskir sagnfræðingar hafa fundið fjöldagröf þar sem búddistamunkar er teknir voru af lífi að skipan Jósefs Stalíns í lok fjórða áratugarins eru grafnir. Er hún í einungis nokkurra kílómetra fjarlægð frá svipaðri fjöldagröf er fannst á síðasta ári. Munk- hdalain Rinchin, sagnfræðing- ur Mongólíuforseta, segir að hann hafí í sumar haft yfirum- sjón með uppgreftri grafarinn ar og að í henni hafi fundist um þúsund beinagrindur. Sagði hann að svo virtist sem munkarnir hefðu verið skotnir einn og einn í einu að hinum ásjáandi. Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI seðlabankinn hækkaði í gær útlánsvexti sína um þrjú pró- sent eða í 16%. Varð þetta til þess að finnski seðlabankinn hækkaði sína vexti um 1,5% í 17% nokkrum mínútum síðar og þrýstingur jókst á norska seðlabankan að fara að þeirra dæmi. Bengt Denni, seðlabankastjóri í Svíþjóð, sagði að gjaldeyrisút- streymi hefði verið ástæða vaxta- hækkunarinnar. Veija yrði krónuna og fastgengið og væri vaxtahækk- un eina ráðið sem menn hefðu í því sambandi. Gjaldeyrismiðlarar í Stokkhólmi sögðu að áhyggjur manna af því að minnihlutastjórn hægrimanna hefði ekki styrk til að koma efna- hagsáætlunum sínum í verk væri rót vandans og að þær áhyggjur væru enn til staðar þrátt fyrir vaxtahækkunina. \ýtl skrifstofutækninám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Tölvuskóli Revkiauíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 r~~~~ v~t~~í~*~"i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.