Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1992 Miðvestur-Evrópumótið: Þjóðverjar einráðir í fjarveru Norðurlandabúa Hestar Valdimar Kristinsson AÐ LEIKSLOKUM þarf ekki að spyrja þegar Þjóðverjar senda sína sterkustu hesta og keppendur á alþjóðleg mót og margir öflugustu mótherjarnir eru fjarverandi; lunginn af verð- laununum fellur þeim í skaut. Sú varð niðurstaðan á Miðvest- ur-Evrópumótinu sem haldið var í Spaarnwoude í Hollandi á dögunum og sagt var frá í frett- um Morgunblaðsins. Svo óheppilega vildi til að sömu helgina var haldið Norðurlandamót í hestaíþróttum sem gerði það t.d. að verkum að flestir Islendingamir sem búa og starfa í Evrópu mættu ekki á mótið og svo gilti um aðra Norðurlandabúa. Nokkrir íslend- ingar voru þó á meðal keppenda og má þar nefna Ragnar Hinriks- son sem starfað hefur á vegum Edda-hesta í Þýskalandi, Kristján Birgisson sem starfar í Englandi á vegum sömu aðila, Hallgrím „Kóng“ Jóhannesson sem nú er búsettur í Englandi og giftur þýsk- um dýralækni, Höskuld Aðalsteins- son sem er búsettur í Austurríki en hann keppti fyrir hönd Austur- ríkis á mótinu, Heiðar Hafdal sem er búsettur í Hollandi, Birgi Gunn- arsson búsettur í Þýskalandi og Rúnu Einarsdóttur sem nú er bú- sett í Þýskalandi. Góð þátttaka var í mótinu sem hófst á föstudegi og lauk síðdegis á sunnudag. Sýningarnar voru ærið misjafnar að gæðum þó topp- amir hafí verið býsna góðir. Reynd- ar var með ólíkindum hversu vel margir hestamir komu fyrir því á afleitum völlunum sem vom mjög erfiðir yfírferðar og tímar í skeiðinu hreint ótrúlegir ef mið er tekið af aðstæðum. Efsti hestur í B-úrslitum á möguleika á sigri Keppt var eftir reglum Evrópu- sambands íslenskra hestaeigenda, einkunnaskalinn frá 0-10, frjáls röðun gangtegunda í fjór- og fímm- gangi. Til stóð að taka þennan skala upp hérlendis í vor en af því varð ekki en verður væntanlega gert á næsta ári. í úrslitum hring- vallagreina var nýtt fyrirkomulag þar sem efsti keppandi í B-úrslitum vann sér keppnisrétt í A-úrsIitum og átti þannig möguleika á sigri. Þetta fyrirkomulag býður upp á mikla spennu í B-úrslitum, keppni sem engu máli skipti áður. Gott dæmi um þetta er þegar Herbert „Kóki“ Ólason hafnaði í niunda sæti á hryssunni Blekkingu frá Miðsitju á Þýska meistaramótinu á dögunum, vann svo B-úrslitin og ávann sér keppnisrétt í A-úrslitum og gerði ser lítið fyrir og vann þýska meistaratitilinn. Allir þeir keppendur sem unnu sér keppnis- rétt í A-úrslitum unnu sig upp í fjórða eða fimmta sæti. Yæri at- hugandi fyrir íslendinga að skoða þetta fyrirkomuiag nánar. Mótsbragurinn á hollenska mót- inu var hinn besti, að vísu voru menn óánægðir með vellina en heldur löguðust þeir er leið á mótið enda stöðugt verið að jafna og valta. Tímasetningar stóðust ekki nógu vel af þeim sökum. Veður var eiginlega of gott; hitinn fór upp í 37 gráður á sunnudeginum en til allrar hamingju fylgdi nokkur vind- ur með þannig að ástandið var bærilegra en ella hefði ofðið. Var hreint ótrúlegt hversu vel hestamir báru sig í þessum hita. Framhald á Miðvestur-Evrópumótinu Hollendingar gera sér vonir um að framháld verði á þessu móti en upphaflegur tilgangur þess var að prufukeyra mótssvæðið og mann- skapinn sem kemurtil með að vinna við heimsmeistarmótið sem haldið Rúnu Einarsdóttur gekk ágætlega á mótinu, hér situr hún Feyki í tölti T 1:1 og notast við beislabúnað sem kallast Pellam, sam- bland af stöngum og hringjum. Við þetta eru notaðir tveir taum- ar og nýtur þessi búnaður nokkurra vinsælda þar ytra. Höskuldur Aðalsteinsson sigraði í fimmgangi á Tvisti frá Smá- hömrum. Claas Ditulh sigraði í skeiðinu á Trausta frá Hall. verður á þessum stað að ári liðnu. Hugsa þeir sér að þetta mót verði haldið þau ár sem ekki eru haldin heimsmeistaramót og virðist sú hugmynd nokkuð góð ef hugað er að því að þau beri ekki upp á sömu helgina og Norðurlandamótin. Urslit urðu annars sem hér segir: Tölt: 1. Bemd Vith, Þýskalandi, á Röðli frá Gut Ellenbach, 7,63. 2. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Ófeigi, 7,46. 3. Rúna Einarsdóttir, íslandi, á Djöfli, 6,50. 4.-5. Eve Barmettl- er, Sviss, á Trölla, 6,46. 4.-5. Walt- er Feldmann jr., Þýskalandi, á Sörla frá Norðtungu, 6,46. 6. Jo- hánnes Hoyos, Austurríki, á Frama frá Kálfagerði, 6,21. Fjórgangur: 1. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Ófeigi, 7,07. 2. Bernd Vith, Þýska- landi, á Röðli frá Gut Ellenbach, 6,93. 3. Þýskalandi, á Jarli frá Aegidienberg, 6,23. 4.-5. Carla van Nunen, Hollandi, á Byr frá Schloss Neubronn, 6,10. '4.-5. Uli Reber, Þýskalandi, á Hannibal frá Skálpa- stöðum, 6,10. 6. Walter Feldmann jr., Þýskalandi, á Leiftra frá Mar- bæli, 5,80. Fimmgangur: 1. Höskuldur Aðalsteinsson, Aust- urríki, á Tvisti frá Smáhömrum, 6,19. 2. Walter Feldmann jr., Þýskalandi, á Skorra frá Efri-Brú, 6,12. 3. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Kviku, 5,83. 4. Helmut Lange, Þýskalandi, á Skegg frá Fuglssang, 5,81. 5. Johannes Hoyos, Austur- ríki, á Val frá Njálsstöðum, 5,50. 6. Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Fylki, 4,48. Tölt T 1:1: 1. Gerrit Schurle, Austurríki, á Kórak frá Neðri-Ási, 6,90. 2. Birg- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson í mótslok fengu keppendur litskrúðugar rósettur sem Maaike Burggrafer færði þeim á tveimur hvítum fákum. Bernd Vith og Röður frá Gut Ellenbach voru í feikna stuði í úr- slitum töltsins og sigruðu þar örugglega. Komma frá Rifkelsstöðum sem Kristján Birgisson kom með frá Englandi stóð efst kynbótahryssa sem mættu fyrir dóm. ir Gunnarsson, íslandi, á Eik, 6,80. 3. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Kviku, 6,50. 4.-5. Rúna Einarsdótt- ir, íslandi, á Feyki frá Rinkscheit, 6,33. 4.-5. Alexander Squstav, Austurríki, á Kapteini frá Flugu- mýri, 6,33. 6. Andreas Trappe, Þýskalandi, á Glettu frá Stóra- Hofí, 6,13. Gæðingaskeið: 1. Claus Mayer, Þýskalandi, á Sindra, 6,71. 2.-3. Martin Heller, Sviss, á Svipi frá Hvalsá, 5,91. 2. -3. Claas Dutilh, Hollandi, á Trausta frá Hall, 5,91. 250 metra skeið: 1. Claas Dutilh, Hollandi, á Trausta frá Hall, 23,5 sek./7,50. 2. Claus Mayer, Þýskalandi, á Sindra, 23,8 sek./7,20. 3. Ragnar Hinriksson, íslandi, á Loga, 25,0 sek./6,00. Frjálsar hlýðniæfingar (Kur): 1. Carla van Nunen, Hollandi, á Byr frá Sehloss Neubronn, 6,58. 2. Jolly Schrenk, Þýskaiandi, á Ófeigi, 6,37. 3. Helle Rödhe Peters- en, Danmörku, á Glaumi frá Roskj- ergaard, 6,19. Hlýðni B: 1. Helle Rödhe Petersen, Dan- mörku, á Glaumi frá Roskjergaard, 6,48. 2. Bemd Vith, Þýskalandi, á Jarli frá Aegidienberg, 6,43. 3. Carla van Nunen, Hollandi, á Byr frá Schloss Neubronn, 6,32. Miðnæturtölt (skemmtigrein): 1. Sue Tanzer, Englandi, á Tenor. 2. Miijam Banninger, Sviss, á Hug- in frá Ketilsstöðum. 3. Eve Bar- mettler, Sviss, á Tröll. Samanlagður sigurvegari: 1. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Ófeigi, 7,06. 2. Bernd Vith, Þýska- landi, á Jarli frá Aegidienberg, 6,88. 3. Andreas Trappe, Þýska- landi, á Glettu frá Stóra-Hofí, 6,84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.