Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Ólafsson frá Kjarnafæði, Bergsveinn Símonarson frá KBB, Iiaraldur Pétursson frá Meistaranum, Guðmundur Guðlaugsson frá Meistaran- um, Björn I. Björnsson frá Höfn, Óskar Erlendsson frá KEA og Sig- mundur Hreiðarsson frá KÞ. Kjötiðnaðarmenn framar- lega í alþjóðlegri keppni ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn unnu til fjölmargra verðlauna í alþjóð- legu fagkeppninni Interfair sem haldin var í Herning í Danmörku dagana 26.-28 september sl. Atta íslensk kjötiðnaðarfyrirtæki sendu inn til keppninnar 29 vörutegundir og unnu 26 þeirra til verðlauna, þar af 10 gullverðlaun, 9 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur íslenskra kjötiðnaðarmanna tekur þátt í alþjóðlegri fagkeppni undir forystu Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Meistarafélag kjötiðnaðar- manna gekkst í samvinnu við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Markaðsnefnd landbúnaðarins fyrir fagkeppnninni „íslenskir kjötdagar - fagkeppni 1992“ í maí sl. Fagkeppnin í Herning er haldin annað hvert ár. í ár reyndu þar með sér kjötiðnaðarmeistarar frá Austur- ríki, Belgíu, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, íslandi, Noregi og Þýska- landi. Alls voru 768 vörutegundir skráðar til keppninnar. Veitt voru 359 verðlaun, eða 118 gullverðlaun, 160 silfurverðlaun og 81 bronsverð- laun. Ný gjaldskrá ÁTVR Innfluttur bjór lækkar Meðalhækkun áfengis er 1,15% NÝ GJALDSKRÁ Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins tók gildi á mið- vikudag. Innfluttur bjór lækkar í verði ásamt mörgum áfengistegund- um sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Aðrar tegundir hækka flest- ar lítillega f verði. Heildaráhrif verðbreytingarinnar eru að mati ÁTVR þau að vöruraar hækkað að meðaltali um 1,15% Norðurlandamót í rallakstri Norðurlandatitilliim er okkur mikilvægastur - segja finnsku keppendurnir KUMHO Norðurlandameistaramót Iljólbarðahallarinnar og BÍKR í rallakstri hefst í dag og stendur í þrjá daga og leggja 22 bílar í keppnina, sem er sú sterkasta frá upphafi hérlendis. Ellefu fjór- hjólsdrifsbílar taka þátt og þar af fimm erlendis frá. Sljómstöð keppninnar er í Perlunni, en í dag verður m.a. ekin stutt áhorf- endaleið við Fífuhvammsveg í Kópavogi kl. 17.40. Erlendú keppendumir í Norður- landarallinu eru í sterkari kantin- um. Fjórir þeirra eru toppöku- menn í fínnskum rallheimi, sem lengi vel var vagga allra heims- meistara sem fram komu. Nú hafa ökumenn af meginlandinu komið meira inn í myndina, en Finnar eru samt taldir með allra bestu rallökumönnum heims. Fjórmenn- ingamir sem hér keppa hafa allir barist um sigur í finnsku ralli. Finnarnir aka allir á fjórhóla- drifsbílum í flokki óbreyttra bíla. Sigurvegari síðasta árs, Saku Vi- ierima, ekur á Ford Sierra Cosw- orth ásamt David McNiven. Peter Geitel og Kaj Hakkinen aka á Mazda 323 en þeir urðu þriðju í fyrra. Harri Ramanen og Maria Manninen, sem keppa í fyrsta skipti hérlendis, aka á Mitsubishi Galant og Jukka Kohonen og Nic- holas Geitel aka á Mazda 323 4x4. Síðastnefndu ökumennimir hafa m.a. unnið eina rallkeppni í Finnlandi í ár og þrívegis orðið í einu af efstu sætunum. Seldi sigurbílinn á keppnisstaðnum „Ég held að hæfni Kohonen eigi eftir að koma einhveijum á óvart, sem hefur spáð í rallið. Leiðimar henta ekki allar svona lítt breyttum bílum, en við emm staðráðnir í að ná langt. Okkur hefur gengið vel í finnsku ralli, en Kohonen hefur ekki áður ekið á erlendri grundu," sagði Nicholas Geitel í samtali við Morgunblaðið. „Við munum hugsa mest um Norðurlandameistaratitilinn í flokki óbreyttra bíla, ekki heildar- sigur. Við komum hér sem lands- lið og verðum að keppa samkvæmt því. Við erum kostaðir að hluta af landsambandi Finnlands og lík- lega verða þeir ósáttir ef við föram að aka á útopnu til að vinna hvor annan,“ sagði Peter. Finnamir era með nokkra við- gerðarbíla, tugi dekkja og vara- hluta til að takast á við erfíða íslenska vegi á lítt breyttum bíl- um. „Sumar leiðirnar era erfíðar fyrir bflana, eru í grófara lagi og óbreytta bfla má ekki nota á sama hátt og fullsmíðaðan rallbfl," sagði Sakari Viierima um sína þátttöku. „Bíllinn sem ég keppti á í fyrra var mun öflugri á allan hátt, en ég seldi hann nokkrum dögum fyrir fínnska þúsund vatna rallið. Eg var búinn að æfa í þijár vikur fyrir keppnina, þegar rússneskur maður bauðst til að kaupa bflinn af mér á keppnisstað. Ég þáði gott boð og fór heim að horfa á sjónvarpið í stað þess að keppa,“ sagði Saku sem tvívegis hefur unnið alþjóðarallið, fyrst á Opel Manta og síðan Lancia Delta. Ótrúlega skemmtilegar keppnisleiðir Aðstoðarökumaður hans er Bretinn Davið McNiven sem hefur 12 ára reynslu af rallakstri, hefur ekið víða í Evrópu og séð mörg mót með augum keppanda. „Leið- imar hérna era ótrúlega skemmti- legar margar hveijar og vegimir óvenjulegir, sérstaklega Dóma- dalsleið. Við höfum skoðað hveija keppnisleið nokkram sinnum og skrifað niður leiðarlýsingu, sem ætti að vega eitthvað upp á móti þekkingu heimamanna á leiðun- um,“ sagði McNiven. Harri Ramanen og Maria Manninen aka tæplega 300 hest- afla Mitsubishi og hafa þau unnið tvö fínnsk rallmót í flokki óbreyttra bfla á árinu og stefna á meistaratitilinn að ári. „Ég tel að Maria hafi hleypt í mig nýju lífí í rallinu, því á tímabili var ég að Tannlæknafélagið og Bryndís Kristinsdóttir tannsmiður ÁTVR ákvað að breyta verði áfengis í síðasta mánuði og átti nýr verðlisti að taka gildi hinn 29. sept- ember. Á síðustu stundu var verð- breytingin afturkölluð. Þá var fyrst og fremst verið að hugsa um að laga verð einstakra tegunda vegna breyt- inga á gengi sem orðið hafði frá síð- ustu verðlagningu í janúar síðastliðn- um. í nýja verðlistanum er hins veg- ar gjald á magn hreins vínanda í drykk hækkað um 2%. Það hefur í för með sér að flestar áfengistegund- ir hækka í verði, líka tegundir sem reiknað hafði verið með að stæðu í stað eða lækkuðu lítillega. Flestar áfengistegundir hækka um örfá prósent. Sem dæmi má nefna að algeng tegund af frönsku rauð- víni hækkar úr 1.130 í 1.160 kr. flaskan og flaska af einni tegund þýsks hvítvíns úr 940 í 960 krónur. Dýrustu tegundir koníaks hækka hlutfallslega mest. Þannig hækkar til dæmis Camus Napoléon úr 6.220 í 6.920 kr. flaskan, Islenskt brenni- vín hækkar úr 1.290 í 1.320 kr. og Smimoff vodka hækkar úr 2.280 í 2.300 kr. Ekki varð úr áformaðri verðlækkun á alkohóllausu vínunum. Þau halda sínu gamla verði. í fréttatilkynningu frá ÁTVR um verðbreytinguna kemur fram að stofnunin telur að aðalbreytingin frá síðustu verðákvörðun í janúar sl. sé sú að dregið hafí verið úr skattlagn- ingu á innfluttum bjór. Þegar sala áfengs öls hófst á íslandi 1989 var ákveðið að leggja sérstakt 72% gjald á innflutt öl til vemdar innlendri framleiðslu. Þetta gjald er nú lækkað í 60%. Þá kemur fram að öl í marg- nota flöskum frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. hækkar um 4-5%, aðallega vegna hækkunar á skilagjaldi flaskna og kassa. Skila- gjaldið verður 15 kr. á flösku í stað 10 kr. Algengast er að innfluttur vbjór lækki um 1-2%. Ö1 frá Banda- ríkjunum lækkar mest og nýtur þar hagstæðs verðs á Bandaríkjadal 1. september síðastliðinn, en miðað er við gengi gjaldmiðla á þeim tíma vegna mikils umróts á gjaldeyris- mörkuðum um þessar mundir. Ö1 frá Holsten lækkar líka um 3-5% og gætir þar áhrifa nýs samnings er ATVR hefur gert við brugghúsið í framhaldi af útboði á þýskum bjór. Kippa af Budweiser-dósum(6 stk) lækkar úr 880 kr. í 830 kr. og kippa af flöskum úr 950 í 900 kr. Kippa af Holsten-dósum lækkar úr 870 í 830 og flöskur úr 920 í 890 kr. Egils Gull hækkar úr 800 í 810 hver kippa af dósum og úr 780 í 820 í flöskum. Löwenbráu og Viking hald- ast óbreyttir í verði. Lögbannsbeiðnin er alveg út í hött - segir Jón Sæmundur Sigmjónsson, formaður tryggingaráðs JÓN Sæmundur Sigurjónsson, formaður tryggingaráðs, segir frá- leitt að Tannlæknafélag íslands skuli leggja fram lögbannsbeiðni á samning Tryggingastofnunar ríkisins og Bryndísar Kristinsdóttur tannsmiðs. Samningur var gerður milli þessara aðila 17. ágúst sl. Jón Sæmundur segir að samningurinn fjalli um að þeir aðilar sem eigi rétt á endurgreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins vegna gervigóma fái endurgreiðslu enda þótt gómarnir séu gerðir af Bryn- dísi Kristinsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembætt- inu í Reykjavík verður tekin afstaða til beiðninnar um eða eftir næstu helgi. Tannlæknafélagið fór þess á leit við sýslumannsembættið í Reykja- vík sl. mánudag að það setti lög- bann á samning Tryggingastofnun- ar við tannsmiðinn. „Samningurinn gerir ráð fyrir að tannsmiðurinn stundi tannlækningar sem hann hefur ekki réttindi til,“ sagði Svend Næg atvinna á Bakkafirði Bakkafírði. ATVINNA hjá Útveri hf. á Bakkafirði hefur verið stöðug í haust og hefur hráefnið komið bæði frá heimabátum og smábátum frá Þórs- höfn. Einnig var keyptur svokallaður rússafiskur, 50 tonn, til uppfyll- ingar. H[já Utveri vinna nú um 10-12 manns. Framkvæmdir hjá Skeijastaðar- hreppi hafa verið miklar í sumar. Gengið var frá fullkomnari aðstöðu fyrir smábáta í höfninni með þrem 10 m flotbryggjum. Einnig var lögð ný vatnslögn niður á löndunar- bryggjuna og eru nú aðstæður fyrir útgerð báta frá Bakkafirði að verða eins góðar og kostur er. Einnig var gengið frá aðkeyrslu að skólanum og heilsugæslustöðinni og bílastæð- um þar og þau malbikuð. Svo var gamall frystiklefi rifinn og húsnæðið lagfært til nota fyrir slökkvibíl Bakkfírðinga og sem áhaldahús. Útgerð báta frá Bakkkafirði í ár hefur gengið hálf brösótt og veiði á þorski hefur verið treg allt árið en helst hafa menn orðið varir við þann gula austur og suðaustur af Langa- nesi á færi en þangað eru um og yfir 20 sjómílur. í vor voru flestir smábátar frá Bakkafirði á grásleppu og gengu þær veiðar ágætlega og fengu nokkrir bátar allt að 15 tonn laf hrognum en þorskanetaveiði gekk brösulega vegna lélegrar þorsk- gengdar. Fimm manns vinna hjá fjar- vinnslufyrirtækinu Skegga hf. á Bakkafirði og eru næg verkefni þar framundan. - ÁHG. Richter, formaður Tannlæknafé- lagsins. Félagið telur að Trygginga- stofnun hafi verið í órétti er hún gerði samninginn við Bryndísi. Svend sagði að ef beiðni um lög- bann yrði hafnað yrði farin venjuleg leið um dómstóla til að fá samningn- um hnekkt. „Mér fínnst gjörsamlega út í hött að reyna að fá lögbann á samn- ing sem tryggir ellilífeyrisþegum og öryrkjum endurgreiðslur á góm- um gerðum af Bryndísi á grund- velli þess að starfsemi Bryndísar sé á einhvem hátt ólögmæt. Þá væri nær að tannlæknar fengju lög- bann á starfsemi Bryndísar. Það getur ekki verið ólögmætt að endur- greiða sjúklingum sem eiga rétt á því þó svo að við gerum samninga við Bryndísi að hún geri þessa góma,“ sagði Jón Sæmundur. Hann sagði að Tryggingastofnun gerði samninga við tannlækna um smíði gervitanna. Þeir smíðuðu tennumar sannarlega ekki sjálfír heldur sneru sér til tannsmiða og seldu Tryggingastofnun þeirra vinnu. „Við getum ekkert vitað um það hvort Bryndís vinnur einhver þau störf sem eru ekki lögmæt að mati tannlækna. Þeir sjúklingar sem hafa fengið þessa þjónustu eiga samkvæmt almannatryggingalög- um að fá endurgreitt," sagði Jón Sæmundur. Þetta er fyrsti verktakasamning- urinn sem Tryggingastofnun gerir og með honum tryggir hún gervi- góma handa skjólstæðingum sínum á 30% lægra verði en ef samið væri við tannlækna. Hann sagði að Bryndís hefði leitað eftir því að gera slíkan samning við Trygginga- stofnun og væri hann uppsegjanleg- ur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara. Bryndís hefði starfað um 20 ára skeið sjálfstætt, en það væri ekki fyrr en nú sem Tryggingastofnun hefði heimild til að endurgreiða kostnað vegna gervigóma frá henni og þá efist tannlæknar um að samningur Bryndísar sé lögmætur vegna þess að starfsemi hennar sé ólögmæt. „Ef starfsemin er ólögmæt eiga þeir að fá lögbann á hana en ekki samninginn," sagði Jón Sæmundur. Ráðstefna um skóg- rækt og útivist Landvernd og Skógræktarfélag íslands boða laugardaginn 10. októ- ber til ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík. Ráðstefnuefnið er skógrækt, fræðsla og útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.