Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 21 Plií»ir0iíwl»Wiíil> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Hver Færeyingnr skuldar 1.600 þús- und - hver Islend- ingur 800 þúsund Það eru válegar fréttir sem berast frá Færeyjum þessa dagana. Danska bankaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa skoðað reikninga tveggja stærstu banka Færeyja, Sjó- vinnubankans og Færeyjabanka, að ef þeim yrði ekki séð fyrir auknu fé yrðu þeir gjaldþrota. Þennan mikla vanda bankanna má að miklu leyti rekja til rekstr- arerfíðleika færeysks sjávarút- vegs í kjölfar mikils aflasam- dráttar og afurðaverðslækkunar. Ljóst var að koma yrði Sjó- vinnubankanum, sem er helsti viðskiptabanki færeysks sjávar- útvegs, til bjargar en fyrir því voru sett ströng skilyrði af hálfu Dana. í kjölfar athugunar banka- eftirlitsins neitaði danski seðla- bankinn frekari lánafyrirgreiðslu til Færeyinga nema þeir endur- skoðuðu stjóm fjármála sinna frá grunni. Samkomulag þess efnis náðist svo milli dönsku ríkis- stjómarinnar og færeysku lands- stjómarinnar á þriðjudag. Megin- efni þess samkomulags er mikið áfall fyrir færeyska stjórnmála- menn og fjármálastjóm þeirra. Það fjárlagafmmvarp, sem lagt var fyrir færeyska Lögþingið í ágúst, er talið ónothæft og semja verður nýtt hallalaust frumvarp. „Raunhæft" fram- varp, eins og það er orðað í sam- komulaginu. Er þetta talið þýða að skera verður niður útgjöld eða auka tekjur um 300-400 milljónir danskra króna. Þá hefur lands- stjómin skuldbundið sig til að hlíta langtímaáætlun til bjargar færeysku efnahagslífí, sem samin verður af fímm manna hagfræð- inganefnd á vegum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ingeborg Winther, formaður Alþýðusambands Færeyja, er ómyrk í máli í samtali við Morg- unblaðið í gær, og segir ekki leika vafa á að Færeyingar hafí verið sviptir fjárræði. Landinu hafí ver- ið illa stjómað og stjómmála- menn sagt fólkinu ósatt. „Stjóm- málamenn hafa ekki valdið hlut- verki sínu,“ segir Winther. Þó að Danir hafí nú hlaupið undir bagga með Færeyingum er ljóst að næstu ár verða þeim mjög erfið. Sérstök ráðgjafa- nefnd um áherslur í fæfeysku efnahagslífi hefur lagt til að óhagkvæmustu frystihúsunum á eyjunum verði lokað og að enn frekari fækkun eigi sér stað í fískiskipaflotanum. Umtalsverð fækkun skipa hefur þegar átt sér stað en afkastageta flotans virð- ist ekki hafa minnkað. Það þykir ljóst að aðgerðir til bjargar sjáv- arútvegi muni óhjákvæmilega hafa í för með sér atvinnuleysi og byggðaröskun. Hversu hrikaleg staðan er í raun í færeyskum efnahagsmál- um sést kannski best á tölum yfír erlendar skuldir Færeyinga. Erlendar skuldir þeirra nema samtals rúmlega 8 milljörðum danskra króna (sem samsvarar um 80 milljörðum íslenskra króna) og skiptist sú tala nokkuð jafnt milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og einkafyrirtækja hins vegar. Þjóðarframleiðsla Færeyinga er aftur á móti ein- ungis um 6 milljarðar króna. Útflutningstekjur hafa verið í kringum 4,5 milljarðar en drag- ast nú ört saman. Afborganir og vextir af erlendum skuldum era um_ 1,6 milljarðar á ári. Á þessu sést að um 36% út- flutningstekna fara í greiðslu af- borgana og vaxta á erlendum skuldum og að heildarskuldir nema um 135% af þjóðarfram- leiðslu! Efnahagslíf Færeyinga og ís- lendinga er um margt líkt. Báðar era þjóðimar eyþjóðir sem byggja lífsaflcomu sína að mestu á sjáv- arútvegi, Færeyingar raunar í mun ríkari mæli en við. Báðar hafa þjóðimar einnig byggt upp nútímasamfélag á mjög skömm- um tíma í harðbýlu landi. Þó að ýmislegt annað, s.s. fjárhagsleg og pólitísk tengsl Færeyinga við Dani, geri það að verkum að ekki er hægt að leggja hagkerfi landa okkar að jöfnu, era þau vandamál, sem Færeyingar eiga nú við að stríða, okkur íslending- um ábending. í fjárlögum ríkisstjómarinnar, sem lögð vora fram sama dag og samkomulagið var gert í Fær- eyjum, kemur fram að erlend skuldastaða þjóðarbúsins mun versna veralega á þessu ári og því næsta. Er greiðslubyrði af erlendum lánum áætluð 25% af útflutningstekjum í ár og tæplega 30% á því næsta. Við höfum sem betur fer ekki enn gengið jafn langt á braut erlendrar skuld- setningar og Færeyingar. Erlend- ar skuldir Færeyinga era nú um 1.600 þúsund íslenskar krónur á hvem einstakling en sama hlut- fall hér á Iandi er um 800 þús- und. Sú staða, sem þar er nú komin upp, ætti hins vegar að vera okkur ábending um að betra er að taka til hendinni í ríkisbú- skapnum og láta ekki erlendar lántökur fara út í öfgar, meðan enn er til þess svigrúm, en bíða ekki þangað til allt er komið í óefni. Bóndi segir sig undan opinberri framleiðslustjórnun Reynt að beita mig fjár- hagslegum refsiaðgerðum - segir Kári Þorgrímsson í Garði Öxarfiröi. Frá Helga Bjamasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. KARI Þorgrímsson, bóndi í Garði II í Mývatnssveit, segir að Kaupfélag Þingeyinga reyni að beita sig fjárhagslegum refsiaðgerðum við verðlagn- ingu á slátrun fyrir hann í haust. Kári hefur með bréfi til landbúnaðar- ráðuneytisins afsalað sér rétti til beinna greiðslna ríkisins vegna sauðfjár- framleiðslu og fengið viðurkenndan þann skilning sinn að þar með sé hann ekki lengur undir opinberri framleiðslustjórnun og geti framleitt eins mikið af kjöti og hann vi(ji, að því tilskildu að hann slátri í viður- kenndu sláturhúsi. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík, segir að reynt hafi verið að finna sanngjamt verð til að bjóða Kára. Kaupfélagið tók að sér að slátra 250 lömbum Kára með munnlegu samkomulagi, án þess að gengið væri frá verði fyrir slátrunina. Kári hefur óskað eftir því að kaupfélagið taki kjötið í umboðssölu en því var hafnað. „Það kom mér á óvart að reka mig á að Kaupfélag Þingeyinga hafði engan áhuga fyrir sölu á þessum afurðum. Þeir ráða því að sjálfsögðu. Hitt kom mér enn meira á óvart að kaupfélagið sé að reyna að beita mig fjárhagsleg- um refsiaðgerðum, að því er virðist í landbúnaðarpólitískum tilgangi. Þeir bjóða mér upp á hæsta sláturkostnað, sem þekkist á landinu," sagði Kári. KÞ ætlar að taka 86 kr. á kíló fyr- ir slátrunina, 12 kr. fyrir frystingu og 2,15 kr. á mánuði fyrir geymslu kjötsins eftir 1. desember. Slátur- og heildsölukostnaður er tæpar 135 kr. á kílóið samkvæmt opinberri verðlagn- ingu, en afurðastöðvarnar slátra vegna útflutnings til Færeyja fyrir 70 kr. á kíló. Það verð þurfa bændur einn- ig að greiða vegna kjöts, sem er heim- tekið. Kári segir að munur á þeim kostn- aði sem honum er gert að greiða og hins opinbera slátur- og heildsölu- kostnaðar sé of lítill til þess að Kaup- félagið geti með honum staðið undir kostnaði við flutning kjötsins á mark- að, umsýslu og sölu. Hann segir eðli- legt að miða við 70 kr. verðið, enda geti afurðastöðvamar boðið öðrum bændum það verð fyrir slátrun lamba utan greiðslumarks. „Við þetta mun ég ekki búa og mun leita annarra leiða í slátrun og frystingu í framtíðinni, þótt ég hefði helst viljað skipta við kaupfélagið. Ég treysti mér til að rífa þessi lömb úr roðinu og setja í grisju- poka fyrir mun lægri fjárhæð en kaup- félagið býður mér upp á,“ sagði Kári. Hann sagðist nú stefna að því að Morgunbláðið/Ámi Sæberg Jóhanna K. Eyjólfsdóttir með skýrslu Amnesty um mannréttindabrot gagnvart frumbyggjum í Ameríku. Amnesty Intematíonal Réttíndi fmmbyggja Ameríku verði virt AMNESTY International hefur hrínt af stað herferð til þess að vekja athygli á stöðu frumbyggja Ameríku. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, forseti íslandsdeildarinnar, segir að staða þeirra sé engu betri en eftir að fyrstu Evrópubúarnir settust þar að fyrir 500 árum. Hún segir að herferðin muni felast í því að reyna að gera fólk meðvitaðra um mannréttindabrot á frumbyggjunum og ýta á stjórnvöld að beita sér fyrir því að réttindi þeirra verði virt á alþjóðavettvangi. Á blaðamannafundi í tilefni her- ferðarinnar kom fram að með tilliti til hátiðarhalda vegna þess að 500 ár væru liðin frá komu Kólembusar til Ameríku hefði þótt við hæfí að minna fólk á aðra hlið málsins, þ.e. meðferð innflytjendanna á frum- byggjum í álfunni. Á mörgum svæð- um hefur þeim verið útrýmt með öllu, annars staðar eru þeir beittir harð- ræði af ýmsu tagi, þurfa að þola nið- urlæjandi fátækt og njóta ekki fullra félags- og stjómmálalegra réttinda. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, formaður íslandsdeildar samtakanna, segir að oft sé hægt að rekja mannréttinda- brot á frumbyggjum til deilna um landsvæði og nýtingu auðlinda. Þann- ig eru dæmi um að fyrirtæki, sem hafi átt hagsmuna að gæta, hafi ráð- ið til sín leigumorðingja til þess að misþyrma og myrði indjána. Oft finnast líkin ekki fyrr en löngu seinna og ekki er óalgengt að rannsókn mála sé Iátin reka á reiðann. Jóhanna sagði að oft kynnu indján- amir lítið annað til verka en yrkja jörðina og því kæmi landsmissir sér ver en ella. Fjölmörg dæmi eru um að fjölskyldur hafi flosnað upp í kjöl- farið og margir hafa leiðst út í glæpi. Mismunun indjána heldur áfram í réttarkerfinu. Oft er réttað á tungu- málum sem indjánar skilja ekki og ef þeir þurfa að sitja af sér dóm í fangelsi fá þeir ekki að iðka trúar- brögð sín eins og hvítir menn. Að- gangur að lögfræðingum er sömuleið- is oft takmarkaður. Amnesty Intemational beitir sér fyrir því að réttindi fmmbyggja í allri Ámeríku séu virt en víðast eru þau fótum troðin eins og fram hefur kom- ið. Nefndi Jóhanna þessu til stuðnings dæmi um indjánadráp á Amason- svæðinu sem virðist gangast við meira og minna með vitund stjórnvalda. Stofnuð hafa verið hagsmunasamtök frumbyggja en margir fulltrúanna hafa þurft að gjalda fyrir þáttökuna með lífi síni. Hjá Sameinuðu þjóðun- um er nú verið að vinna að yfirlýs- ingu um réttinda frumbyggja sem gerð hefur verið í samvinnu við full- trúa þeirra. koma sér upp eigin aðstöðu til slátrun- ar og frystingar. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri KÞ, sagði að afurðastöðvamar hefðu gengist inn á að veita afslátt af slátr- un umframframleiðslu bænda, sem ætluð væri til útflutnings til Færeyja, svo og vegna heimtökukjöts. Tekinn væri fullur sláturkostnaður fyrir aðra slátrun. Kári væri með heila hjörð og ekki hægt að slátra henni á öðm verði en fyrir bændur almennt. Sagði hann að reynt hefði verið að meta kostnað sláturhússins og frystikostnað á sama hátt og oft væri gert þegar afurðastöð keypti þjónustu af annarri. Hreiðar taldi að Kára væri boðið sanngjamt verð. Varðandi sölumeðferð kjöts Kára sagði Hreiðar að óeðlilegt væri að kaupfélagið keypti kjötið og seldi það í beinni samkeppni við kjöt, sem félag- ið hefði keypt og undirgengist að greiða fullt verð fyrir. Það teldu marg- ir að stangaðist á við búvörusamning. Eðlilegast væri að slátra fénu á verk- takagrundvelli og afhenda Kára það til sölu. Kári sagðist þegar hafa tryggt sölu á hluta kjötbirgða sinna, en vildi ekki segja nánar frá því að svo stöddu. Morgunblaðið/Ami Sæberg Ný kvikmynd frumsýnd I gær var fmmsýnd kvikmyndin Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson. Þetta er hröð átakamynd úr undirheimum Reykjavíkurborgar. Aðstandendum myndarinnar var vel fagnað að sýningu lokinni. Mátti heyra á frumsýningargestum almenna gleði með árangurinn. ^ Framkvæmdastjóri VSÍ um fjárlagafrumvarpið fyrir 1993 Frumvarpið í ósamræmi við g'engisstefnu stjórnvalda Gert er ráð fyrir raunskerðingu persónuafsláttar, barnabóta og vaxtabóta, segir formaður BSRB ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að fjárlaga- frumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi á þriðjudag, sé í ósamræmi við gengisstefnu sljórnvalda og markmið ríkissljórnar og atvinnuveg- anna um áframhaldandi stöðugleika gengis. Stórlega þurfi að draga úr skattlagningu á atvinnuvegina, sem sé eini möguleikinn til að verja gengið og ganga þurfi mun lengra I niðurskurði útgjalda. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir það stinga í augu að hvergi sé hreyft við fjármagnseigendum í frumvarpinu og að skattar á fyrirtæki lækki en hins vegar hækki álögur á almenning. Á móti skattaívilnunum til fyrirtækja sé gert ráð fyrir raunskerðingu á persónuafslætti, barnabót- um og vaxtabótum, sem hækki ekki í samræmi við verðlagsforsendur frumvarpsins. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að frumvarpið gerði ráð fyrir að skattleysismörk lækkuðu, því persónuafsláttur ætti greinilega að haldast óbreyttur eftir næstu ára- mót en ekki endurskoðast í takt við breytingar á lánskjaravísitölu eins og upphaflega hafi verið gert var ráð fyrir. Ásmundur sagði einnig að eignatenging ellilífeyris kallaði á mjög sérstakan eignaskatt þeirra ellilífeyrisþega sem hefðu af heiðar- leika talið allar sínar eignir fram. Á meðan ekki væri lagður almennur skattur á fjármagnstekjur gæti þetta orðið torveld breyting, ekki að öllu leyti réttlát og kallaði á mismunun. Þá sagði hann að niðurskurður á fæðingarorlofí almannatrygginga kæmi' áér undarlega fyrir sjónir. Hann kæmi fyrst og fremst niður á starfsmönnum á almennum vinnu- markaði fremur en starfsmönnum hins opinbera. „Það eina sem munar um í spam- aði í útgjöldum ríkisins er afrakstur- inn af samningagerð okkar við bændur og það sem búvörusamning- amir skila ríkinu," sagði Ásmundur. Hann sagðist einnig spyija hvort fjárlagafrumvarpið væri í takt við umræðuna í þjóðfélaginu. Margir hefðu verulegar áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi en í framvarpinu væri í tvígang tekið fram að botninum væri náð og bjartara framundan í þjóðarbúskapnum. Þá sagði hann að ekkert væri tekið á afkomuvanda sjávarútvegsins og samkeppnisiðn- aðarins f framvarpinu. Og ekki lagt upp með neinar víðtækar aðgerðir til að tryggja atvinnu. „Það er að vísu ákveðið að auka framlög til vegagerðar, sem er mikilvæg stefnu- breyting, en það er engan veginn nóg að gert og ljóst að ekki er gert ráð fyrir nægilegu framtaki af hálfu ríkisvaldsins í þau verkefni," sagði Ásmundur. Vantar metnaðarfyllri markmið Þórarinn sagði að það vantaði metnaðarfyllri markmið í fjárlaga- framvarpið. Það væri útgangspunkt- ur í greinargerð framvarpsins að botni hagsveiflunnar væri náð að því gefnu að stöðugleiki héldist áfram í gengismálum. „Við eram sammála því að það sé mikilvægasta markmið efnahagsstjómarinnar að stöðugleiki gengismála sé tryggður en þetta fjárlagaframvarp miðar ekki að því. Það þarf að breyta því gríðarlega mikið til að það standi undir þeim markmiðum og væntingum sem at- vinnuvegimir byggja á,“ sagði Þór- arinn. Sagðist hann einkum gagnrýna skattastefnu framvarpsins og sagði óhjákvæmilegt að endurmeta tekju- öflunarkerfí hins opinbera þannig að dregið verði úr skattlagningu á at- vinnuvegina svo nemi veralegum fjárhæðum. „Það er eini möguleikinn til að veija gengið," sagði Þórarinn. Hann sagði einnig að samtök vinnuveitenda og ríkisstjómin hefðu verið sammála um að gengisstefnan ætti að vera hornsteinn efnahags- stefnunnar en til að svo mætti verða þegdfr saman færu minnkandi fram- leiðsla, lækkandi verð á mörkuðum eriendis og óhagstæð gengisþróun helstu viðskiptamynta þyrfti aðgerð- ir til leiðréttingar sem fælust fyrst og fremst í breyttri skattastefnu og meiri niðurskurði útgjalda en fram kæmi í fjárlagafrumvarpinu. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari og hef fulla trú á að þetta fjárlagafrum- varp sé til endurskoðunar þannig að staðið verði við markmiðið um stöð- ugleika í gengismálum. Tekjur þjóð- arbúsins eru að falla saman á næstu árum og við eigum ennþá valið sem Færeyingar eiga ekki lengur,“ sagði hann. Tekjur ofáætlaðar „Tónninn í þessu fjárlagafram- varpi er ekki eins yfirgengilegur og í fyrra. Engu að síður er þarna að finna pólitísk markmið sem stangast algerlega á við heilbrigða skynsemi og hvað getur talist samfélagslega hagkvæmt," sagði Ögmundur. „Það er ákveðið að einkavæða fyrir hálfan annan milljarð króna en ríkisstjórnin á eftir að finna hvað það geti verið. Helst er nefnd starf- semi sem gefur ríkissjóði tekjur og eru það samskonar vinnubrögð og viðhöfð vora í fyrra. Það er fullkom- lega ábyrgðarlaust, ekki síst á sam- dráttartímum þegar þörf er á að beina fjármagni, sem kann að vera á lausu, til nýrrar atvinnusköpunar en ekki til að fjárfesta í ríkisreknum mjólkurkúm," sagði Ögmundur. Sagðist hann ennfremur óttast að tekjuhlið framvarpsins væri ofmetin þar sem ríkisstjómin reiknaði sér of miklar tekjur af telq'u- og eigna- skatti einstaklinga ef höfð væri hlið- sjón af spám um aukið atvinnuleysi, samdrátt vinnutíma og aukinni skuldsetningu heimila. „Þetta fjárlagafrumarp er fjár- magnseigendum og stórfyrirtækjum án efa fagnaðarefni en aðrir hljóta að vera vonsviknir yfir að ekki skuli snúið af þeirri braut sem mörkuð var með síðasta fjáriagafrumvarpi, því áfram virðist stefnt að því að skerða réttindi fólks og er til dæmis taláð um fæðingarorlof og atvinnuleysis- bætur í því sambandi," sagði Ög- mundur. Kaupfélögin í aukið samstarf við Miklagarð Þýðir lækkun á imikaupsverði hjá kaupfélögunum - segir Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagssljóri í Borgarnesi í kjölfar endurskipulagningar á dreifingarstöð Miklagarðs hf. hefur tekist nánara samstarf milli fyrirtækisins og flestra kaupfélaganna í landinu. Þeim gefst nú kostur á að kaupa vörur á kostnaðarverði ^ Miklagarði eða á sömu kjörum og eigin verslanir fyrirtækisins njóta, eins og fram kom í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Borgfirðinga hefur þetta í för með sér lægra innkaupsverð og betri samkeppnisstöðu hjá félögunum. Jafnframt segir hann hagkvæmara fyrir einstök kaupfélög að gera sin innkaup sem mest á einum stað í stað þess að skipta við tugi eða hundruð heildsala. I viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kom fram að stefnt er að því að viðskipti Miklagarðs við kaupfélög- in muni aukast um a.m.k. hálfan milljarð á næsta ári. Viðskiptin minnkuðu um áramótin 1990/1991, enda var þá ákveðið að hætta dreif- ingu frá innlendum heildsölum. Björn Ingimarsson framkvæmdastjóri Mik- lagarðs segir þessa breytingu umbylt- ingu í dreifmgarmálum kaupfélag- anna og þetta aukna samstarf sé í sjálfu sér ekkert annað en vísir að stærri verslunarkeðju. Þórir Páll sagði að birgjum kaup- félagsins mundi fækka mjög verulega við þessa breytingu, en þeir hafa ver- ið á bilinu 50-100 í sölu á matvöru. Innkaupin yrðu markvissari og hægt væri að spara vinnu í verslunum þar sem mikill tími færi í að eiga við- skipti við mjög marga aðila. Kvaðst hann reikna með að um þriðjungur af vöruvali matvöruverslananna yrði framvegis keypt hjá Miklagarði, en þar væri t.d. um að ræða pakkavör- ur. „Það er hugmyndin hjá mér að kaupa eins mikið frá Miklagarði og mögulegt er. Við horfum einnig til þess að geta komið á pappírslausum viðskiptum þannig að unnt yrði að senda vörareikninga milli tölva. Einn- ig náum við ákveðnu hagræði fram í flutningum. Mér sýnist að þetta geti skilað Miklagarði og kaupfélög- unum veralegum árangri og geti skapað samkeppnishæfara vöruverð." Hluthöfum Miklagarðs, þ.a.m. kaupfélögunum, verður boðið að kaupa nýtt hlutafé í Miklagarði til viðbótar við þær 600 milljónir sem þegar hafa selst. Að sögn Þóris Páls hefur engin afstaða verið tekin til þessa máls hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga. Hann kvaðst hins vegar vita til að önnur kaupfélög hefðu sýnt áhuga á að auka sinn hlut. Morgunblaðið Ami Sæberg Bjartsýnisverðlaun Bröste Sigrán Eðvaldsdóttir fíðluleikari tók í gær við Bjartsýnisverðlaunum Bröste 1992. Sigrán er tólfti íslenski listamaðurinn sem verðlaunin hlýtur, en þau vora fyrst veitt árið 1981 og nema í ár 35.000 dönskum krónum. Austfirðingar kaupa sauðfé vestra Miðhúsum. VÍÐAST hvar á Austurlandi hefur þurft að slátra öllum fjárstofninum vegna riðuveiki. I haust keyptu Austfirðingar um 2.000 Qár í Reykhólahreppi. Einnig keyptu þeir af Strandamönnum. Fréttaritari brá sér austur á land með síðasta fjárbílnum héðan, en hann fór alla leið á Norðfjörð sem er um 700 km leið. Þar sem langt er síðan undirritaður hefur verið pall- maður vildi hann forvitnast um hvernig málum væri háttað í dag. Enginn pallmaður er nú. Stíur eru miklu minni þannig að afarlítil hætta er á að fé troðist undir. Vegir eru nú allt aðrir og því minni hætta á að fé verði fyrir hnjaski. Bílstjórinn sem fréttaritari fór með heitir Þráinn Hjálmarsson bóndi á Kletti og Hrís- hóli í Reykhólahreppi. Hann er afar góður bílstjóri þannig að bíllinn hreyf- ist varla þó að hann aki jafnt og þétt. Á leiðinni var horft á hina fögru liti náttúrannar og hugsað með sér að íslendingar ættu að nota tækifær- ið, aka um landið á fögrum haust- degi og fá andlegt vítamín fyrir vetur- inn. Á einum stað í Skagafírðinum hef- ur verið byijað á því að mála bragga og hætt við af einhveijum orsökum. Einhver góður grínisti hefur séð sér leik á borði og málað með stórum stöfum „'A málað“ á ómálaða partinn. Þegar komið er á Jökuldalinn byij- ar Austfjarðaþokan að sýna sig og upp í hugann kemur minning, að ekki megi blóta þokunni því að hún sé konungsdóttir í álögum og ef það er gert verður hún að vera eitt ár lengur sem þoka. Þegar nær dregur Lagarfljóti þá hverfa bflamir sem á undan eru heim að bæjum með feng sinn og við höldum áfram. Fagridalur er hulinn góðviðrisþoku enda er kom- ið myrkur svo að ekki er mikið að sjá. A leiðinni frá Eskifirði til Norð- fjarðar er þokan orðin nokkuð þykk en bfllinn fetar örugglega upp brekk- urnar og allt í einu blasa Oddsskarðs- göngin upplýst við sjónum sem minna á gamlar huldufólkssögur. Þegar ekið er niður Oddsdalinn er þokan aðeins minni og þegar komið er niður að Norðfjarðará er hún orðin að heið- myrkri. í Skálateig eiga flest lömbin að fara og svo á næsta bæ, Kirkju- ból. Fjárhúsin era nýmáluð og nýtt timbur í grindum. Það er blik í augum á fólki og ég held næstum að bömin verði ekki glaðari á aðfangadags- kvöld. Sauðfé er miklu meira virði en kjöt- ið og ullin. Það er mjúkt og góður félagi. Það getur stundum verið erfítt í smalamennsku, en góður smali sem nær öllu fénu er eins og hetja á íþróttamóti. Þrátt fyrir lítinn tíma er komið við á nokkram stöðum. Nú er þokan hætt að gráta og fyöllin fara að sýna sig. Á hlaðinu á Skorrastað stendur lítill hópur af knáum ellilífeyrisþegum sem eru að leggja af stað í heilsu- bótargöngu og Oddsdalurinn varð fyrir valinu að þessu sinni. Sem betur fór fyrir Norðfirðinga var tíminn knappur, því annars hefði verið sest að um tíma á hveijum bæ í Norðfjarðarsveit og mörgum húsum í Neskaupstað, en hvað um það þá getur fréttaritari fullvissað seljendur hér vestra, að vel hefur verið staðið að skipulagi. Lömbin frá þeim eru í góðum höndum og fá gott hey og góð beitarlönd. - Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.