Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 38
38 ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar í VfB Stuttgart verða í sviðs- ljósinu í kvöld, er þeir mæta Leeds í Barcelona á Spáni í aukaleik um það hvort liðið kemst í aðra umferð Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu. RUV sýnir klukkustundar langa upptöku frá leiknum í íþrótta- þætti sínum á morgun, kl. 14. ■ BARRY Lane frá Bretlandi sigraði á opna þýska meistaramótinu í golfi sem fram fór í Stuttgart um síðustu helgi. Hann lék síðasta hing- inn á 68 höggum og samtals 272 eða 16 höggum undir^ pari. Lene, sem hlaut 9,5 milljónir ÍSK fyrir sig- urinn, var tveimur höggum á undan næstu kylfingum, Ian Woosnam, Bernard Langer, sem vanri_ mótið í fyrra og Rodger Davis frá Ástral- íu sem léku allir á 274 höggum. ■ EVRÓPULIÐ kvenna í golfi sigraði það bandaríska mjög óvænt í keppninni um Solheim-bikarinn á Dalmahoy-vellinum í Edinborg um síðustu helgi. Evrópa vann með 11,5 vinningum gegn 6,5. Banda- ríkin unnu síðast fyrir tveimur árum 11,5 - 4,5 og voru flestir sem spáðu að sigur Bandaríkjanna yrði auð- veldur. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 -------------------------- KNATTSPYRNA Landsliðshóp- ur Rússlands geysisterkur TÍU leikmenn sem leika utan heimalandsins eru í 19 manna landsliðshópi Rúss- lands fyrir viðureignina við ísland í heimsmeistarakeppn- inni í Moskvu á miðvikudag í næstu viku, og Ijóst er að um mjög sterkan andstæðing verður að etja. Mörg þekkt nöfn úr knatt- spymuheiminum er að finna í rússneska landsliðshópn- um, en hann er þannig skipaður: Markverðir: Staníslav Tsjertsj- esov, Spartak Moskvu og Dmítrí Kharín, CSKA Moskvu. Varnarmenn: Dmítrí Khlestov og Víktor Ohopko, báðir Spartak Moskvu, Sergej Kolotovkín, CSKA Moskvu, Vasílí Kulkov, Benfíca (Portúgal), Andrej Mokh, Espanoi (Spáni), Sergej Gorluko- vítsj, Bayer Uerdingen (Þýska- landi). Miðjumenn: Dmítrí Popov og Igor Ledjakhov, Spartak Moskvu, Igor Dobrovolskí, Genúa (Ítalíu), Igor Shalímov, Intemazionale (Italíu), Sergej Karpín, Spartak Moskvu, Vladímír Tatarchuk, Slavia Prag (Tékkóslóvakíu). Framheijar: Sergej Juran og Alexander Mostovoi, báðir Benfíca (Portúgal), Igor Koly- vanov, Foggia (Ítalíu), Sergej Kíijakov, Karlsruhe (Þýskalandi) og Dmítrí Rattsjenko, Spartak Moskvu. Leikurinn á miðvikudaginn kemur hefst kl. 16 að íslenskum tíma og verður honum að öllum iíkindum ekki sjónvarpað beint hingað til lands, eins og fram kemur annars staðar í opnunni. Kjartan Másson Slgurður Björgvins- endurráðlnn þjálfarl son á ný f 1. deild Gunnar Oddsson á í viðræðum við ÍBK Kjartan með IBK KEFLVÍKINGAR hafa gengið frá samningum við Kjartan Másson um að hann sjái um þjálfun meistaraflokks félagsins á næsta keppnistímabili. Lið ÍBK varð í öðru sæti í 2. deild á nýl- iðnu tímabili og leikur því t þeirri fyrstu á næsta ári. á hefur verið gengið frá því að Sigurður Björgvinsson verði aðstoðarmaður Kjartans eins og í sumar, og mun Sigurður jafnframt leika með liðinu, en hann hefur leik- ið fleiri 1. deildarleiki hér á landi en nokkur annar — alls 241. Mikill hugur er í Keflvíkingum fyrir næsta tímabil og hafa þeir rætt við Gunnar Oddsson um að hann leiki með félag- inu næsta sumar. Gunnar lék með ÍBK áður en hann hóf að leika með KR árið 1988. Að sögn Jóhannesar Ellertssonar, formanns knattspymu- deildar ÍBK, hefur ekki verið gengið frá neinu í sambandi við Gunnar. Freyr Sverrisson, sem lék með IBK fyrir nokkrum árum, en hefur þjálfað lið í neðri deildum undanfar- in ár, hefur ákveðið að snúa heim og mun þjálfa 2. flokk ÍBK auk þess sem hann verður liðsstjóri meistaraflokks. ■V U.M.F. STJARNAN KNATTSPYRNUDEILD UPPSKERUHÁTÍÐ 1992 verður í Garðalundi sunnudaginn 11. október kl. 15. Dagskrá: 1. Afhending viðurkenninga. 2. Kökuveisla. Iðkendur allra flokka og aðstandendur eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. NÝJA BILAHÖLLIN MMC Lancer 4WD ST GLX ’91, ek. 39 þ. km., blár. Verð 1.090 þús. stgr., skipti ath. MMC Pajero super Wagon '90, ek. 57 þ. km., sóllúga, central, sjálfskipt- ur, álfelgur, blár. Verð 2.250 þús. stgr., skipti ath. Toyota Corolla 1600 GLI ’91, ek. 24 þ. km., blár, sjálfskiptur. Verð 1.050 þús. stgr., skipti ath. Plymouth Voyager vél 2,51 turbo bensín, 7-manna '90, ek. 86 þ. km., hvítur, álfelgur. Verð 1.950 þús., stgr. skipti ath. Ford Econolane Club Wagon EFi 351 ’92, vél EFi, splittað drif, 12 manna, ek. 1 þ. km. V. 2.600 þús. stgr., skipti ath. Chevrolet Silverado Stepside '88, 8 cyl., 350 vél, EFi, 33“ dekk, álfelgur, hús, vsk-bíll. V. 1.600 þús. Vill M-Benz 230-260, skipti ath. Toyota Touring GL ’90, ek. 54 km., vinrauður, sóllúga, alfelgur. V. 1.190 þús. stgr., skipti ath. Þ- Toyota Landcruiser turbo difeel '87, ek. 100 þ. km., 38“ dekk, álfelgur, orginal læstur 100%, lækkaöur, milli- kassi. Verð. 2.350 þús. stgreitt, sk. ath. VANTAR BILA A STAÐINN Morgunblaðið/Kristinn íslandsmeistarar Breiðabliks Breiðablik varð íslandsmeistari í 1. deild kvenna í knattspymu í sumar. Á myndinni em, aftasta röð frá vinstri: Ámi Guðmundsson formaður knattspymudeildar, Guðjón Reynisson þjálfari, Atli Þórsson formaður kvennaráðs, Svandís Hauksdóttir sjúkraþjálfari, Magnea H. Magnúsdóttir liðstjóri. Miðröð frá vinstri: Vanda Sigurgeirsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Brynja Ástráðsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Olga Færseth, Sigrún Óttarsdóttir fyrirliði, Sigfríður Sophusdóttir, Unnur M. Þorvaldsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Ragnheiður Kristjónsdóttir. Margrét Sigurð- ardóttir og Elísabet Sveinsdóttir vom fjarverandi þegar myndin var tekin. KORFUKNATTLEIKUR Átak til að efla körfu- bolta kvenna í Keflavík KVENNANEFND körfuknatt- leiksráðs Keflavíkur hefur ákveðið að ef na til átaks til að efla körfubolta kenna í Keflavík. Stúlkurnar í Keflavík eru núver- andi íslandsmeistarar en þrátt fyrir gott gengi er mörgu ábóta- vant að sögn Helga Hólm sem á sæti í kvennanefnd. Helgi sagði að í fyrsta lagi vant- aði algjörlega áhorfendur á leiki meistaraflokks kvenna og væri ætlunin að vekja at- Björn hygli á leikjum Blöndal stúlknanna, sem skrifarfrá Væru oft bæði Keflavik skemmtilegir og spennandi, með ýmsum ráðum. I öðru lagi vantaði áhugasamt fólk til að starfa að hinni félagslegu hlið körfuboltans. Þar væru ótal verkefni sem biðu úrlausnar og væm allir velkomnir til starfa því víst væri að þar fengju allir starf við sitt hæfi. I þriðja lagi vildi kvennanefndin gera átak til að skapa fleiri stúlkum tækifæri til að iðka körfubolta, því í dag væru mun færri stúlkur en piltar sem iðkuðu íþróttina. Ætlunin væri að hefja þetta átak á fyrsta heimaleik kvennaliðs ÍBK í íslands- mótinu en hann fer fram í Keflavík á morgun laugardag þar sem mót- heijamir yrðu nágrannarnir frá Njarðvík. Stefnt væri að því að fá ekki færri en 500 áhorfendur og sagði Helgi að kvennanefnd körfu- knattleiksráðs ÍBK skoraði á alla Keflvíkinga að hjálpa til að ná þessu markmiði. FÉLAGSLÍF AðaKundur frjáls- íþróttadeildar UBK Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks verður haldinn á sunnu- daginn kl. 20.15 í Félagsheimili Kópavogs. Glímuæfingar Glímuæfingar fyrir 15 ára og eldri hefjast hjá Glímudeild Ármanns nk. mánudag kl. 18.50 í íþróttahúsi Aust- urbæjarskóla. Einnig em að hefjast byijendanámskeið fyrir yngri en 15 ára. Þau verða í Armannsheimilinu Einholti 6 og hefst fyrsta námskeiðið miðvikudaginn 14. október kl. 15. Skráning í síma 46922 og 697599 milli 16 og 18 í dag. Herrakvöld KR KR-ingar halda Herrakvöld sitt í kvöld í KR-heimilinu við Frostaskjól. Húsið verður opnað kl. 19. Kynnir er Troels Bendtsen, en ræðumaður kvöldsins er Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.