Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 39
f f i( MORGUNBLAÐIÐ ar ' _ sr ___ __=..- IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 39 KNATTSPYRNA Hef haft þjátfun heima á íslandi bak við eyrað síðan ég hætti að spila - segir Ásgeir Sigurvinsson sem hefur verið ráðinn þjálfari Fram næstu tvö árin ÁSGEIR Sigurvinsson hefur verið ráðinn stjórnandi og þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu næstu tvö árin, og var ráðning hans kynnt á fundi sem knattspyrnudeild félagsins hélt í gær. Ásgeir kemur til starfa hér á landi í aprfl í vor, fer utan aftur næsta haust en segist búist við að flytjast alkominn heim ásamt fjölskyldu sinni vorið 1994. Bjarni Jóhannsson verður að- stoðarmaður Ásgeirs. ^%jálfun Framliðsins verður frumraun Ásgeirs á því sviði. Hann á langan og farsælan feril að baki sem leikmaður, hefur leik- ið undir stjórn margra þjálfara, og hefur síðustu ár sótt þjálfaranám- skeið í Þýskalandi. Morgunblaðið spurði Ásgeir hvort það hefði blundað lengi í honum að snúa heim og taka að sér þjálfun: „Já, það má segja að alveg síðan ég hætti [að spila sjálfur] hafi ég haft þetta á bak við eyrað, að reyna að starfa heima við þjálfun — reyna að miðla einhverju af þeirri reynslu sem ég hef fengið í fótbolt- anum erlendis." En hvers vegna að snúa heim nú: Ásgeir sagði Halldór B. Jóns- son formann knattspyrnudeildar Fram og Eyjólf Bergþórsson (sem er formaður meistaraflokksráðs) hafa talað við sig áður um þetta, og til dæmis hefði Fram leitað til sín fyrir það keppnistímabil sem nýlega er lokið. „Og þar sem samn- ingi mínum við Stuttgart lýkur í júní á næsta ári þá fannst mér þetta gott tækifæri til að koma heim á leið þennan tíma.“ Hann sagðist ekki koma heim alfluttur næsta sumar, „heldur er þetta meira til að kynnast fótboltanum á íslandi aftur. Þessi tveggja ára samningur kemur mér mjög vel að því leyti til að ég þarf smá tíma til að kynnast íslenska fótboltanum Morgunblaðið/Kristinn Ásgelr Sigurvinsson skrifar undir skjal til staðfestingar ráðningu þeirra Bjama Jóhannssonar sem þjálfara Framliðsins næstu tvö árin á blaðamannafundi knattspymudeildar í Framheimilinu í gær. Til hægri er Halldór B. Jónsson formaður knattspyrnudeildar Fram. aftur og ég viðurkenni það hér að þekking mín á leikmönnum og lið- um er ekki mikil í dag. En Bjama [sem þjálfaði Tindastól er Eyjólfur Sverrisson lék með félaginu] þekki ég frá því að Eyjólfur kom til okk- ar og ég veit að hann þekkir þetta út og inn. Þess vegna fagna ég því mjög að hann skuli hafa tekið að sér þetta starf,“ sagði Ásgeir, en Bjarni verður aðstoðarmaður hans. Hugsarðu þér þjálfunina hér heima ef til vill sem stökkpall í eitthvað annað og meira erlendis 'í framtíðinni? „Nei, ég held ekki. Ég hef haft möguleika á að þjálfa úti líka en ekki tekið því, því hugurinn stefnir heim og ég býst við að koma jafn- vel alkominn heim vorið ’94.“ Ásgeir staðfesti að hann hefði fengið tilboð um þjálfun frá öðrum íslenskum félögum, en vildi ekki upplýsa hver það væru. Þvínæst var hann spurður hvers vegna hann hefði tekið tilboði Fram: „Ég veit að Framliðið býr yfir ungum og efnilegum leikmönnum og held það sé mjög athyglisvert að fá tækifæri til að taka við slíku liði.“ Halldór B. Jónsson sagði í gær öruggt að langflestir leikmanna Fram yrðu áfram í herbúðum fé- lagsins, og sagðist ekki eiga von á að stórar breytingar yrðu á leik- mannahópnum. Pétur Ormslev, sem þjálfaði og lék með Fram í sumar, var á fundinum og sagðist jafnvel leika áfram með liðinu. „Ég klára þjálfarasamninginn [sem gildir til 1. nóvember] og skoða síðan sín mál.“ Halldór B. Jónsson sagði það knattspymudeild Fram mikill heið- ur „að geta stuðlað að því að flytja Ásgeir aftur inn til íslands, sér- staklega á þeim tíma sem bölmóð- ur ræður ríkjum í þjóðfélaginu og allir eru að gefast upp. Þá fögnum við og ég veit að margir gera það fyrir hönd íslenskrar knattspyrnu að fá Ásgeir hingað til starfa,“ sagði formaðurinn. URSLIT FOLK ■ EKKI hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara 1. deildarliðs Vík- ings í knattspymu fyrir næsta keppnistímabil, en þó er ljóst að mestar líkur á að Logi Ólafsson verði við stjómvölinn þriðja sumarið í röð. ■ GUNNAR Gíslason var heiðr- aður á miðvikudaginn fyrir að hafa leikið 50 landsleiki í knattspymu. Eggert Magnússon, formaður KSI, afhenti honum gullhring á Laugardalsvelli fyHr leik íslands og Grikklands. ■ VALUR Ingimundarson, þjálfari Tindastóls leikur ekki með liði sínu gegn UMFN í kvöld. Hann er í leikbanni. í kvöld Handknattleikur HöUinAk: Þór-Haukar ..kl. 20.30 Selfoss: Selfoss-ÍBV - Körfuknattleikur kl. 20 Digranes: UBK-ÍBK kl. 20 Njarðvík: UMFN-UMFT. kl. 20 KORFUKNATTLEIKUR KR - Grindavík 67:87 íþróttahúsið Seltjarnamesi, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 8. október 1992. Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 14:11, 16:22, 18:26, 24:35, 30:43, 32:50, 39:50, 48:7fl» 60:83, 67:87. Stig KR: Lárus Ámason 14, Guðni Guðna- son.8, Hrafn Kristjánsson 8, Tómas Her- mannsson 7, Harald Thompkins 6, Hermann Hauksson 6, Matthías Matthfasson 6, Óskar Kristjánsson 4, Sigurður Jónsson 2. Stig UMFG: Daniel Krebs 16, Sveinbjöm Sigurðsson 16, Guðmundur Bragason 15, Bergur Hinriksson 10, Pálmar Sigurðsson 9, Bergur Eðvarðsson 8, Marel Guðlaugsson 7, Hjálmar Hallgrimsson 6. Dómarar: Bergur Steingrfmsson og Leifur Helgason. Komust að mestu slysalaust í gegnum auðveldan leik. Ahorfendur: 100 greiddu aðgang. Knattspyrna Deildarleikir á miðvikudagskvöld: * Frakkland Auxerre - Caen........ Bordeaux - Marseille... Le Havre - Strasbourg.. Lens - Sochaux......... Lyon - PSG......... Metz - Toulouse........ Mónakó - St Etienne.... Nantes-Lille........... Nimes - Montpellier.... Belgía Antwerpen - Club Brugge.. Skotland Celtic - Hearts.......... Dundee United - Motherwell... Hibernian - Aberdeen........ St Johnstone - Rangers...... Sviss Aarau - Grasshopper..............0: Lausanne - Chiasso...............1:0 Lugano-YoungBoys.................1:1 Neuchatel - Bulle................1:0 Servette - Sion..................1:1 FC Zurich - St Gallen............0:1 Ótrúlega auðvert hjá Gríndavík gegn KR KEPPNISTÍMABILIÐ byrjar ekki gæfulega hjá KR-ingum. í gærkvöldi töpuðu þeir fyrir Grindvíkingum með tuttugu stiga mun, 67:87, og höfðu áður tapað fyrir Val auk þess sem Friðrik Ragnarsson er meiddur og losnar ekki úr gipsi fyrr en eftir mánuð. Grindvíkingar þurftu ekki neinn stórleik til að leggja KR-inga á Seltjarnamesinu. Þeim nægði ' miðlungsleikur því allir leikmenn liðs- ins hittu þokkalega og höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að gera. KR-ingar voru hins vegar einstaklega daufír og þegar þeim tókst að komast í góð skotfæri hittu þeir illa. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Þeir byijuðu þó alveg þokkalega. Lárus Ámason, sem fékk blómvönd fyrir leikinn þar sem þetta var 200. leikur hans með meistara- flokki KR, gerði tvær þriggja stiga körfur í upphafi en fljótlega eftir það náðu Grindvíkingar undirtök- unum og héldu þeim það sem eftir var. Grindvíkingar vom greinilega vel undirbúnir, þeir áttu ekki í telj- andi vandaræðum gegn vörn KR, sama hvort það var pressuvöm eða svæðisvörn. Það sem var aðal liðs- ins að þessu sinni var hversu jafn- ir leikmennimir vom. Allir komu inná og börðust af krafti. Gestirnir vora sterkari á öllum sviðum, þeir hittu betur, vom ákveðnari í fráköstum og nýttu tím- ann vel í sókninni. Settu upp og létu boltann ganga manna á milli ........3:2 .......1:0 .......3:0 .......0:0 ..........1:1 ..........1:1 ........1:0 ........4:0 ..........0:0 ........2:1 ....1:1 ....1:1 .......1:3 .......1:5 Staðan: Servette .14 8 4 2 23: 9 20 Lausanne .14 6 5 3 24:16 17 Sion .14 5 7 2 10:15 17 YoungBoys .14 6 4 4 17:23 16 Grasshopper .14 3 8 3 19:16 14 Lugano .14 4 6 4 21:20 .14 Aarau ,.14 5 4 5 19:23 14 Meuchatel ..14 3 7 4 18:18 13 StGallen ..14 3 7 4 12:15 13_ FC Zurich ..14 3 5 6 12:15 rW Chiasso ..14 3 4 7 10:15 10 Bulle ..14 3 3 8 12:29 9 þar til einhver fékk skotfæri. Hin- um megin gekk bakvörðunum hins vegar mjög illa að setja upp í sókn- inni og KR-ingar virtust gleyma að nauðsynlegt er að stíga mótheij- ana út ætli menn að ná fráköstum. Það er erfítt að taka einhvem sérstakan út úr sem besta mann liðanna, KR-ingar vom allir slakir og Grindvíkingar áttu allir þokka- legan dag. Þar á bæ átti Svein- björn góðan leik, Bergur Hinriks- son einnig og Hjálmar og Pálmar stjórnuðu sókninni ágætlega. Guð- mundur og Krebs áttu einnig þokkalegan dag. Hjá KR bmgðust leikreyndari mennirnir og ungu strákarnir náðu ekki að vinna á leikgleði Grindvík- inga. Þá vakti athygli hversu slak- ur Bandaríkjamaðurinn i liði KR var. England Dregið hefur verið til 3. umferðar ensku deildarbikarkeppninnar í knattspymu: Bury - Queens Park Rangers, Chelsea - Newcastle, Sheffield United - Liverpool, Watford - Scunthorpe eða Leeds, Notts County - Cambridge United, Swindon - Oldham, Plymouth - Scarborough, Derby - Arsenal, Blackbum - Norwich, Sheffield Wednesday - Leicester, Aston Villa - Manc- hester United, Crewe - Nottingham Forest, Everton - Wimbledon, Portsmouth - Ipswich, Southampton - Crystal Palace, Mánchester City - Tottenham. "lLeikimir eiga að fara fram síðustu vik- una í október. Hafnabolti Undanúrslit Amerikudeildarinnar: Oakland Athletics sigraði Toronto Blue Jays 4:3 i Toronto. Þetta var fyrsti leik- ur liðanna. Það sem fyrr sigrar í fjórum leikjum kemst í úrslit. Styrktarmót hjá GR Styrktarmót vegna þátttöku sveitar GR í Evrópumóti félagsliða var haldið um sfðustu helgi og annað slíkt verður á sunnudaginn kemur og hefst kl. 9 árdegis. Efstir á sfð- asta móti urðu: Jón Halldór Ólafeson, GR..........69 Rúnar S. Gíslason, GR.......... 69 Erling G. Pedersen, GR...........69 TRúnar náði besta skori, lék á 74 höggum. KNATTSPYRNA Moskvuleikurinn: Bein útsending Mjög ólíklegt er að Sjónvarpið verði með beina útsendingu frá landsleik íslands og Rússlands í heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu, sem fram fer í Moskvu á miðvikudaginn kemur. „Þetta er ekki fyllilega ljóst, við bíðum eftir svari frá Moskvu. En heildarkostnaðurinn við beina út- sendingu verður ekki minni en se3** til átta hundmð þúsund krónur og við teljum það vart forsvaranlegt, sérstaklega í ljósi úrslitanna í leikn- um við Grikkland, að sýna leikinn beint. En ég reikna með því að sýnum hann í heild klukkan fjögur daginn eftir,“ sagði Ingólfur Hann- esson, íþróttastjóri RUV við Morg- unblaðið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.