Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Mósaikmynd í sundlaug Mósaikveggmynd Sveins Björnssonar í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar. Myndlist Bragi Ásgeirsson Á dögunum var listrýnirinn við- staddur afhjúpun mósaikmyndar í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar. Myndverkið er eftir Svein Bjöms- son listmálara, en útfærsluna hefur annast Friedrich Oidtman í Linnich í Þýskalandi, en það 125 ára fjöl- skyldufyrirtæki er óþarft að kynna jafn mjög og það hefur komið við sögu við útfærslu gler- og mósaik- verka á íslandi til margra ára. Allmargir voru viðstaddir at- höfnina, en satt að -segja full fáir myndlistarmenn, og verður maður víst að nota getspekina til að kom- ast til botns í því hvað veldur. Það mun hafa verið lítill sonarsonur listamannsins, sem afhjúpaði lista- verkið og Guðmundur Ámi Stef- ánsson bæjarstjori hélt ræðu. Eftir athöfnina hittust menn svo aftur í Sverrissal Hafnarborgar þar sem boðið var upp á veitingar. Allt var þetta þannig hið hátíð- legasta eins og vera bar, því að með þessu verki hefur Hafnarfirði bæst við eftirminnilegt listaverk og því urðu þessar línur til. Myndverkið er einfaldlega svo einstaklega vel heppnað á þessum stað, því að það fellur ekki einung- is vel að umhverfinu og þjónar til- gangi sínum í nágrenni vatns, þar sem ungir og aldnir eru að leik, heldur eykur hún á stemmninguna, - lyftir henni upp í orðanna bókstaf- legri hljóðan. Þá er myndin vel útfærð og t.d. er bakgmnnurinn einstaklega tær og ferskur, auk þess sem að hinir sérstöku eiginleikar mósaiktækn- innar koma vel og greinilega fram. Hér er kominn afrakstur nýrra og ferskra vinnubragða hjá Sveini Bjömssyni, en hann hefur á und- anförnum árum nokkuð fengist við að klippa niður form og líma á flöt. Á stundum eru þessar myndir jafn- vel í ætt við strangflatalistina, jafn óskyld hún nú annars var og er vinnubrögðum listamannsins. En Sveinn Björnsson nálgast hina nákvæmt útreiknuðu flatskip- an með sínu lagi. Hann gleymir ekki bogalínunum, skynrænni út- færslu né ævintýrinu, því hér synda á lýsandi hvítum fleti, nokkuð af- markaðrar myndbyggingar, kynja- dýr hafsins í líki sæhests, hafgúu og furðufiska, sem listamaðurinn skáldar úr hugarheimi sínum. Hér hefur merkilega vel tekist um fyrsta verkefni sem listamað- urinn fær í þessari tækni og því ræður m.a. ferskleikinn í pataldr- inum við nýtt og óþekkt tæknisvið. Hér koma greinilega fram yfir- burðir skapandi listamanna yfir þá sem sérhæfa sig í einstökum tækni- brögðum, og vissulega var ein- hæfnin einnig til staðar hjá Sveini er hann málaði einungis í olíu. Þessu hafa myndlistarmenn lengi gert sér grein fyrir og tekið sér hvíld frá annars vegar málverkinu en hins vegar höggmyndalistinni, og unnið í ýmsum fullgildum hliðar- geirum eins og t.d. leirlist, teikn- ingu og grafík. Þess vegna er til svo margt frábærra höggmynda og leirlistaverka, sem málarar hafa gert og hins vegar frábærra teikn- inga og grafíkmynda, sem mynd- höggvarar hafa útfært. En ein- hverra hluta vegna gengur ekki eins vel hjá myndhöggvurunum að tileinka sér og þarfnast mikillar skynrænnar þjálfunar. Málarinn virðist hins vegar ósjálfrátt þjálfa einnig með sér tilfínning fyrir rúm- taki. Við þetta má svo bæta, að oftar en ekki leynist stórskáld eða ritsnillingur í góðum málara, og frábær málari í góðum rithöfundi og er nærtækast að vísa til þeirra félaga málarans Edvard Munchs og leikskáldsins August Strind- bergs. Kjarnin í þessu er að opinberir aðilar ættu að vera óhræddari við að fela ágætum listamönnum stór verkefni, þótt þeir hafí ekki sér- hæft sig í tækninni, því hér koma til frábærir fagmenn sem hafa það að atvinnu að útfæra hvers konar stórverkefni fyrir skapandi lista- menn. Þess skal loks getið til gam- ans, að Picasso hafði t.d. svo mikla tilfínningu fýrir steinþrykki, að þótt hann þrykkti ekki myndir sín- ar sjálfur, setti hann áður óþekkt verkefni fyrir fagmennina, sem héldu þau óframkvæmanlega en gengu þó upp þeim sjálfum til undr- unar! Hér er um að ræða yfirburði áunnins og þjálfaðs næmi og snerti- skyns yfír faglega þekkingu. Ein-' mitt atriði, sem vefst svo mjög fyr- ir mörgum landanum að skilja, en eru þó ótvíræð og sannanleg. TÓNLISTIN ER TÆR OG HREIN Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöng- kona á Ljóðatónleikum Gerðubergs Skáld skemmtir lesendum Vegna mistaka við vinnslu umsagnar Kristjáns Krisljánssonar um smásagnasafn Þórarins Eldjáns, „O fyrir framan“, sem birtist hér í blaðinu 11. nóv. sl. er umsögnin birt í heild um leið og höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- ansöngkona syngur á Ljóðatón- leikum Gerðubergs í dag kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt; ís- lensk lög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson og Karl Ó. Runólfsson, lagaflokkar eftir Leonard Bern- stein, og Turina, sönglög eftir Puccini og loks söngljóð eftir E. Satie. Méðleikari á píanó er Jónas Ingi- mundarson, sem með réttu má kalla „guðföður" Ljóðatónleika Gerðubergs, þar sem hann er upp- hafsmaður þessa máls og hefur nánast leikið á píanóið á öllum tónleikunum til þessa. Ingibjörg segir það mjög lærdómsríkt að vinna með Jónasi. „Þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum saman og Jónas býr yfír svo mikilli reynslu. Fyrir söngvara er það mjög gef- andi að njóta þess.“ Ingibjörg lauk burtfararprófí frá Tónlistar- skóla Garðabæjar vorið 1986. Árið áður sigraði Ingibjörg í Söng- keppni Sjónvarpsins og tók síðan þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. Ingibjörg lauk BM prófí frá Indi- anaháskóla og sína fyrstu sjálf- stæðu tónleika hélt hún í Garðabæ í febrúar 1991. í apríl sl. söng Ingibjörg hlutverk Mimiar í óper- unni La Boheme í uppfærslu Óperusmiðjunnar í Borgarleikhús- inu. Ingibjörg hefur auk þessa sungið hér heima og erlendis við ýmis tækifæri, m.a. söng hún sópr- SÝNING á landslagsmyndum svissneska Ijósmyndarans Christ- ians Mehr verður opnuð í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1, laugar- daginn 21. nóvember. Þar verða sýndar ljósmyndir sem hann hef- ur tekið á Islandi undanfarin tvö ár. Christian Mehr er fæddur í Zurich 1953, en lærði Ijósmyndun í Bretlandi. Hann hefur starfað sem anhlutverkið í Carmina Burana í Færeyjum fyrr á þessu ári. „Tónleikaformið er kannski vandmeðfamara en mann grunar í fyrstu, þar sem maður stendur einn og berskjaldaður frammi fyrir áhorfendum og þarf einnig að setja saman efnisskrá sem hentar bæði manni sjálfum og áheyrendum,“ segir Ingibjörg. „Eftir að hafa upplifað óperusviðið í La Boheme þá er þetta enn skýrara fyrir mér. I óperuhlutverki hefur maður svo margt til að styðja sig við s.s. per- sónuna, söguþráðinn, leikmyndina, búningana, en á tónleikum er mað- ur einn með tónlistinni." „Ég held að þetta sé nokkuð skemmtileg efnisskrá sem við höf- um sett saman fyrir þessa tón- leika. Við bytjum á því að flytja þijú lög eftir Hjálmar H. Ragnars- son sem heyrast hér í nýjum bún- ingi, en hann samdi þau upphaf- lega fyrir sýningu íjóðleikhússins á Pétri Gaut. Síðan flytjum við jög eftir Karl Ó. Runólfsson en hann hefur alltaf verið í sérstöku uppá- haldi hjá mér. Þá ætlum við að flytja lagaflokkinn I hate Music eftir þann mikla snilling Leonard Bernstein. Þarna er textinn lagður í munn tíu ára stúlku sem lýsir þar heimsmynd sinni. Eftir hlé flytjum við lagaflokk eftir Spánveijann Turina. Þetta er mjög þjóðleg spænsk tónlist sem gerir píanóinu óvenju hátt undir höfði, enda er það ekki nema sann- ljósmyndari og blaðamaður. Greinar og myndir eftir hann hafa birst í fjölda blaða og tímarita, meðal ann- ars í National Geographic, Stern, l’lllustré og Natur. Aðalviðfangs- efni hans er umhverfismál, einkum deyjandi skógar í Sviss, en auk þess hefur hann einbeitt sér að sjúk- um börnum og eyðnisjúkum. Mehr kom til íslands fyrir rúmum áratug og hreifst þá strax af lands- laginu og hinni sérkennilegu birtu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- ansöngkona. gjarnt, því hvar værum við söngv- aramir án píanóleikarans," segir Ingibjörg. „Þá ætlum við að flytja nokkur lög eftir óperutónskáldið Puccini, lög sem ekki heyrast oft en eru mjög falleg." Efnisskránni lýkur svo með lagi eftir Eric Satie, sem Ingibjörg segir vera í eins konar kabarettstíl. „Létt og skemmtilegt," segir hún. Ingibjörg segir að óperusviðið heilli sig reyndar meira en ljóða- söngurinn, „en þetta er líka mjög skemmtilegt og þroskandi fyrir mig sem söngvara. Enda verða söngvarar á Islandi að koma víða við í söngnum til að hafa nóg að gera,“ segir Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópransöngkona. Ljóðatón- Ieikarnir verða síðan endurteknir á mánudagskvöld í Gerðubergi kl. 20.30 og á miðvikudagskvöld halda þau upp á Akranes og halda tónleika fyrir Skagamenn í Vina- minni. sem einkennir það og umlykur. Iíann hefur ferðast víða um landið og tekið myndir. Myndirnar á sýn- ingunni eru frá svo að segja öllum landshornum. Titill sýningarinnar er Landslag og birta. í fréttatilkynningu segir að í til- efni sýningarinnar komi út mappa með 15 myndum eftir Christian Mehr, en mappan er til sölu í Gall- erí Umbru. Sýningin stendur til 9. desember. Þessar fjórtán sögur í þriðja smá- sagnasafni Þórarins Eldjárns, „Ó fyrir framan", ættu ekki að koma þeim lesendum á óvart sem þekkja til fyrri smásagnasafna hans. Hið fýrsta, „Ofsögum sagt“, kom út árið 1981 og annað, „Margsaga", 1985. Tvær sögur úr þessu safni hafa reyndar birst á prenti áður. „Eftir spennufallið" birtist í 1. hefti Tíma- rits Máls og menningar 1988, og „Dundi“ í 3. hefti 1990. Þessartvær sögur eru ívið lengri en aðrar sögur í bókinni. { hinni fyrri færir Þórarinn söguna af syndafallinu til nútímans, hjónin Aðalsteinn og Edda taka að sér að sjá um sjoppuna Paradís og allt leikur í lyndi þar til Ormur sölu- maður frá Freistingu hf. tekur að venja komur sínar í sjoppuna. Allt stendur skemmtilega heima í þessari yfirfærslu en endir sögunnar er vissulega óvenjulegur og ekki víst að margir guðsfræðingar leggi bless- un sína yfir hann. í hinni síðari rifjar drykkjumaður- inn Sigurður Kjögx upp kynni sín af Dunda, syni landafræðikennarans, frá því á skólaárunum og segir frá óvænt- um endurfundum þeirra. Og þá gerist það sem er endurtekið í ýmsum mynd- um í nánast öllum sögum bókarinnar - formerki breytast, hlutverk víxlast; ó birtist fyrir framan. Með þessum sögum heldur Þórar- inn áfram þar sem frá var horfið og mestanpart á keimlíkum nótum. Engar kúvendingar hafa átt sér stað í efnistökum eða formi og mun mörg- um vafalaust þykja það traustvekj- andi í hverfulum heimi. Og líkt og áður er Þórarinn alls ófeiminn við að skemmta lesendum sínum. Sögumar eru sprottnar úr um- hverfi borgarinnar, þær gerast í sam- tímanum eða nálægri fortíð, utan tvær, „Dýrið" sem gerist á stríðsár- unum (og er að mínu mati með betri sögum bókarinnar) og „Saga Svefn- flokksins" sem að formi til er um- sögn um samnefnda bók Ingólfs Arnólíns, sem kom út (kemur út?) árið 1998. Flestar eiga sögurnar það sameig- inlegt að snúast um afdrifaríkar breytingar á högum persónanna og eru breytiingarnar nánast undan- tekningalaust til hins verra. „Ó fyrir framan" er því ekki illa til fundið sem samheiti á þessum sögum. Hremm- ingamar eru margvíslegar, og er þar að fínna græskulaust gaman og grátt í bland, allt frá peningadraumi Dúdda fulltrúa til skelfílegra örlaga Bjama heitins Sveinssonar. Hér bætast margar skrautlegar persónur í safnið í skáldskaparlandi Þórarins. Það eru Kjögxar náttúr- lega, sem eru þar alltaf eins og heima hjá sér, og konurnar heita eins og áður flestar sama nafni: Rósa. Fal- legt nafn Rósa. Einnig er minnst á gamla kunningja sem er gott að vita af á lífi, til dæmis Fúsa forvörð sem bregður fyrir í bakgrunni fyrstu sög- unnar, „Myndinni", og skáldið Braga Kjögx sem gagnrýnandinn vitnar til í umfjölluninni um bók Ingólfs Arnól- íns. Hér er líka fleira sem lesendur þekkja: Húmorinn, ádeilan, kald- hæðnin, fáránleiki tilverunnar - og stíllinn. Frásögnin er hrein og bein og yfirleitt öll þar sem hún er séð en þó vandvirknislega ofín og má studnum greina skuggaverur skjót- ast á milli lína. Sögumenn eru sjaldn- ast að segja frá sjálfum sér heldur standa þeir álengdar sem áhorfend- ur, riQa upp atvik sem þeir urðu vitni að eða segja sögur af fólki sem þeir þekkja. Þetta skapar ákveðna fjar- lægð frá persónunum og þrátt fyrir að þær hljóti sumar hveijar dapurleg örlög létu þær þennan lesanda undar- lega ósnortinn. Þessi íjarlægð, ásamt íroníunni, kemur í veg fyrir að þær veki samúð manns. Enda er það kannski ekki tilgangurinn. En sem dæmi má nefna að þannig fínnst mér hátta til í sögunni „Lúlla og leið- arhnoðað“ en Lúlli er húðlatur ungl- ingur sem fínnur allt í einu tilgang í lífinu, leiðarhnoða sem tosar hann áfram án afláts til góðra verka. Dag einn snýr svo gæfan við honum bak- inu þegar hann verður fyrir því að týna þessu leiðarhnoða í lyftu. Síðasta sagan, „Litur orða“, sker sig dálítið úr. Hún er örstutt, aðeins rúm síða að lengd, en nær samt að skapa aðra og sterkari tilfínningu en margar hinna sagnanna, kannski vegna þess að í henni hljómar ögn dapurlegur saknaðartónn sem ekki heyrist í hinum sögunum. Sögurnar mynda annars ágæta heild, enda fleira sem sameinar en skilur að. Þær eru auðvitað mis- skemmtilegar eins og gengur og ger- ist en enginn þeirra er leiðinleg. Þær bera það með sér að Þórarinn er trúr þeirri yfirlýsingu að hann reyni fyrst og fremst að vera húmoristi, að skáld geri yfrið nóg gagn með því að skemmta lesendum sínum. Landslag og birta í Gallerí Umbru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.