Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 29 Kaffibrennsla Akureyrar og Efnaverksmiðjan Sjöfn Rætt um kaup KEA á eignarhlut Landsbauka Menning- arhátíð við utanverðan Eyjaíjörð Listvinafélag stofnað í Tjarnar- borg eftir viku ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Listvinafélag, sem nær til allra sveitarfélaganna fimm við utan- verðan Eyjafjörð, þ.e. Hríseyjar, Árskógsstrandar, Svarfaðardals, Dalvíkur og Ólafsfjörðar og verð- ur stofnfundur haldinn í Ijarnar- borg næsta laugardag, 21. nóv- ember. Fyrsta atriði menningarhátíðar við utanverðan Eyjafjörð verður { Árskógsskóla á morgun, sunnudag- inn 15. nóvember kl. 16, þar sem verður haldin rokkhátíð. Næsta atriði verður í Dalvíkur- kirkju á fimmtudag í næstu viku, þegar Björk Jónsdóttir syngur við undirleik Svönu Víkingsdóttur píanóleikara. Þá verður stofnfund- urinn haldin næsta laugardag, en að honum loknum verða jasstónleik- ar í Tjarnarborg í Ólafsfirði með Poul Weeden gítarleikara, Sigurði Flosasyni saxófónleikara, Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Guð- mundi R. Einarssyni trommuleikara. Síðasta atriði menningarhátíðarinn- ar verður síðan í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 22. nóvember þar sem Tjamarkvartettinn kemur fram. Tilgangur Listvinafélagsins er að tryggja ákveðna lágmarksaðsókn að listviðburðum á svæðinu, skipu- leggja og samræma framboð listvið- burða og veita þeim sem fást við liststarf á svæðinu stuðning og út- breiða menningú héraðsins. Mun félagið kappkosta að eiga gott sam- starf við þau samtök sem fyrir eru á þessu sviði, kóra, leikfélög, skóla og aðrar sem stunda menningar- starf. Stofnendur fyrirtækisins voru Jón Kristjánsson, þrír synir hans, Kristján, Mikael og Jón Árni, ásamt Hjalta Eymann verkstjóra. Fyrir- tækið hefur frá stofnun verið undir stjórn Kristjáns Jónssonar, sem nú er stjórnárformaður, en Aðalsteinn Helgason er framkvæmdastjóri. Auk Kristjáns og barna hans eru aðaleigendur verksmiðjunnar fyrir- tækin Samheiji á Ákureyri og Sæplast á Dalvík. Fyrsta verkefni fyrirtækisins var niðurlagning á 1.000 tunnum af kryddsíld, sem seld var til Banda- ríkjanna. Helstu vörutegundir sem framleiddar eru nú til útflutnings, sem er um 95% af heildarfram- leiðslu fyrirtækisins eru fryst og niðursoðin rækja, kavíar, síld og loðna. Fyrir innanlandsmarkað eru framleiðslutegundirnar fiskbúðing- ur, fiskbollur, sardínur, grænmeti og síld. VIÐRÆÐUR eru hafnar milli Kaupfélags Eyfirðinga og Landsbankans um kaup KEA á Prá því K. Jónsson sagði sig úr Sölusamtökum lagmetis árið 1989 hefur fyrirtækið rekið eigin sölu- skrifstofu, sem selur beint til við- skiptavina bæði á meginlandi Evr- ópu og í Skandinavíu. Þá rekur fyrirtækið öfluga rannsóknarstofu, sem sér um gæðaeftirlit og þróun nýrra afurða. Húsakostur hefur aðlagast auknum umsvifum og hafa verksmiðjuhúsin stækkað úr 50 fermetrum í um 8.000 fermetra og eru frystigeymslur um 6.200 rúmmetrar. Stærsta framleiðslueiningin er rækjufrysting með um 50% hlut- deild og er mest af rækjunni selt til Englands. Framleiðsla kavíars er með um 33% hiutdeild, en fram- leidd eru 400 tonn af kavíar eða 6 milljón glös, sem mest eru seld til Mið- og Suður-Evrópu. Um 2 millj- ónir dósa af niðursoðinni rækju eru fyrrverandi hlut Sambandsins í Kaffibrennslu Akureyrar og Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Ak- framleiddar hjá fyrirtækinu sem einkum eru seldar til Evrópulanda. Síldarvinnsla hefur frá upphafí ver- ið ein af burðarásunum í framleiðsl- unni og er mest selt til Norður- landa, en framleiddar eru 600 þús- und dósir af gaffalbitum og 700 þúsund dósir af síldarflökum. Ný- lega er farið að framleiða síld í glösum og hefur fyrirtækið fjárfest í fullkominni framleiðslulínu vegna þess og er stefnt að því að fram- leiða um 2 milljónir glasa á ári. ureyri. Verður viðræðunum haldið áfram í næstu viku. Landsbankinn tók sem kunnugt er við nokkrum eignum Sam- bandsins í vikunni, þar á meðal Kaffibrennslu Akureyrar og Efna- verksmiðjunni Sjöfn og hefur KEA, sem á helming hlutabréfa í fyrirtækjunum tveimur, áhuga á að kaupa þann hlut sem eignar- haldsfélag Landsbankans, Höml- ur, hefur nú tekið yfír. Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri sagði að viðræður um kaup KEA á hlutabréfunum væru hafnar og yrði þeim haldið áfram í næstu viku og átti hann von á að línur yrðu farnar að skýrast seinnipart vikunnar. Tilgangur með kaupunum sagði Magnús Gauti vera að halda fyrir- tækjunum á svæðinu svo þau geti vaxið hér og dafnað. „Þetta eru góð fyrirtæki og af þeim góður hagnaður, þannig að við sjáum fjárhagslegan ávinning af því að eiga þau,“ sagði Magnús Gauti. Matvöruverslun ó Akureyri Til sölu er matvöruverslun á Akureyri í fullum rekstri. Hún er í eigin húsnæði, sem er 179 fin hæð og 309 fm kjallari og mjög vel búin nýjum innréttingum og tækjum. Húsnæðið getur fylgt eða tryggur leigusamningur. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurskoðun og reikningsskil hf., Lilju Steinþórsdóttur, löggiltum endurskoðanda, sími 96-23811. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar 45 ára Gestum boðið í verk- smiðjuna á afmælinu Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar á Akureyri átti 45 ára afmæli í gær, 13. nóvember, en fyrirtækið var stofnað þann dag árið 1947. Hefur fyrirtækið verið í stöðugum vexti frá upphafi, starfsmenn þess eru um 90 og veltan er rúmlega 900 milljónir króna á ári. í tilefni afmælisins verður verksmiðjan opin almenningi í dag, laugar- dag, frá kl. 14 til 17, en auk þess sem gestum gefst færi á að skoða verksmiðjuna verður þeim boðið upp á að bragða á framleiðslunni. Námskeið Háskólans Vinnuvernd og samskipti við fjölmiðla TVO námskeið verða haldin á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri á næst- unni, Samskipti við fjölmiðla og Vinnuvernd. Fyrra námskeiðið, Samskipti við fjölmiðla, verður tvö kvöld, þ.e. 18. og 25. nóvember og hefur Yngvi Kjartansson blaðamaður umsjón með því. Farið verður yfír helstu þætti í samskiptum fyrirtækja við fjölmiðla, m.a. fréttatilkynningar, blaðamannafundi og viðtalstækni. Stutt námskeið um vinnuvemd verður haldið 3. desember næst- komandi, en þar verður m.a. fjallað um hvað felst í hugtakinu vinnu- vernd og um vinnuvemdarátak fyrirtækja. Umsjón hefur Magnús Olafsson sjúkraþjálfari. Þá mun endurmenntunamefnd í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands halda tveggja daga námskeið um gæða- stjómun í heilbrigðisþjónustu dag- ana 27. og 28. nóvember. Umsjón hafa Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur og Guðrún Högnadóttir fræðslustjóri. Akureyrar- prestakall Helgistund verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri kl. 10 á morgun, sunnudag. Sunnudagaskóli í Akureyrar- kirlqu kl. 11 og eru öll böm og foreldrar hvött til þátttöku. Hátíðarmessa verður í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag, 15. nóvember. Minnst verður af- mælis kirkjunnar. Fluttir verða þættir úr þýskri messu eftir Franz Schubert við texta Sverr- is Pálssonar. Óskar Pétursson syngur einsöng. Kór Akur- eyrarkirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Nokkrir hljóð- færaleikarar koma fram í at- höfninni. Sálmar: 288,286,586 og 26. Kvenfélag Akureyrar- kirkju hefur kaffisölu og basar í safnaðarheimilinu eftir messu. Aðalfundur Listvinafélags Ak- ureyrarkirkju verður í kapel!- unni nk. sunnudag kl. 16. Æskulýðsfélagið heldur fundi í safnaðarheimilinu kl. 17 á sunnudag. BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott ti/boð7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.