Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Meistarastig Evrópu Tveir Islendingar fá tit- ilinn lífstíðarmeistari Tveir íslendingar, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson, hafa nú hlotið nafnbótina evrópsk- ur lífstíðarmeistari sem er næst hæsta gráða meistarastigakerfis Evrópu. A nýútkomnum meistara- stigalista er Jón Baldursson er stigahæstur íslendinga með 315 Evrópustig en hann er í 56. sæti yfir stigahæstu spilara Evrópu. Aðalsteinn Jörgensen er með 302 stig og er í 61. sæti. Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson hafa 236 Evrópustig og eru í 83-84. sæti á Evrópulistanum. Þorlákur Jónsson hefur 233 stig í 87. sæti og Guðmundur Páll Amar- son er í 94. sæti með 222 stig. Þess- ir fjórir hafa náð svonefndri meist- aragráðu á Evrópustigalistanum en 300 stig þarf til að verða lífstíðar- meistari auk þess sem gerð er krafa um ákveðinn árangur í alþjóðlegum mótum. Stigahæsti spilari Evrópu er sam- kvæmt þessum lista Frakkinn Paul Chemla með 718 og þá eru ekki tal- in með stigin sem hann fékk fyrir að vinna Ólympíumótið í haust. í öðru sæti er Svíinn Per Olof Sundel- in með 670 stig og Pólveijinn Krzysztof Martens er í 3. sæti með 669 stig. Þessir spilarar og 10 aðrir bera nafnbótina stórmeistari. Það vekur athygli að enginn ítali er þar á meðal þar sem stigin ná ekki yfir valdatíma Bláu sveitararinnar ít- ölsku. Georgio Belladonna ber þó nafnbótina heiðursstórmeistari. Evrópustig eru gefin fyrir alþjóð- leg mót en einnig fyrir ákveðin lands- mót og því geta spilarar fengið Evr- ópustig þótt þeir spili aldrei á er- lendri grund. Alls hafa 113 íslenskir spilarar fengið skráð Evrópustig. í næstu sætum á eftir sexmenningun- um koma Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Karl Sigurhjartarson og Björn Eysteinsson. Þá er Hrannar Erlingsson í 14. sæti á stigalista yfír spilara 25 ára og yngri með 30 Evrópustig. Evrópustig voru fyrst gefin út árið 1981 en Bridgesamband íslands tók ekki þátt í þessu samstarfí fyrr en á síðasta ári. Bridgesambandið hefur hins vegar fengið að reikna út Evrópustig aftur í tímann og voru stig áranna 1981 til 1987 skráð á þessu ári. Þetta hefur leitt til þess að íslendingar eru í fjórum efstu sætunum á síðasta árslista, Jón með 125 stig, Aðalsteinn með 119 stig og Guðmundur og Þorlákur með 99 stig. Öm og Guðlaugur eru í 10.-11. sæti með 63 stig. Islendingar keppa á Sikiley íslensk sveit mun í byijun næstu viku keppa á stórmóti í Palermo á Sikiley í boði ítalska bridgesam- bandsins. Þangað var boðið sveitum frá 10 Evrópulöndum, sem hafa unn- ið til verðlauna á hleims- og Evrópu- meistaramótum. í íslensku sveitinni eru Öm Amþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson^ Matthías Þorvaldsson og Sverrir Ármannsson. Þeir munu síðar í vikunni keppa á öðra móti í bænum Cefalu og þar munu einnig spila Aðalsteinn Jörgensen, Bjöm Eysteinsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Hermannsson. Önnur íslensk sveit sýndi Bretum Uppboð til styrktar Sophiu Hansen STARFSMANNAFÉLAG Kola- portsins hefur ákveðið að taka virkan þátt í fjársöfnun til styrkt- ar Sophiu Hansen og hefur fengið leyfi til að standa fyrir uppboði í Kolaportinu nk. sunnudag 15. nóvember. Starfsmannafélagið hefur fengið ókeypis aðstöðu og gefa allir vinnu sína vegna þessa góða málefnis. Pétur Þorbjörns- son fyrrverandi uppboðshaldari í Faxamarkaði mun stjórna upp- boðinu af sinni alkunnu snilld. Uppboðið stendur frá kl. 12-14. Fjöldi fyrirtækja hafa gefið vörar sínar til þessa uppboðs og má nefna Levi’s búðina, Argentína steikhús, JVC, Heimilistæki, Hans Petersen, Globus hf., Kúnígúnd, Kosta Boda, Coca Cola, Leikfélag Reykjavíkur, Gull og silfur, Stefánsblóm, Útilíf, Henson og Ásbjöm Ólafsson, heild- verslun. Starfsmannafélagið vonast til að sem flestir komi og styrki Sophiu Blústónleikar Fjáröflunartónleikar með Tregasveitinni verða haldnir á Úlfaldanum, félagsmiðstöð SÁÁ, í Armúla 17a, laugardaginn 14. nóvember kl. 23.00. Allur að- gangseyrir rennur til kaupa á hljómflutningstækjum í salar- kynni félagsheimilisins. Tregasveitin er blússveit í Reykja- vík sem starfað hefur frá 1989. í sveitinni era þeir Pétur Tyrfingsson Hansen til að hjálpa henni við að fá bömin heim, það mun hver einasta króna sem í kassann kemur renna beint til Sophiu. (Fréttatilkynning) A á Ulfaldanum og Sigurður Sigurðsson. Jafnframt því að syngja spilar Pétur á gítar og Sigurður á munnhörpu. Þriðji sólistinn er gítarleikarinn Guðmund- ur Pétursson. Stefán Ingólfsson leik- ur á bassann og Jóhann Hjörleifsson strýkur húðimar. Nú er geisladiskur Tregasveitar- innar á leið til landsins. Hljómsveitin gefur diskinn út sjálf en Japis sér um dreifíngu. Morgunblaðið/Amór. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson hafa safnað flestum Evrópu- meistarastigum af íslendingum síðan þessi stig voru tekin upp fyrir áratug. fyrir skömmu hvernig á að spila brids og vann Lederer-minningarmótið gamalgróna á sannfærandi hátt. Sú sveit var skipuð Jóni Baldurssyni, Sævari Þorbjömssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni og Þorláki Jónssyni. Meðal keppenda á Lederermótinu var Boris Schaphiro, sem kominn er á níræðisaldur. Hann hefur alla tíð haft illan bifur á gervisögnum þótt hann hafi látið tilleiðast á sínum tíma að spila kerfið Little Major, sem Terence Reese samdi að sögn til að sýna fram á fáránleika gervisagna- kerfa. Schapiro fannst lítið koma til kerfiskorts Jóns og Sævars, en þeir spila nýtísku biðsagnakerfí kryddað með ýmsum sagnvenjum. Og Sævar og Jón beittu biðsögnum eða sagn- venjum í öllum spilunum 12 í leikn- um. Þetta var eitt þeira. S/Allir Norður ♦ K1097652 VÁD732 ♦ - *2 Vestur Austur ♦ - ♦ ÁDG43 ¥ KG106 ¥.- ♦ K653 ♦ D1072 + K9764 +Á1083 Suður + 8 ¥ 9854 ♦ ÁG984 + DG5 Vestur Norður Austur Suður Gordon Sævar Schap. Jón pass pass 2 Gr dobl 4 hjörtu dobl/// -200 Opnun Sævars sýndi annaðhvort hindrun með tígullit eða að minnsta kosti 6-5 skiptingu og hálitina. Schapiro doblaði eftir miklar yfir- heyrslur um merkingu sagnarinnar og Jón stökk í 4 hjörtu enda vildi hann spila 5 tígla ætti Sævar tígul- lit. Gordon doblaði þetta að vonum en þegar hann spilaði út tígli hvarf laufíð í borði í tígulásinn og Jón slapp einn niður þrátt fyrir óleguna í spil- mu. En Schapiro taldi sig hafa kennt Islendingunum sagnvenjuglöðu lexíu. En við hitt borðið opnaði Rob Sheehan í norður einfaldlega á 4 spöðum eins og margir aðrir norður- spilarar í mótinu. Eftir tvö pöss do- blaði Guðmundur í vestur til úttektar og Þorlákur var auðvitað ánægður með það. Og 4 spaðar fóru 800 nið- ur, svo íslendingarnir græddu 12 IMPa á sagnvenju Jóns og Sævars. Evrópumótið í tvímenningi Evrópumótið í tvímenningi verður haldið í Bielefeld í Þýskalandi 19-21. mars á næsta ári. Þetta mót er opið fyrir alla Evrópubúa og vinsældir þess hafa varið vaxandi, ekki síst eftir að farið var að veita talsvert há peningaverðlaun á mælikvarða bridsmanna fyrir efstu sætin. Bridgesamband íslands hefur milli- göngu um skráningu á mótið en skráningarfrestur er til 15. febrúar 1993. r. ; jdcöður morgun Ólafsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Yngri börnin niðri og eldri bömin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Tómas Tómasson veitinga- maður prédikar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin til messunar. Prestursr. GylfiJóns- son. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrir- bænir, altarisganga og léttur há- degisverður og kl. 14 biblíulestur. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- samvera kl. 10. GunnarJ. Gunnars- son: Trúarbrögð mannkyns. Messa kl. 11. Altarisganga. Barna- stund. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 14. Barnakór Hallgrímskirkju kemur í heimsókn. Sr. Miyako Þórðarson. Kl. 17. Tónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju. Flutt verður ensk kirkjutónlist fjögurra alda. Stjórn- andi Bernharður Wilkinson. Þriðju- Guðspjall dagsins: Matt. 18.: Hve oft á að fyrirgefa? ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur með fermingarbörnum og foreldr- um þeirra eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólf- ur Guðmundsson messar. Ein- söngur Reynir Guðsteinsson og Viktor Guðlaugsson auk hljóðfæra- leikara. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu á sama tíma. Kirkju- bíllinn fer um Vesturbæinn. Síð- degisguðsþjónusta kl. 17. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Kristinn Hóse- asson messar. Organisti Kjartan dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjala. Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíll- inn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Bibl- íulestur mánudagskvöld kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Kórskól- ans syngur. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. Aftan- söngur virka daga kl. 18. LAUGARNSESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermingarþörn að- stoða. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnssonár. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. Messa kl. 14. Bjöllusveitin leikur. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir og kirkjukórinn frá Fellsmúla annast guðsþjónustuna. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Miðvikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sunnudagaskóli Árbæjarsafnaðar kl. 11 í Ártúnsskóla, Selásskóla og safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Fyr- irbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas- son. Barnaguðsþjónusta í safnað- arheimilinu á sama tíma. Kl. 16: Afmælistónleikar kórs Breiðholts- kirkju til styrktar orgelsjóði kirkj- unnar. Kl. 20.30. Samkoma á veg- um „Ungs fólks með hlutverk". Ræðumaður: Halldóra Ólafsdóttir. Bænaguðsþjónusta með altaris- göngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sig- fúsar og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 11. Dómprófastur sr. Guð- mundur Þorsteinsson vísiterar söfnuðinn og predikar. Sóknar- prestar, sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson og sr. Hreinn Hjartarson, þjóna fyrir altari. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða sér um tónlist. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Fyrirbæna- stund mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. Prestarnir. GRAFARVOGSPREST AKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinemarnir Elinborg og Guðmunda aðstoða. Guðsþjón- usta kl. 14 fellur niður vegna dval- ar kirkjukórs og organista í æfinga- búðum. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar í Digranesskóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kórinn Syngjandi Seljur leiðir söng. Organisti Jakob Hallgrímsson. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta í Seljahlfð laugardag kl. 11. Organisti Reynir Jónasson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN f REYKJAVÍK: Laug- ardag flautudeildin kl. 14 í safnað- arheimilinu, kl. 15 samverustund eldri barnanna í safnaðarheimilinu. Sunnudag kl. 11 barnaguðsþjóþ- usta, kl. 14. guðsþjónusta, ferm- ingarskólinn sérstaklega boðaður. Mánudag kl. 20.30 biblíulestur í safnaðarheimilinu. Miðvikudag kl. 7.30 morgunandakt. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga kl. 14, fimmtu- daga kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.