Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 2

Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 EFNI Gangandi fyrir bíl FULLORÐINN maður varð fyrir bifreið á Suðurlands- braut í gærmorgun, kl. 10.30. Maðurinn var á gangi yfir Suðurlandsbrautina við Reykjaveg, þegar hann varð fyrir bifreið, sem ekið var austur brautina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu um kl. 12 á hádegi í gær var þá óvíst um meiðsli mannsins. ♦ ------- Tveir á tvö- faldri ferð TVEIR ökumenn voru svipt- ir ökuréttindum sínum í fyrrinótt, þegar þeir óku á rúmlega 100 km hraða eftir Njarðarbraut í Njarðvík. Hámarkshraði á Njarðar- braut er 50 km á klst. Menn- imir tveir óku hvor á eftir öðrum og þykir ekki ólíklegt að þeir hafi verið að reyna með sér. Báðir náðu því marki að missa ökuréttindin. -----» ♦ ----- Hross varð fyrir bíl EKIÐ var á hross í Nesja- hreppi í Austur-Skaftafells- sýslu í fyrrihótt, skammt frá bænum Seljavöllum. Hross- ið drapst samstundis. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Homafirði skemmdist bifreiðin, sem ekið var á hross- ið, lítið og ökumanninn sakaði ekki. -----»■■ ♦.»-- Eldingu laust í staur ELDINGU laust niður í Ijósastaur við Reykjaveg í Mosfellsbæ kl. 3.30 í fyrri- nótt. Rafmagn fór af hluta Mos- fellsbæjar um tíma vegna þessa, auk þess sem staurinn skemmdist mikið. ---- ♦-»--♦--- • • Olvaður rataði ekki ÖLVAÐUR maður sem hafði lagt sig til svefns í anddyri húss á Flateyri í fyrrinótt fékk að gista fangageymslur lögreglu á ísafirði, enda gat hann ekki með nokkru móti munað, hvar venjulegur náttstaður hans væri. Maðurinn hafði verið að skemmta sér um kvöldið, en gerðist mjög ölvaður og ákvað því að koma sér í háttinn. Hann komst þó aldrei lengra en í næsta hús, þar sem hann sofnaði vært í anddyrinu. íbú- ar hússins voru hins vegar ekki par hrifnir af næturgest- inum og kölluðu á lögreglu. Maðurinn, sem er aðkomu- maður, gat alls ekki munað hvar á þessum framandi stað hann ætti að sofa og fékk því að sofa úr sér í fangageymsl- unum. mmm fg Ljjósmynd/Sveinbjöm Berentsson Nemendurnir sem mældu mengun í Læknum í Hafnarfirði ásamt kennara sinum. Mikið magn saurgerla er í Læknum í Hafnarfirði í KÖNNUN sem líffræðinemendur í Flensborgarskóla gerðu á meng- un í Læknum í Hafnarfirði kom fram að mikið magn saurgerla er að finna þar, eða yfir 358 saurgerla I hveijum 100 ml vatns. Sam- kvæmt reglugerðum er leyfilegt hámark saurgerla með ströndum 100 gerlar í hverjum 100 ml. Engin slík reglugerð er til um mengun í Læknum. í frétt frá nemendunum kemur fram að mælt var á fjórum stöðum í Læknum, tveimur fyrir framan Lækjargötu, einum framan við Lækjarskóla og einum þar sem Lækurinn rennur undir Strandgöt- una. Frekar lítið reyndist af nítr- ati, nítríði og fosfati, sem gefa til kynna ofauðgun næringarefna og geta aukið þörungagróður og rotn- un á lækjarbotninum. Saurgerlar benda til beinnar skólpmengunar og af þeim var mik- ið, eins og áður sagði. í frétt nem- endanna segir að enga reglugerð sé að finna um hámark saurgerla í fersku vatni eins og Læknum. Sýkingarhætta sé þó nokkur af gerlunum, en saurgerlar geta valdið blóðeitrun og þvagrásarsýkingum. Nemendurnir benda á nauðsyn þess að Lækurinn sé sem hreinlegastur, enda liggi t.d. ieikvöllur eins af stærri grunnskólum í Hafnarfirði, Lækjarskóla, alveg fram á lækjar- bakkann. Tveir innkaupapokar töpuðust í skemmtiferð í Newcastle Skilvís bresk hjón leit- uðu Islendingana uppi ÍSLENSK hjón urðu fyrir því óláni fyrir skömmu að gleyma tveim- ur pökkum með varningi í verslunarmiðstöð í Newcastle á Bretlands- eyjum og töldu þau vaminginn glataðan en viku síðar kom óvænt staða upp. Málavextir voru þeir að Eyvindur Jóhannsson bifvélavirki í Kópavogi og Jóhanna Stefánsdóttir kona hans voru í skemmtiferð í Newcastle en fjöldi íslendinga hefur verið þar að undanfömu í skemmtiferðum. Hjónin vom í hinni stóm verslana- miðstöð, Metro Center, sem er ein stærsta verslanamiðstöð Evrópu, og höfðu keypt sitt lítið af hveiju, m.a. Levi’s gallabuxur handa böm- um sínum, boli og jakka. Eins og gengur var poka- og pinkiafjöldi landans orðinn nokkur þegar þau komu í leðurvömverslunina Pelts & Co í Metro Center. Þar var bætt á pinkli, en hins vegar gleymdu hjón- in þar pokunum með Levi’s fatn- aðinum. Þaðan fóru þau á matsölu- stað og fleira og áttuðu sig ekki fyrr en á hótelinu um kvöldið að tvo pakka vantaði. Eftir leit á veit- ingastaðnum án árangurs vom pakkamir afskrifaðir. Að viku liðinni þegar þau vom að skrá sig um borð í vél heim til íslands á flugvellinum gengu að þeim bresk eldri hjón og spurðu hvort þau hefðu ekki týnt einhveiju. íslensku hjónin vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið, en þegar þau bresku spurðu hvort þau ættu ekki þessa poka um leið og Levi’s pokun- um var svipt fram glaðnaði nú held- ur yfir landanum. Bresku hjónin voru þá eigendur Pelts & Co og töldu sig vita að íslensk hjón hefðu gleymt pökkunum í búð þeirra og þar sem þau vissu að næsta vél fór heim til íslands næsta sunnudag óku þau nær hálfrar stundar akstur á völlinn og vildu láta á það reyna hvort þau fýndu íslensku hjónin. „Það var stórkostlegt að fá svona fyrirsát," sagði Eyvindur Jóhanns- son í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum þeim afar þakklát og fengum hjá þeim heimilisfang áður en við lögðum í hann heim. Ég bauð þeim ekki borgun en kvaðst vilja launa þeim á annan hátt. Það vildi svo þannig til að viku seinna fór ég aftur óvænt til Newcastle vegna afmælis frænku minnar og tók þá með mér pakka með laxi og myndabók til bresku hjónanna þar sem fagnaðarfundir urðu og ég held að þau hafi orðið jafn hissa að sjá mig eins og við þegar þau birtust með pakkana okkar. Okkur fannst fyrirhöfn þeirra og skilvísi mjög sérstök, en hins vegar er fólk- ið þarna almennt einstaklega hjálp- legt og ljúft, frekar en annars stað- ar,“ sagði Eyvindur. Lyklar í kveikjulási freistuðu þjófsins BIFREIÐ var stolið I miðborg- inni aðfaranótt laugardags, en lögreglan hafði hendur í hári drukkins bílþjófsins skömmu síð- ar. Lögreglan sagði að eigandi bílsins gæti sjálfum sér um kennt, því hann hafði skilið lykl- ana eftir í kveikj ulásnum. Ökumaðurinn tilkynnti lögregl- umii um þjófnaðinn kl. 3 um nótt- ina. Svo heppilega vildi til að lög- reglan náði bílþjófnum í Hafnar- stræti aðeins örfáum mínútum síð- ar. Hann hefði að öllum líkindum verið gripinn hvort eð er, því öku- lag hans var ekki upp á marga físka, enda var maðurinn mjög drukkinn. Lögreglan í Reykjavík segir að full ástæða sé til að benda fólki á að það býður hættunni heim að skilja lyklana eftir í bílunu'm, eða jafnvel að fara frá bílum sem eru í gangi, eins og marg oft kemur fyrir. Þá verði aldrei of brýnt fyrir fólki að skilja ekki eftir verðmæti á glámbekk, því það skiptir þjófa litlu máli hvort bílar eru læstir, ætli þeir sér að nálgast hlutina. Eldur í sorptunnum ELDUR kom upp í plasttunn- um í sorpgeymslu fjölbýlis- húss við Reynimel í fyrrinótt og lagði reyk og sót með sorplúgum um stigaganginn. Talið er að logandi sígaretta hafi leynst í sorppoka og hún kveikt í. Engum íbúanna varð meint af, en gufur frá brenn- andi plasti geta verið mjög hættulegar. A ► l-40 Líbanon ►Er nú loksins eitthvað gott að gerast í Líbanon? Jóhanna Kris- tjónsdóttir blaðamaður, sem var þar á ferð í Iok október sl., segir a.m.k. að nú sé kominn nýr tónn í fólkið, ný viðhorf, bjartsýni og framkvæmdahugur./ 10 Eilíft líf í prentsvertu ►Bandaríski mannfræðingurinn David Koester hefur dvalið hér á landi og kynnt sér ýmsa þætti í íslenskri menningu./12 Ásgeir Ásgeirsson ►Gripiðniður í ævisögu herra Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, sem Gylfí Gröndal hefur skráð./ 14 Forsjárdeiiur og for- dómar? ►Einn viðkvæmasti málaflokkur sem fjallað er um í okkar samfé- lagi er forræðismál bama. í þess- ari grein er velt upp ýmsum spum- ingum sem snerta meðferða þess- ara mála hér á landi./ 18 Litvefir myndf latarins ►Hugleiðing Braga Ásgeirssonar vegna tímahvarfa í tilefni sjötugs- afmælis Guðmundu Andrésdóttur listakonu./24 B ► l-24 _ SUNNUDAGUR 5’arn- |K»r«—Hablb ísiendingurinn úr- ræðagóði ►Magnús Hallgrímsson hefur unnið einna lengst íslendinga að hjálparstörfum víða um heim, fyrir Rauða krossinn, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Friðar- gæslusveitir SÞ./l Og náttúran hrópar og kallar ►Saga Guðlaugs Bergmanns, sem kenndur er við Kamabæ, er í hug- um margra samofin sögu bítlaár- ana og sjöunda áratugarins. Hann innleiddi nýja fatatísku, nýjan stíl í líf íslenskra ungmenna. Oskar Guðmuhdsson hefur skráð sögu Gulla í Kamabæ á bók./8 Nýjar áttir ►Sykurmolamir taka þátt í dýr- ustu tónleikaferð rokksögunnar með íranum í U2./10 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 20 Helgispjall 20 Reykjavíkurbréf 20 Minningar 22 Fðlk (fréttum 32 íþróttir 34 Útvarp/sjónvarp 36 Gárar 39 Mannlífsstr. 6b Dægurtónlist 14b Kvikmyndir 15b Myndawgur 16b Brids 16b Stjömuspá 16b Skák 16b Bfö/dans 18b Bréf til blaðsins 20b Velvakandi 20b Samsafnið , 22b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.