Morgunblaðið - 15.11.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.11.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR, 15. NÓVEMBER 1992 7 Hagstofan tekur í notkun nýtt tölvukerfi við gerð vinnumarkaðskannana Sparar tíma og auðveldar úrvinnslu Stefnt að því að kanna atvinnuástandið ársfjórðungslega HAGSTOFA íslands hefur tekið í notkun nýtt og viðamikið tölvu- kerfi við gerð vinnumarkaðskannana. Tölvukerfið, sem heitir Bla- ise, er fengið frá hollensku hagstofunni og gefur kost á mun skjót- virkari gerð kannana og auðveldar úrvinnslu úr þeim. Það felur m.a. í sér að í stað þess að spyrlar handskrifi svörin á spurninga- eyðublöð og þau séu síðan yfirfarin og skráð í tölvu, hafa spyrlarn- ir nú spurningarnar sjálfar í tölvunni og færa svörin beint inn. Þetta sparar mikinn tíma í úrvinnslu auk þess sem það dregur úr hættu á villum og eykur öryggi. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tækni er notuð á Islandi og líkja kunnáttumenn þessu kerfi nánast við byltingu í gerð kannana. Þegar er hafin notkun á tölvu- kerfinu við framkvæmd fjórðu vinnumarkaðskönnunarinnar sem nú stendur yfir og nær til 4.000 manns. Að sögn Hailgríms Snorra- sonar hagstofustjóra standa vonir til að hæg^ verði að framkvæma slíkar kannanir ársfjórðungslega í framtíðinni og segir hann notkun tölvukerfisins án efa leiða til sparn- aðar fyrir stofnunina. Elías Héðins- son félagsfræðingur og Ásta Mel- itta Urbancie landfræðingur hafa yfirumsjón með vinnumarkaðs- könnununum. Að sögn Hallgríms hóf Hagstof- an gerð vinnumarkaðskannana í apríi á síðasta ári. Hafa slíkar kannanir verið gerðar tvisvar á ári en með hjáip þessa kerfis hefur Hagstofan möguleika á að gera kannanimar oftar. Upplýsingar um vinnumarkaðinn hafa verið af skornum skammti og hefur skort upplýsingar um atriði eins og hvert sé raunverulegt atvinnuleysi og um breytingar á vinnuafli. Þá sé mikls- vert að fá haldgóðar upplýsingar um hvernig landsmenn skiptast eftir atvinnugreinum, starfsstétt- um og um lengd vinnutíma að sögn Hallgríms. ítarleg kannanir á þessu væru mikilvægar af ýmsum ástæð- um, m.a. til að meta efnahags- ástand, skipulag atvinnumála og aðgerðir á sviði félagsmála. „Fram að þessu höfum við verið að vinna þessar kannanir á mjög hefðbundinn hátt. Við réðum 40 spyrla sem hringdu í þátttakend- urna, en úrtakið er 4.000 manns, og lögðu þeir spurningar fyrir þátt- takendurna. Þeir skrifuðu svörin á blöð og síðan þurfti að fara yfir þau og skrá svörin inn á tölvu. Þetta gekk ótrúlega vel og höfum við náð yfir 90% svörun. Ymislegt hefur þó vafíst fyrir okkur en við höfðum vitneskju um að farið væri að tölvuvæða kannanir af þessu tagi erlendis. Við ákváðum því að fá lánað tölvukerfið Blaise frá hol- lensku hagstofunni. Þetta tölvukerfí er að komast í notkun víða í Evrópu. Við kynntum okkur hvernig Danir hefðu sett upp svona kerfi og höfum undirbúið þetta síðan í sumar og aðiagað það að því kerfí sem við höfum hér á Hagstofunni," segir Hallgrímur. Hann benti auk þess á að nú ynnu 20 spyrlar við könnunina. Þeir sætu við tölvurnar sem leiddu þá áfram í hveiju viðtali og tækju símtölin mun skemmri tíma en áður sem væri mikill kostur fyrir sva- rendur. Elías Héðinsson benti á marga kosti þess að spurningar væru sett- ar inn í tölvu. Spurningablöð væru í mörgum tilvikum mjög flókin og spurningar mismargar eftir at- vinnuþátttöku og menntun svar- enda. Því væri alltaf verið til stað- ar hætta á villum þegar spyrlar þyrftu að rekja sig í gegnum spurn- ingarnar á blöðunum en nú er það tölvan sem leiðir spyrlana í réttri röð eftir spurningunum. Þá hefði verið tímafrekt að gera leiðrétting- ar á gögnunum eftir hveija könn- un. Urvinnsla kannananna tók áður margar vikur en nú verður vonandi hægt að birta niðurstöður nokkrum dögum eftir að könnuninni lýkur, að sögn hans. Hallgrímur og Elías leggja á áherslu á að við alla framkvæmd kannana sé farið með allar upplýs- ingar sem trúnaðarmál. Starfs- menn séu bundir trúnaðarheiti og þagnarskyldu og niðurstöður komi einungis fram í samanteknum töfl- um. Þess sé vandlega gætt að aldr- ei verði hægt að rekja niðurstöður eða svör til einstakra þátttakenda. Hagstofan hefur heimild frá hol- lensku hagstofunni til að nota Morgunblaðio/Þorkell Spyrlar Hagstofunnar hringja í þátttakendur í vinnumarkaðskönn- un og nota til þess nýtt tölvukerfi sem gjörbreytir allri vinnu við framkvæmd slíkra kannana. Morgunblaðið/Gunnar Blöndal Hallgimur Snorrason hagstofustjóri og Elías Héðinsson umsjónar- maður vinnumarkaðskannana Hagstofunnar. tölvukerfið en að sögn Hallgríms verður væntanlega gerður formleg- ur samningur þar um á næsta ári og þá þurfi Hagstofan líklega að greiða áskriftargjald. Enginn vafí leiki þó á að notkun þessa kerfis leiði til sparnaðar fyrir Hagstofuna. I vinnumarkaðskönnununum bætast 1.000 nýir þátttakendur við útakið hveiju sinni og sá fjórðung- ur svarenda sem lengst hefur verið með er felldur út og nýjum bætt í staðinn. Alls er því leitað fjórum sinnum til allra um þátttöku. „Við fáum miklu betri upplýs- ingar um ástandið á vinnumark- aðnum en til þéssa og fyllri mæling- ar á hversu margir eru á vinnu- markaði, hversu langur vinnutím- inn er og þegar farið verður að gera kannanir oftar getum við fylgst með breytingum sem verða á vinnumarkaðinum. Kannanimar gefa kost á að skoða niðurstöðurn- ar út frá búsetu, aldri og kyni og við fáum betri vísbendingar um fjölda atvinnulausra en fást út úr atvinnuleysisskráningu," segir Hallgrímur. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Myndin var tekin þegar fram- kvæmdir við lokunarbúnaðinn voru nýhafnar. Nýr lokun- arbúnaður í Andakílsá Grund í Skorradal. ANDAKÍLSÁRVIRKJUN tók formlega í notkun nýjan lokun- arbúnað í vatnsmiðlunarmann- virki við ósa Skorradalsvatns hinn 3. nóvember sl. Stjórnarformaður Magnús Guð- mundsson studdi á rofa sem ræsti aðra lokuna og hleypti vatninu í vatnsmiðlunarskurðinn. Viðstaddir voru stjórn auk fram- kvæmdastjóra Andakílsvirkjunar, Ásgeirs Sæmundssonar. Lokunar- búnaðurinn er hannaður og smíð- aður af Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Alla aðra hönnunarvinnu annaðist framkvæmdastjórinn Ásgeir Sæ- mundsson, tæknifræðingur. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina er um 26 milljónir kr. þar af kostuðu lokurnar ásamt uppsetningu um 16 milljónir króna. Með tilkomu þessa nýja búnaðar er starfsmönnum ekki lengur hætta búin við stjómun vatns- rennslis í miðlunarskurðinn eins og var á meðan gamli málalokun- arbúnaðurinn var í notkun eða allar götur frá 1947 til 1992. - D.P. Slapp ómeidd- ur er stálbiti gekk inn í bíl MAÐUR slapp lítt meiddur úr umferðaróhappi í gærmorgun, þegar stálbiti gekk inn um framr- úðu bifreiðar hans. Þykir mikil mildi að ekki skyldi fara verr og þakkar lögreglan það m.a. því að lítill hraði var á bifreiðinni þegar óhappið varð. Óhappið varð á Reykjanesbraut kl. 6.25 í gærmorgun. Lögreglan ók með blikkljósum á undan flutninga- bifreið með tengivagn, sem var að flytja sumarbústað. Á móti kom maður á jeppa, sem vék og hægði á sér þegar hann mætti lögreglubif- reiðinni, en sveigði inn á brautina aftur og lenti á flutningabílnum. Stálbiti, sem sumarbústaðurinn hvíldi á, gekk inn um framrúðu jepp- ans. Maðurinn fékk aðeins smávægi- legt höfuðhögg og fékk að fara heim að lokinni skoðun, en jeppinn er mik- ið skemmdur. Lögreglan í Keflavík segir að því miður sé allt of algengt að menn víki illa þegar þeir mæta lögreglubíl- um með blikkljósum. 100 70 40 GB DDPFF/Reprogruppen © „Sýningin Uppreisn berþess vott að nú sé kraftur að færast í starfsemina, nýir dansarar hafa gengið til liðs við tlokkinn og ferskir stjórnendur bera með sér nýja strauma og auknar væntingar." Auður Eydal, DV. Síðustu sýningar 6. sýning í kvöld kl. 20.00 7. sýning finnntudag 19. nóvember kl. 20.00 8. sýning fimmtudag 26. nóvember kl. 20.00 í Þjóðleikhúsinu „Þttð verður að telja þessa sýningu sigur fyrir hópinn sem að henni stendur. Uppreisn íslenska dansflokksins er hafin fyrir alvöru." Ólafur Ólafsson. Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.