Morgunblaðið - 15.11.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.11.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 Jólasendingin er komin. Bolir, stutt- og langerma. Og hn peysur. fjps LACOSTE á krakka REVK JAVÍKURVEGI 62 - SÍMI 650680 <ifð það hefur verið settur kraftur og mannskapur í að gera nýtt skipulag þar sem Miðborgin var. Hariri ætlar að láta jafna þann hluta algerlega við jörðu og byggja upp á nýtt. Það skilst eftir skamma veru í þessari borg að íbúar henn- ar munu ekki geta á hejlum sér tekið fyrr en það verk er hafið. Miðborgin steindauða hvílir á þeim eins og farg. „Það er eins og sitja uppi með Hiroshima,“ segja þeir. Nú sjá þeir fyrir sér nýja miðborg og vona að ekki verði reynt að hafa hana eftirlíkingu af þeirri sem var. „Fortíðinni verður að ýta burt \ og grafa hana, ekki fyrr en nýr miðbær er risin verður Beirút aftur það hjarta Líbanons sem það var.“ I Eftir að bundinn var endir á stríðið varð aðalviðskiptahverfið niðri í A1 Hamra, það er í þeim | hluta sem áður var kallað vestur Beirút. Þar eru að búa um sig flug- félög og stórfyrirtæki eru að snúa aftur, með starfsemi sína. Menn sitja á kaffihúsunum, það eru allir vel klæddir og það virðist enginn beinlínis líða skort, að minnsta kosti ekki svo skeri í augun. Gjaldmiðill landsins er líka að ranka við þó langt sé í land. Fyrir hálfu öðru ári voru 1.000 pund í einum ’dollar, þau voru tæp 2.000 nú, en eftir útnefningu Hariri hef- ur það styrkst um 10 prósent, sögðu menn og þótti gott. Mér fannst harla fáránlegt í fyrstu að borga mörg þúsund pund fyrir eitt- hvað smotterí og umreikna svo í huganum að í rauninni kostaði ekkert baun í bala. | Meðan á stríðinu stóð flýðu til útlanda margir tugir þúsunda manna, kannski fleiri. Margt var | efnafólk sem tókst að koma sínum fjármunum úr landinu, settist að á Kýpur, í Grikklandi eða í Banda- ríkjunum. Fæst af þessu fólki hef- ur snúið heim en margir komið í heimsóknir stundum að líta eftir húsum sem þeir yfirgáfu og eru svo löngu horfin eða í besta falli stórskemmd, hitta fjölskyldu sem ekki hefur heyrst frá í mörg ár og komast að því að margir nánir ættingjar létust í stríðinu. Fáir þessara útlaga Líbana eru ákveðn- ir í að flytja sína fjármuni heim en það vottar fyrir því og ef Har- iri tekst að sannfæra landa sína um að hann er ekki bara bjartsýn- k isbóla heldur getur komið með lausnir sem duga til frambúðar er ' ekki að efa að margir fara heim. . Allmargir Líbana fóru í stríðinu til Flóaríkja og unnu þar fyrir dágóð- um skildingi og eftir Flóastríðið I lagði það enn á flótta. Átti ekki í mörg hús að venda og varð að fara heim. Sumir með sína peninga en ekki svo að sköpum skipti enda eru þær upphæðir sem þarf til uppbyggingar stjarnfræðilegar. Líbanir eru að mörgu leyti sérs- takir innan arabaheimsins, þó svo þeir líti á sig sem arabíska, tala þeir um sig, einkum hinir kristnu og menntað fólk, sem Miðjarðar- hafsþjóð fremur en arabaþjóð. Benda á söguna máli sínu til stuðn- ings. En sama hver skoðun þeirra er á trúmálum eða pólitík er óhætt að segja að engan venjulegan Lí- bana hef ég hitt hvorki í fyrra né nú sem getur sætt sig við að Sýr- lendingar yrðu áfram herraþjóð í landinu. Það er athyglisvert að Sýrlend- ingar eru ekki jafn áberandi í land- inu og þeir voru fyrir ári. Varð- stöðvar sem voru út um alla borg eru flestar horfnar eða mannaðar Líbönum. Ritskoðun er augljós, blöðin skrifa ekki ‘um neitt sem gæti styggt Sýrlendinga. Og þeir hafa þau tök sem þeir vilja. Sumir líkja Líbanon við það að írakar hefðu fengið óáreittir að halda Kúveit. Menn gera sér grein fyrir því að Sýrlendingar hefðu aldrei fengið að gleypa Líbanon í einum bita nema af því Bandaríkin amen- uðu það og þágu í þakklætisskyni stuðning Sýrlendinga í Flóastríð- inu. Og því er bullandi illska í garð Bush og hans fyrverandi stjórnar. Líbanir staðhæfa fullum fetum og virðast trúa því að náist friðar- samningar milli Sýrlendinga og ísraela sé brostinn grundvöllur fyr- ir hersetu beggja, ísraela í suðri og Sýrlendinga annars staðar í landinu. Auðvitað er þetta rökrétt afstaða en ekki víst að hún verði einföld í framkvæmd. Altjent á ég örðugt með að ímynda mér að Sýrlendingar fallist á að láta frá sér Líbanon. Það var áreiðanlega sérstakt að heimsækja Beirút þegar hún var og hét. En það er ekki síður stór- kostlegt að koma nú í þessa borg sem þoldi fimmtán ára þjáningu stríðs og dauða og finna að þar er allt á hreyfingu, finna Iíka að Beirút er ekki lengur sú hin sorg- mædda borg. Hún á langt í land með að verða sú perla Miðjarðar- hafsins eða París Áusturlanda sem hún var en hún er ekki döpur leng- ur. Það er gleði í fólkinu innan um hrunin hús og skotin og ruslahaug- ana og sprengdu bílana sem enn hafa ekki verið fjarlægðir. Það er alls staðar gott að finna gleðina. En kannski hvergi jafn gott og í Beirút. TILBOÐ - NÝJAR SENDINGAR SYNING STOKTEPPI -20% Ö STGR. ■ Persía OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17 SUNNUPAG KL. 13-17 IRAN, PERSIA: BIDJAR BAGTIYER SENNEH BELOUCH HAMADAN YALAME SIRJAN ARDABIL SILK NAIN NAJAFABAD CHOM AFSHAR SHAHR BABAK QASHQAI TYRKLAND: SIRVAN DOSEMEALTI AFGANISTAN BELOUCH NASHAT BARMAZID BALOUTSCH JAINEMAS BIBIAGCHA PAKISTAN: BOKHARA JALDAR INDLAND: KAIMURI RAJBIK KASMIR SILK DURRIES NEPAL YAHUALE YAGCEBDIR 0 “ Persia KÍNA: SILKI 100% ANTIQUE FINISH SUPER WASHED TIENTSIN SAMV. SJÁLFST. RÍKJA (SOVÉT): AZERBEDJAN MIKRAH KAZAK YAMOUT KELIM FRÁ ÍRAN, PAKISTAN OG TYRKLANDI. BELGÍA VÉLOFIN ALLIR GÆÐAFLOKKAR 100% ULL. FAXAFENI 11 SÍMI686999 SÉRVERSLUN MEÐ STÖKTEPPI OG MOTTUR ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.