Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 Finnsk aldamótalist ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Það er vel þekkt úr sögunni að meðal ýmissa þjóða hafa listir og menning orðið aflvaki þjóðemisvit- undar, frelsisbaráttu eða þjóðfélags- breytinga, uppreisna og byltinga. Við íslendingar sóttum gjama hvatningu og hughreystingu til fornbókmennt- anna þegar sveið sem mest undan erlendu valdi, og íslensk skáld og rithöfundar á nítjándu öld og fyrri hluta hinnar tuttugustu gegndu oft miklu hlutverki í íslandssögunni, bæoi fyrir ættjarðarljóð sín og eigin framkvæmdir. Sú staðreynd að fyrsti íslenski ráðherrann var þekkt ljóð- skáld segir meira en mörg orð um stöðu listanna í þjóðmálabaráttunni hér á landi. Meðal frænda okkar í austri, Finna, gegndi myndlistin ef til vill álíka mikilvægu hlutverki í frelsis- baráttu þjóðarinnar og ritlistin gerði hjá okkur. Tímabilið milli 1880 og 1910 hefur oft verið nefnt „gullöldin" í myndlist Finna, og á þessum ára- tugum vom ýmsir þekktustu mynd- listarmenn Finna fyrr og síðar á hátindi ferils síns; nægir að nefna nöfn Akseli Gallen-Kallela, Pekko Halonen, Eero Jámefeldt, Hugo Sim- berg og Helene Schjerfbeck í því samhengi. A þessum tíma varð mik- il vakning meðal finnsku þjóðarinn- ar, vegna þess að rússneska keisara- dæmið hóf að herða tökin á landinu. Lengst af nítjándu öld höfðu Finnar búið við nokkuð meira frelsi og vel- megun en aðrir þegnar Rússakeisara sem íbúar sérstaks stórfurstadæmis; borgir og bæir tóku að stækka, skól- ar risu, menntún efldist og menning- arvitund þjóðarinnar tók stór skref fram á við. Þetta má m.a. rekja til útgáfu hinna frægu sögukvæða Kalevala um miðja öldina, en þau áttu eftir að hafa mikil áhrif á þjóð- emisvitund Finna, sem braust t.d. út í myndlistinni þegar Rússar reyndu að takmarka frelsi þjóðarinn- ar á ný undir lok aldarinnar. Nú stendur yfír í tveimur sölum Listasafns íslands athyglisverð sýn- ing, sem nefnd er „Finnsk aldamóta- list“. Hér er um að ræða listaverk úr eigu listasafnsins í Turku, en þar var fyrrum höfuðborg landsins og fomt menningarsetur frá því fyrsti háskólinn í Finnlandi var settur á stofn þar 1640. Listvinafélag hafði verið stofnað í borginni 1891, og strax tekið að kaupa verk fínnskra listamanna, þannig að þegar safnið var opnað 1904 gat það státað af ýmsum dýrgripum frá þessum ör- lagatímum í fínnskri þjóðarsögu; marga af þessum dýrgripum er að fínna á sýningunni í Listasafni ís- lands. Er vafasamt að hingað hafí áður borist á éina sýningu jafn mörg mikilvæg verk úr listasögu annarrar þjóðar, og er það samstarf sem hefur tekist milli Listasafns íslands og Listasafnsins í Turku um þessa sýn- ingu til mikillar fyrirmyndar. Finnsk myndlist varð ekki til í tómarúmi, heldur höfðu listamenn haldið til náms á erlendri grund og tekið þar upp vinnubrögð, sem þeir heimfærðu síðan á aðstæður í Finn- landi. í aldamótalistinni má greina hina þjóðfélagslegu raunsæisstefnu, sem rekja má til Courbet, Millet og fleiri franskra listamanna um miðja öldina, og náttúrurómantíkin ber með sér skyldleika við þýska lands- lagsmálverkið á síðari hluta nítjándu aldar. En bæði náðu listamennirnir að vinna úr erlendum námsáhrifum á sjálfstæðan og persónulegan hátt, svo og að tengja sín verk tilveru og lífí Finna, þannig að myndlist þeirra varð landsmönnum hvatning í þeirri þjóðfélagsvakningu sem gekk yfír þjóðina. Það umrót sem einkenndi þessa tíma á því ekki sístan þátt í að skapa „gullöldina" í fínnskri myndlist. Hér er ekki rétt að rekja sögu þessa tíma í listalífi Finna frekar, Pekka Halonen: Óbyggðir. Olía á striga, 1899. enda ágætlega fjallað um allar kring- umstæður í sýningarskrá. Sé litið til einstakra verka á sýningunni er ljóst að mestan aðdráttarkraft hafa ýmsar persónumyndir, og ber þar hæst mynd þjóðemissinnans Akselis Gal- len-Kallelas „Gömul kona og köttur" (nr. 14). Það er ótrúlegt að hugsa til að listamaðurinn var aðeins tví- tugur þegar hann málaði þessa mynd, og átti framundan giftusam- legan feril, m.a. sem einn helsti túlk- andi Kalevala-kvæðanna í myndlist- inni. Þessi raunsæja mynd af hnýttri, berfættri konu með stórar hendur og þungan svip hefur oft verið tekin sem tákn um þá þrautseigju, sem þrátt fyrir smæð sína mun sigrast á harðbýlu landi jafnt sem erlendum drottnurum. Önnur persónumynd, „Kartöflustúlkan" (nr. 46) eftir Hugo Simberg, ber með sér svip heillar þjóðar - svip þess sem mun af æðru- leysi takast á við það sem að höndum ber. Aðrar persónumyndir eru einnig athyglisverðar, og skal þar einkum bent á innilega mynd listakonunnar Helene Schjerfbecks af móður sinni (nr. 40) og sjálfsmynd Elins Daniel- son-Gambogis (nr. 9), sem geislar af sjálfsöryggi listakkonunnar. Landslagsmyndir eru áberandi hluti sýningarinnar, en þær eru ef til vill ekki eins áhrifamiklar nú og þær voru í augum samtímamanna listamannanna, þar sem yfírfærð táknræn gildi verkanna höfðu einnig mikla þýðingu. Þannig töldu Finnar mynd Pekka Halonen, „Óbyggðir“ (nr. 28) tákn um styrk og stolt þjóð- arinnar gagnvart erlendu yfírvaldi, þegar myndin var fyrst sýnd 1899; vitneskjan um hið sögulega sam- hengi er því mikilvægt í mati margra af þessum verkum. Einnig er rétt að vekja athygli á mynd Victors Westerholms „Foss“ (nr. 57), þar sem fara saman sterk myndbygging og litanotkun, auk hins táknræna gildis. Nú um stundir þurfa Finnar að stunda heldur óskemmtilega sögu- lega endurskoðun í ljósi falls komm- únistaveldisins í austri. Ýmislegt mun reynast öðru vísi en áður var talið og t.d. bendir margt til að dáð- ÞEGAR MEST Á REYNIR...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.