Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 23 Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Utgerðin rekin með 5-6% halla eftír aðgerðimar KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að samtökin séu þeirrar skoðunar að fella hefði átt gengið strax í septembermánuði þegar gengi sterlingspundsins var fellt. Gripið sé of seint til þessara aðgerða og þær komi sjávarútvegin- um ekki að fullu gagni nú. Hann segir að útgerðin verði rekin með 5-6% halla eftir aðgerðir ríkissljórnarinnar. 7,8-8,9% hækkun á verði gasolíu og svartolíu þýðir 307 milljóna kr. útgjaldaauka fyrir útgerðina. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar leiðir 6% lækkun á gengi krónunnar til 3,2% bata í af- komu sjávarútvegs, afnám aðstöðu- gjalds til 1% og óbein áhrif afnáms aðstöðugjalds til 0,2%. Hækkun er- lends kostnaðar um 3% leiðir til 1,3% versnandi stöðu sjávarútvegs en áhrif hækkunar verðs á sjávarafurð- um erlendis bætir stöðuna um 1,8%. Alls leiða aðgerðir ríkisstjórnarinnar til 4,9% bata í afkomu sjávarútvegs- ins, að mati Þjóðhagsstofnunar. Kristján sagði að þegar sterlings- pundið var fellt í september síðast- liðnum hefði LÍÚ bent á að fjórðung- ur af útflutningsvörum íslendinga væri seldur í pundum. Þar með hefðu forsendur fyrir fyrri gengisskráningu verið brostnar. Til viðbótar því hefði gengi lírunnar, pesetans og eskúdó- ans fallið. Gengi útflutnings sjávar- útvegsins hefði því hækkað um 3% þegar þarna var komið. „Að lækka gengi krónunnar nú um 6% gefur okkur afskaplega lítið ef við lítum til tímans fyrir 1. september. Ef menn miða við stöðuna í fyrradag má segja að hún hafi batnað um 4-5%, en ef við lítum til þess sem var fyrir miðjan september þá batnar staðan um 2,5-3%,“ sagði Kristján. „Það er horfið frá því að lækka tryggingagjald sem er launatengt gjald og skiptir mjög miklu máli fyr- ir sjávarútveginn vegna þess hve laun eru hátt hlutfall í útgerðarþætt- inum. Batinn er því ekki nema um 3% og það þykir okkur alltof skammt gengið og kemur greininni ekki í viðunandi rekstrarstöðu," sagði Kristján. „Eg hefði talið að fyrst og fremst hefði þurft að halda áfram með frek- ari kostnaðarlækkanir umfram það sem þarna var gert og fella gengið eitthvað meira. Hins vegar hefði ekki átt að hætta við að fella niður tryggingagjöld og hafnagjöld eins og rætt hafði verið um.“ Kristján sagði að LÍÚ teldi að út- gerðin yrði rekin með 5-6% halla eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og það væri óbærileg staða að mati LÍU. Verð á gasolíulítranum hækkar um 7,8% og tonnið af svartolíu hækk- ar um 8,9%. Þessi hækkun þýðir 307 milljóna kr. útgjaldaauka fyrir út- gerðina. „Það er viðbótarhækkun umfram þessa gengisbreytingu vegna þess að dollarinn hefur verið að hækka að undanförnu og olían er keypt í dollurum. Við vonum samt að olían sé frekar að lækka í verði og það gæti vegið eitthvað á móti. Hins vegar er þessi hækkun meiri en við bjuggumst við,“ sagði Krist- ján. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Minnkar Imíla viimsl- unnar um helming „ÞESSAR aðgerðir einar og sér duga ekki til þess að koma fiskvinnsl- unni upp fyrir núllið. Aðgerðirnar hafa þau áhrif að minnka hallann um helming í sjávarútvegi og fiskvinnslu," sagði Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann sagði að 6% gengisfell- ing nýttist fiskvinnslunni ekki að fullu leyti því kominn væri þrýstingur á íslenska fiskframleiðendur að lækka verð á afurðum sínum, einkum frá Spáni. Arnar sagði að reikna mætti með 1,2 milljarða halla miðað við óbreytt verð og óbreytt hráefnisverð og laun, en hann hefði verið áætlaður um 2,5 milljarðar í fiskvinnslunni á næsta ári. Arnar sagði að stofnun Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins þýddi að fallið yrði frá hugmyndum um innheimtu á gjaldi til Hagræðingarsjóðs. „Auk- in hagræðing með starfsemi sjóðsins kemur okkur Iíka til góða til lengri tíma litið. Við lítum á stofnun Þróun- arsjóðsins sem jákvætt innlegg, ekki síst fyrir fiskvinnsluna því nú mynd- ast úreldingarsjóður einnig í fisk- vinnslunni," sagði Arnar. Arnar sagði að erlendar skuldir sjávarútvegsins væru um 60 milljarð- ar kr. og innlendar skuldir um 35 milljarðar. Skuldirnar myndu hækka um u.þ.b. 3,5 milljarða vegna gengis- lækkunarinnar, en hækkun heildar- tekna í fiskvinnslunni vegna hennar yrði heldur meiri. „Ég held að verðbólguáhrif af þessum aðgerðum verði mjög lítil, því við megum ekki gleyma því að við kaupum mikið erlendis frá í sterk- um myntum sem eru mjög lágar áfram, eins og pundið og sænska krónan," sagði Amar. „Ef við höldum verðinu að mestu leyti óbreyttu mun þessi gengisbreyt- ing, sem er að hálfu leyti aðlögun að gengisþróun erlendis, skila tölu- verðum tekjuauka inn í greinina. Einnig hefur hún í för með sér kostn- aðarauka því aðföng verða nokkru dýrari. Fiskvinnslan gefur sér það að aðgerðimar hafí ekki breytingar í för með sér á hráefnisverði innan- lands né héldur á launakostnað og það er algert skilyrði þess að árang- ur verði af þessum aðgerðum fyrir fískvinnsluna," sagði Arnar. Hann harmaði að fallið hefði verið frá hugmyndum um að lækka trygg- ingagjald og hafnagjöld. Hins vegar yrði viðræðum við Landsvirkjun um lækkun raforkuverðs til fiskvinnsl- unnar haldið áfram og rætt yrði við Hafnasamband sveitarfélaga um hafnagjöld og vömgjöld. „Við emm ánægðir með þær breytingar sem verið er að gera á lögum um dráttar- vexti og fyrirhugaðar aðgerðir sem miða að því að lækka bindiskyldu í Seðlabanka. Við teljum að lækkun dráttarvaxta hafi táknræn áhrif á lækkun raunvaxta. Þó er ekki nóg að gert í vaxtamálum, en við viljum láta reyna á þessar leiðir," sagði Amar. FRAMHALDSSKÓLINN í REYKHOLTI: Mjúkur menntavegur ** býður velkomna nýja nemendur á vorönn. Tvö fyrstu árin í fjölbrautakerfinu og fornám. Ódýr heimavist og fjölbreytt aðstaða m.a til kvikmyndagerðar og íþrótta Umsóknir um skólavist berist meðjólapóstinum. Upplýsingar í símum: 93-51200-51201-51210. „NÝISKÓLASTJÓRINN“ Við stundum nám, sköpun og veisluhöld og leggjum áherslu á nemcndalýðreeði og áhyrgð _ dkK - • - KK BAND BEIN LEIÐ TONLEIKAR BORGARLEIKHÚSINI) Á nýju KKplötunni er að finna þverskurð af því besta sem KK hefur unnið * að á undanfornum misserum. Bein leið inniheldur m.a. lögin "Þjóðvegur 66" og "Vegbúinn", úr leikritinu Þrúgur reiðinnar. Einnig er hér áð finna, KK aðdáendum til mikillar ánægju, lög KK Bandsins úr kvikmyndinni "Sódóma Reykjavík", "Ó borg mín borg" og "Slappaðu af'. Stórkostleg og umfram allt skemmtileg plata, sem höfðar til fólks á öllum aldri. "Það er mikið spunnið í nýju lögin á plötunnL.Bein leið er vel heppnuð plata." GH-Pressan "Lagasmíðar KK bera glöggt vitni um að hann hefur tileinkað sér margt af því besta sem hann hefur kynnst á ferðum sínum sem götuspilari." KM-Morgunblaðið mánudaginn 30. nóvember forsala aðgöngumiða í öllum helstu hljómplötuverslunum DREIFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.