Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 mm/\m Sfcrifa. c/ndir~ rrtefo Ji&fini MCtgS fMrtS 'þangaés tiL eg fx. m)nni£ crftur. " Tíminn er á þrotum, en í næsta þætti segi ég ykkur hve langa suðu þarf, sem sé eftir hálfan mánuð ... Vertu ekki að veifa kær- ustunni í áhorfendastúk- unni, maður. Þú ruglar leik- inn___ HÖGNI HREKKVlSI ,, ÉG HANPTÓK ÞAU ryRU? BKarÁ Ö/WFER£>A- LÖGUM." BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Söngnr og söngkennsla Svar til Guðmundar Jónssonar söngvara Frá Ágústu Ágústsdóttur: Guðmundur góður: . Það gladdi mig að fá kveðju frá þér í Morgunblaðinu hinn 13. þessa mánaðar. Raunar hefði ég þó kosið, að skrif þín hefðu snert það málefni sem grein mín „Söngur og söng- kennsla" fjallaði um. Því var þó ekki að heilsa að þessu sinni. Mér þykir raunalegt, að reyndur söngvari skuli ekki hafa meiri áhuga á þessu umræðuefni en raun ber vitni. En ég skil vel að svo skuli vera ástatt um þá, sem ekki hafa fylgst með þeim tíðindum, er orðið hafa á þessu sviði undanfarin ár og áratugi; hafa t.d. látið undir höfuð leggjast að sækja námskeið (master- classes) með alþjóðlegu sniði. Þótt þú viljir fullvissa okkur um að þú sért orðinn fjörgamall maður, þá var þó söngtækni orðin fyllilega meðvitað fyrirbrigði á námsárum þínum. Þess vegna varð ég hissa, þegar þú afneitaðir því í sjónvarps- viðtali um árið að nokkuð væri til, sem söngtækni nefndist, „annað- hvort gætu menn þeta eða ekki“. Ef þú værir knattspymumaður mætti segja að í grein þinni hafi fyrirfundist mörg vanhugsuð spörk upp í loftið. Þó gat að líta eina setn- ingu, sem líklega lýsir glöggt sjálfs- mynd þinni í sambandi við söng og söngtækni. Þú sagðir: „Ég er nú búinn að vera að gutla við söngnám og söngkennslu í nær 50 ár.“ Að gutla. Það var lóðið. Ég leyfi mér hins vegar að gera þá játningu, í allri auðmýkt, að mér hefur einhvem veginn alltaf verið rammasta alvara með námi mínu, söng og söng- kennslu. Það er þess vegna, sem ég sæki námskeið árlega, og fæ ekki betur séð en að allri aðferðarfræði í söng fleygi fram hröðum skrefum. Þú skemmtir þér konunglega yfir orðum mínum um „að syngja eins og í útlöndum". Reyndar vill svo til að þau orð hafði ég úr ágætum útvarps- þætti um fyrsta íslenska óperusöngv- arann, Ara M.D. Johnson frá ísafirði, en þátturinn sá var í samantekt Kristins Hallssonar, ópemsöngvara, ef mig misminnir ekki. Ég tel mig vita betur en þú að erlendis úir og grúir auðvitað af vondum söngkennuruni og rislágum óperusýningum. Ef til vill var það af þeirri ástæðu, sem ég hafði sjálf nóg að gera við kennslu á námskeið- inu, sem ég sótti í Lubeck í sumar. En staðreynd er það að sumar ná- grannaþjóðir okkar höfðu áttað sig á muninum á fagmennsku og alþýðu- söng löngu áður en íslendingar eign- uðust hljóðfæri og grammófóna. Ættum við ekki, þegar 21. öldin gengur í garð, að viðurkenna að hjá okkur Islendingum hefur til lýta bor- ið á því að einn telst góður og gildur samkvæmt skilgreiningu, meðan öðr- um er mismunað og þeir settir hjá, án tillits til raunverulegrar getu. Eg er ekki í vafa um að þetta íslenska sjónarmið mundi vekja litla hrifningu hjá forstöðumönnum og kennurum „alvöru“-námskeiða. í þessu máli hygg ég að „þú og félagar þínir“ megið með réttu heita hlaðvarpa- spekingar, en svo eru þeir nefndir, sem sjá veröldina einvörðungu frá eigin bæjardyrum. Líklega hefðuð þið lítið að sækja út fyrir landstein- ana fýrst hugsunarháttur ykkar er svona steinrunninn. Þú vékst að hæfni minni sem söng- konu. Hefur þú nokkum tíma heyrt mig syngja, nema þá á gömlum út- varpsupptökum? Ekki man ég eftir þér eða „félögum þínum“ á konsert hjá mér. Staðið hef ég fyrir 4 nám- skeiðum, þar sem Hanne-Lore Kuhse kenndi af alkunnri snilld sinni. Ekki minnist ég þess að þú eða „félagar þínir“ hafið borið ykkur eftir því, sem þar var á dagskrá. Nú munu upp runnir vondir tímar fyrir þá, sem skáka í skjóli gróinnar stöðu, samtryggingar og gamallar hefðar. Erlendir stjómmálaskörung- ar eru vegnir og léttvægir fundnir. Meira að segja íslenska þjóðin er gagmýnd, m.a. fyrir að verja litlu fé til líknarmála, að ekki sé talað um vísindarannsóknir á heimavelli. Hins vegar kváðu íslendingar veija meira fé í erlendum stórmörkuðum en flestir aðrir. Ósköp finnst mér þá eitthvað ólík- legt að ein stofnun á Íslandi, Söng- skólinn í Reykjavík, geti verið hafín yfír gagnrýni. Minnir ekki þessi við- kvæmni þín á hugmyndafræðina austur í Kreml, sællar minningar? Þar í landi sættu tónlistarmenn of- sóknum, urðu að flýja land ef þeir sömdu ekki tónlist eftir strangri fyr- irsögn kerfiskarla. Enn hefur reynst ókleift að rita tónlistarsögu Eistlands af því að nöfn tónskálda, sem ekki hlýddu fyrirmælum, eru tabú. Er þetta ekki, Guðmundur, svolítið keimlíkt ástand og hjá okkur, að breyttu breytanda? Það skal viður- kennt að hjá okkur hefur tónlistar- maður enn ekki verið tekinn af lífi, nema í óeiginlegri merkingu. Skrif þín ítarleg um próf og próf- dómara eru svo raunaleg að ég nenni ekki að elta ólar þar við. Þá víkur þú að „reynsluleysi" mínu á tónleikapalli. Því svara ég ekki heldur, enda hefur þú auðvitað enga hugmynd um framlag mitt til söng- listarinnar, hvorki hér á landi né erlendis. Ég hefí hins vegar ekki stigið fæti á óperusvið. Sú staðreynd er til stórvansa fyrir þá er þeim málum stýra á íslandi. Það vita allir, sem vita vilja, að sú stjóm minnir á ekk- ert meira en börn í mömmuleik, sem segja gjaman: „Nú skulum við hafa í þykjustunni að þú sért söngkona!" Og samkvæmt reglum leiksins ber þá öllum krökkunum að líta svo á. Ef einhveiju baminu dettur í hug að fúlsa við hugmyndinni er það haft útundan, fær ekki að vera með. Ekki fer hjá því að mér hafi bor- ist til eyrna viðbrögð úr þínum her- búðum við greinaskrifum mínum um söng og söngtækni/kennslu. Þannig á það líka að vera og bjóst ég ekki við öðru. En hitt er deginum ljósara að sá flöldi íslenskra söngvara, sem ekki hefur „fengið að vera með“ í sandkassaleiknum, sá fjöldi gleðst innilega, þegar einhver þorir að láta. í sér heyra og blaka við rangsleitn- inni. Ég þori það af því að ég hefi úr engum söðli að detta! En margir söngvarar hafa hringt mig upp og fagnað skrifum mínum um þessi mál. Ein var sú setning í bréfi þínu, sem mér þótti lýsa skorti á sjálfsvirð- ingu hjá þér. Þú skrifar: „Þú ert sjálf- sagt ágæt söngkona, en engin yfir- burðamanneskja frekar en ég og fé- lagar mínir.“ Æ, þakka þér gott boð, Guðmundur minn, en því miður, ég hefi aldrei hugsað mér að slást í hóp þinn og „félaga þinna“, því hlýt- ur þú þó að hafa tekið eftir. Mér lík- ar nefnilega ekki selskapurinn. ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, Holti, Dýrafirði. Víkveiji skrifar að er full ástæða til að vekja athygli fólks á sýningu Leik- félags Reykjavíkur á Dunganon, leikverki Bjöms Th. Björnssonar. Þetta er skemmtileg sýning í snjallri uppsetningu Brynju Benediktsdótt- ur. Leikur Hjalta Rögnvaldssonar i aðalhlutverkinu er í einu orði sagt: frábær. Það er ánægjulegt að sjá þennan hæfileikamikla leikara á íslenzku sviði á ný. Sýningin vekur óhjákvæmilega upp löngun hjá áhorfanda til þess að kynnast sögupersónunni, Karli Einarssyni frá Seyðisfirði betur. Einn sýningargesta sl. laugardags- kvöld kynntist honum dagstund, þegar hann kom hingað heim fyrir þijátíu árum og fylgdist m.a. með því, þegar hann tæmdi sykurkar á veitingahúsi í vasa inn á frakka, hellti mjólk, sem borin hafði verið fram með kaffí í flösku og stakk í vasa inn á frakka, allt á þeirri for- sendu, að fýrir þetta hefði verið greitt en áþekkar tiltektir má m.a. sjá í sýningunni. Við lok sýningar Leikfélagsins á Dunganon sl. laugardags- kvöld var þess minnzt, að þann dag voru 45 ár liðin frá því að Steindór Hjörleifsson, sem leikur í þessari sýningu, kom í fyrsta sinn fram á sviði hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var á árinu 1947 en í því felst, að þessi góðkunni leikari hefur unn- ið með þeirri kynslóð leikara, sem kom til sögunnar í kjölfar frumheij- anna, aldamótakynsióðarinnar, sem stofnaði Leikfélag Reykjavíkur. Steindór Hjörleifsson hefur því yfír- sýn yfir býsna langt tímabil í ís- lenzkri leiklistarsögu en slík yfirsýn er ómetanleg í hvaða starfi, sem er. xxx Igærmorgun var tilkynnt um lækkun á gengi íslenzku krón- unnar. Þessi gengislækkun gengur þvert á fyrri yfírlýsingar ráðherra, sem hafa stefnt að aðgerðum án gengisbreytinga. Hins vegar er ekki úr vegi að rifja upp, að haustið 1967 hafði þáverandi viðreisnar- stjóm unnið að undirbúningi efna- hagsaðgerða í nokkrar vikur í kjöl- far verðstöðvunar, sem sett hafði verið á fyrr á árinu vegna verðfalls á Bandaríkjamarkaði. Stefnt var að aðgerðum án breytinga á gengi. Þegar fréttir bárust um, að ríkis- stjóm Wilsons hefði lækkað gengi sterlingspundsins sneri þáverandi viðreisnarstjórn við blaðinu, féll frá fyrri hugmyndum um efnahagsað- gerðir og felldi gengi krónunnar með tilvísun til falls sterlingspunds- ins. Það er svo önnur saga, að und- anfamar vikur hafa orðið nokkrar umræður í Bretlandi um gengisfell- ingu pundsins 1967 og sýnist sitt hveijum um hversu skynsamleg hún hafí verið, eða hvort hún hafí kom- ið að gagni. Víkveiji minnist þess á hinn bóginn ekki, að gengi ís- lenzku krónunnar hafí fyrr verið lækkað vegna breytinga á gengi gjaldmiðla á Norðurlöndum og á Spáni og í Portúgal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.