Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Myrkir músíkdagar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar, sem Tónskáldafélag íslands hefur staðið fyrir annað hvert ár frá 1980, hófst með tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands sl. fimmtudagskvöld í Há- skólabíói. Á efnisskránni voru verk eftir Hauk Tómasson, Will- ian Sweeney og Sally Beamish. Einleikari var saxófónleikarinn Tommy Smith en hljómsveitar- stjóri Gúnther Schuller. Fyrsta verk tónleikanna, Af- sprengi, eftir Hauk Tómasson, er sérlega hægferðugt verk en býr samt yfir haminni spennu, sem aldrei skapar þó virkileg skil í verkinu. Tónvefurinn er víða ákaflega þéttur, svo að ýms- ar fínlega mótaðar tónhugmynd- ir, sem ættu vel heima í kammer- tónlist, náðu trauðla í gegn, þar sem þykkast var ofíð. An Rathat Úr (Nýja brautin) nefnist konsert fyrir tenórsaxó- fón og hljómsveit eftir William Sweeney. í þessu verki er ríkj- andi sterk tónmiðja, er minnir að nokkru á drunutón sekkjapíp- unnar og var fallega leikið með ýmsar tónhugmyndir. Tommy Smith lék á tenórinn og gerði það mjög vel en hlutverk einleiks- hljóðfærisins er á köflum mjög „improvisatorískt“ og er það því eins konar skoskur „third ste- em“, sem stjórnandinn Gunther Schuller kallaði sína eigin tilraun til að sameina klassík og jazz. Síðasta verkið er samið fyrir Reykjavíkurborg, en heitir samt „Sinfónía fyrir Róbert" og er eft- ir Sally Beamish. Verkið er sin- fónískt tilbrigðaverk með sterkri tilvísan til skoskrar sekkjapípu- tónlistar, án þess þó að líkja eft- ir henni. Verkið er ágætlega sam- ið, þar sem blandað er saman tónal vinnubrögðum og klasa- kenndri hljómskipan. An Rathat Úr og Sinfónía fyrir Róbert eru ekki „sérlega nýtískuleg“ verk en ágætlega unnin og voru í heild mjög vel flutt undir frábærri stjórn Gunther Schuller. 13 Listvinafélag HallgTÍmskirkju Frönsk orgeltónlist frá 20. öld Á morgun, sunnudaginn 31. jan- úar, kl. 20.30 gengst Listvinafé- lag Hallgrímskirkju fyrir orgel- tónleikum sem eru hinir fyrstu á nýju ári og eftir vígslu kirkju- orgelsins. Björn Steinar Sól- bergsson organisti við Akur- eyrarkirkju leikur frönsk orgel- verk eftir Widor, Duruflé og Messiaen. Tónleikarnir á morg- un eru upphafið að röð orgeltón- leika sem haldnir verða í Hall- grímskirkju í hvarjum mánuði fram á vor og leiða fram marga bestu orgelleikara landsins. Á efnisskrá tónleikanna eru fjór- ir þættir úr orgelsinfóníu nr. 5 í F-dúr eftir Charles Marie Widor (1845-1937), en lokaþáttur hennar, tokkata í F-dúr, er eitt af þekktari og vinsælli verkum orgelbók- mennta, hluti af „La Nativité de Seigneur“ eða Fæðingu frelsarans eftir trúartónskáldið merka Oliver Messiaen (1908-1991), og tveir þættir úr „Suite" op. 5 eftir Maurice Duruflé (1902-1986). „Það er stórmunur á franskri orgeltónlist og t.d. þýskri," segir Björn Steinar, „ég mun spila verk frá hinu svokallaða sinfóníska org- eltímabili sem hófst nokkuð fyrir síðustu aldamót með franska tón- skáldinu og orgelleikaranum César Franc og þróaðist síðan áfram. Stíll þessa tímabils er afskaplega lifandi og skemmtilegur og hefur MYRKIR MÚSÍKDAGAR Laugardagur 30. febrúar. Fiðlutónleikar Auðar Hafsteins- dóttur á Kjarvalsstöðum klukk- an 17. Morgunblaðið/Kristinn Björn Steinar Sólbergsson framan við hið nýja orgel Hallgrímskirkju. náð mikilli hylli. Tímabilið tengist hljómsveit. Hið nývígða orgel Hall- mjög nýrri byggingu orgela, og í grímskirkju tekur mið af þessum samvinnu við orgelsmiðinn Cava- möguleikum, og ræður raunar yfír ille-Coll reyndi Franck að laga margvíslegum stíltegundum orgel- smíðina að hugmyndum sínum um tónlistar, enda hreint frábær hönn- að orgelið réði yfir meiri möguleik- ' un, sem hefur nú þegar gjörbylt um á stýrkleikabreytingum en eldri öllu tónleikahaldi á höfuðborgar- gerðir og skyldleika við sinfóníu- svæðinu.“ Bílamarkaöurinn Opið sunnud. kl. 14 - 18. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 ^ alsverð hreyfing antar góða bíla á sýningarsvæðið ••• AÐ KAUPA NÝAN CIVIC Við teljum þær ekki allar upp, þar sem hver einasti hlutur sem Honda Civic er settur saman úr, mælir með sér sjálfur. Á sama hátt og veikasti hlekkur keðju segir til um gæði hennar, segir veikasti hlutur bílsins til um gæði hans. ðum 24 • Sími (91) 68 99 00 A RETTRI LINU AuglýsmgaSetrwJ hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.