Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Krisljana Þórðar- dóttir - Minning Hún amma mín lést 24. janúar á Borgarspítalanum eftir nærri 5 ára sjúkrahúslegu. Það verður að segjast eins og er að hún amma var ekkert venjulegt gamalmenni og þaðan af síður gam- almenni í eiginlegri merkingu. Víst var hún orðin gömul að árum en það aftraði henni ekki frá því að fara allra sinna ferða, hvort sem um ófærð eða blíðskaparveður var að ræða. Nei, hún setti bara á sig mannbroddana og tók strætó niður í bæ ef því var að skipta, spilaði *^v>st niðri í Oddfellow-húsi og fór reglulega með lopapeysumar sem hún hafði pijónað. Hvorki eldur né brennisteinn gat stöðvað hana ef hún var búin að ákveða að fara. Þegar afí dó, en þá var ég 5 ára, fluttist amma til okkar og bjó hjá foreldrum mínum og fjölskyldu uns hún veiktist í mars 1988. Ég á óteljandi minningar um þessa dugmiklu og skapsterku konu sem verið hefur hluti af mér og mínum uppvexti, ja næstum eins lengi og ég man eftir mér. Alveg frá því fyrst hún kom til okkar tókum við nöfnumar upp á því að spila og það oft og mikið. Amma kenndi mér Marías og Kas- — rnu og gátum við spilað heilu stund- imar og þess á milli las hún fyrir mig. Ekki minnist ég þess að hafa nokkumtíma talið hana ömmu mína gamla, allavega plataði ég hana iðulega til að koma í kapphlaup við mig upp og niður stiga og þá var hún komin langt yfír sjötugt! Amma var heilsuhraust með af- brigðum og var svekkt ef hún fékk einhveija kvefpest sem gerðist þó ekki oft. Henni féll aldrei verk úr hendi, var athafnakona mikil og > undi sér best ef hún hafði eitthvað fyrir stafni. Minningar mínar úr Olafsvík, frá þeim tíma er afí var á lífí, era flestar á þá leið að ég sé afa og ömmu fyrir mér niðri í kjallara „að neta“ eða að stússast eitthvað; það var ekki mikið um hangs á þeim bæ. Eftir að amma fluttist til okkar drýgði hún tekjurnar með því að pijóna lopapeysur og sannast sagna var hún ávallt með pijóna í höndun- um, enda pijónaði hún margar peysur á viku. Árin liðu, en amma var alltaf jafn hress, og það var með ólíkind- um hversu minnug hún var. Hún gat þulið upp óteljandi ljóð og vísur sem hún hafði lært í bamæsku og hún mundi ótrúlegustu hluti í smá- atriðum. Þess vegna fannst manni einhvem veginn að svona hlyti þetta alltaf að vera, að hún yrði ömgg- lega hundrað ára án þess að kenna sér meins. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og efast ég um að nokkum hafí grunað hvað var í vændum er hún fékk heilablóðfall 1988. Á langri og erfíðri legu missti amma samt áldrei lífsvonina og talaði um að nú hlyti henni að fara að batna af þessari ótætisflensu eins og hún nefndi ávallt veikindi sín. En eitt sinn skal hver maður deyja, langri ævi ömmu minnar er lokið. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir að vera ávallt til staðar. Ég kveð þig með vísunni sem afi orti um þig og lýsir þér svo vel: Hengir á snúru hvítan þvott, hraust er amma. Sýður ýsu f svörtum pott, svona er amma. Bakar, eldar og býr um rúm, bömin háttar þá kemur húm. Best er amma. Kristjana Skúladóttir. Nú er hún amma mín dáin eftir langt og erfítt stríð sem hún háði af svo miklum vilja. Langar mig Klara Krisljáns- dóttir - Minning Fædd 8. júU 1917 Dáin 23. janúar 1993 í dag, 30. janúar, verður til mold- ar borin í Vestmannaeyjum Klara Kristjánsdóttir, oft kennd við Heið- arbrún þar í bæ. í því húsi fæddist Klara árið 1917 og bættist í hóp sex systkina sem fyrir vom. Þau systkinin áttu eftir að verða tíu sem komust til manns. í þessum stóra systkinahópi ólst Klara upp og dafnaði vel í föðurhúsum. Komu fljótt í ljós þeir eðliskostir sem prýddu hana allt hennar líf, en þeir vom glaðværð og bjartsýni. Strax á unglingsámm fór Klara að vinna fyrir sér að vissu marki eins og þá var siður og var hún fljót að koma sér vel við húsbændur sína vegna _ keímennsku og vinnusemi. Klara giftist Sigmundi Karlssyni árið 1942, en áður höfðu þau eign- ast þijú böm. Eitt þeirra Iifði að- eins í 3 mánuði. Bömin urðu alls 11 sem þau eignuðust en 1966 fórst Hörður, sonur þeirra, í bflslysi, efni- legur tónlistarmaður með meim og var það sú raun sem Klara átti einna erfíðast með að bera. Það lætur að líkum að Klara hafði nóg að gera með þennan stóra bamahóp og varð oft að leggja dag við nótt til að anna þörfum heimilisins. Þrátt fyrir fremur þröngan kost 'og mikið annríki reyndi hún að hlúa að bömum sínum og heimili eins og kostur var á. Var unun að sjá hve bömin vom hrein og vel klædd. Naut hún aðstoðar bónda síns þeg- ar hann var heima, en hann þurfti oft að dvelja langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar. Um það leyti sem börnin em að verða uppkomin og bamabömunum fíölgar ört tekur Klara þann sjúk- dóm sem nú hefur leitt hana til dauða. Það hefði mátt ætla að Klara fengi notið þess að hafa það rólegt og njóta lífsins með bamabörnum og bamabamabörnum, sem nú em yfír 60 talsins, svo og öðmm skyld- mennum, en svo fór ekki. En sjúk- dómurinn ágerðist meir og meir og fór svo að lokum að maður fór að óska þess að þessar þjáningartækju enda þó svo að það kostaði hana lífíð. Mikill harmur er kveðinn að af- komendum, ættingjum og vinum Klöru. Og sá sem þessar línur ritar vottar þeim sína dýpstu samúð. Gísli Kristjánsson. að minnast hennar í nokkmm orð- um. Kynni okkar ömmu hófust við fæðingu mína því hún bjó í kjallar- anum heima og passaði mig meðan mamma var í vinnunni. Má segja að hún hafí verið eins og önnur mamma mín og vomm við mikið saman þar til hún veiktist. Af miklum söknuði hugsa ég til þeirra stunda sem við áttum saman og man ég hvað það var alltaf gott að koma heim úr skólanum og fínna ilminn af nýbökuðum hveitikökum eða öðm bakkelsi. Amma miklaði fátt fyrir sér og lét sig m.a. hafa það að fara í tjaldferðalag 82 ára gömul. Frá því ég man eftir mér var hún með pijónana í höndunum og var hún einstaklega handlagin. Ekki er hægt að segja annað en ég hafí notið góðs af því hún pijónaði á mig ófáar hosumar og vettlingana. Það var hreint ótrúlegt að sjá hana klára eina lopapeysu á um það bil þremur dögum. Allt tekur enda og amma mín er komin á endastöð lífsins á þess- ari jörð. Amma er einhver merkasta og besta kona sem ég hef komist í kynni við og em stundimar með henni einhveijar þær bestu sem ég hef lifað. Ég vona að guð hugsi vel um hana ömmu og megi þeirra sam- vemstundir vera jafn ánægjulegar og okkar. í minningunni lifír amma að eilífu. Magnús Pálmi Skúlason. Kristjana Þórðardóttir, tengda- móðir mín, lést 24. janúar sl. eftir langa og erfiða baráttu við þann, sem ávallt sigrar að lokum. Kristjönu kynntist ég fyrst á haustdögum árið 1959, er ég tók mér ferð á hendur til Ólafsvíkur til að hitta þáverandi unnustu mína, Eddu, yngstu dóttur hjónanna Krist- jönu Þórðardóttur og Magnúsar Jónssonar. Þar vestra vom þau kennd við Gíslabæ, en svo nefndist hús þeirra hjóna. Ég minnist þess að ég bar nokk- um kvíða í bijósti á leiðinni vestur, því að ekki hafði ég áður hitt þau hjón og bjóst við vandræðalegum samskiptum sem oft einkenna heim- sóknir sem þessa. Magnús tók á móti mér og fylgdi í hús. Sá ég þar Kristjönu fyrst þar sem hún stóð við eldavélina eins og kapteinn í brúnni, skenkjandi kaffí á báðar hendur. Skipti engum tog- um, að frá fyrstu stundu tókust með okkur miklir kærleikar, feimnin og kvíðinn hurfu sem dögg fyrir sólu. Hvort sem það var vegna þessara góðu áhrifa eða af öðrum ástæðum, þá bundumst við Edda þeim böndum sem ekki hafa trosnað síðan. Sagt er að kenna megi af mæðrum hvern- ig dætur reynast og ekki ólíklegt að Edda hafí fengið prik vegna hinna góðu áhrifa, sem þessu fyrstu kynni af Kristjönu höfðu á mig. Fyrstu hjúskaparár okkar var Ólafsvík ávallt kjölfestan í okkar lífí, þangað leitaði hugurinn og þangað lá oftast leiðin í sumarleyf- um. Einkennandi fyrir heimilisbrag- inn í Gíslabæ var hversu gestkvæmt var þar. Eldhúsið var jafnt griðar- staður gesta sem heimilismanna, en stássstofan notuð á tyllidögum. Létt högg á útidyr og gestur komin inn á eldhúsgafl með kaffí- bolla í hendi áður en hann gat áttað sig. Síðan var sætabrauð veitt sem hver vildi, en hnallþómr sáust ekki hversdags. Fannst mér borgarbarn- inu í fyrstu óvarlegt, að hver sem vildi gæti vaðið inn á gafl, en fljótt kunni ég þessu mjög vel, enda oft- ast sama fólkið sem þangað lagði leið. í þessum hópi vom margir kynlegir kvistir, sem Kristjana hafði tekið upp á sína arma, en merkilegt fólk á sína vísu. Þar var m.a. einn sem kunni afmælisdaga allra kon- ungborinna manna í Vestur-Evrópu og þótt víðar væri leitað og gat leyst flókin reikningsdæmi í huganum, líkt og Sólheima-Reynir. Við dauða Magnúsar, tengdaföð- ur míns, síðsumars 1972, áttum við þjónin því láni að fagna, að Krist- jana fluttist í homið hjá okkur, en bjó þó í eigin íbúð í húsi okkar, allt þar til hún varð fyrir áfalli árið 1988, sem leiddi til þess að hún varð rúmföst á Borgarspítalanum frá þeim tíma. Vera hennar á heimili okkar hafði mikil og góð áhrif á uppeldi barna okkar. Hún hafði ávallt tíma fyrir þau og fékk sína lífsfyllingu við umönnun þeirra. Varð mér þá ljóst hve mikið uppeldislegt gildi það hefur fyrir böm að alast upp í faðmi tveggja kynslóða, ekki síst ef natni og þolinmæði fylgjast að, en hvort tveggja hafði Kristjana í ríkum mæli. Sonur okkar hjóna, sem fæddur er 1975, varð strax augasteinn ömmu sinnar og má hiklaust full- yrða að hún hafði annast uppeldi hans ekki síður en foreldramir. Hann vafði henni um fíngur sér, en þess var þó gætt að hóf væri á. Langaði hann í köku, sem ekki var óvenjulegt, hvíslaði hann að ömmu sinni: „Amma, eigum við ekki að koma niður að baka?“ Og niður var farið. Þar sat hann í eldhúsvaskinum meðan amma sló saman laufléttri jólaköku eða bakaði pönnukökur, sem ofarlega vom á vinsældalistan- um. Ekki skemmdust kökumar hennar ömmu, þær hurfu í gímga munna áður en þær náðu að kólna. Ævi Kristjönu var lík sögu ann- ars alþýðufólks, sem fætt er kring- um síðustu aldamót, aldamótakyn- slóðarinnar svonefndu. Hún fæddist 16. mars 1902 á Höfða í Eyja- hreppi. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðríður Bjarnadóttir og Þórður Jóhann Þórðarson, sem kenndur var við Rauðkolsstaði í Eyjahreppi. Þórður faðir Kristjönu var tvíkvænt- ur og var Guðríður síðari kona hans. Fyrri kona Þórðar var Kristín Þor- leifsdóttir frá Bjarnarhöfn og áttu þau tvær dætur, Kristínu og Ásdísi. Albróður átti Kristjana er Magnús hét, sem var tveim ámm eldri en hún. Var mjög kært með þeim systk- inum. Magnús var stýrimaður og búsettur í Reykjavík. Hann fórst með bv. Pétri Halldórssyni um miðja þessa öld. Kristjana átti að auki tvo hálfbræður, Þórð Þórðarson, vegg- fóðrarameistara i Reykjavík, og Valdimar Þórðarson kaupmann, kenndan við Silla og Valda. Krist- jana var tvíburi, en (systir hennar fæddist andvana, líklega fyrir það að ekki náðist í Ijósmóður i tæka tíð. Kristjana ólst upp í föðurhúsum að Syðri-Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi til átta ára aldurs, en þá flutt- ust foreldrar hennar til Ólafsvikur. Þar kynntist hún ung Magnúsi Jóns- syni. Felldu þau hugi hvort til ann- ars og rugluðu saman reytum, sem ekki vom miklar á veraldar vísu, og gengu að eigast 29. nóvember 1919. Þeirra böm vom Jenný, fædd 2. október 1919, Kristín, fædd 30. júlí 1925, Höskuldur, fæddur 6. maí 1927, Guðmundur, fæddur 18. apríl 1930, Guðrún Margrét, fædd 23. janúar 1933, dó í frumbemsku, og Edda, fædd 5. febrúar 1938. Af- komendur Kristjönu skipta tugum. Kristjana og Magnús háðu sína lífs- baráttu í Olafsvík, hann lengst af sem formaður á eigin bátum, hún í hlutverki móður og hússtýru. Stýrði hún húshaldi sínu af festu og myndugleika, en af góðsemi umfram allt. Kristjönu minnist ég sem góðrar og grandvarrar konu, sem gerði miklar kröfur til sjálfrar sín en minni til annarra. Hún var margfróð, sjálf- menntuð kona sem var mörgum kostum búin. Því valdist hún til ýmissa trúnaðarstarfa í heimabyggð sinni, Ólafsvík. M.a. átti hún lengi sæti í skólanefnd og barnavemdar- nefnd og um áratuga skeið söng hún í kirkjukór Ólafsvíkurkirkju og kunni alla sálmabókina utan að. Kristjana var gædd læknishönd- um og var mikið til hennar leitað um fæðingarhjálp, bæði manna og dýra. Ekki býst ég við að Kristjana yrði talin fögur kona á nútímamæli- kvarða, en reyndar sá ég hana fyrst nálægt sextugu, er æskublóminn var löngu fölnaður. í mínum augum var hún samt fögur kona. Hún hafði persónutöfra í ríkum mæli, var kvik á fæti og snör í snúningum, meðan hún mátti og gat. Hún var bam sinnar kynslóðar sem engum vildi skulda og var ekki í rónni vissi hún af ógreiddum reikningi, þótt ekki væri að gjalddaga komið. Af litlum efnum gat hún nurlað ótrúlega, þótt ekki væri hún nísk. Aldrei féll henni verk úr hendi, var sípijónandi og drýgfli rýrar tekjur sínar talsvert með þeim hætti. Ég kveð Kristjönu með sárum söknuði, en veit að henni verður vel tekið, hvert sem leið hennar liggur. Skúli J. Pálmason. band og ræddum sameiginleg áhugamál. Þó urðu kynni okkar aldrei eins náin og þegar við ferðuð- umst eitt sumar með þeim hjónum um Homstrandir og Strandasýslu. Það átti við Áma, alltaf eitthvert nýtt torleiði ekki talið fært hestum. Ótrúleg náttúrufegurð og nægir hagar. Sannkallaðir hamingjudagar. Á kvöldin, þegar komið er í áfanga- stað, búið að koma hestunum fyrir í girðingu, við röltum með beislin í hendinni, fleygjum okkur niður, virðum fyrir okkur fagurt umhverf- ið. Hestarnir velta sér og rífa í sig grængresið. Við þegjum. Lengra verður ekki komist. Þetta er lífíð. Árni vissi að lífsfullnæging sú er við köllum hamingju verður ekki keypt fyrir peninga, en hann vissi hvar hana er að finna. Við kveðjum kæran vin og þökk- um samfylgdina. Guðný og Sverrir. Árni Jón Pálma- son - Minning „Ámi Jón Pálmason varð bráð- kvaddur 10. janúar," tilkynnir út- varpið. Ég hrekk^ við, það getur ekki verið hann Ámi? Jú, það er enginn vafí, vinur minn Ámi Pálma er allur. Á augabragði fljúga í gegn- um hugann minningar sem allar tengjast ferðalögum okkar um land- ið ásamt Árna og Juttu. Fyrstu kynni okkar vom þegar Ámi ásamt þremur félögum sínum kom ríðandi norður í Mývatnssveit. Við fylgdum þeim svo í þijá daga um Þeistareyki og Hólmatungur. Þá varð mér starsýnt á þennan granna og kvika náunga sem virtist eiga ráð við öllu. Ef einhver var í vandræðum með að ná hesti kom Árni, beygði sig aðeins saman, horfði fast í augu hestsins og talaði til hans lágri röddu. Hesturinn horfði á móti og stóð eins og dáleidd- ur meðan Ámi lagði við hann. í þessari ferð fylgdi honum hesturinn, hans, hann Kinni, 27 vetra, grannur og kvikur eins og eigandinn. Þegar þurfti að sækja hestana eitthvað lengra til tók Árni gæruskinnið sem hann hafði alltaf í hnakkanum, fleygði því á bak Kinna og þeysti í kringum hópinn. Eftir þetta höfðum við oft sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.