Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1993 33 Short er með pálm- ann í höndunum Skák Margeir Pétursson ÞAÐ þarf nú mikið að fara úrskeiðis hjá Englendingnum Nigel Short til að hann verði ekki næsti áskorandi heims- meistarans Gary Kasparovs. Short hefur nú hlotið sjö vinn- inga, en Hollendingurinn Jan Timman fimm, í úrslitaeinvígi þeirra í Escorial á Spáni sem nú er að ljúka. Short þarf aðeins eitt jafntefli til viðbótar til að tryggja sigurinn og þrettánda skákin verður tefld í dag. Á fimmtudaginn vann Short tólftu skákina og jók forskot sitt aftur upp í tvo vinninga. Eftir að hafa nokkurn veginn jafnað taflið í byijuninni með svörtu fór Timman að tefla með offorsi upp á vinning. Hann hóf 'peðasókn á báðum vængjum og veikti stöðu sína. En þegar hann virtist loksins vera að fá einhver sóknarfæri gegn kóngs- stöðu Shorts lumaði Englendingur- inn á snjöllu úrræði. Hann fómaði skiptamun í 34. leik og gersamlega rústaði stöðu andstæðingsins. Tim- man lagði þá allt í sölurnar fyrir sóknarfæri, en með laglegu frá- skákarstefi í 40. leik gerði Short allar vonir hans að engu. Fjórar skákir hafa nú unnist í röð í einvíginu, þar af þijár síðustu á hvítt. Þær hafa allar verið stór- skemmtilegar fyrir áhorfendur og skákunnendur víða um heim sem fylgjast með einvíginu í gegnum textavarp eða sjá þær í dagblöðum. í Frakklandi og Hollandi koma leik- irnir í textavarpi um leið og þeim er leikið. En það mun ekki duga Short að tefla skemmtilega gegn Kasparov. Taflmennskan á svart síðustu þijár skákir hefur verið bágborin. Verði eitthvað svipað upp á teningnum í heimsmeistaraeinvíginu getur Kasparov sigrað áhættulaust með því að tefla af öryggi. Það er þó reyndar líklegra að heimsmeistar- inn muni stefna að því að sigra með miklum mun og setja nýtt met í bursti. Tólfta einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Jan Timman Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 Opna afbrigði spánska leiksins, sem hefst með 5. — Rxe4, hefur verið aðalvopn Timmans með svörtu. í áttundu skákinni reyndi hann gamla leikinn 8. Rxe5!?, en tókst ekki að breyta því jafnteflis- orðspori sem fer af þeim leik. — Be6 9. c3 Í sjöttu skákinni lék Short 9. De2 - Be7 10. Hdl - 0-0 11. c3, sem reyndist svarti meinalaust. 9. - Bc5 10. Rbd2 - 0-0 11. Bc2 - f5 12. Rb3 - Bb6 13. Rfd4 - Rxd4 14. Rxd4 - Bxd4 15. Dxd4! Allar götur frá 1881, skák Fleissig og Mackenzie á móti í Vín það ár, hefur verið vitað að 15. cxd4 — f4 16. f3 — Rg3! væri varhugavert fyrir hvít. 15. - c5 16. Ddl - h6!? Þetta mun vera ný hugmynd Timmans í þessari stöðu, sem oft hefur komið upp á síðustu öld. Áður hefur hér jafnan verið leikið 16. — f4, sem svarað er með 17. f3! - Rg5 (Nú er 17. - Rg3? þýð- ingarlaust vegna 18. hxg3 — fxg3 19. Dd3 - Bf5 20. Dxf5 - Hxf5 21. Bxf5 - Dh4 22. Bh3) 18. a4! og hvítur stendur vel. 17. f3 - Rg5 18. Be3 - Hc8 19. Dd2 - a5 Peðaframrás svarts á drottning- arvæng kemur ekki miklu til leið- ar. Hún virðist þó nokkuð eðlileg áætlun í stöðunni og staðan virðist vera nokkurn veginn í jafnvægi hefði Timman getið setið á sér á kóngsvæng. Það sem svartur verð- ur fyrst og fremst að gæta sín á er að opna ekki taflið svo biskupap- ar hvíts fari að njóta sín. 20. Hadl - De7 21. Bbl - Kh8 22. Hfel - Hc7 23. Bf2 - b4 24. h4 - Rh7 25. Dd3 - g5?! 26. Da6 - Hfc8 27. He2!? Eins og í níundu skákinni ber Short mikla virðingu fyrir fómum andstæðingsins. Það er þó ekki annað að sjá en hvítur hefði hér getað nælt sér í peð með 27. Dxa5, án þess að drottningin verði veru- lega utangátta. En eftir háðulega útreið sína í sjöundu skákinni er skiljanlegt að Short vilji ekki láta afvegaleiða drottningu sína. Þá króaðist hún af og féll fyrir réttum og sléttum riddara. 27. - Hc6 28. Dd3 - gxh4 29. f4! - Hg8 30. Df3 - bxc3 31. bxc3 - Hb6 32. Bc2 - Hg4 33. Kh2 - Hb8 • b c d • f g h 34. Hxd5! - Bxd5 35. Dxd5 Nú lifna hvítu biskuparnir heldur betur við. og það fellur annaðhvort á c5 eða f5. 35. - Hxf4 36. Bxc5 - Dg7 37. Bd4 - He8 38. Dd6 - Dg3+ 39. Kgl - h3 40. Hf2!! • b e d • » g h Timman hótaði máti í þremur með 40. — h2+. E.t.v. hefur honum yfirsést þetta glæsilega svar. Nú er 40. — Hxf2 svarað með 41. d6+! og opnar línur gegn báðum svörtu hjónunum í einu. Þetta glæsilega og listræna stef erþekkt úr skákdæmum, en afar fátítt í tefldum skákum. Þennan leik hefur Guðmundur Arnlaugsson, yfirdóm- ari í Escorial, örugglega kunnað vel að meta, en hann er mikill unn- andi skákdæma og hefur ritað bók og margar greinar um þau efni. Nú er svarta staðan gertöpuð og í 45. leik flýtir Timman fyrir úrslitunum. 40. - h2+ 41. Khl - Hxd4 42. Dxd4+ - Rf6 43. He2 - Rh5 44. e6+ - Dg7 45. Kxh2 - f4? 46. Bg6 og Timman gafst upp. Skákþing Reykjavíkur, kvennaflokkur Keppni í kvennaflokki hefst þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19.30 og er öllum skákkonum heimil þátttaka. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi og lýkur mótinu fimmtudaginn 11. febrúar. Umhugsunartíminn er ein og hálf klukkustund á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður um farandbikar og verðlaun verða veitt fyrir a.m.k. fimm efstu sætin. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu Taflfélags Reykjavikur í símum 681690 og 813540, alla virka daga frá 9-12 og mánudaga frá 13-17. Einnig er tekið við þátttökutilkynningum á kvöldin í síma 813540. r jleööur TJíj n ‘ HLiái a Itfv. ’ ^ . .v-miUpj morgun rV Guðsþjónustur i Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- þjörnsson. Fimmtudag: Biblíu- lestur kl. 20.30 í safnaðarheimil- inu. Markúsarguðspjall. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Einsöngur Soffía Vagns- dóttir. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Eftir messuna verður fundur Safnaðarfélags kirkjunnar í safnaðarheimilinu. Efni: Æsku- lýðsstarf. Helgistund kl. 17. Prestur sr. Hjalti Guðiiiundsson. Forsöngvari Elín Sigurvinsdóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó- hannsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Prest- ur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgel- leikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegis- verður. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14.00. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10.00. Fjölskyldan og hjónabandið. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. Messa kl. 11. Sr. Ragnar.Fjalar Lárusson. Barna- samkoma á sama tíma. Aftan- söngur kl. 17.00 með tónlist og ihugun. Orgeltónleikar kl. 20.30 á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Björn Steinar Sól- bergsson leikur verk eftir frönsk tónskáld. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 14.00. Sr. Miyako Þórðarson. LANDSPÍTALINN:Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Arngrímur Jóns- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Tóm- as Sveinsson. Mánudag: Biblíu- lestur kl. 21.00. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18.00. Fimmtu- dag: Kvöldsöngur með Taizé tón- list kl. 21.00. Kyrrð, íhugun og endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA:Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Kórskólans syngur stólvers. Nemendur Kórskólans taka þátt í messunni. Organisti Jón Stef- ánsson. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. Ritningar- orð dagsins: Þú trúlitli hví efaðist þú. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Ronald Turn- er. Sr. Sigrún Óskarsdóttir préd- ikar. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Foreldrar ferm- ingarbarnanna sérstaklega boðnir velkomnir. Eftir messu verður stuttur fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra. Barnastarf á sama tíma í umsjá Guðmundar Sigurðsson- ar. Heitt á könnunni eftir messu. Guðspjall dagsins: (Matt. 8). Jesús gekk í skip. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu að stundinni lok- inni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Fræðsluerindi kl. 15.15. Sr. Sigurður Pálsson framkv.stj. Hins ísl. Biblíufélags flytur erindi um Biblíuna. Mið- vikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barna- starf á sama tíma. Umsjón hafa Bára, Eirný og Erla. Miðvikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Organ- isti Sigrún Steingrímsdóttir. Sunnudagaskóli í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla á sama tíma. Fyrirbænastund mið- vikudag kl. 16.30. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Samkoma „Ungs fólks með hlutverk" kl. 20.30. Bænasamkoma þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Einsöng syngja: Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Kristín R. Sigurðardótt- ir. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Sigfúsar og Guðrúnar. Fyrirbænastund mánudag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinemarnir Sveinn, Elínborg og Guðmunda aðstoða. Guðsþjónusta verður ekki kl. 14 vegna ferðar kirkju- kórsins í Skálholt. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar, Digranes- skóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Sjómanna- messa í Kópavogskirkju kl. 14. Altarisganga. Organisti Stefán R. Gíslason. Kirkjugestum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu Borgum eftir messu og á sama tíma munu unglingar úr Æskulýðsfélagi Kársnessóknar selja kökur til fjáröflunar fyrir félag sitt. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18, MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Barnagæsla. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 helgunarsamkoma og sunnu- dagaskóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma. Ofursti- lautinant Karsten Akerö og ma- mor Berit Olsen frá aðalstöðvum Hjálpræðishersins í Noregi stjórna og tala á samkomum dagsins. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organ- isti Úlrik Ólason. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 13 í Kirkjuhvoli. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir prédikar. Fermingarbörn aðstoða. Börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar taka þátt í athöfninni. Bragi Friðriks- son. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á sunnudag kl. 17. Ræðumenn eru Símon og Eiríkur. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfsson. KÁPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju- skólinn hefst í Stóru-Vogaskóla í dag kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skólinn vprður f kirkjunni kl. 13.30. Þriðjud. 2. feb. biskup (s- lands heimsækir Útskálasöfnuð. Heimsækir Gerðaskóla kl. 9.30, dvalarheimilið Garðvang kl. 15.30 þar sem verður helgistund og kaffisamsæti. Kl. 17.30 situr hann sameiginlegan fund með sóknarnefndum Útskála og Hvalsnessókna. HVALSNESKiRKJA: Sunnudaga- skóli í Grunnskólanum í Sangerði kl. 11. Biskup íslands heimsækir Grunnskólann í Sandgerði kl. 11. Hádegisverður í boði sóknar,- nefndar og síðan verða vinnu- staðir heimsóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn verður í Kirkjulundi kl. 11. Myndasýning. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kyrrðar- og bænastundir í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. Ólafur Oddur Jónsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Altarisganga. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Jón Þor- steinsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Axel Árnason STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Messa á Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45. Barnasamkoma í dag laugardag kl. 11 í umsjá Hauks Jónassonar. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu kl. 13 í dag laugardag í umsjá Axels Gústafssonar. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.