Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 4
5k- -B seet jiau^ai ,rs . -MORGUNBLABK) STANGVEIÐIÆr til óbrigdult agn\ LEYNIVOPNIÐ SÉRHVER VEIÐIMAÐUR óskar sér einhvem tíma að eignast leyni- vopn, agn, sem fískar beijast um að taka. Þetta á skylt við draum- inn um óskasteininn sem stundum var hægt að finna á sérlegum stöðum á ákveðnum tímum svo sem Jónsmessunótt uppi á Tinda- stóli eða hann flaut upp á nýársnótt í fjósbrunninum í Kotvogi. Með slíkan glerhall í lófa vom mönnum allir vegir færir. Kvöld eitt í fyrrasumar komst ég næst því að hafa undir höndum þvílíkan töfragrip. Eg var við veiðar fyrir norðan. Fjórir laxar komu á land um morguninn, fengnir á hefðbundið agn en girni- legustu svæðin stóðu til boða síð- degis. Ekki var um að villast; þetta yrði metdagur. langur og breytilegur. Ég reyndi að vanda köstin, byijaði efst uppi í hálsi, lengdi köstin yfir strenginn og niður þangað sem hann dó út og við tók lygna með djúpum rás- eftir Gylfa Pólsson í miðdegishléinu heyrði ég veiðifélagana ræða sam- an um veiðitæki og hvernig ætti að beita þvf. Ég hafði svo sem heyrt þess getið áður og reynt að nota það en ekki haft annað upp úr krafsinu en snarundna línu og heiftarlega flækju. Að loknu hléi var ég mættur við efsta veiðistað í ánni. Þaðan sá niður eftir dalnum, hver flugu- breiðan blasti við af annarri. Eftir að hafa þrautreynt litlar flugur og stórar, einkrækjur og þríkrækjur, fjaðraflugur og hárflugur og í síð- ustu yfírferð látið spóninn skára hyljina sat ég uppi með sárt enni, hafði ekki reist físk. Þegar illa gengur síðdegis er tíðum sagt: „Hann tekur um sjö- leytið" og ótrúlega oft gengur það eftir hvort sem það er sígandi sól eða öðrum breytingum í náttúrunni að þakka eða einhveijum óþekkt- um öflum. Ég gætti þess að vera á álitlegasta veiðistaðnum klukkan sjö, virti fyrir mér þetta fallega vatn og forðaðist allan flýti, reyndi að sannfæra sjálfan mig um að mér lægi ekkert á, það væri ég sem ætlaði að taka fískinn á taugum, ef einhver væri, en hann ekki mig. Ekkert óðagot. Hylurinn var Leynivopnið um sem alltaf geymdu físk og suma stóra. Það vottaði ekki fyrir lífsmarki og eftir því sem yfirborð ár- straumsins varð kyrrara þeim mun órórra varð mér. Tíminn leið. Átti ég að trúa því? Fjórir fískar fyrir hádegi, síðan enginn og klukkan langt gengin átta. Of snpmmt var að örvænta. Þetta var stærsti hylurinn í ánni og oft fískur við móhellubrúnina undir háa bakkanum þar sem síma- strengurinn liggur yfír, líka út af torfunefínu við beygjuna. í þessum hyl skyldi ég að seiða upp físk hvað sem það kostaði og vera hér út tímann ef því væri að skipta. Þetta var gjöfulasti staður árinnar, það sýndu veiðiskýrslur undanfar- inna ára. Klukkan varð hálf níu. Aðeins eitt stálpað síli hafði álpast á öngulinn. Silungurinn, sem nóg átti að vera af hér, gaf sig ekki einu sinni til. Veiðileysa reynir á þolinmæði og stillingu. Það var svo Ifm Verslar þú á hagkvæman hátt? Ertu búm að fara búð ur búð? Svo fæst varan íiistanum ogeródýrari! Listinn er yfir 1000 síður með tískufatnaði, búsáhöldum, verkfærum o.fl. o.fl. PONTUNARSIMI 52866 sem ekki afleitt að hafa íjóra físka eftir daginn en andskoti var þetta skrýtið. Hér átti að vera vís veiði. Veiðigæfan var hvikul. Mestu skipti að láta ekki fiskleysið koma sér úr jafnvægi, slíkt sæmdi ekki „sönnum veiði- manni“. En trúin og sannfæringin var að bila. Klukkuna vantaði tuttugu mínútur í níu og aðeins far- ið að bregða birtu. Hvað höfðu strákamir sagt um daginn? Að margir færu framhjá Stekkjarhyln- um, nenntu ekki þangað niður eftir. En þar fengu þeir stórveiði fyrir hálfum mánuði. Þetta var dijúgur veiðistaður þótt hann léti lítið yfir sér. Ég yrði sjö mínútur að aka þangað. Næði að veiða síðustu tólf mínúturnar. Mér var fyllilega ljóst að svona hugsuðu aðeins „stressaðir veiðimenn" en skítt með það. Á leiðinni í bílnum minntist ég agnsins sem félagamir ræddu um í hádeginu milli þess sem þeir tróðu gúlinn fullan af „þrumara" og lifr- arpylsu. „Devoninn, maður. Devon er það sem gildir. Kasta þvert á straum- inn og láta reka án þess að spóla inn, draga aðeins slakann og á miðju rekinu tekur hann. Þeir era bestir í sænsku fánalitunum.“ Já, devon var eina vonin. Ég var áreiðanlega með trésíli í gömlu veiðitöskunni. Það var að vísu rautt ogjgult en ekki sakaði að reyna. Eg steig fastar á bensíngjöfína og græddi hálfa mínútu á aksturs- leiðinni, stökk út úr bflnum, hent- ist aftur fyrir hann, reif upp skott- ið, fálmaði ofan í töskuna og fann trésílið þegar öngullinn stakkst á kaf í vísifingurinn. Blóðið lagaði úr fingrinum en ég fékkst ekki um það, blóð boð- aði veiði og honum skyldi fá að blæða þeim silfraða að mér heilum og lifandi. Ég þræddi gimið tvö- falt gegnum augað. Hnútur hertur í blóði hlyti að halda, hugsaði ég, bætti þó við einu bragði til öryggis. Ég stikaði upp fyrir ólgumar, kastaði og gætti þess að fara eftir fyrirmælunum, láta reka og draga slakann. Hver taug var þanin, ég hélt niðri í mér andanum. Agnið nálgaðist óróann í miðri ánni þar sem hún bólgnaði af stórgrýti í botninum ... ég fann högg á stang- artoppinn, brá ósjálfrátt við - hafði beðið eftir þessu lengi. Ég tók fast á fiskinum en hann var sterkur og aðstæður honum í hag. Straumurinn var þyngri en hann sýndist, áin breið og nóg rými en ekki miklar festur. Ég reyndi að komast niður fyrir laxinn en hann lét sig jafnharðan sakka, tökustaðurinn var nú Iangt fyrir ofan okkur. Hvoragur vildi vægja en smám saman dró af lónbúanum og þegar fór að grynnka tókst mér að sveigja hann að landi. Þetta reyndist kokgleyptur 9 punda hængur. Klukkuna vantaði tvær mínútur. Ég næði að kasta áður en tíminn rynni út; hraðaði mér upp eftir, kastaði og fór að öllu sem fyrr. Á nákvæmlega sama stað og áður stöðvaðist rennslið og ég var aftur fastur í físki sem hagaði sér öld- ungis eins og sá fyrri. Tveir laxar, nákvæmlega jafnstórir, lágu á bakkanum í kvöldhúminu. Leynivopnið var fundið. Er hægt að lýsa skynhrifum sjónar með nokkrum einföldum mynstr- um? VÍSINDIÆ; minnib skrifab meb myndletrif Frununyndir sjónskynjunar FLESTAR frumur líkamans eru sérhæfðar til þess að takast á við ákveðin verk, sem þarf til viðhalds eðlilegri likamsstarf- semi. Þær frumur í heilaberkinum, sem túlka sjónmerki frá augunum, eru engin undantekning hér á. Fyrir rúmum þrjá- tíu árum sýndu vísindamennimir Hubel og Wiesel fram á að frumur á sjónarsviði heilans eru sérhæfðar til að greina ákveðin örvunarmynstur. Hlutir í umhverfinu örva því frum- ur sjónarsvæðisins á mismunandi hátt. Hvernig ákveðinn hlut- ur örvar frumurnar fer eftir lögun hans og ljósstyrk. Nú í lok nóvember birtu japanskir vísindamenn niðurstöður athug- ana sem benda til þess að túlka megi skynhrif sjónfruma sem viðbrögð við einungis takmörkuðum fjölda einfaldra tvívídd- armynstra. Ef tOgátan er rétt má segja að þessi einföldu mynstur séu það stafróf sem sjónminni okkar er skrifað með. eftir Sverri Ólafsson Það er ekki rétt að líta á sjón- arsvæði heilans sem risa- stórt safn frama sem sameigin- lega taka þátt í því að greina hvem sjáanlegan hlut. Hver ■mbmmh frama bregst einungis við áhrifum hluta af ákveðinni stærð og lögun. Örvun sér- stakra frama segir því fyrir um eðli og eig- inleika þess hlutar sem horft er á. Um margra ára skeið hafa vísindamennirnir sýnt öpum mikinn Q'ölda mynda, af öllu mögulegu úr náttúra og samfé- lagi. Á sama tíma hafa þeir mælt áhrifín sem myndirnar hafa á mismunandi framur á sjónarsvæði heilans. Japönsku vísindamennirnir hafa stuðst við nokkurs konar einföldunaraðferð sem byggist á því að reyna að skiptá mynd- unum niður í þá grannþætti sem þær samanstanda af. Þetta er erfítt og tímafrekt starf, þar sem það er engan veginn ljóst hvem- ig leita á eftir framþáttum hverrar myndar. Þeir hafa leitað eftir reglulegri og einfaldari mynstram sem hafa sömu áhrif á sjónframumar og upphaflegu myndirnar gerðu. I sumum til- fellum hefur þeim tekist að framkalla sterkari áhrif en þeim tókst með frammyndinni. Það sem kemur mest'á óvart er sú staðreynd að vísindamönnunum hefur tekist að framkalla öll framuviðbrögð upphaflegu myhdanna með því að notast við takmarkaðan fjölda einfaldra mynstra. Það svæði heilans sem vís- indamennirnir athuguðu nefnist „inferotemporal cortex“, skammstafað IT. Það hefur lengi verið skoðun fræðimanna að þessi hluti heilabarkarins sé nátengdur þeim hluta tauga- kerfísins sem gegnir sérstöku hlutverki til stuðnings minnis- ins. Aukin þekking á starfsemi þessa svæðis stuðlar því ekki einungis að betri skilningi á starfsemi sjónskynjunar heldur getur hún einnig varpað nýju ljósi á það hvernig sjónreynsla okkar er varðveitt í minninu. Ekki er ljóst hvaða ferlar það era sem leiða til þeirrar framu- skipunar IT sem er forsenda fyrir þeim áhrifum sem hér hef- ur verið lýst. Trúlegt er að þeir séu að einhveiju leyti erfða- fræðilegs eðlis og að ákveðin frumumynstur séu því fyrir hendi í heilanum þegar við fæð- umst. Engu að síður er líklegt áð flest taugaframutengsl verði til fyrir tilstuðlan þeirrar sjón- reynslu sem við verðum fyrir á fyrstu áram ævinnar. Nú þegar hafa vísindamenn víðsvegar um heim hannað stærðfræðileg líkön sem sýna hvemig mismunandi tauga- mynstur geta myndast á grund- velli þeirrar samsvöranar sem er á milli sjónhrifanna sem taugakerfíð verður fyrir. Það yrði að teijast frábær árangur þeirra líkana ef þeim tækist að sýna fram á myndun þess „myndleturs“ sem japönsku vís- indamennirnir hafa fundið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.