Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 6
 -SsJfe HEIMSPEKIN ER NAUÐSYNLEG LIFINU! ettir ðnnu Sveinbjnrnardóttur HVER er tilgangur lífsins? Þetta er spurning sem flest- ir velta fyrir sér einhvern tíma á lífsleiðinni. Þeir sem takast þó einna helst á við þessa spurningu eru heim- spekingar. A þessu ári mun ung íslensk kona, Sigríður Þorgeirsdóttir, verja dokt- orsritgerð sína í heimspeki. Hún er fyrsta íslenska kon- an sem hlýtur doktorsgráðu í heimspeki. Sigríður var stödd hér á landi á dögunum til þess að flytja fyrirlestur um kvennasiðfræði og hug- myndafræði Kvennalistans. Morgunblaðið hafði þá sam- band við hana til þess að forvitnast um efni fyrirlest- ursins og önnur heimspeki- leg hugðarefni Sigríðar. Eftir stúdentspróf var Sigríður eina önn í guðfræði við Há- skóla íslands. Síðan rak ævintýraþráin hana til Bandaríkj- anna þar sem hún fór í heimspeki- nám. Þar lagði hún stund á evrópska heimspeki. Að loknu BA-prófi frá Boston University lá leiðin til Þýska- lands. Þar nam hún við Freie Uni- versitat í Berlín og mun verja dokt- orsritgerð sína við háskólann í febr- úar. - Hvers vegna varð heimspeki fyrir valinu? „Ég hugsaði með mér að ég ætti eingöngu þetta eina líf og langaði til þess að gera eitthvað sem mér fyndist einhvers virði. Að baki við- leitni heimspekinga til þess að skilja og túlka lífið og tilveruna liggur enn ’ sem fyrr þörf til að spyijast fyrir um tilgang lífsins. Til hvers er ég hérna og hvað á ég að gera við líf mitt? Það er kannski spuming hvers vegna maður heldur þessu til streitu af því að þetta er ekki auðvelt. Eg hef trú á að heimspekin sé nauðsynleg í okkar lífi og okkar 'samfélagi. Núna er til dæmis aukinn áhugi á henni hér á íslandi og ég tel það mjög gott. Fólk hefur séð að efnishyggja síðasta áratugar veit- ir ekki lífsfyllingu og fólk er mjög leitandi. íslenskir heimspekingar hafa verið mjög duglegir við að koma heimspekinni út til almennings. Og það ér aðdáunarvert, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvemig veist hefur verið að mennta- og uppeldis- kerfinu að undanfömu. Ég er hrædd um að sú atlaga eigi eftir að koma illilega aftan að okkur þegar fram í sækir. Sigridur Þorgeirsdóttir, ffyrsta islenska konan sem hlýtur doktorsgáóu i heimspeki, rœðir um rannsóknir sínar á Nietzsche og heimspekilega sýn kvenna Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Ég hef að undanförnu verið að rannsaka hugmyndafræði Kvenna- listans. Það mætti gera meira af því að grennslast nánar fyrir um þær hugmyndir sem aðrir flokkar leggja til grundvallar málflutningi sínum til þess að draga fram fjölbreytni og þær mótsagnir sem þeir em bún- ir að flækja sig í. Þannig mætti graf- ast fyrir um raunverulegan mál- flutning þeirra og markmið. Ég held að slíkar rannsóknir gætu verið til góðs fyrir pólitíska umræðu hér á landi. í Þýskalandi starfa til dæmis nefndir á vegum stjórnmálaflokk- anna sem rannsaka gildismat og grundvallarstefnu þeirra og Iajga þau að aðstæðum hveiju sinni. A þann hátt getur heimspekin hjálpað til í pólitískri umræðu, en það má ekki gleymast að heimspekileg hugsun er í eðli sínu gagnrýnin hugsun. Því miður virðist mér allt of lengi hafa verið tilhneiging til að óttast gagn- rýna hugsun og setja hana til jafns við niðurrif. Gagnrýni er til þess að setja hlutina í rétt samhengi og at- huga hvað raunverulega skiptir máli. Fyrir mér er samasemmerki á milli hugsunar og gagnrýni. En hér á landi eru þau málefni sem eru til umræðu iðulega svo persónubundin. Stundum óttast ég að vegna smæðar þessa þjóðfélags sé ekki hægt að vera málefnalegur. En heimspekileg hugsun getur hjálpað fólki til að skilja fleiri hluti en stjórnmál, til dæmis listir, vísindi og trú, og hlutverk þeirra í menn- ingu okkar yfirleitt. Heimspekin getur þannig unnið ákveðið skýr- ingarverk." Hugleiðingar um kvennasiðfræði Sigríður hélt um miðjan janúar fyrirlestur er nefndist „Er til kvenna- siðfræði?" I þessum fyrirlestri fjall- aði hún um hugmyndir bandaríska þroskasálfræðingsins Carol Giliigan um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir Kvennalistann. Carol Gilligan gaf út bók í byijun níunda áratugarins er bar titilinn „Hin röddin“ eða „In a Different Voice“. í bókinni reyndi Gilligan að sýna fram á að konur og karlar hefðu ólíkar hugmyndir um siðgæði. Hún taldi umhyggjusiðfræði kven- læga en réttlætissiðfræði karllæga. Hugmyndir hennar komu af stað mikilli umræðu og höfðu sterk áhrif á kvennapólitík og þróun mæðra- hyggjunnar. Það eru þessi tengsl milli siðfræðihugmynda Gilligan og hugmyndafræði Kvennalistans sem Sigríður skoðar í fyrirlestri sínum. - Hvemig atvikaðist það að þú hófst rannsókn á siðfræði kvenna?“ „Feminískar rannsóknir hafa ekki verið mín sérgrein í heimspekinám- inu en mig hefur alltaf langað til þess að gera eitthvað í þessum efn- um. Ég fékk síðan styrk á síðasta ári frá Rannsóknarstofu í kvenna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.