Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1993 Væntanleg; Elskhuginn eftir Annaud. 5000 HAFA SEÐ HÁVARÐSENDA ^^lls hafa nú um 5.000 manns séð bresku myndina „Howards End“ í Háskólabíói með Emmu Thompson og Anthony Hopk- ins í aðalhlutverkum undir leikstjóm James Ivory. Þá hafa um 4.000 manns séð dansamyndina Forboðin spor og fyrstu sýningarhelg- ina sáu 2.000 manns sálfræð- Fólk ■fyrsfa mynd Micha- els Douglas eftir Ógnar- eðli heitir „Falling Down“ og er leikstýrt af Joel Schumacher („Flatliners"). Með ðnn- ur hlutverk fara Robert Duvall, Barbara Hers- hey og Tuesday Weld en myndin segir frá Los Angeles-búa sem fer yfir- um á heitasta degi ársins. Sagt er að Douglas skarti hárgreiðslu sem sé helm- ingi verri en sú á Kevin Costner í Lífverðinum. MNýjasta gamanmynd Bills Murrays heitir „Groundhog Day“ og er leikstýrt af Harold Ra- mis. Myndin segir frá veðurfræðingi sem festist í tíma fyrir einhver undar- legheit. Með önnur hlut- verk fara Andie MacDowell og Chris Elliott. UNýjasta mynd kattar- konunnar Michelle Pfeiffers heitir „Love Field“ og segir frá hár- greiðsludömu frá Dallas sem hittir og vingast við svertingja á leiðinni frá Dallas til Washington þar sem hún ætlar að vera við útför Johns F. Kennedys. Leikstjóri er Jonathan Kaplan en að- almyndin hans hingað til er „The Accused“. ■ Tvær endurgerðir evr- ópskra mynda verða frumsýndar í Bandaríkj- unum í næsta mánuði. Önnur hefur hlotið heitið „Sommersby" og er byggð á frönsku mynd- inni Martin Guerre snýr aftur með Gérard Dep- ardieu. Richard Gere er í hlutverki Frakkans en Jodie Foster ieikur kon- una hans, sem tekur á móti honum breyttum manni eftir margra ára fjarveru. Leikstjóri er Jon Amiel. Hin endurgerðin er Hvarfið eftir sam- nefndri hollenskri mynd George Sluziers. Hann leikstýrir sjálfur banda- rísku útgáfunni sem er með Jeff Bridges, Kie- fer Sutherland og Nancy Travis í aðalhlut- verkum. itryllinn Raddir í myrkri. Rúmlega 10.000 hafa séð gamanmyndina Boomerang. Næstu myndir Háskólabíós eru danska gamanmyndin Baðdagurinn mikli með Erik Clausen í aðalhlutverki undir leikstjóm Stellan Olsons. Þá kemur spennumyndin „Snea- kers“ með Robert Redford og Sidney Poitier en á eftir henni kemur franska stórmyndin Elskhuginn eða „L'Amant" eftir Jean-Jacques An- naud, sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd. Því næst kemur væntanlega gamanmyndin Flodder í Ameríku og loks tryllirinn Jennifer 8. með Andy Garcia, sem fjallar um leit lögreglunnar að fjöldamorðingja. CLAUDE BERRI FILMAR ZOLA Franski kvikmyndaleik- stjórinn Claude Berri hefur gert ógleymanlegar myndir uppúr sögum Marcel Pagnols. Jean de Florette og Manon des Sources með Yves Montant og Gérard Depardieu fóru sigurfor um heiminn þótt þær hafi ekki náð hingað í bíóin og eins vakti hann at- hygli þegar hann filmaði Ur- anus uppúr sögu Marcel Aymé. Berri heldur sig við bók- menntimar og í nýjustu mynd sinni tekst hann á við eina af sögum Emile Zola. Hún heitir Germinal og gerist í námabæ í Frakklandi og segir frá drungalegu lífi námamanna. Með aðalhlutverkið fer Dep- ardieu rokksöngvarinn Re- naud, Miou Miou. Námamenn Zola; úr nyj- nstu mynd Claude Bems. Ibíó Talsettar teiknimyndir eru að verða að föstum lið í kvikmyndahúsum borgar- innar. Sú nýjasta er Nemo litli í Laugarásbíói. Frammistaða kvik- myndahúsanna f þessum efnum er lofsverð en for- ráðamenn þeirra virðast gera sér grein fyrir að krafan um talsetningu á teiknimyndum fyrir yngstu kynslóðina á fullan rétt á sér og með talsetningu fæst meiri aðsókn, sem veitir reyndar ekki af því talsetn- ingar eru dýrt íyrirtæki. Þær eru yfir höfuð mjög vel heppnaðar enda hafa margir leikaranna sem ljá raddir sínar í myndimar fengið góða þjálfun hjá sjónvarpsstöðvunum, er hafa fyrir margt löngu upp- fyllt þörfina fyrir talsett bamaefni. Er vonandi að framhald verði á talsettum teikni- myndum í kvikmyndahús- unum. Alvarlegur leikari; Pacino og O’Donnell í Konuilmi. PACINO FINNUR KONUILMINN Konuilmur eða af Woman“ „Scent of var valin besta myndin á sfðasta ári af erlendum fréttariturum í Hollywood og aðalleikari hennar, A1 Pacino, hlaut leik- araverðlaunin. Hann leikur blindan og afar bitran fyrrum hermann, sem á í miklum sálarkröggum og er í sjálfs- morðshugleiðingum en ungur strákur, leikinn af Chris O’Donnell, verður fylgdar- maður hans og með þeim vex sérkennileg vinátta. Pacino var ekki sá sem leik- stjórinn Martin Brest og handritshöfundurinn William Goldman vildu í hlutverkið í fyrstu en þegar kom að því að ákveða hvem ætti að tala við hugsaði Brest, sem hrifinn er af Pacino, með sér að eigin sögn; Hvers vegna ekki að fá einn besta leikara aldarinnar í myndina? Pacino hreifst af handritinu og sló til en þegar Brest er spurður að því hvern- ig hafi verið að leikstýra hon- um segist honum hafa liðið eins og Slim Pickens í lok myndarinnar „Dr. Strang- elove“ þar sem hann sat klof- vega á kjarnorkusprengju og rak upp kúrekaöskur á leið í dauðann. Pacino þykja þetta ekki beint lofsamleg ummæli en hann er frægur fyrir að leggja sig allan fram við metóðuleik- inn. Og þar sem hann lék blindan mann í myndinni þótt- ist hann ekki sjá mótleikara sinn hvað þá annað en hrós- aði honum þó fyrir góðan leik. „Ég gat ekki séð þig,“ sagði hann, „en ég veit þú stóðst þig mjög vel.“ Konuilmur er aðeins önnur myndin sem Brest gerir frá því hann leikstýrði Löggunni í Beverly Hills með Eddie Murphy. Hin er „Midnight Run“. KVIKMYN DIIU^ /Er til betri ástarsagaf CasabUmca FÁAR myndir hafa notið viðlíka aðdáunar eða jafnlang- varandi og Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman og Claude Rains, Paul Henreid, Sidn- ey Greenstreet og Peter Lorrie og Dooley Wilson við píanóið. Leiktu það aftur, Sam biður Rick og ómar lagsins „ As Time Goes By“ berast út í svart/hvíta nótt- ina. Nýjar kynslóðir hafa tekið myndinni opnum örmum eins og henni var fyrst tekið þegar hún fékk Óskarinn sem besta myndin 1943, fyrir besta handritið og bestu ieikstjórn. En hvað veldur? Af hverju er hún svona töfrandi þessi mynd? Casablanca hefur átt vin- sældum og langlífi sínu að þakka að einhveiju leyti síendurteknum sýning- um í sjónvarpi og seinna á mynd- bandi. En nú ætlar Sam að leika það aftur á hvíta tjaldinu í sam- nefndri bíókeðju í Reykjavík. Casa- eftir Arnold Indriðoson blanca verður sýnd í Sam- bíóunum fyrri hluta febrúar nk. í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því myndin var gerð. Hún var sett í dreif- ingu vestra á síðasta ári af sama tilefni en það er ekki oft sem gamlar myndir fá færi á hvíta tjaldinu og því er sýning Casablanca í kvik- myndahúsi talsverður við- burður. A sama hátt hefði það verið viðburður að fá að sjá Borgara Kane þegar hann varð fimmtugur fyrir tveimur árum, eða nýja og endurbætta útgáfu af Arab- íu-Lárensi eða nýja útgáfu af Spartacus og svo mætti áfram telja. Casablanca var frumsýnd árið 1942 en vegna ein- hverra dreifingarreglna hjá Wamer Bros. var hún skráð 1943 og fékk því ekki Ósk- arana sína fyrr en árið 1944. Þá var hún orðin fræg um allan heim og hafði halað inn milljónir bæði í Banda- ríkjunum og ekki síður er- lendis. Það erfiðasta við kvik- myndun myndarinnar var endirinn. Fjórir komu til greina: A) Ingrid verður eft- ir með Bogart. B) Bogart er drepinn þegar hann hjálp- ar Bergman og Henreid að flýja. C) Henreid deyr og Bergman og Bogart halda baráttunni áfram. D) Bog- art sendir Bergman burt með Henreid. Eins og menn vita var fallist á seinasta endinn þótt hann boðaði ekki sérlega hamingjusam- leg endalok. Allt fór það þó eftir því hvemig til tækist og að lokum kvaddi Bogart ástina sína af því hann var nógu sterkur til að komast af einn síns liðs. Henreid þurfti á Bergman að halda. Ástarsaga aldarinnar; Ingrid Bergman og Hump- hrey Bogart fallast í faðma í Casablanca. Einvalalið; Bogart, Claude Rains, Paul Henreid og Bergman en að auki fóru Peter Ivorre og Sidney Greenstreet með hiut- verk í myndinni. Þá var aðeins lokasetningin eftir og framleiðandinn, Hal Wallis, hafði úr fjórum að velja áður en hann féllst á þessa hér: „Louis, ég held þetta gæti verið upphafið að frábærri vináttu." Wallis hafði skrifað hana sjálfur. Seinna viðurkenndi Ingrid Bergman að hún hefði ekki haft hugmynd um hvemig hún átti að leika hlutverk sitt því hún fékk ekki að vita það fyrr en síð- asta tökudaginn hvort hún endaði með Henreid eða Bogart uppá arminn. Þegar hún spurði handritshöfund- inn Julius J. Epstein svaraði hann: „Við látum þig vita um leið og við vitum það.“ Þannig em þjóðsögumar um Casablanca. Líklega er eitt svarið við stöðugum sældum hennar einfaldlega það að hún er svo óendan- lega rómantísk, hún er frá- bærlega skrifuð og leikar- arnir stórkostlegir. Möltu- fálkinn gerði Bogart að stjömu og hann lék í mörg- um öðrum eftirminnilegum myndum en Casablanca á ekki minnsta þáttinn í því að gera hann ódauðlegan. Ef eitthvert eitt svar er til við því af hveiju myndin er svona langlíf og töfrandi gæti það allt eins verið Bogie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.