Morgunblaðið - 13.02.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 13.02.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 17 Fyrsta skóflustunga tekin að stórhýsinu í miðbæ Hafnarfjarðar Stórhýsið í miðbæ Hafnarfjarðar TÖLVUMYNDIN sýnir fyrirhugaða nýbyggingu og afstöðu hennar til annarra húsa í miðbænum. Ætlun- in er að verslunar- og skrifstofubyggingin verði tilbúin haustið 1994 og hótelið vorið 1995. Á myndinni til hliðar sést Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði taka fyrstu skóflustunguna. Ætlunin að efla hlut Hafnfirðinga í verslun GUÐMUNDUR Árni Stefánsson bæjarsljóri tók fyrstu_ skóflu- stunguna að nýju stórhýsi í miðbæ Hafnarfjarðar í gær. I húsinu eiga meðal annars að vera 20-30 verslanir, 50 herbergja hótel, skrifstofur og geymsla fyrir 102 bíla. Tilgangurinn með byggingu hússins er meðal annars sá að auka hlut Hafnfirðinga í verslun á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Viðars Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf., sem reisir húsið. Jarð- vinna hefst á mánudag og hefur verið samið við Hagvirki-Klett hf. um þann verkþátt. Húsið verður byggt í einum áfanga og er áætlað að verslunar- og skrifstofuhlutinn verði tekinn í notkun haustið 1994 og hótelið vorið 1995. Viðar segir nokkra aðila þegar hafa sýnt áhuga á að kaupa hluta af húsinu og eru hafnar viðræður við inn- lenda aðila um rekstur hótelsins. Að fyrirtækinu Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. standa fimm hafnfirsk- ir aðilar sem meðal annars hafa reist hús á Thorsplani í Hafnar- fírði og við Gullinbrú í Reykjavík. Nokkur styr hefur staðið um stærð hússins. Mótmælendur hafa safnað á fimmta þúsund undir- skriftum og krefjast breytinga á húsinu. Guðmundur Árni Stefáns- son sagði ekki nýtt að deilt væri um byggingar stórhýsa í miðbæ Hafnarfjarðar. Deiiur hefðu staðið um Ráðhúsið, um Sparisjóðinn, Hafnarborg og þannig mætti rekja söguna. Hann sagði að nýja stór- hýsið félli inn í uppbyggingu mið- bæjarins og í næsta nágrenni þess yrðu fleiri hús byggð. I kjölfarið fylgdi gatnagerð og fegrunar- framkvæmdir á vegum bæjarins. Taldi hann fagnaðarefni að menn réðust í stórverkefni af þessu tagi og ryfu þá deyfð sem hefði verið í atvinnulífinu. Byggingarfram- kvæmdirnar yrðu vítamínsprauta fyrir atvinnu í bænum. Enn er verið að safna undir- skriftum gegn stærð og útliti nýja hússins. Ekki varð vart neinna mótmæla þegar skóflustungan var tekin og sagði Einar Már Guð- varðarson, einn forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, að þeirra hafi ekki verið þörf því mótmælendur hefðu ekkert á móti byggingu húss á þessum stað. „Við krefjumst þess að þessi bygg- ing verði ekki hærri en þau hús sem eru á miðbæjarsvæðinu og að hún sé í samræmi við þá byggð sem fyrir er.“ Jón Agnar Eggertsson form. Verkalýðsfélags Borgamess látinn JÓN Agnar Eggertsson, for- maður verkalýðsfélags Borgar- ness, lést í sjúkrahúsi í Reykja- vík síðastliðinn fimmtudag. Jón Agnar fæddist í Borgarnesi 5. janúar 1946. Hann var formað- ur Verkalýðsfélags Borgarness frá árinu 1974 og allt til dauða- dags. Hann var kosinn í mið- sljórn Alþýðusambands Islands árið 1976 og átti þar sæti síðan. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir ASÍ og var gjald- keri þess um árabil. Hann átti sæti í fjölmörgum nefndum Alþýðusambandsins og var jafnframt fulltrúi sambandsins í ýmsum stjórnskipuðum nefndum. Nú síðast var hann fulltrúi ASÍ í nefnd félagsmálaráðuneytisins um að undirbúa ár fjölskyldunnar 1994. Undir stjórn Jóns Agnars stóð Verkalýðsfélag Borgarness fyrir öflugu félags- og fræðslustarfi og var hann forgöngumaður um ýmis mál innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Jón Agnar tók virkan þátt margvíslegum félagsstörfum. Hann átti m.a. sæti í hreppsnefnd Borgarneshrepps á árunum 1974 til 1986, var formaður Krabba- meinsfélags Borgarfjarðar frá 1990, átti sæti í stjórn Krabba- meinsfélags íslands frá 1992 og var mjög virkur í þjóðarátaki fé- lagsins árið 1990. Jón Agnar var mikill áhuga- maður um neytendamál og átti mikinn þátt í að koma á sam- starfi milli neytendafélags Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélags Borg- arness, sem síðan varð fyrirmynd að slíku samstarfi annars staðar. Jón Agnar Eggertsson Jón Agnar átti sæti í ritnefnd hér- aðsfréttablaðsins Borgfírðings frá stofnun blaðsins 1987 og sá um verkalýðssíðu blaðsins alla tíð. Jón Agnar Eggertsson lætur eftir sig eiginkonu, Ragnheiði Jó- hannsdóttur, tvo syni og aldraða móður. Morgunblaðið/Þorkell Háskóli Islands 88% fall í aliuemm lögfræði TÓLF stúdentar af 114 sem tóku próf í almennri lög- fræði í janúar náðu tilskil- inni einkunn, það er sjö eða hærra. Fallið er því 88%. Á sama tíma fyrir ári náðu 15 af 123 sem þreyttu prófíð sjö í einkunn eða hærra og var fallprósentan því sú sama og nú, eða 88%. Stór hluti af þeim sem féllu tóku aftur próf í vor. Þá náðu 36 af 98 stúd- entum lágmarkseinkunn og var fallið þá 63%. Prófin voru tekin í janúar en einkunnirnar auglýstar í Háskólanum í gærkvöldi. Auk þeirra sem náðu tilskilinni lág- markseinkunn fengu þrír stúdentar 6,5. Þeir komast áfram ef þeir hafa fengið átta eða hærra í heimspeki. Vitað er um að minnsta kosti einn þeirra kemst áfram. salat- Nautastelk (innralærísvöðvi) sveppír- laukur- hra nýtt grænmeti- . ^ {ranskar-syeppasosa- bearnaísesosa en þeir sem næst lægstir! 595? Lambastelk (glóðarsteikt filet) lapkur- sveppír-hrásalat- bearnaisesósa en þeirsem næst lægstir! 595? Svinasteik kinagrjón- hrasalat- sveppasösa- sveppir- laukur- franskar ; Ibdýrari en þeir sem næst lægstir! 595? BONUSBORGARI Armúla 42 @8129 90 DTSALA 20-50% afsláttur »hummel Allur vetrarfatnaður, íþróttagallar, íþróttaskór, skíði, skíðaskór o. fl. o. fl. S P O R T B U Ð I N ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655. 0793

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.