Morgunblaðið - 13.02.1993, Side 30

Morgunblaðið - 13.02.1993, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 30 Minning * Oskar G. Jóhannes- son hafnsögumaður Fæddur 1. nóvember 1927 Dáinn 1. febrúar 1993 Fyrstu kynni mín af Óskari voru á Ísafírði, en þar var svæði trillu- báta. Við vorum, til þess að gera, báðir nokkuð nýkomnir úr sveit- inni, þar sem feður okkar höfðu stundað útvegsbúskap með fáeinum kindum og línuveiðum jöfnum hönd- um. Óskar kom _úr Jökulfjörðum, en víðs vegar við ísafjarðardjúp var fararsnið á fólki. Fyrst til þéttbýlisstaðanna á ísafírði og í Bolungarvík og síðan margir þaðan suður á land. Minningar mínar úr Dokkunni frá þessum árum eru bundnar kú- fískúrskurði, línubeitingu og sjó- róðrum. Óskar var á Einari, þriggja tonna trillu með Einari Alexanders- syni, en þeir voru bræðrasynir. Ég var með föður mínum á álíka stór- um bát, Hermóði. Mörgum árum síðar átti Dokkan eftir að verða starfsvettvangur okkar Óskars sem sameignarmanna í útgerð og skipa- félaga í fímmtán ár. Fyrst á Þristi ÍS og síðar á Engilráð ÍS. Óskar fæddist á Dynjanda í Leirufírði 11. nóvember 1927, sonur Jóhannesar Einarssonar og Re- bekku Pálsdóttur. Hann var elstur sjö systkina er upp komust, en elsta bamið, Jóhanna, dó aðeins sex ára gömul. Á Dynjanda voru þrír ábú- endur. Auk Jóhannesar bjó þar bróðir hans Alexander og sá þriðji var Hallgrímur Jónsson. Þama vom samankomnar barnmargar fjöl- skyldur og bömin á bænum á þriðja tug. í þessum glaðværa systkina- og frændsystkinahópi ólst Óskar upp. Eins og svo víða á bammörg- um heimilum áður fyrr, kom það í hlut Óskars sem elsta bamsins að hjálpa til við uppeldi yngri systkina sinna. Þegar um fermingu máttu elstu bömin axla byrðar sem full- orðin væm. í Jökulfjörðum mátti heita að á öðmm hveijum bæ væm útvegs- bændur sem sóttu björg í bú, í fisk- inn sem var þar stutt undan landi. Á Dynjanda var því nóg að gera, bæði til sjós og lands og þess gætt að krakkamir léku sér í hófí. Hald- ið var stíft að ungviðinu, þar sem annars staðar, að vinnan gengi fyr- ir öllu. Metnaður og vinnuharka þótti besta veganestið í lífínu. Það fór eftir, að unga fólkið sem kom frá Dynjanda gleymdi ekki þessum eiginleikum þegar til manndómsár- anna kom. Á vetmm stundaði Óskar nám við bamaskólann í Bolungarvík, þá vist£iður hjá þeim ágætis manneskj- um Guðjóni Jónssyni, kallaður Harðinnyrill, og konu hans Mar- gréti Halldórsdóttur. Minntist hann þeirra ávallt með miklu þakklæti. Vorið sem Óskar fermdist hóf hann róðra á trillunni Einari með föður sínum. Jóhannes þótti harð- sækinn sjósóknari og lítið gefínn fyrir að láta menn sofa af sér björg- ina, ef hennar var einhvers staðar von. Þetta var því harður en góður skóli undir það sjómannsstarf sem beið í Iífinu. Sextán ára að aldri hóf Óskar róðra á vetrarvertíð með Rósa Steindórs á Pólstjömunni, sem orð- lagður var fyrir fádæma sjósókn og harðfylgi. Þá síðar með Kristjáni Jónssyni á Bryndísi í tvær vertíðir. Á vetmm seinna meir lá leiðin suður á land til Vestmannaeyja nokkrar vertíðir með hinum þjóð- kunna aflamanni Binna í Gröf, bæði á Andvara og Gullborginni. Einnig var hann nokkur sumur á síld með Sigurði Magnússyni á Yíði frá Eskifirði. Á vorin kom Óskar oft til þess að róa með Ein- ari Alla á litlla Einari í Djúpið. Árið 1955 hóf Óskar búskap á ísafirði með eftirlifandi konu sinni Lydíu Sigurlaugsdóttur. Þaðan stundaði hann sjósókn í aldarfjórð- ung, í fyrstu með Ásgeiri Guðbjarts- syni á Ásbimi og Guðbjörgu, og síðar sem skipstjóri á Hrönn ÍS hjá samnefndu útgerðarfélagi. Síðast var Óskar skipstjóri á Þristi IS og Engilráð ÍS. Öskar var einkar farsæll skip- stjórnarmaður, gætinn og áræðinn í besta lagi, virtur og elskaður af skipsfélögum sínum fyrir ljúf- mennsku sína, drengskap og æðru- leysi á hvetju sem gekk. Línuveiðar á vetrarvertíðum úti fyrir Vestfjörð- um á 30-70 tonna bátum em oft á tíðum enginn barnaleikur. Árið 1967 tókum við Óskar hönd- um saman um útgerð á smærri bátum. Þetta samstarf varð okkur heilladijúgt. Vinarþel og einhugur ríkti á milli okkar alla tíð. Árið 1980 hætti Óskar til sjós af heilsufarsástæðum og starfaði við lóðs og hafnarvörslu hjá ísa- fjarðarhöfn síðasta áratuginn. Ég hygg að hann hafí notið þessara ára vel í hópi góðra starfsfélaga. Þau Óskar og Lydía eignuðust fímm böm, en tvö þeirra, tvíburar, dóu í fæðingu. Hin em þau Einar Rósi, Albert og Lydía Ösk. Fjöl- skylduböndin á heimili þeirra vom einkar sterk og farsæl alla tíð. Við Katrín sendum Lydíu og bömum, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með þakklæti í huga kveðjum við vin okkar og starfsfélaga. Halldór Hermannsson. Óskar svili minn er látinn. Þar með er enn einu sinni höggvið skarð í fjölskyldu okkar á skömmum tíma. Tengdamóðir mín sér nú á eftir tengdasyni sínum og hefur áður misst mann sinn og þijá syni. En hjá henni em vandræði til að vinna á og erfiðleikar til að yfirstíga. Og í huga minn koma orð sem mamma mín kenndi okkur krökkunum strax í bemsku: „Guð leggur aldrei meira á nokkum mann en hann getur borið.“ Þegar ég kynntist Óskari fyrst fannst mér ég strax sjá hvem mann hann hafði að geyma; framkoma hans öll einkenndist af mikilli ljúf- mennsku, alúð og glaðværð. Yfír- vegaður var hann en gamansamur samt. Þá þótti mér einnig mikið til hans koma vegna þess að hann var sjómaður af lífi og sál eins og marg- ir í minni nánustu fjölskyldu. Enda var sjómennska og störf tengd henni hans ævistarf og aðaláhuga- mál. Það sýndu ófáar ferðir hans, núna síðustu árin, til að athuga hvort menn væra að físka. Ég reyndist sannspá um eiginleika Óskars. Hann var virtur af öllum sem kynntust honum í reynd og á það jafnt við um ættingja, tengda- fólk og samstarfsmenn. Óskar var með afbrigðum bam- góður maður og mátti ekkert aumt sjá. Það sannast best á því góða sambandi sem myndaðist milli hans og bamabama þeirra Lydíu. Með þeim átti hann margar góðar stund- ir. Hann var lipur maður og taldi ekki eftir sér að snúast dálítið kringum bömin. Dóttir mín sagði einmitt nú þegar við rifjuðum sam- an upp minningarbrot um Óskar: „Ég man að hann sagði ævinlega við mig þegar ég var lítil á Isafírði: Þú er alltaf jafn broshýr elskan." Já, þannig var Óskar, hann vissi nákvæmlega hvað krökkum kom best. Prúðmennska og æðraleysi vora Óskari í blóð borin og komu þeir eiginleikar sér vel í baráttu hans við sjúkdóm þann er dró hann til dauða að lokum. Hann kvartaði aldrei og vildi reyndar ekki gera neitt úr veikindum sínum og sagði oft þegar hann var spurður um líð- an. „Eg er ágætur." Eða „Ég er betri núna en um daginn, þá var ég fjandi slæmur." Já, þannig kom hann málum sínum fyrir til þess að fólkið hans hefði síður áhyggjur. Það vildi hann alls ekki. Hann var dulur og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Auðvitað átti hann sínar erfíðu stundir. Á því leikur enginn vafí og fleiri eftir því sem tímar liðu. En Óskar stóð þó ekki einn. Hann átti dyggan föranaut þar sem Lydía eiginkona hans var og stóð eins og klettur í hafi við hlið hans ásamt bömum þeirra og tengda- bömum. Heimili þeirra var Óskari homsteinn lífsins. Þar hefur alltaf ríkt mikil gestrisni og þangað er gott að koma. Elsku Lydía, góðar minningar gera lífíð bærilegra. Við Erling og bömin okkar biðjum um huggun þér og_ fjölskyldu þinni til handa. Megi Óskar Jóhannesson hvíla í friði. Halldóra Sigurgeirsdóttir. „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" (Spámaðurinn) Elskulegur tengdafaðir minn, Óskar Guðmundur Jóhannesson, er látinn. Tólf ára baráttu við illvígan sjúk- dóm er nú lokið. Vágest sem ber að dyrum hjá alltof mörgum og enginn hefur svör við. Hann bar veikindin í hljóði og af æðraleysi. Alltaf hélt hann í vonina og við öll sem þekktum hann og unnum hon- um óskuðum þess að hann yrði heill að nýju. Á tímabili héldum við að óskin hefði ræst því hann var orðinn samur og jafn á líkama og fyrir veikindin, að við héldum. En trúlega var það viljastyrkur hans, bjartsýni og manngæska sem gerði það að verkum að við létum blekkj- ast. Síðustu tvö árin var þó vitað í hvað stefndi en það breytti ekki því að hvenær sem komið var til hans þá var hlýtt handtak eða faðmlag, bros og ástúð einkenni hans. Tengdamóðir mín, Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir, stóð við hlið hans eins og klettur í hafí. Hún ein hef- ur vitað hvaða baráttu hann háði undir lokin og var umhyggja henn- ar og uppörvun aðdáunarverð. Minningar leita á hugann. Fimmtán ár era fljót að líða, svo hratt flýgur tíminn. Fyrstu kynnin af tengdaföður mínum voru þétt faðmlag og hlý orð. Hann treysti öllum og trúði, en það eitt gerði hann að mannbætandi persónu sem smitaði út frá sér. Fyrir honum vora allir jafnir og allir með sama rétt, rétt til að lifa, þroskast og að lokum að deyja. Efnishyggja, streita eða hraði var ekki til í lífs- bók hans. Einlægni, kærleikur, mannvirðing og viljastyrkur stóð þar skrifað með stóra letri. Það hafði oft hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að forrita hann og senda inn á heimili þar sem allt er í upplausn, senda hann til utan- garðsmanna eða inn á stofnanir og taka utan um fólk og vera þar svo- lítinn tíma, því að það er einlægni, traust og ástúð sem við þörfnumst til að þroskast og verða heilsteyptar manneskjur. Óskar fæddist á Dynjanda í Jök- ulfjörðum og ólst þar upp í stóram systkinahópi. Foreldrar hans hétu Rebekka Pálsdóttir og Jóhannes Einarsson og var Óskar næstelstur af átta systkinum. Elsta bam sitt misstu Rebekka og JÓhannes að- eins sex ára gamalt. Jörðin Dynj- andi skiptist í fremri bæ og neðri bæ, og í neðri bæ var tvíbýli og bjuggu þar báðar fjölskyldur undir sama þaki, þannig að þar hefur verið margt um manninn og mikið spjallað. Voru ófáar sögumar sem sagðar vora um æskuárin á Dynj- anda þegar ættarmótin vora í Flæð- areyri, pg tengsl á milli þessa fólks sterk og óijúfanleg. Þegar Óskar var á þrítugsaldri fluttist hann til Isafjarðar og fór að búa með eftirlifandi eiginkonu sinni og eiga þau þijú börn, Einar Rósinkar, Albert og Lydíu Ósk. Eru bamabömin orðin fjögur, og vora þau sólargeislamir hans. Elsku Ludý mín, það er margs að sakna, en það er líka mikið að þakka. Minning um góðan og gæfu- ríkan mann gefur okkur styrk. Því við vitum, eins og bamabömin hans segja: „AÍa líður vel núna, hann er kominn til Guðs.“ Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jónína Ó. Emilsdóttir. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt uppmnnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.Briem) Er ég heyri góðs manns getið, mun ég minnast þín. Þetta er mér efst í huga við brottför þessa látna vinar. í anda hans ætla ég ekki að vera langorður. Hann var einn af þeim allt of fáu sem kaus að láta verkin tala í stað orða. Það er vegna vera minnar á Djúpbátnum Fagra- nesi í mörg ár, en þau bjuggu lengi á Bæjum á Snæfjallaströnd. Það var stutt í hlýjuna hjá þeim og á þeirra heimili og sérstaklega við þá sem minna máttu sín. I mínum huga er það gulls ígildi. Óskar vemdaði þetta veganesti með sinni ljúfu framkomu alla tíð. Þegar ég byijðai formennsku á fískibátnum Bryndísi árið 1949 var Óskar í minni góðu skipshöfn og á ég marg- ar góðar minningar frá þeim áram. Árangurinn af þeirri vertíð var mjög góður. Þar hófst okkar vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Við voram samstarfsmenn við hafnsögu á ísafírði. á áranum 1981 og 1991 að ég hætti störfum og hefði ég ekki getað hugsað mér betri sam- starfsmann þótt við væram ólíkir í skapi. Stundum var brugðið á létta strengi, ég sagði þá stundum, að ég ætti að tala svolítið minna, en hann þá aðeins meira, deila síðan í og fá betri meðaltalsútomu. Ég held ég halli ekki á neinn, þótt ég segi að Óskar hafi verið hvers manns hugljúfí og eftirsóttur til þeirra starfa, sem hann tók að sér. Hann var skipstjóri á fiskiskipum frá ísafirði í mörg ár, aflasæll, að- gætinn og skilaði sínu fleyi ávallt heilu í höfn. Við Óskar höfum búið undir sama þaki í 31 ár. Þess vegna fylgdist ég vel með veikindum hans síðari árin. Það eru um 12 ár síðan hann kenndi sér þess meins, sem nú dró hann til dauða. Ég heyrði hann aldr- ei kvarta um vanlíðan og í hvert sinn sem ég kvaddi hann eftir heim- sókn að sjúkrabeðinu sagði hann: „Þakka þér fyrir komuna, vinur. Ég hef það gott.“ Svona mæla ekki nema sannar hetjur. Óskar gekk í hjónaband með eft- irlifandi konu sinni, Lydíu R. Sigur- laugsdóttur, árið 1958. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll hafa stofnað eigin heimili. Barnabömin eru orðin fjögur og voru öll auga- steinar afa síns. Ljúf var hönd þín lögð í lítinn lófa, leidd við götu eða bara móa. Bamabömin bljúg frá þessum stundum, blessa þig frá ykkar fyrstu fundum. (Óþ. höf.) Óskar var mikill heimilisfaðir. Hafa því fjölskylda hans og nán- ustu ættmenni misst mikið við frá- fall hans. En eigi má sköpum renna. Ég á eina ósk afkomendum hans til handa, en það er að þau líkist honum í sem flestu. Við skulum ekki víla hót. Það varla léttir trega. Það er alltaf búningsbót, að bera sig karlmannlega. (Óþ. höf.) Við Inga og böm okkar viljum votta eiginkonu, börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu góðs manns. Kristján J. Jónsson. Elsku pabbi, takk fyrir allar þess- ar yndislegu minningar sem þú skil- ur eftir handa okkur, eiginkonu þinni, bömum og bamabömum. Manstu eftir þeirri ógleymanlegu ferð sem við fóram saman norður á Dynjanda seinnipart ágústmánað- ar árið 1990. Þú og mamma, ég og Kristján, Einar, Níní, Hanna Rósa og Inga Ósk, Albert, Sissa, Óskar Ágúst og Ama Sigríður. Við eigum mjög lengi eftir að minnast þessarar ferðar. Þú varst kominn „heim“ með bamahópinn þinn. Að fara með þér norður var eins og að upplifa stór- kostlegt ævintýri. Það geislaði af þér þegar þú sagðir okkur frá bemsku þinni og uppvexti heima á Dynjanda. Við lifðum okkur inn í frásagnir þínar, svo skemmtilega og lifandi sagðir þú frá. Og þegar þú varst að fá’ann. Kappið í þér var svo mikið, að þú máttir ekki vera að því að borða hvað þá held- ur sofa. Það var ekki annað hægt en að smitast af þér. Fjörið, galsinn og spenningurinn var svo mikill að áður en við vissum af vorum við öll komin á kaf í veiðiskapinn. Þá var ekki spurt hvort eitthvað væri í, heldur hvað þeir væra margir. Ó, þú varst svo góður með þig, þegar þú sagðir: „Svona er þetta alltaf héma fyrir norðan.“ Élsku pabbi, hvað ætli þú hafir yngst um mörg ár þessa daga? Minningarnar um allar „pylsu- og kókferðirnar" sem famar voru á Þristinum og Engilráð era enn í fersku minni. Hvað við krakkarnir voram orðin óþolinmóð eftir því að vorið kæmi með nýmáluðum og skrúbbuðum bát. Pylsurnar sem Dóri töfraði upp úr lúkargatinu vora þær allra bestu pylsur sem við krakkarnir höfum nokkum tímann fengið. Pabbi, manstu hvað mér þótti gaman? Minn trúfasti vinur þó liggir þú lágt í ljómandi friði samt heima þú átt, því sálin af guðs anda geislabrot er að genginni æfi sem til hans því fer. Jeg þakka þér starf þitt þú veglyndi ver, með vaskleik og drengskap æ striddirðu hér. Með blíðu og minnast þín bömin þín kær er bölstundir ýfast og hryggðin þau slær. (Magnús Hj. Mapússon) Mér þykir svo vænt um að geta sagt frá því hve góðan pabba ég átti og í rauninni á ég þig ennþá hjá mér. í hjarta mmínu og í huga mér lifir minningin um þig. Ég mun sakna þín, elsku pabbi, en minning- arnar mun ég geyma vel og segja þær bamabömum þínum. Ég bið góðan Guð að styrkja elsku mömmu, Einar Rósa og Al- bert. Við munum hugsa um þig, pabbi minn, og allar þær góðu minningar sem tengjast þér. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Ljúfa þín, Lydía Ósk. Á lífsleiðinni verða margir á vegi manns. Sumir fylgja manni ævi- langt, en mað öðram á maður sam- leið stutta stund. Það er misjafnt hvað menn skilja eftir sig, hvað þeir gefa mikið af sér. Við systkinin fengum tækifæri til þess að kynnast Oskari á upp- vaxtarárum okkar. Hann var róleg- ur maður og dagfarsprúður. En í rósemd sinni og hógværð gaf hann mikið og skilur eftir sig góðar minn- ingar. Við þökkum fyrir að hafa átt þess kost að verða samferða honum þennan spöl ævi okkar. Systkinin Mjógötu 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.