Morgunblaðið - 13.02.1993, Side 44

Morgunblaðið - 13.02.1993, Side 44
MICROSOFT. WINDOWS. EINAR). SKÚLASON HF MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Rafmagnslaust í klukkustund í aftakaveðri á SV-landi eftir að eldingum laust niður Lítið um slys áfólki Tjón varð á húsum í Grundarfirði þegar snarpar vindhviður riðu þar yfir „Hellti gij óti og aur yfir húsið“ SNARPAR suð-vestan vindhviður riðu yfir Grundarfjörð í gfærkvöldi og ollu töluverðu tjóni á nokkrum íbúðarhúsum. Fyrsta hviðan, sem kom um klukkan 20, jós grjóti og aur yfir húsin næst sjónum í vesturhluta þorpsins og braut rúður og lyfti þökum. Síðar um kvöldið gengu yfír fleiri hviður sem brutu rúður og löskuðu hús annars staðar í þorpinu. Ein hreif bílskúr með sér og braut í spón. Kona slasaðist þegar glerbrotum rigndi yfir hana úr rúðu sem vindurinn sprengdi. Fleiri meiddust, en minna. Grundfirðingum varð hverft við, sérstak- lega þegar fyrsta hviðan reið yfir, enda kom hún óvænt og með skruðningum og svo miklum loftþrýstingi að fólk fékk hellu fyr- ir eyrun. Einna mesta tjónið varð hjá Árna Hall- dórssyni og Maríu Gunnarsdóttur á Grund- argötu 94 og næsta húsi við. Húsin standa frammi á bakkanum vestast í þorpinu og urðu fyrir barðinu á fyrstu vindhviðunni. María sagði að komið hefði mikil suðvestan vindhviða. „Loftþrýstingurinn var svo mik- ill að við tókum fyrir eyrun. Hún tók með sér gtjót, þara og aur úr fjörunni og hellti yfir húsið,“ sagði María. Grjótið braut tvær rúður og ekki sést út um aðrar fyrir aur og þara. Önnur rúðan er í sjónvarpsherberg- inu og þar var níu ára gamall sonur Maríu og Árna. „Hann hrökk við og hentist á fætur þegar rúðan brotnaði," sagði María. Hún sagði að þeim hefði brugðið ónotalega vegna þess hvað vindhviðan kom snöggt. Þau fundu hviðuna magnast og sagði Mar- ía að þeim hefði um tíma virst sem húsið væri að fara eins og það legði sig. Þak hússins lyftist öðrum megin og þakplötur losnuðu. Þegar rætt var við Maríu í gær- kvöldi var Arni uppi á þaki að negla ásamt nágrönnum og fleirum. Kúrum í rafmagnsleysi „Við kúrum núna í rafmagnsleysinu og gætum þess að halda okkur réttum megin í húsinu ef önnur hviða skyldi ganga yfir,“ sagði María. María sagði að suðvestanáttin væri slæm í Grundarfirði, hún væri svo hviðótt, en hún sagðist aldrei hafa lent í henni jafn slæmri og nú. EKKI er kunnugt um alvarleg slys í aftakaveðri sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær- kvöldi. Nokkurt eignatjón varð vegna foks, mest í Grundarfirði en þar og í Reykjavík er vitað um meiðsli á fólki. Rafmagnslaust varð í um klukkustund á svæðinu frá Sel- fossi, um Reykjavík og Suðurnes og allt vestur til Akraness þegar 7 eða 8 eldingum laust niður í all- ar þijár helstu dreifilínur dreifí- kerfis Landsvirkjunar. Óvenju- sterkar þrumur og eldingar fylgdu lægðinni sem olli veðrinu. Almannavarnarnefnd ísafjarðar fundaði í gærkvöldi vegna slæms veðurútlits á Vestfjörðum. Minna varð úr veðrinu en spáð hafði ver- ið og gekk það yfir án vandræða. í gærkvöldi fauk bíll til á Óshlíðar- vegi í Seljadal og fram á kletta- brúnina og stöðvaðist þar. Einn ,_j maður var í bílnum og amaði ekk- ert að honum. Veginum var lokað skömmu síðar. Sjá fréttir á miðopnu Morgunblaðið/Sverrir Bj örg-unarmenn að störfum Björgunarsveitir voru kvaddar til starfa og áttu víða annrikt fram á nótt vegna foktjóns sem varð þegar illviðrið gekk yfir. Einar Guðfinnsson hf. dró beiðni um lengri greiðslustöðvun til baka Bærinn reynir að semja við Landsbankann um togarana EINAR Guðfinnsson hf. í Bolungarvík dró í gær við upphaf dóms- þings á ísafirði til baka beiðni sína um þriggja mánaða framleng- ingu greiðslustöðvunar. Við svo búið var dómþingi slitið og því er formleg greiðslustöðvun fyrirtækisins útrunnin. „Ástæða þess að við drógum beiðnina til baka, var neikvætt svar Landsbankans við sam- eiginlegu erindi okkar og bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Við töldum engan grundvöll til þess að halda þessu áfram, eftir að svar Lands- bankans hafði borist," sagði Einar Jónatansson, forstjóri EG í sam- tali við Morgunblaðið I gærkveldi. Einar sagði að neikvæð svör Landsbankans við tillögum EG og bæjarins um að bærinn yfirtæki rekstur togara fyrirtækisins, og frystihúsið og rækjuverksmiðjan yrðu áfram rekin undir merkjum EG hefðu komið forsvarsmönnum -f^rirtækisins á óvart. „Við reiknuð- um með að fá jákvæðari svör frá Landsbankanum en þetta. Við töld- um okkur vera að nálgast það markmið sem við höfðum sett okk- ur,“ sagði Einar. Ef ekki samið þá gjaldþrot Aðspurður um hvað nú tæki við hjá EG sagði Einar: „Við bíðum nú eftir erindi frá bæjarstjórninni. Stjórn fyrirtækisins mun svo fjalla um það. Það hlýtur náttúrulega að draga til tíðinda nú innan örfárra daga. Takist ekki samningar við bæjarfélagið, þá er ekki neitt annað framundan en gjaldþrot félagsins," sagði Einar Jónatansson. Bæjarstjórn Bolungarvíkur fund- aði um málefni EG í gær og óskaði í kjölfar þess fundar eftir fundi hið fýrsta með forsvarsmönnum Lands- bankans. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggst bæjar- stjómin reyna til þrautar að ná samningum við Landsbanka íslands í þá veru að fallist verði á að bær- inn yfirtaki rekstur togara EG og stofni um rekstur þeirra sérstakt útgerðarfélag. Mun það vera mat bæjarstjómarinnar að slíkum samn- ingi sé mögulegt að ná við Lands- bankann, en samkvæmt upplýsing- um úr Landsbankanum em uppi miklar efasemdir um að af slíkum samningum geti orðið. Sú skoðun er byggð á því að erindi bæjar- stjórnarinnar til Landsbankans mun vera mjög svipað því erindi sem EG og bæjarstjórnin báru sameigin- lega upp við Landsbankann og hann hafnaði. Atvinnuleysi 93% á Suðurnesjum 890/0 r 1 frá okt. '92 til jan. '93 I Hlutfall af heildarvinnuafli 6.300 án vinnu NÆRRI 6.300 manns voru að með- altali án vinnu í janúar, samkvæmt skráningu. Er það nokkm fleira fólk en í sama mánuði í fýrra en heldur færra en í desember. Mesta atvinnuleysið er eins og áður á Suðurnesjum. Sjá síðu 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.