Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Morgunblaðið/Þorkell Kvikmyndadómnefnd að störfum DÓMNEFND 10. Norrænu kvikmyndahátíðarinnar hóf störf í Háskólabíói í gær, laugardag, en nefndinni er gert að velja bestu kvikmynd Norðurlanda 1993. Tuttugu kvikmyndir keppa um þennan titil, eða fjórar frá hverju landi. Hátíðin verður sett á þriðjudagskvöld, en til að ná að sjá allar tuttugu myndirnar tekur dómnefndin forskot á sæluna nú um helgina. Fremst sitja Jannike Ahlund, ritstjóri Chaplin-kvikmyndatíma- ritsins í Svíþjóð, Árni Þórarinsson, ritstjóri Mannlífs, sem er formaður nefndarinnar, og Ulrich Gregor frá kvikmyndahátíðinni í Berlín. Fyrir aftan sitja Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og breski leikarinn Christopher Lee. Stjórnvöld í Washington um Keflavíkurflugvöll íslendingar taki þátt í kostnaði við rekstur í NÝÚTKOMINNI skýrslu um öryggis- og varnarmál íslands kemur fram að Bandaríkjamenn telja að komast þurfi hið fyrsta að samkomu- lagi um „sanngjarna og réttláta" skiptingu vegna reksturs Keflavíkur- flugvallar, eins og komist er að orði í skýrslunni. Gunnar Pálsson, sendiherra, segir að eingöngu sé um að ræða kostnað vegna borgara- legs flugs á Keflavíkurflugvelli og Ieggi Bandaríkjamenn nokkuð ríka áherslu á þetta atriði. Utanríkisráðherra skipaði nefnd á miðju síðasta ári til að_ fjalla um öryggis- og vamarmál íslands og breyttar aðstæður í alþjóðamálum. í nefndinni áttu sæti auk Gunnars, Benedikt Gröndal sem var formaður, Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, Karl Steinar Guðnason, alþingismaður, Bjöm Bjamason, alþingismaður, og Albert Jónsson, deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu. Viðræður áttu sér stað við bandarísk stjórnvöld um í Washington 10. og 11. september. - Kom fram af hálfu Bandaríkja- manna að eðli flugvallarins hefði breyst eftir lok kalda stríðsins. Rúm- lega 40% af umferð um völlinn sé nú borgaralegt flug og Keflavíkur- stöðin væri dýrasta herstöð Banda- ríkjanna á Atlantshafssvæðinu. Þátttaka í kostnaði í skýrslunni segir: ,',Af hálfu nefndarinnar var tekið fram að gera yrði greinarmun á sparnaði (cost saving) og kostnaðarþátttöku (cost sharing). íslendingar væru reiðu- búnir til samvinnu um hið fyrr- nefnda. Bandaríkjamenn töldu hins vegar að kostnaðarþátttaka banda- lagsþjóða kynni að verða ofarlega á baugi á bandaríska þinginu. Hvað varðaði ísland ætti þetta þó einung- is við rekstur flugvallarins, en ekki kostnað við varnimar. Framlag Ss- lendinga til vamanna væri þegar skilgreint í vamarsamningnum og fælist í því að þeir legðu af mörkum land.“ Carmen í Barcelona Góður rómur gerður að söng Kristíns Barcelona. Frá Hólmfríði Matthíasdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. GÓÐUR rómur var gerður að söng Kristins Sigmundssonar í hlutverki nautabanans Escamillio í Carmen í Barcelona á miðviku- daginn. Sjálf óperuuppsetningin hefur hins vegar fengið afar nei- kvæða gagnrýni í Barcelona alveg frá því að hún var frumsýnd í Covent Garden í apríl 1991. Nokkrir frumsýningargestanna bauluðu á frumsýningunni en Kristinn segist hafa haft á tilfinn- ingunni að neikvæð viðbrögð hafi verið fyrirfram ákveðin. Kristinn fékk einna besta dóma af söngvurunum þótt Spánveijum þætti undarlegt að sjá á sviðinu tveggja metra háan íslenskan nauta- bana. Fram kom hjá gagnrýnendum að hann næði mjög vel djúpu tónun- um, sem svo oft verða eftir í hálsmál- inu, eins og einn gagnrýnandinn orðaði það. Enskt yfirbragð uppfærslunnar Spænskir gagnrýnendur þykjast greina enskt yfirbragð óperunnar og kenna þar um uppsetningu Nuriu Espert sem ekki nái að draga fram hinn eina sanna sígaunaanda. Krist- inn sagði að hann hefði lítið annað um þessa neikvæðu gagnrýni að segja en að verkið væri gott og meðsöngvararnir einnig. Hann sagð- ist áður hafa tekið þátt í gestasýn- ingu í óperunni sem hefði að hans áliti verið lélegri en engu að síður hefði hún fengið mun betri dóma en Carmen nú. Nokkurt strik setti í reikninginn að Uwe Mund, stjórnandi hljómsveit- arinnar, yfirgaf óperuna 4 dögum fyrir frumsýningu og tók Javier Pérez Batista, fastráðinn starfsmað- ur óperunnar, við hlutverki hans. Tveimur dögum fyrir frumsýninguna varð síðan ljóst að bandaríska mezzosópransöngkonan Kathleen Kuhlmann myndi ekki geta sungið vegna barkabólgu og kæmi Maria Ewing í hennar stað. Kristinn heldur ásamt Arnaldi Amaldssyni, gítarleikara, námskeið í þýskum ljóðasöng í Barcelona um næstu helgi og er yfirfullt á nám- skeiðið og langur biðlisti. Námskeið- inu lýkur með tónleikum þar sem Kristinn mun meðal annars syngja þýsk ljóðalög og íslensk þjóðlög. Krafa Draupnissjóðs á hendur Sambandinu vegna Samskipabréfanna Gæti haft fordæmisgildi vegna annarra útboða SÚ ÁKVÖRÐUN Draupnissjóðins hf. að krefjast riftunar á kaupum sjóðsins á hlutabréfum í Samskipum hefur leitt til þess að upp hafa komið efasemdir um önnur hlutafjárútboð og eru útboð Glóbus og KEA þar á meðal samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hrafn Magnús- son, formaður Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði í samtaii við Morgunblaðið að stofn- anafjárfestar myndu eflaust fylgjast vel með niðurstöðunni í máli Draupnissjóðsins varð- andi Samskipabréfin, enda gæti það mál haft fordæmisgildi. Handsal hf. sá um hlutafjárútboð Glóbus sl. vor þar sem sett voru á sölu hlutabréf að nafn- verði 72 milljónir króna á genginu 2,12. Sölu- virði seldra bréfa var um 100 miiljónir. Edda Helgason, framkvæmdastjóri Handsals, sagði í samtali við Morgunblaðið að endanleg afkoma Glóbus á síðasta ári lægi ekki enn fyrir, en stað- festi að áætlun um 62 milljóna hagnað stæðist ekki. „Hlutaíjárútboð Glóbus er ólíkt öðrum dæm- um sem nefnd hafa verið til sögunnar. Þetta var lokað útboð og kaupendur fengu tækifæri til að kynna sér nákvæmlega á hvaða forsendum rekstraráætlun ársins var byggð á,“ sagði Edda. Aðspurð sagði Edda að þar sem fyrirtækið starf- aði á mjög breiðu sviði í innflutningi og þjón- ustu hefðu almennar efnahagsþrengingar haft mikil áhrif á reksturinn í heild sinni. Lífeyrissjóður Vestfirðinga er einn þeirra líf- eyrissjóða sem fjárfestu í hlutabréfum í Glóbus. Guðrún Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði enn verið tekið fyrir í stjórn sjóðs- ins hvort grípa bæri til sambærilega aðgerða og Draupnissjóðurinn hefði ákveðið að gera vegna Samskipa, en væntanlega myndu menn þó bíða og sjá hvernig það mál færi. Guðrún sagðist ennfremur telja nokkuð ljóst að stofnan- afjárfestar myndu fara mjög varlega í öllum fjár- festingum á hlutabréfamarkaði hér eftir og að verðbréfafyrirtæki þyrftu að vanda vinnubrögð sín mun betur. „Rekstraráætlanir KEA stóðust fullkomlega" Kaupfélag Eyfirðinga var með hlutafjárútboð seint á síðasta ári þar sem sett voru á sölu bréf að nafnvirði 50 milljónir á gengiriu 2,25. í útboðslýsingu var gert ráð fyrir um 60 milljóna hagnaði en endanlegur hagnaður varð um tíu milljónir. Guðmundur Hauksson, framkvæmda- stjóri Kaupþings, sem sá um útboðið, sagði að gera yrði greinarmun á því hvort rekstraráætlan- ir fyrirtækja væru á rökum reistar eða hvort breyting yrði á afkomu vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna. „Rekstraráætlanir KEA standast fullkomlega og fyrirtækið er að skila þeim rekstr- arafgangi sem gert var ráð fyrir. Það er kjarni málsins og því er ég ósáttur við að dragast inn í þessa umræðu." Guðmundur sagði að útboðslýsing KEA hefði verið gefin út 12. nóvember sl. og samþykkt á Verðbréfaþingi viku síðar. „Eftir gengislækkun- ina 23. nóvemer var rætt á fundi Kaupþings með forráðamönnum KEA hvort greina ætti kaupendum frá þeim breytingum sem orðið hefðu miðað við forsendur útboðslýsingar. Það var fallið frá því þar sem talið var að afnám aðstöðu- gjalds myndi vega upp á móti áhrifum gengisfell- ingarinnar. Það sem síðan skekkti myndina var að gengi dollars hélt áfram að hækka til ára- móta og það hafði áhrif á endanlega afkomu KEA þar sem fyrirtækið skuldar talsvert í þeim gjaldmiðli," sagði Guðmundur. Úlfaldi úr mýflugu ►Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans í viðtali við Agnesi Bragadóttur um atburði liðinnar viku í málefnum bank- ans./lO Maður platar ekki fólkið ►Kristján Jóhannsson rekur feril sinn frá díselstillingarverkstæði á Akureyri og inn á svið Metro- politan-óperunnar í New York./14 IMý sambúð í Frakk- landi ►Fyrri umferð frönsku kosning- annaerídag. /16 Um borð í Benguela ►Namibíumenn hafa snúið sér til íslands um ráðgjöf og hlutdeild í fyrirtæki sem ætlað er að verði leiðandi í namibískum sjávarút- vegi./18 Horn í horn ►Fimm ævintýramenn fóru homa á milli er er þeir fóru á vélsleðum frá Hombjargi til Homafjarðar í síðustu viku./20 Golf á Mallorca ►Eyjan Mallorca hefur upp á margt að bjóða fyrir golfáhuga- menn./28 B ► l-28 DANSAD AflCÐ NUREYEV Dansað við Nureyev ►Bandaríska ballerínan Eva Evd- okimova var í fimmtán ár einn helsti mótdansari Rudolfs Nurey- ev. Hún vinnur nú að uppsetningu Coppelíu með íslenska dansflokkn- um./l Rödd sérskólanna ►Fimmtán ólíkir skólar standa að Bandalagi íslenskra sérskólanema en hlutverk þess er fyrst og fremst að gæta hagsmuna náms- manna./lO Dansað í Perlunni ►Síðustu sunnudagskvöld hefur stór hópur fólks komið saman í Perlunni til að dansa við undirleik hljómsveitar Karls Jónatanssonar en hann hefur það markmið að breyta dansmenningu íslend- inga./14 Evita ►í Sjallanum eru nú rifyuð upp lög úr söngleiknum Evitu, sem gerður var um líf argentínsku for- setafrúarinnar Evu Peron./16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Minningar 30 Iþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Gárur 51 Mannlifsstr. 8b ídag 6b Kvikmyndir 12b Dægurtónlist Fólk í fréttum Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréftil blaðsins Velvakandi Samsafnið INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 13b 18b 20b 20b 20b 20b 21 b 24b 24b 26b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.