Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Maður platar elcki Kristján Jóhannsson óperusöngvari ræðir feril sinn frá díselstillingar- verkstæði á Akureyri inn á svið Metropolitan-óperunnar í New York eftir Korl Blöndol, myndir Stefonía Þorgeirsdóttir KRISTJÁN Jóhannsson hefur hafið þetta ár með látum. Undanfarnar vikur hefur hann sungið í tveimur óperum, II Trovatore og Cavalleria Rusticana, á sviði Metropolitan- óperunnar í New York og eftir fyrstu sýningu hans á þeirri síðarnefndu fyrir einni viku risu áhorfendur á fætur þegar þeir klöppuðu hann upp. Aðeins hljómsveitarstjóranum var klappað jafn mikið lof í lófa. Að auki verður nafn hans nú fyrsta sinni í alþjóðlegri óperuhandbók, sem kem- ur út á næstunni á ensku, ítölsku og þýsku og nær yfir helstu stórsöngvara sögunnar. Ekki lítill frami fyrir Norð- lending, sem fyrir einum og hálfum áratug sá fram á að verja ævinni undir bílum á verkstæði sínu á Akureyri. Fyrir framan búningsher- bergi S8 stendur hjörð fréttamanna, ljósmynd- ara og kvikmyndatöku- manna, sem bíður þess að dyrnar merktar „ónáðið ekki“ opnist. Á hurðina hefur verið skrúfað spjald, sem á stendur KRISTIAN JOHANNSSON. „Gátu þeir ekki einu sinni skrifað nafnið hans rétt,“ spyr einhver í þvögunni. Annar veltir því fyrir sér hvort hetjutenórinn, sem er fyrir innan dymar að skola af sér farða og hafa fataskipti eftir frum- raun sína á sviði Metropolitan-óper- unnar í New York, hafi verið klapp- aður upp með meiri látum en með- söngvarar hans. Niðurstaðan verður sú að fagnaðarlætin hafí síst verið minni og jafnvel ívið meiri. Utsend- ari Morgunblaðsins hugsar með sér að vitaskuld ættu forráðamenn hvers óperuhúss að koma sér upp desibel- mæli til að skera úr um svona atriði. Þá gengur Siguijóna Sverrisdóttir, eiginkona Kristjáns, fyrir hom og spyr hvort „við eigum ekki bara að ryðjast inn“. „Það er auðvelt fyrir þig,“ tautar einhver um leið og hún lokar á eftir sér dyranum framan í þyrpinguna. Jæja, Kristján, hvernig gekk? Loks er söngvarinn tilbúinn, dyrn- ar opnast og inn streymir hópurinn. í búningsklefanum era fyrir Kristján ásamt Sigurjónu og móður sinni, Fanneyju Oddgeirsdóttur. Úti fyrir stendur fjöldi vina og vandamanna, en þeir mega bíða á meðan fjölmiðl- ar heimta sitt. Kristján tekur brosandi á móti fjöl- miðlafólkinu, en smám saman mynd- ast vandræðalegþögn og hafa frétta- haukarnir ekki einu sinni rænu á að óska honum til hamingju, þar til einn þeirra brýtur loks ísinn: „Jæja, Krist- ján, hvemig gekk?“ Velgengni Kristjáns Jóhannssonar hefur verið nokkurn veginn ósiitin frá því hann hóf feril sinn fyrir um 15 áram. Margir vilja segja að hann hafi náð merkasta áfanga ferils síns er hann kom fyrsta sinni fram á sviði Metropolitan-óperunnar laugar- daginn 20. febrúar. Eða eins og Manueia Hoelterhoff, gagnrýnandi dagblaðsins The Wall Street Journ- al, orðaði það í viðtali við Morgun- blaðið: „Það að koma fram í Metro- politan-óperanni gefur til kynna að þú sért kominn í fremstu röð.“ Kristján hefur lofað viðtali eftir eina sýninguna. í þann veginn, sem spjallið á að hefjast, byrjar að snjóa á Manhattan. Lítil snjókornin era óratíma að falla til jarðar milli háhýs- anna og bráðna við snertingu. Kristján býr í hótelíbúð á vestur- hlið eyjarinnar, nokkrum götum fyrir ofan óperuna. ímyndunaraflið hleyp- ur af stað og bleikar svítur hlaðnar gylltum englum og ostralaga baðkör- um með gullslegnum krönum birtast í hillingum. Þegar inn kemur blasir hins vegar við látlaust, veggfóðrað herbergi. Hvorki íburður né of- hleðsla. Á borði iiggur blómvöndur. Kristján tekur af sér hatt og frakka og tekur til máls. Hæst skrifaða óperuhús í veröldinni? „Það að stíga á sviðið í Metropolit- an hefur mikla merkingu því að Metropolitan-óperan er mjög hátt skrifuð, jafnvel hæst skrifaða óperu- húsið í veröldinni í dag, þótt það verði alltaf álitamál," segir Kristján. Kristján hylltur á sviðl Metrópolitan að lokinni sýningu á II Trovatore. Kristján ásamt konu slnni sigurjonu Sverrisdóttur og móður, Fanneyju Oddgeirsdóttur. „Metropoiitan-óperan er öðruvísi rekin en önnur hús, til dæmis Vínar- óperan eða Alla Scala, þannig að það fylgir því meiri auglýsing og þungi að komast þar að en á hinum stöðun- um.“ Aðalsöngvarar eru yfirleitt ekki fastráðnir hjá Metropolitan og söngv- arar komast þar að með því að syngja fyrir. „Ég söng tvisvar fyrir,“ segir Kristján. „í fyrra skiptið var of snemmt. Það var milli ’85 og ’86. Þá var ég ekki tilbúinn að syngja á Metropolitan, en ég varð mér ekki til skammar og þá fannst þeim ég vera efni. Síðan söng ég aftur og þá fyrir Levine [núverandi stjórn- anda óperannar]. Því næst vakti ég mikla lukku í Chicago tvö ár í röð. í fyrra skiptið var liststjórnandi Metropolitan í salnum til að njósna um mig og það leið ekki nema nótt- in, þá var búið að ráða mig. Á endan- um var ég í raun ráðinn til Metro- politan vegna orðstírs míns í óperu- heiminum og þurfti ekki að syngja fyrir.“ I fótspor Carusos, Björlings og Pavarottis Þegar Kristján kom fram í hlut- verki Manricos í II Trovatore fetaði hann í fótspor Enricos Carusos, Jussa Björlings og Lucianos Pavarottis, sem allir hafa sungið þetta hlutverk á fjölum Metropolitan. Kristján sagði að vitneskjan um forvera sína hefði ekki aukið þrýstinginn: „En ég veit af því og veit að ég verð að gera eins vel og þeir eða betur. Ég geri mér grein fyrir því að þú platar ekki fólkið. Fólkið hefur hlustað á þessa söngvara, það þekkir það besta, þannig að þú verður að standa þig. En það truflar mig ekki að vita af þeim, nema síður sé.“ Kristján segir að söngur sinn hafí breyst á undanförnum árum og hann leggi síst minni áherslu á listræna túlkun en kraft. „Þetta má í raun kalia þroska listamanns. Ég hef lagt dálitla rækt við veikan söng og blæ- brigði og lit í flutningi. Þetta er nokk- uð, sem kemur með reynslunni. Yngri söngvara með mikla og stóra rödd er tamt að þrusa dálítið mikið og nota kraftinn, en með þroska og reynslu fer maður að prófa aðra og nýja hluti. Fyrir mér er það aðalatriðið að setja sig í spor söguhetjunnar og síð- an kemur söngurinn af sjálfu sér,“ segir Kristján og bætir því við að hann fari ekki eftir því hvernig aðrir hafi túlkað hlutverk þegar hann und- irbýr sig. „Það eru mörg ár síðan ég hef hlustað á aðra söngvara. Ég hlustaði mikið á aðra tenóra þegar ég var að byija í námi fyrir tólf eða fimmtán árum, en svo steinhætti ég því. Og það er líka svolítið athyglis- vert við minn feril — ekki bara að ég komi frá íslandi og olnbogist þetta áfram af eigin rammleik án þess að hafa mikið á bak við mig — að menn eru alltaf að reyna að staðsetja söngvara einhvers staðar, hann syngur eins og þessi eða hinn, en menn eiga í stökustu vandræðum með að staðsetja mig. Ég er í raun og vera engum líkur og þegar talað eru um mig sem tenór era nefndir að minnsta kosti tveir eða þrír, sem ég á að vera einhvers konar blanda af. Ég ræð frá því að taka aðra söngv- ara til fyrirmyndar. Það er allt í lagi að eiga sinn uppáhaldssöngvara og ég á hann,“ segir Kristján og nefnir fyrstan Aureliano Pertile, sem söng bæði á Metropolitan og Alla Scala og var í miklu uppáhaldi hjá meist- ara Toscanini áður en hann settist í helgan stein árið 1940. Af nútíma- tenóram nefnir hann Franco Corelli, en tekur fram að sér hafi þótt Pava- rotti „meiriháttar" á áttunda ára- tugnum, þegar hann var lýrískur tenór, en ekki eftir að hann breytti um stíl á síðasta áratug. Ásamt Maríu Markan Kristján kveðst hafa kannað það hvort Islendingur hefði sungið í Metropolitan óperunni á undan sér og komist að þeirri niðurstöðu að svo hefði verið. „Éinu sinni, fyrir rúmum 50 árum. María Markan söng hlut- verk greifynju í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, en aðeins í einni sýn- ingu. Það var árið 1942 og einhverra hluta vegna var hún ekki einu sinni höfð með í fræðiriti, sem gefið var út í tilefni af hundrað ára afmæli Met og nafngreindi alla söngvara. En síð- an komst vinur minn, sem vinnur í Metropolitan, að því í skjalasafni óperunnar að hún hafði sungið í þess- ari einu sýningu. En það var náttúr- lega í gamla Metropolitan-óperuhús- inu, sem var sprengt upp fyrir löngu og margir gráta. En ég er náttúrlega sá fyrsti hér [í Lincoln Center þar sem Metropolitan er nú til húsa] og reyndar líka í Vínaróperunni sem söngvari í aðalhlutverki." A sýningardag reynir Kristján að forðast álag og halda einbeitingu: „Ég geri helst ekki neitt og er mjög rólegur. Ég reyni að setja mig inn í persónuna og fer 150 sinnum yfir hlutverkið. Ég álít að söngvari geti í raun ekki sungið óperu almennilega nema hann geti talað textann án þess að syngja. Það er mjög mikið um það að söngvarar kunna ekki eitt orð ef þú biður þá að tala text- ann, en um leið og þeir fara að syngja tengja þeir hann saman. Ég byija öðruvísi. Ég byija á því að tala text- ann og síðan syng ég hann. Annars lærir maður bara eins og páfagaukur og ég stend fastar á því en fótunum að fyrir bragðið verði erfíðara að túlka hlutverk. Það er talað um að læra ópera á nokkram árum, jafnvel mánuðum." Kristján stendur upp, opnar skáp og tekur út úr honum snjáða skruddu, sem á stendur II Trovatore: „Ég hef sullað í henni þessari síðan 1979. Þetta er list, en ekki að kaupa þetta °g syngja eftir tvo mánuði.“ Kristján söng fyrst hlutverk Manricos fyrir þremur árum. Eins og svigmaðurinn Kristján átti í gær, laugardag, að koma fram sjötta sinni í Metropolit- an-óperunni, þá í annarri óperu, Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni. Hann er nú orðinn hag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.