Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 17
M7 Einatt er buslað í fossunum í næsta nágrenni staðarins. býður upp á margs konar íþróttaiðk- un hvort sem illa viðrar eða vel. Margir drengir hafa gaman af gönguferðum og er boðið upp á þær þegar vel viðrar. Skarðsheiðin skart- ar sínu fegursta séð frá Vatnaskógi og oft hefur Kamburinn verið klifínn af hraustum strákum. Nokkrir fal- legir fossar eru sömuleiðis í nágrenn- inu og er gjarnan buslað í námunda við þá þó svo að vatnið sé kalt. Síð- ast en ekki síst má nefna ýmsa leiki sem foringjar staðarins standa fyrir og strákamir hafa gaman af. Má þar nefna ratleik og ýmsa skógarleiki. Stundum birtast sjóræningjar í hita leiksins í leit að dularfullum fjársjóði og færist þá fjör í leikinn. Hrói Hött- .ur hefur líka skotið upp kollinum í skógivöxnum hlíðum Vatnaskógar. Þegar kvölda tekur og drengirnir eru búnir að hamast nóg þann dag- inn, er kvöldvaka með söngvum, leikjum og hugvekju. Að því búnu er farið í háttinn með tilhlökkun, því það er aldrei að vita hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Framtíðin Saga Vatnaskógar hefur fram til þessa verið ævintýri líkust. En kannski eru þessi fyrstu 70 ár í sögu staðarins aðeins formáli að enn stærra ævintýri sem komandi kyn- slóðir munu fá tækifæri ti! að skrá. Það er a.m.k. víst, að margt á eftir að breytast á næstu árum. Nú nýlega náðu lagnir hitaveitunnar til staðar- ins og kom það í góðar þarfír þar sem vatn var áður hitað upp með rafmagni. Hitaveitan gerði það m.a. mögulegt að taka á móti yfír 1.000 fermingarbörnum sl. haust á ferm- ingarnámskeiðum sem haldin voru í Vatnaskógi á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmanna. Af sömu ástæðu fer vetrarleiga staðarins stöðugt vax- andi og eiga Skógarmenn sér m.a. draum um kristilegar skólabúðir í Vatnaskógi í náinni framtíð. Eins og komið hefur fram er þörf- in á nýjum svefnskála mikil og von- andi fær hann að rísa fyrr en síðar. Gamlir Skógarmenn, sem fyrir löngu hafa slitið barnsskónum, eru dugleg- ir við að láta drauminn lifa. Margir eiga góðar minningar úr Skóginum og gleyma dvöl sinni þar aldrei. Hugsjónin er stór og margar góðar hugmyndir bíða betri tíma. En hvað sem öðru líður, og hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér, þá er það mál manna að Vatnaskógur verði alltaf Vatnaskógur, draumur drengs- ins. Texti: Ragnar Schram Myndir: Þórarinn Björnsson hafí alla tíð verið sérlega ánægju- legt, ekki síst um hitaveituna. Eftir að sumarstarfínu lauk sl. sumar tóku við námskeið fyrir fermingarböm úr Reykjavík og segja má að samfelld hýting hafí verið á staðnum frá maílokum í fyrra til loka nóvember. Alls komu yfír tvö þúsund börn og unglingar til lengri eða skemmri dvalar í Vatnaskóg yfír þennan tíma. En hvaða aðra notkun sjá Skógar- menn fyrir sér yfír vetrartímann? „Við höfum rætt um að hefja rekstur skólabúða i Vatnaskógi og ef okkur tekst að ná samvinnu fræðsluyfirvalda, skólanna, kirkj- unnar og heimilanna um fjármögnun og skipulag munum við gera tilraun í haust. Þá myndu unglingar dvelja hér í Vatnaskógi nokkra daga þar sem yrði boðið uppá ýmsa fræðslu sem meðal annars mætti tengja fermingarfræðslunni. En þessar at- huganir eru allar á frumstigi ennþá. Á liðnum vetri var líka dálítið um það að einstakir hópar fengju staðinn leigðan, t.d. fyrir söng- og hljóðfæra- æfíngar. Auk þess eru hér oft haldin ýmis mót fyrir unga og aldna.“ Innihaldið óbreytt Hefur sjálft sumarbúðastarfið breyst mikið þessi 70 ár? „Innihaldið og kjami starfsins hafa verið óbreytt í 70 ár. Hingað koma drengir til um það bil vikudv- alar, una sér við útiveru, íþróttir, gönguferðir og leiki á daginn, að ógleymdum bátunum. Á hveijum degi eru biblíulestrar og kvöldvökur sem enda með orði Guðs og bæn. íþróttaaðstaðan hefur batnað mikið undanfarin ár, við höfum boðið uppá listasmiðju, söngvarakeppni eða keppnina um „Skógarbarkann" sem er mjög vinsæl meðal drengjanna og nú emm við að koma upp svokölluð- um lærdómslundi þar sem við höfum plantað 26 tijátegundum sem allar em merktar. Þama geta menn notuð útiverunnar, skoðað plöntur og lært að þekkja þær. En Vatnaskógur er fyrst og fremst sumarbúðir þar sem menn njóta inni- haldsríkrar dvalar og útiveru. Þörfin fyrir sumarbúðir er óbreytt, hjá okk- ur hefur verið góð aðsókn öll þessi ár og það gildir einnig um aðrar sumarbúðir KFUM og KFUK út um landið.“ Sumardagurinn fyrsti er árlegur fjáröflunardagur Skógarmanna og verður þá kaffísala í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. I ár minnast Skógarmenn ýmissa af- mælisáfanga: 18. júlí eru liðin 45 ár frá því kapellan var tekin í notkun, 1. ágúst er hálf öld frá vígslu Gamla skála, 2. ágúst em 25 ár frá vígslu matskálans og 3. ágúst eru liðin 70 ár frá upphafi starfs í Vatnaskógi. jt SKoA&W Quúasíi pallhús Vorum að fá nýja sendingu af SHADOW CRUISER pallhúsum. PALLHÚS SF Borgartún 22 - S: 61 0450 Ármúla 34 - S: 37730 Til sölu B.M.W. 730 IA, árgerð 1990, demants svartur, innfluttur nýr. Einn með öllu. Best útbúni B.M.W. á íslandi. Upplýsingar í síma 688799 milli kl. 9.00 - 18.00 og í síma 612173 eftir kl. 18.00. Bylting í háreyðingu Auðveld langtíma eyðing á óæskilegum hárum með heitu vaxi. Einfalt og hreinlegt í notkun. Pakkningin inniheldur hitatæki, tvær stærðir af vaxfyllingum og vaxborða. Útsölustaðir: flestar snyrtivöruverslanir, apótek og snyrtivörudeildir stórmarkaða. VATNASKÓGUR AUGLÝSIR: Skráð er á virkum dögum í síma 36484 frá kl. 08-16 Munið kaffisölu Vatnaskógar í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14-18 íFélagshúsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Tekið verður við skráningum í sumarbúðirnarfrá kl. 12 í síma 36484. FLOKKASKRA: 1. Flokkur 28. maí- 3. júní 2. Flokkur 3. júní - 9. júní 3. Flokkur 9. júní -16. júní 4. Flokkur 16. júní-24. júní 5. Flokkur 28. júní - 6. júlí 6. Flokkur 6. júlí -15. júlí 7. Flokkur 15. júlí - 22. júlí 8. Flokkur 22. júlí-29. júlí 9. Flokkur 3. ág.-10. ág. 10. Flokkur 10. ág. -17. ág. 11. Flokkur 17. ág. - 24. ág. 12. Flokkur 24. ág. - 31. ág. 13. Flokkur 2. sept. - 5. sept. (9-10 ára drengir) (9-10 ára drengir) - FULLT! (10-11 áradrengir) - FULLT! (10-11 ára drengir) (11-12 ára drengir) - FULLT! (10-12 áradrengir) (11-13 ára drengir) - FULLT! (12-14 ára drengir) (14-17 ára piltar og stúlkur) (9-11 ára drengir) (10-13 ára drengir) (10-13 ára drengir) (17-99 ára karlar)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.