Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Kirkjukór Húsavíkur. Morgunblaðið/Silli Tónarnir ómuðu um Þingexjarþing Húsavík. KIRKJUKÓR Húsavíkur hélt sína árlegu vortónleika í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 25. apríl undir sljórn Roberts Faulkners með undirleik Juliet Faulkner, organista kirkjunnar, og lék hún einnig þrjú einleiks- verk á orgelið. Kirkjan var þéttsetin og sýndi söfnuðurinn að hann metur starf kórsins mikils, enda voru tónleikar þessir hinir fjölbreyttustu og ánægju- legustu. Stærsta viðfangsefni kórsins var flutningur á Messu Frans Schuberts, (Deutsche Messe D 872) sem flutt var í textaþýðingu Sverris Pálssonar. Það er ómetanlegt fyrir Húsavík- ursöfnuð hve vel kirkjukórinn rækir hlutvek sitt að syngja við allar kirkju- legar athafnir endurgjaldslaust og auk þess að æfa heila konserta og flytja öllum til ánægju, sem á hlusta. En starf kórsins hefur verið mjög blómlegt undir stjórn hjónanna Ro- berts og Juliet Faulkners. Formaður kórsins er Guðrún Sigurpálsdóttir. Fleiri létu til sín heyra á Húsavík um helgina. Á laugardaginn voru þverflaututónleikar í sal tónlistar- skólans en þar blés í flautu sína Anton Founier með undirleik Juliet Faulkners en þau eru tónlistarkenn- arar, hann á Húsavík en hún í Hafra- lækjarskóla. Á sunnudag skemmtu í samkomu- húsinu með vísnasöng Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Ámadóttir með aðstoð hljóðfæraleik- aranna Gunnars Gunnarssonar, Árna Ketils og Jóns Rafnssonar og hafa þau víðar látið til sín heyra á Norður- landi. Og að lokum er að geta þess að' frá föstudegi til sunnudags var hald- ið námskeið í sumarbúðunum við Vestmannsvatn, þar sem gömlu og góðb ættjarðarlögin voru kennd og æfð í fjórradda söng og voru þar leiðbeinendur Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, og Jón Stefánsson, organisti Langholtskirkju. Þetta er í annað sinn sem frænd- systkinin, Margrét og Jón, gangast fyrir slíku námskeiði og hafa þau verið vel sótt og vinsæl og þeim hef- ur lokið með almennri söngskemmt- un á Breiðumýri. - Fréttaritari. Vorgleði söngfólks Hvolsvelli. ÞRÍR kórar sem starfa í Rang- árvallasýsla héldu nýlega söng- skemmtun í í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Þetta var einskonar uppskeruhátíð á starfi vetrarins. Það var Karla- kór Rangæinga sem stóð fyrir samkomunni en einnig sungu Kirkjukór Stórólfshvolskirkju og Kvennakórinn Ljósbrá. Gunnar Marmundsson stjórnar kirkjukómum og karlakórnum en Stefán Þorleifsson stjórnar kvennakórum. Sungin voru íslensk lög og m.a. lög eftir nokkra Rangæinga. Þá lék Maríanna Más- dóttir á þverflautu með kvenna- kómum og Halldór Óskarsson lék á píanó með karlakórnum. Húsfyll- ir var og fengu kórarnir góðar Menningarvika í Stykkishólmi Stykkishólmi. KVENFÉLAGIÐ Emblumar hefur starfað hér í nokkur ár. Upphaf- lega var það málfreyjufélag en fyrir 4 ámm var starfseminni breytt þannig að nú er starfið eingöngu helgað Stykkishólmi. Föstudaginn 16. apríl sl. héldu Emblurnar menningarviku í Stykkishólmskirkju og var hún helguð aldarafmæli bæjarins á síð- asta ári. Var dagskráin fjölbreytt. Erla Þórólfsdóttir, sem er uppalin Hólmari, söng einsöng, nokkur íslensk lög við sérstakar undirtekt- ir. Einnig söng hún með kirkju- kórnum. Þá var í nokkrum drögum minnst hjónafagnaðarins sem er árlegur í Hólminum og því sem þar fór fram. Anna Baldursdóttir flutti erindi um sögu sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar. Var það ítarlegt, enda prófritgerð hennar í hjúkrunarfræði við Há- skóla íslands. Lana Þórarinsdóttir, kennari við tónlistarskólann, lék einleik á þverflautu og að lokum rifjuðu tveir fullorðnir Hólmarar upp gamla daga, sem þeir nefndu sokkabandsárin í Stykkishólmi. Um 170,manns sóttu vökuna og létu vel af því sem fram fór. Daginn eftir, laugardag, var svo opnuð viðamikil sýning á tveimur hæðum í Norska húsinu. Þar var Sjöfn Haraldsdóttir með mál- verkasýningu, m.a. frá ýmsum stöðum í umhverfí Stykkishólms, en Sjöfn er uppalin hér og eins Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem sýndi ýmsa listmuni og Stefajiía Stefánsdóttir, sem sýndi textíl o.fl. Mikla athygli vakti sýningin Hannyrðir í 100 ár, sem á voru ýmsir listmunir sem konur í Stykk- ishólmi hafa unnið gegnum árin, en margar þeirra listakvenna eru nú látnar. Fjöldi manns sótti sýn- inguna. Stjórn Emblu skipa nú: Magnd- ís Alexandersdóttir, formaður, Þórunn I. Einarsdóttir, Guðlaug Ágústsdóttir, María Guðmunds- dóttir og Hanna M. Siggeirsdóttir. Félagar eru 28. - Árni. GUNNAR Marmundsson tekur við blómum úr hendi Olafíu Guðmundsdóttur hreppsnefnd- arkonu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Kvennakórinn Ljósbrá. undirtektir viðstaddra. í lok tón- leikanna færði hreppsnefnd Hvolhrepps stjórnendum kóranna og kórfólkinu blómvönd í þakk- lætisskyni. Síðasta sýning á Coppelíu verður laugardaginn 8. maí. Síðasta sýn- ingin á CoppeKu á laugardag SÍÐASTA sýning á Coppelíu verður laugardaginn 8. maí klukkan 14. Á sýninguiíni dansar Lára Stefánsdóttir. hlutverk Svanhildar en Hany Hadaya tekur við hlutverki Frans. Með hlutverk dr. Copp- elíusar fer Þröstur Leó Gunn- arsson. Coppelía var frumsýnd af ís- lenska dansflokknum í Borgarleik- húsinu miðvikudaginn 7. apríl og var færð upp í tilefni 20 ára af- mælis íslenska dansflokksins og 40 ára afmælis Listdansskóla ís- lands, en auk dansara dansflokks- ins taka um 30 nemendur skólans þátt í sýningunni. Sýningum hefur verið mjög vel tekið af áhorfend- um. Coppelía er hér í sviðsetningu Evu Evdokimovu sem er ein þekkt- asta ballerína samtímans. Tónlist- in sem er eftir Delibes er flutt af hljómsveit undir stjórn Arnar Ósk- arssonar, en leikmynd og búningar eru hannaðir af Hlín Gunnarsdótt- ur. Morgunblaðið/Silli Karlakórinn Hreimur og Barnakór Hafralækjarskóla. Tónleikar í Ýdölum Húsavík. ÓVENJULEGA margir tónleikar hafa verið haldnir í Þingeyjarþingi á Iiðnum vetri og á sumardaginn fyrsta heilsaði sumri 80 manna kór í Ýdölum. Þar voru Karlakórinn Hreimur og Barnakór Hafralækjar- skóla. Kórstjórnandi var Robert Faulkner, undirleikarar Juliet Faulkner og Aðalsteinn ísfjörð og einsöngvarar Baldur Baldvinsson, Baldvin Kr. Baldvinsson og Heiða Guðmundsdóttir. Efnisskráin var mikil og fjöl- breytt. Hreimur söng 10 lög, Hafra- lækjarkórinn 8 lög og sameiginlega sungu kórarnir 4 lög. Það er orðinn árviss viðburður að á sumardaginn fyrsta láti þessir kórar til sín heyra og stóð þessi söngvahátíð rúma tvo tíma og var hún fjölsótt og vel fagnað af við- stöddum. Faulkner-hjónin hafa nú starfað í 7 ár á Hafralæk og er starf þeirra mikils virði og mikils metið bæði í sveitunum og á Húsavík. Hjónin sjá um stjórn Kirkjukórs Húsavíkur- kirkju með mjög góðum árangri. - Fréttaritari. MENNING/LISTIR Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur Tónlist Samkór Tré- smíðafélagins í Áskirkju Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur heldur sína árlegu tónleika í Áskirkju, laugardaginn 8. maf nk. klukkan 15. Stjómandi kórsins er Utassy Ferenc. Gestakórar verða Söngfélagar SVR, stjómandi Guðlaugur Viktorsson, og íslandsbankakórinn, stjórnandi Ester H. Guðmundsdóttir. Fjölbreytt dagskrá er hjá öllum kórunum. Nútímatónlist á Kjarvalsstöðum Hinn 9. maí nk. verða haldnir á Kjarvalsstöðum tónleikar með verkum Ríkharðs H. Friðrikssonar. Tónleikar þessir era hluti af tónleikaröð sem Kjarvalsstaðir hafa staðið fyrir í vetur til kynningar á ungum íslenskum tón- skáldum. Flytjendur verða Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona, Guðni Franz- son klarinettuleikari, Monica Abendrodt hörpuleikari og Caput-hóp- urinn. Einnig verða flutt verk fyrir segulband og sjálfspilandi píanó. Rík- harður H. Friðriksson hefur Iagt stund á tónsmíðar í Reykjavík, New York, Siena og Haag hjá kennuram eins og Atla Heimi Sveinssyni, Þorkatli Sigur- bjömssyni, Franco Donatoni og Clar- ence Barlow. Verk hans hafa m.a. ver- ið flutt á flestum Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum, Hollandi og Þýska- landi og mun víðar í útvarpi. Undanfar- in ár hefur hann í ríkari mæli notað sér tölvutækni við tónsmíðamar, bæði varðandi tónmyndum og eiginlegar tónsmíðar. Á tónleikunum á Kjarvals- stöðum verður kynnt sú tónlist sem Ríkharður hefur verið að fást við sl. þijú ár. Tónleikarnir verða haldnir eins og áður sagði sunnudaginn 9. maf og hefjast klukkan 20.30. Aðgangseyrir er krónur 300. Tríó-tónleikar á Kjarvalsstöðum Tríó-tónleikar verða haidnir á Kjarv- alsstöðum laugardaginn 8. maí klukk- an 20.30. Flytjendur verða Snorri Sig- fús Birgisson á píanó, Auður Haf- steinsdóttir á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Flutt verða tríó eftir Loeillet, Schostakowitsch og Brahms. Þessir hljóðfæraleikarar era allir starfandi hérlendis og þótt þau hafi leikið saman áður marka þessir tónleikar upphaf samstarfs þeirra í tríói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.