Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 39
Ingi G. Ingason „Fjarvinnslu er skil- greind sem þjónusta við verkkaupa þannig að sá sem þjónustuna veitir er fjarri verkkaupanum en er þó í stöðugu sam- bandi við hann með að- stoð nútímatækni.“ Uppgangur fjarvinnslunnar Sem dæmi um uppgang fjar- vinnslunnar má nefna að á Jamaíka er fríiðnaðarsvæði sem sérhæfir sig í fjarvinnslu fyrir bandarískan markað og víðar. Þeir taka t.d. að sér að slá inn afsláttarmiða stór- verslana fyrir rétta framleiðendur á vöru, sölu á blómum til blóma- búða í Bandaríkjunum, gerð for- rita, símasvörun á fyrirspurnum fyrir ákveðin fyrirtæki í gegnum svokölluð 1-800 þjónustunúmer sem þekkjast víða i Bandaríkjun- um. í Bandaríkjunum eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að vinna þau verkefni fyrirtækja sem ekki geta talist þeirra helsta starfsemi eins og gagnavinnsla, ritvinnsla, bók- hald og símasala. Evrópubandalagið hefur veitt töluverðu fé í rannsóknir á fjar- vinnslu þar sem þar á bæ er litið á fjarvinnsiu sem leið til að halda afskekktum sveitum í byggð. Hefur sérstakt verkefni verið sett á fót sem skila á áliti um möguleika á ýmiss konar starfsemi með aðstoð fjarvinnslu í sveitum EB-landa. írar og Skotar hafa tekið forystu í notk- un fjarvinnslu í Evrópu. í Skotlandi er starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnslu blaða- og tímarita- greina fyrir Medline-gagnabank- ann sem hefur aðsetur í Hollandi. írar hafa gengið lengst í fjar- vinnslu og boðið erlendum fyrir- tækjum að setja upp fyrirtæki sín á írlandi og nýta sér fjarvinnslu frá írlandi. Þannig hefur stórt bandarískt tryggingafyrirtæki flutt tölvudeild sína til írlands, sökum góðrar aðstöðu og lágs launakostn- aðar. Og vegna tímamismunar geta tölvumenn fyrirtækisins verið að vinna við tölvukerfið og slegið inn gögn þegar notkun á því er lítil og símakostnaður lágur. Þannig hefur öllum færslum fyrirtækisins verið komið á réttan stað og tölvukerfið yfírfarið áður en næsti vinnudagur rennur upp. í Austurlöndum nær og fjær fer mikil fjarvinnsla fram þar sem for- ritarar vinna fyrir mörg stærstu tölvu- og forritunarfyrirtæki heims. Einnig fer þar fram hrár gagnainn- sláttur fyrir mörg stórfyrirtæki þar sem vinnuafl er ódýrt þar um slóð- ir. Þá hafa bókhalds- og tölvudeild- ir margra stórfyrirtækja verið færðar til þessara landa. Nú síðast fréttist að flugfélagið Svissair væri að hugsa um að flytja bókhalds- deild sína til Indlands. Fjarvinnsla á íslandi Ekki má líta framhjá þeirri stað- reynd að nokkrir íslenskir aðilar hafa starfað í fjarvinnslu hérlendis fyrir erlenda aðila. Þannig starfar íslenskur rafmagnsverkfræðingur, MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 39 Sverrir Ólafsson, fyrir stórfyrirtæki með aðsetur í Kaliforníu, íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa selt for- rit víða erlendis og íslenskt fyrir- tæki hefur tekið að sér að slá inn sjúkragögn fyrir sjúkrahús í Sví- þjóð. Sjálfsagt má nefna hér fleiri dæmi er leiða rök að því að íslend- ingar hafi einhverja reynslu í fjar- vinnslu. í fæstum tilfellum hefur verið reynt að sérhæfa þjónustuna sérstaklega með fjarvinnslu í huga. Fjarskipti við ísland Með tilkomu varajarðstöðvar á Höfn í Hornafirði snemma á þessu ári var tryggt ákveðið rekstrar- öryggi fyrir fyrirtæki sem tengjast með gervihnattasambandi við um- heiminn og þar með skapaðar for- sendur fyrir fjarvinnslu á íslandi, þannig að allt tal áður. um fjar- vinnslu byggða á fjarskiptum í gegnum gervihnetti voru aðeins orðin tóm. Að áliti innlendra sér- fræðinga búum við íslendingar við góða samskiptaþjónustu miðað við mörg nágrannalönd okkar og eig- um því að vera fyllilega samkeppn- ishæfir við þau lönd tæknilega séð. Framtíðaráform Pósts og síma eru að taka á næsta ári nýjan tækni- búnað í notkun sem auðveldar gagnaflutning til muna og lagning ljósleiðara til landsins eykur enn á möguleika á fjarvinnslu hérlendis. Þá mun þurfa að endurskoða einka- leyfi ríkisins á rekstri fjarskipta- þjónustu í kjölfar EES-samnings- ins. Framtíðin Töluverðir möguleikar hljóta að teljast fyrir íslendinga að starfa á fjarvinnslumarkaðnum er býður sérfræðiþjónustu eins og t.d. við forritun, gagnabankavinnslu, upp- lýsingaþjónustu, verkfræðiþjón- ustu og -ráðgjöf og hönnun ýmiss konar. Tækni og kunnátta hérlend- is á ekki að standa í vegi, launa- kostnaður sérfræðinga er hagstæð- ur miðað við mörg nágrannalönd, kostnaður við gagnaflutning á fjar- skiptaneti Pósts og síma er talinn samkeppnishæfur miðað við önnur lönd og tímamismun íslands við önnur lönd á að vera hægt að nýta sér til framdráttar. Tollar og aðrar viðskiptahindr- anir í formi reglna koma til með að hverfa hægt og sígandi á næstu árum til að liðka fyrir viðskiptum milli landa. EES-samningurinn er liður í því innan Evrópu, en samn- ingurinn mun opna okkur leið inn á evrópskan útboðsmarkað sem veltir árlega milljörðum króna. Víð- ar en í Evrópu hafa álíka samning- ar verið gerðir eins og á milli Mex- íkó, Bandaríkjanna og Kanada. Með stöðugt nýrri tækni, samhæf- ingu símakerfa og fækkun við- skiptahindrana opnast nýir mögu- leikar fyrir fjarvinnslu sem við Is- lendingar þurfum að fylgjast gaumgæfilega með ef við ætlum okkur sneið af alþjóðlega fjar- vinnslumarkaðnum. Stofnun markaðsfyrirtækis Næsta skref okkar íslendinga er að stofna fyrirtæki eða sam- starfshóp áhugaaðila sem vinnur að markaðssetningu og sölu á þjón- ustu íslenskra fyrirtækja er geta unnið í fjarvinnslu. Þar þarf Póstur og sími að vera í lykilhlutverki sem fjársterkur aðili auk þess sem Póst- ur og sími þarf að beita sér fyrir því að ná sérsamningum við erlend símafyrirtæki um verðskrár og þjónustu á gagnaflutningi sem geta opnað dyr fyrir íslenska fjarvinnslu á fjarlægum mörkuðum. Með stofnun slíks fyrirtækis á sviði fjarvinnsiu ætti ekki að þurfa að ráðast í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar þanrtig að verð á þjón- ustu ætti að geta verið samkeppnis- fær við önnur lönd. Áætla má að stærsti kostnaðarliðurinn við að koma fjarvinnslu á íslandi liggi í markaðsvinnu. 3M Pökkunarlímbönd Hefjast verður þannig handa með skipulagða márkaðsvinnu þar sem framtíðarmarkaðsaðgerðir eru skilgreindar. Þar yrði farið í gegn- um þessa skýrslu sem hér er til umfjöllunar og vænlegir markaðir skilgreindir frekar og afmarkaðir. Þá þurfum við að gera stefnumót- andi áætlanir fyrir þjónustu sem þessa. Eitt af markmiðum slíkrar áætlunar væri að skilgreina sam- keppnishæfni íslensk vinnuafls með styrkleika- og veikleikagreiningu. Með nútímatækni tengjumst við umheiminum á þann hátt að það skiptir engu máli hvort viðmælend- ur eru staddir í sömu götu eða sitt hvorri heimsálfunni. Möguleikarnir eru sannarlega á næsta leiti en til að geta nýtt sér þá þarf að vita af þeim. Þannig má með samstilltu átaki fyrirtækja, ríkis og bæjarfélaga leggja grunn að því að íslendingar geti farið að selja tæknikunnáttu og þjónustu á næstu árum og geta þannig nýtt sér legu landsins á heimskortinu sér tii framdráttar. Höfundur er markaðsfræðingvr og starfar hjá Útflutningsráði Islnnds. ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stærðir og gerðir ► Nýtísku hönnun ► Öryggishlif ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Á R S V I Ð E R U M AF UTSTILUNGA ðfomiiti kútw* Sudurlandnbraut 54 v/Faxafen - Stnii 682866 Lítillega útlitsgallaður Áður \xJZXrmr,- Nú kr. 190.600,- 3 +1 +1. Þriggja sæta sófí og tveir stólar. Áður Jtc—J-S9T9tIIÍ,- Nú kr. 119.900,- PARLIAMENT SÓFABORÐ 20.000 Áðurjtc-^^eo^ Nú kr. 29.900,- ENGIN ÚTBORGUN - AT H: VISA/liURO RAÐGREIÐSU'R í AI.LT AÐ 18 M A N .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.