Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 41 Skylduaðild að stéttarfélagi ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX eftirlngólf Finnbjörnsson Stjórn Trausta hefir átt í brösum við tiltölulega fámennan hóp bíl- stjóra sem ekki eru í félagi okkar og hafa ekki tekið þátt í kostnaði sem hlýst af starfsemi þess. Pjöldi félagsmanna okkar er á milli fimm og sex hundruð. Sendibílstjórar eru háðir verð- lagsákvæðum með taxta sinn. Hann er að stærstum hluta kostnaðarliðir vegna reksturs bifreiðanna og háar álögur stjórnvalda í formi margvís- legra gjaldaliða, þar með talinn vsk. Kaupliður mannsins er tiltölu- lega lítill og hefir farið minnkandi tiltölulega eftir því sem álögur og reksturkostnaður hefir aukist. Yfirleitt hafa ekki fengist leið- réttingar á taxta nema rökstuddar forsendur fylgi og þá með tilsvar- andi útreikningum, svo sem verð- breytingar á olíu, bensíni, varahlut- um og ótal fleiri atriðum sem hafa áhrif á kostnaðarliði við rekstur bifreiða. Að fylgjast með þessu á verð- bólgutímum er mikið og flókið starf. Auk þess þarf félagið að vera á varðbergi gagnvart reglugerðar- breytingum og öðru góðgæti sem hugsanlega kemur frá stjórnvöldum og getur hæglega raskað rekstrar- afkomu félagsmanna okkar, ef ekki er stöðugt passað upp á og reynt að halda í horfinu. Síðan takmörkun fékkst með reglugerð nr. 121/1990 hefir félag okkar gefið út atvinnuleyfi og hald- ið spjaldskrá fyrir leyfishafa. Marg- vísleg þjónusta og fyrirgreiðsla er hluti af daglegum störfum á skrif- stofu Trausta. Félagið okkar hefir lengst af verið með tvo launaða starfsmenn, að vísu annan í hálfu starfi. Leigubílstjórar á íslandi, þ.e.a.s. vöru-, sendi- og leigubílstjórar til mannflutninga, eru einu stéttirnar sem hafa bundið í lög skylduaðild að félögum sínum, að því er talið var, og vísast þar til 5. gr. laga nr. 77/1989 og 8. gr. reglugerðar nr. 121/1990 þar sem vinnusvæði Trausta er skilgreint. Félög innan ASÍ eru með tilsvar- andi ákvæði i samningum sínum og hafa vinnuveitendur innheimt félagsgjöldin, að því er ég best veit. Nú hefir Hæstiréttur íslands dæmt í máli sem félag okkar, Trausti, stóð fyrir, dómar nr. 195 og 274, uppkveðnir 19. nóvember 1992. Fram kemur í forsendum að hvorki lög nr. 77 né reglugerð nr. 121 kveði á um skylduaðild að Trausta, félagi sendibílstjóra. „Er því eigi lagagrundvöllur til að dæma ákærða til refsingar fyrir að hafa stundað leiguakstur á vörum á fé- lagssvæði Trausta án þess að vera i því félagi. Ber þvi að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins." Rétt er að geta þess að ekki voru TZiitanci' Heílsuvörur nútímafólks VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ y ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI Þ.ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Ingólfur Finnbjörnsson uppi kröfur um sviptingu atvinnu- leyfis eins og fram kemur í ofan- greindum Hæstaréttardómi. Skylt er að taka tillit til úrskurð- ar Hæstaréttar og má gera ráð fyrir að óbreyttu að félag okkar innheimti þjónustugjald af utanfé- lagsmönnum sem koma til greina með að fá atvinnuleyfi til þess að geta stundað leiguakstur á vinnu- svæði Trrausta, eftir því sem tak- mörkunarreglugerðin veitir heimild til. Væntanlegt þjónustugjald er hugsað sem greiðsla fyrir ofan- greind störf sem félagið ber kostnað af og nýtist einnig þeim bílstjórum sem ekki eru félagsmenn í Trausta. Hvað varðar aukið félagafrelsi (neikvætt félagafrelsi svo kallað) vildi ég segja: Öll viljum við njóta frelsis og sem mests fijálsræðis. Unga fólkið sem eygir framtíðarsýn í því heillast og vill umsvifalaust rífa niður þær girðingar sem tak- marka umsvifin. Allt hefir sín tak- mörk og sinn tíma. Nauðsyn ber oft til að setja skorður við athafna- frelsi manna af ýmsum ástæðum þar með talið vegna stjórnleysingja og óróaseggja, sem stundum hafa sett leiðindablæ á stétt okkar. í 6. gr. ofannefndrar reglugerðar er kveðið á um að félaginu sé skylt að sjá til þess að félagsmenn þess fari eftir lögum og reglum og að því sé heimilt að svipta þá atvinnu- leyfi tímabundið eða að fullu ef brot eru ítrekuð. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að standa með félagi okkar í LIFSNAUÐSYNLEG STEINEFNI í RÉTTUM HLUTFÖLLUM FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI. Fssl m.a. i Hagkaup og Krlnglusport. „Skylt er að taka tillit til úrskurðar Hæsta- réttar og má gera ráð fyrir að óbreyttu að félag okkar innheimti þjónustugjald af utan- félagsmönnum sem koma til greina með að fá atvinnuleýfi til þess að geta stundað leigu- akstur á vinnusvæði Trausta, eftir því sem takmörkunarreglu- gerðin veitir heimild til.“ því að halda uppi lögum og reglu á þessu sviði. Undirritaður hefir horft á bíl- stjóra sem ekki var í okkar félagi veifa nýfengnu taxtablaði frá Trausta eftir hækkun og hælast um að ekki þyrfti að vera í félagi til þess að komast yfir taxtablaðið, nóg væri að ljósrita það. Litla gula hænan bakaði brauð, hún sáði og uppskar hveitið. Öll dýrin vildu eta brauði, en ekkert leggja á sig til þess. Kannast menn nokkuð við þetta? Það er auðvelt að skilja stjórn- endur í atvinnurekstri, sem núorðið hafa að leiðarljósi fyrst og fremst hagnaðinn. Þeir vilja auðvitað draga sem mest úr rétti (frekju) starfsmanna sinna, hugsanlega gæti það aukið ágóðann, máske er arðvænlegt að fjárfesta í áróðri fyrir auknu (neikvæðu) félagafrelsi? Hafi ég heyrt rétt þá skildi ég fram- kvæmdastjóra VSÍ á þessa lund í einni af ræðum sínum á hinum frá- bæra fundi Heimdallar á Sögu 14. febrúar sl. Við núverandi aðstæður álít ég að þeir menn sem undir merkjum fijálsræðis vilja raska þeim mörkum sem hafa þróast á löngu tímabili i stéttarbaráttunni séu ekki neinir sérstakir frelsisunnendur. Það glitt- ir nefnilega í úlfshárin undir sauð- argærunni. Að mínu mati væri það varhuga- vert spor aftur á bak að raska jafn- væginu sem nú ríkri á milli vinnu- veitenda og launþega með valdboði stjórnvalda og mikill ábyrgðarhluti. Höfundur er formaður Trausta, félags sendibílstjóra. SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 Stórutsölu- markaðunnn Bítdshöfða 10 - Sá gamli góði Veröið er vcegt, varan er vönduö, flippuö og flott föt, skemmtilegar skífur, skrawtlegt skart, sjúklegir skór, glaölegar gardínur og brosandi blöm Skífan, Saumalist, Partý, Hans Petersen, Glœsiskórinn, Herrahúsið, í takt, Sonja, Blómalist, Studio, Liljan, Posidon, versl. Nína, Taxí, Skóverslun Reykjavíkur, verslunin Eitt og annað, Antikverslnnin, Snyrtivöru- og skartgripaskrínin o.fi. Myndbandahorn fyrir börnin Frítt kaffi Opiðmán.-fim. kl. 13 - 18 föst. kl. 13 - 19 lau. kl. 10 - 16 Og svo má enginn missa af þessum fieiriháttar markaöi! Aðeins til 15. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.