Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 „Vísindin efla alla dáð“ Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um rekstur innlánsstofnana TAFLA I Eignir og útlán fjárfestingalánasj. 1990 Staða i lok timabils i millj. kr. A 1990 Eignir B 1990 Útlán B/A C Rekstrark. 1 íbúðalánasjóðir, samtals 99.681 85.631 85,9% 10 Veðdeild L.í 193 0 0,00% 102,8 11 Byggingarsj. nkisins 72.660 60.216 82,87% 219,4 12 Húsbréfadeild 5.810 5.657 97,37% '59,8 13 Byggingarsjóður verkamanna 21.018 19.758 94,01% 109 2 Aðrir fjárfestingalánasj., samtals 87.014 , 57.406 65,97% 201 Stofnlinadeild landbúnaðarins 8.346 7.621 91,31% 65,7 202 Veðdeild Búnaðarbankans 259 235 90,73% Ekkibókf. 203 Framleiðnisjóður landbúnaðarins 268 183 68,28% 14,7 204 Fiskveiðasjóður íslands 16.164 14.229 88,03% 106,9 205 Verslunarlánasjóður 2.467 2.218 89,91% 6,3 206 Stofnlánadeild samvinnufélaga 1.042 973 93,38% 207 Iðnlánasjóður 11.874 9.565 80,55% 87,6 208 Iðnþróunarsjóður 6.053 4.524 74,74% 62,4 209 Ferðamálasjóður 1.033 798 77,25% 4,8 210 Lánasjóður sveitarfélaga 3.263 3.097 94,91% 12,8 211 Byggðastofnun 10.391 8.861 85,28% 138 212 Landflutningasjóður 97 77 79,38% 0,4 213 Framkvæmdasjóður íslands 25.757 5.025 19,51% 55,3 Alls 186.695 143.037 76,62% 3 Útlán, alls, til annarraen sjóða 4 Innbyrðis lán sjóðanna - 27.769 41 Frá Framkvæmdasjóði — 17.125 42 Frá Byggingarsjóði rikisins - 10.199 43 Frá Iðnþróunarsjóði — 233 44 Frá Iðnlánasjóði - 212 45Fráöðrumsjóðum - Þessi tafla sýnir yfirlit um eignir, útlán og rekstrarkostnað fjárfest- ingalánasjóðanna árið 1990. Eins og sjá má er niðurstaða efnahags- reiknings þeirra 186.695 milljónir króna. Sama ár var niðurstaða efnahagsreiknings íslenskra banka og sparisjóða 205.381 milljón króna. Kennitala um starfsmannakostnað kerfisins sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings breytist verulega ef fjárfestingalána- sjóðirnir eru teknir með. eftir Baldur * Oskarsson Skýrsla Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands til Seðlabanka íslands um rekstur innlánsstofnana á ís- landi hefur valdið töluverðu fjaðra- foki. Það er ekki að undra, því eins og niðurstöður hennar eru túlkaðar fyrir almenningi á íslandi á hún að sanna að rekstrarkostnaður ís- lenska bankakerfisins sé um það bil helmingi hærri en gerist á Vest- urlöndum, ekki síst starfsmanna- kostnaður. Ennfremur að vaxta- munur og þjónustugjöld banka og sparisjóða séu hærri en á öðru byggðu bóli. Það vekur satt að segja mikla furðu hvaða tíma bankaráð Seðla- bankans velur til að birta þessa niðurstöðu og með hvaða hætti formaður bankaráðs Seðlabankans lætur sér sæma að fylgja henni úr hlaði. Það kynni þó ekki að verá að henni væri ætlað að rökstyðja hversu brýnt það sé að fylgja eftir þeim skilyrðum ríkisvaldsins á hendur Landsbanka íslands að ná fram verulegri fækkun á starfs- mönnum bankans, þegar á þessu ári? Eða á hún að vera framlag til þeirrar fyrirætlunar að einkavæða ríkisviðskiptabankana hið fyrsta? Af hveiju er forðast að leita til stéttarsamtaka bankamanna við undirbúning vinrui af þessu tagi? Sannleikurinn er sá að sú að- ferðafræði sem notuð er af Hag- fræðistofnun Háskóla íslands til að rökstyðja að rekstur íslenska bankakerfisins sé meira en helm- ingi dýrari en annars staðar, leiðir til rangrar niðurstöðu. Það er skrýt- ið að Hagfræðistofnunin skuli beita henni og ennþá undarlegra er að Seðlabankinn skuli ekki setja fram skýrari fyrirvara við framlagningu skýrslunnar. Hagfræðistofnun Háskólans veit fullvel, að alþjóðlegar stofnanir, sem gert hafa samanburð af þessu tagi, hafa varað alveg sérstaklega við því að taka tölfræðilegar niður- stöður og kennitölur í alþjóðlegum samanburði bókstaflega, vegna þess hve umhverfi fjármagnsmark- aðar í eiflstaka löndum er ólíkt og á mörgum sviðum ekki samanburð- arhæft. Þannig er það rækilega tí- undað í skýrslu OECD, „Costs and Margins in Banking, an internat- ional survey“, sem gerð var árið 1980 og í sams konar skýrslu frá árinu 1985, hversu hæpið sé að draga niðurstöður af þeim tölulegu upplýsingum sem fram koma í skýrslunum. Það eigi hins vegar að nota hinar tölulegu upplýsingar til að sýna „trend“, eða hvert stefni í þróun bankakerfísins í viðkom- andi landi. Og hvaða kennitölu notar svo Hagfræðistofnunin til samanburð- arins? Jú, eingöngu rekstrarkostn- að sem hlutfall af niðurstöðu efna- hagsreiknings. Og hér er verið að bera saman niðurstöðu efnahags- reiknings í löndum þar sem bankar hafa árum saman haft miklu víð- tækari heimildir en íslenskir bankar til að taka þátt í ýmsum atvinnu- rekstri, eiga hlutabréf í fyrirtækj- um og reka eigin dótturfélög. Þetta hefur íslenskum bönkum verið bannað. Smásölu- eða heildsölubankar Einkenni á íslensku bönkunum er að þeir eru smásölubankar sem stunda þjónustustarfsemi við ein- staklinga og fyrirtæki til skamms tíma, en stunda mjög lítið heildsölu- viðskipti eða langtíma fjárfestinga- lán. Eðli hinna svokölluðu heild- sölubanka er tiltölulega mjög lágur rekstrarkostnaður, bæði miðað við veltu og niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Ennfremur er vaxtamunur þeirra tiltölulega lítill. Dæmi um svona stofnanir eru Fiskveiðasjóð- urog Húsnæðisstofnun ríkisins. En hvað er verið að bera saman í þessari skýrslu Hagfræðistofnun- ar? Það er hvergi skýrt frá því til hvaða stofnana þessi samanburður tekur. Af hveiju eru t.d. ekki born- ar saman bankastofnanir í öðrum löndum sem eru líkar íslensku bönkunum? Af hveiju eru Qárfest- ingasjóðirnir hér á landi ekki tekn- ir með í samanburðinn? Hvers vegna er ekki gerður samanburður á umfangi þjónustunnar og hvað hún kostar hér og annars staðar samkvæmt gjaldskrá? Af hveiju er raunverulegur starfsmannakostn- aður á mann hér og erlendis ekki borinn saman? í skýrslu Hagfræðistofnunar er þrátt fyrir allt að fínna marga fyrir- vara við þær niðurstöður sem stofn- unin dregur af þessari tölulegu samantekt. En þessir fyrirvarar týnast allir í þeirri fjölmiðlaumræðu sem komið hefur í kjölfar skýrsl- unnar. Og í fréttatilkynningu Seðlabankans um skýrsluna fá þeir ekki mikið vægi. Þar segir svo í upphafi undir fyrirsögnmni „Rekst: ur innlánsstofnana á íslandi“: „í skýrslunni er fjallað um rekstur innlánsstofnana á íslandi og helstu kennitölur um afkomu, sem hafa má til viðmiðunar. Þess er einnig freistað að meta starfsumhverfi þeirra. Þá er reksturinn borinn saman við rekstur erlendra stofn- ana. Við slíkan samanburð verður að hafa hugfast að starfsemi sam- svarandi stofnana getur verið afar ólík milli landa og jafnvel innan hvers lands. Einnig geta mismun- andi aðferðir við samanburðinn gefið ólíkar niðurstöður. Hafa ber í huga að fjármagnsmarkaður er lítill hér á landi, byggðir dreifðar og að átt hefur sér stað viss hólfun á markaðnum, sem fólst í því að ijárfestingalánasjóðum var falið að úthluta lánum til langs tíma, en bankar og sparisjóðir veittu lán til skemmri tíma.“ (Leturbreyting höf.) Af hveiju kveður Seðlabankinn ekki sterkara að orði. Aðeins að aðstæður géti verið ólíkar og mis- munandi aðferðir geti gefíð ólíkar niðurstöður. Af hveiju er ekki skýrt frá því hvaða aðrar aðferðir komi til greina og hvað þær sýni? Af hveiju er ekki bent á að aðeins er notuð ein kennitala í kostnaðar- samanburði, þ.e. rekstrarkostnaður í hlutfalli við niðurstöðu efnahags- reiknings? Hvers vegna sendir Seðlabankinn frá sér svona villandi plagg? Af hveiju eru árin 1985- 1990 valin, en þá er íslenska banka- kerfið að stíga sín fyrstu spor til opnunar og sjálfstæðis. Bankastarfsemi er einn af horn- steinum þjónustu í hveiju þjóðfé- lagi. Tilgangur hennar er að veita fjármagni frá þeim sem spara til fyrirtækja og einstaklinga og veita fjölbreytta fjármála- og greiðslu- þjónustu sem hæfir nútíma samfé- lagi. Það skiptir mjög miklu að þessi starfsemi sé örugg og vel rekin og um leið ódýr. Það má gagnrýna íslenska bankakerfið fyr- ir margt, en það er alveg ástæðu- laust að semja skýrslu sem virðist hafa þann eina tilgang að koma því inn hjá íslensku þjóðinni að það sé meira en helmingi of dýrt. Þótt bankarnir rísi ekki upp til varnar, þá munu starfsmenn banka og sparisjóða ekki sitja þegjandi undir því sem viðskiptamenn bankanna eru mataðir á varðandi starfs- mannakostnað. Helsta niðurstaðan er þessi: „Þannig er þessi kostnað- ur (starfsmannakostnaður) hátt í tvöfalt meiri að tiltölu hér á landi en þar sem hann gerist mestur, í Bretlandi, og er oft rúmlega tvö- falt meiri að meðaltali en í þeim löndum sem könnunin nær til.“ Starfsmannakostnaður Þessi fullyrðing um starfsmanna- kostnað er svo ofboðsleg að þeim TAFLA II Sýnir hve launakostnaður hefur minnkað sem hlutfall af rekstrargjöldum frá 1987 til ársins 1991. Því miður liggja enn ekki fyrir niðurstöður ársins 1992 hjá Bankaeftirlit- inu, en Ijóst er að þá lækkar þessi hlutfallstala verulega. TAFLA III Sýnir heildarfjölda stöðugilda við bankastörf á árunum 1987 til 1991. Umtalsverð lækkun var árið 1992. Það sem starfs- fólk bankanna vill fá að sjá svart á hvítu áður en til frek- ari uppsagna kemur er hver verður hinn raunverulegi sparnaður kerfísins. Er rétt að auka enn frekar á þann þjóðfélagslega vanda sem fylgir atvinnuleysi með því að grípa til fjöldauppsagna í bankakerfinu? TAFLA IV Notum nú þessa frægu kenni- tölu, hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings banka og sparisjóða, á stöðugildi í bankakerfinu árin 1987—1991. Hún sýnir svart á hvítu hvaða þróun á sér stað í bankakerf- inu og gífurlega afkastaaukn- ingu bankastarfsmanna. Það kemur hvergi fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands að hér á landi er greiðslumiðlun bankakerfis- ins meiri en annars staðar. T.d. er tékkanotkun á Islandi mjög svipuð og tékkanotkun í Noregi, þótt íbúar þar séu 20 sinnum fleiri en íslendingar. PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA „flaggskip" HYUNDAJ • 4 dyra stallbakur. • 131 eða 143 hestafla vél. • 2000 DOHC 16 venda eða V6 3000 vél. • Tölvustýrð fjölinnspýting. • 5 gíra bcinskipting cða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting. • Rafdri/nar rúður og samlæsing á hurðum. • Hvarfakútur. HYönOHS ...til framtíðar Verð frá: 1.388.000.- kr. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SÍMI: 68 12 00 NýR ENNþA BETRI Vaskhugi Hringið í síma 682 680 og fáið upplýsingar. Forritið sem leysir þín bókhaldsvandamál á einfaldan og hraðvirkan hátt. Ánægðir nemendur á námskeiði hjá Vaskhuga: Viðar Sigurðsson, Garðabæ, Agnar Svavarsson, Stykkishólmi, Kári Lárusson, Skagaströnd, Anna Pálsdóttir, Vík í Mýrdal, Sigríður Ásgeirs- dóttir, Reykjavík og Sigríður Bjartmarz, Reykjavík. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13 • Sími 682 680 • Fax 682 679
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.