Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 21 Formannafundur BSRB lýsir and- stöðu við hópuppsagnir bankamanna Hvatt til samstarfs um réttindi opin- berra starfsmanna FORMENN aðildarfélaga BSRB hvetja til víðtækrar umræðu og sam- starfs á meðal þeirra sem starfa í almannaþjónustu um réttindi, kjör og atvinnumál. Jafnframt lýsa þeir andstöðu við hópuppsagnir banka- manna. Þetta var niðurstaða fundar formanna bandalagsins í gær. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að að svo stöddu verði þcssum umræðum haldið algerlega aðskildum frá viðræðum um gerð kjarasamninga en hann segir að BSRB hafi ekki ákveðið hvort eða með hvaða hætti það tæki afstöðu til þeirra samninga sem gerðir hafa verið á almenna vinnumarkaðinum. í ályktun formannafundarins í gær er einnig bent á að uppsagnir Sóknarfélaga á Landakotsspítala og útboð á ræstingu í skólum, stofn- unum dómsmálaráðuneytisins og víð- ar auki enn atvinnuleysi. „Formenn aðildarfélaga BSRB mótmæla þeirri stefnu sem hefur verið tekin upp í vaxandi mæli og byggir á því að hagræða fólki út úr starfi og inn í atvinnuleysisbiðraðir," segir í frétta- tilkynningu frá BSRB. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti samningafundur verður hald- inn á milli BSRB og samninganefnd- ar ríkis og sveitarfélaga og er jafn- vel búist við að hann geti dregist fram í næstu viku. Fyrstu sjálfstæðu tón- leikar Bama- og ung- lingakóra Selfosskirkju Selfossi. UNGLINGAKÓR og Barnakór Selfosskirkju halda tónleika í Sel- fosskirkju í kvöld, 27. maí'klukkan 20.30. Kórarnir hafa nokkrum sinnum komið fram á tónleikum ásamt öðrum kórum en þetta eru þeirra fyrstu sjálfstæðu tónleikar. í Barnakórnum eru 8-11 ára börn en 12-14 ára í Unglinga- kórnum, samtals um 60 kórfélag- ar. Barnakórinn hefur aðeins starfað um skamma hríð en ungl- ingarnir byrjuðu haustið 1988 sem barnakór. Verkefni kóranna hafa einkum verið söngur við helgistundir á Sjúkrahúsi Suðurlands, elliheimil- inu og við guðsþjónustur í kirkj- unni. Síðustu tvö árin hefur verið vaxandi samvinna kirkjunnar við skólana um markvissa uppbygg- ingu söngþjálfunar yngstu kyn- slóðarinnar á Selfossi. Organistinn hefur verið undirleikari á æfingum yngsta kórs skólans en tónmenn- takennari eldri barnanna hefur starfað ásamt honum við þjálfun beggja kóranna í kirkjunni. Á efnisskránni eru bæði einfald- ar raddsetningar við hæfi byijenda svo og fjölrödduð verk með og án undirleiks. Einsöngvari, Gylfí Þ. Gíslason, syngur með í einu lagi. Stjórnendur og undirleikarar eru Glúmur Gylfason og Stefán Þor- leifsson. Aðgangur er ókeypis. - Sig. Jóns. m V j ■ ■ - ■ — g ÉÉÉÉl JZutanci/ ÁBURÐUR OG GRASFRÆ MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125 >24355 Heílsuvörur nútímafólks Morgunblaðið/Kristinn Formannafundur BSRB FORMENN aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja héldu fund í gær þar sem lýst var and- stöðu við hópuppsagnir bankamanna og hvatt til víðtæks samstarfs um réttindamál. E3 & HEWLETT PACKARD H P Á ISkANOI H F <T . N 1 V A « V PAKKI Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf, í samvinnu við Apple-umboðið, hefur ákveðið að veita sérstakan pakkaafslátt á eftirfarandi tölvubúnaði: TILBOÐ I Macintosh Color Classic 4/40 MB Innbyggður Trinitron skjár, mús, lykilborð og Desk Writer bleksprautuprentari - Listaverð 151.140 kr. tilboð ii VERÐ 129.000 kr. Macintosh LCIII 4/80 MB 14" litaskjár, lykilborð, mús og Desk Writer C lita bleksprautuprentari - Listaverð 246.080 kr. að auki býður t&t VERÐ 199.000 kr. PC-Tölvu og Desk Jet 500 bleksprautuprentara Laser 486 SX 25 Mhz.4/107MB, SVGA lággeisla litaskjá, lykilborð, mús, MS-DOS 5.0, MS-Windows 3.1 - Listaverð 177.900 kr. VERÐ 155.900 kr. Verð miðast við staðgreiðslu ásamt vsk. Tilboð þessi gilda aðeins til 1. júní n.k. TÆKNI- OG TÖLVUDEILD ® Heimilistæki hf. SÆTÚNl 8 • SlMI: 69 15 00 T0LWI 91 PHjJIKH Á AÐEINS í 129.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.