Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 25
______________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 _25 Lítill munur á fylgi tveggja stærstu flokka Spánar fyrir þingkosningarnar Baskar og Katalóníumenn gætu komist í oddaaðstöðu Madrid. Reuter. Reuter Tvísýn kosningabarátta FELIPE Gonzales, forsætisráðherra Spánar (t.v.), og Jose Maria Aznar, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, ganga inn í upp- tökusal þar sem þeir tóku þátt í kappræðum sem sýndar voru beint í sjónvarpi. Talið er að kappræðurnar geti ráðið úrslitum í kosningun- um 6. júní þar sem lítill munur er á fylgi tveggja stærstu flokkanna. SAMKVÆMT skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er lítill munur á fylgi tveggja stærstu flokka Spánar, Sósíalistafiokks- ins, sem hefur verið við völd und- anfarin tíu ár, og Þjóðarflokksins (Partido Popular). Ef marka má kannanirnar myndi hvorugur flokkanna ná meirihluta á þinginu og þyrftu því að leita eftir stuðn- ingi baskneskra eða katalónskra Sex konur hlekkja sig við skutla Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SEX konur á vegum umhverfis- verndarsamtakanna Greenpeace hlekkjuðu sig í gærmorgun við skutulbyssur í tveimur norskum hvalveiðibátum til að mótmæla þeirri ákvörðun Norðmanna að hefja hvalveiðar að nýju. Konurnar eru frá sex löndum og eigendur skipanna reyndu ekki að koma þeim í burtu. Þess í stað var konunum boðið upp á kaffi og með- læti, en þær vildu engar veitingar þiggja. Lögreglan sagði síðdegis að hún ráðgerði ekki að skerast í leik- inn. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir stjómina að skipta um skoðun og stöðva hvaiveiðamar," sagði Ingrid Berthinussen, talsmaður Greenfveace. þjóðernissinna til að geta myndað meirihlutastjórn. Flokkarnir gætu neyðst til að semja við Þjóðernisflokk Baska (PNV) eða bandalag tveggja katalón- skra flokka, Convergencia i Unio (CiU). Katalóníumennirnir myndu þá kreijast aukinnar sjálfstjórnar og vilja meðal annars fá sama rétt og Baskar til að ráðstafa sköttum sem lagðir eru á í héraðinu. Báðir flokk- arnir hneigjast til hægri en þeim hefur hingað til gengið erfiðlega að vinna með Þjóðarflokknum, sem hef- ur verið harðari í andstöðu sinni við sjálfstjórnarkröfur héraðanna en Sósíalistaflokkurinn. Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokks- ins, átti í höggi við íhaldsmanninn Jose Maria Aznar, leiðtoga Þjóðar- flokksins, í sjónvarpskappræðum sem sýndar voru í beinni útsendingu á mánudagskvöld. Aðrar sjónvarps- kappræður verða næsta mánudag og gætu ráðið úrslitum í kosningunum sem fram fara 6. júní. Margir fréttaskýrendur töldu að Aznar hefði staðið sig ívið betur en forsætisráðherrann í kappræðunum með snörpum árásum á efnahags- stefnu stjómarinnar. Niðurstöður þriggja skoðanakannanna, sem birtar voru í gær, renna stoðum undir það. Samkvæmt niðurstöðum könnun- ar sem birtist í E1 Pais þótti 50% áhorfenda Aznar hafa haft betur en aðeins 21% töldu Gonzales hafa sigr- að. í blaðinu La Vanguardia í Barcel- ona sögðu 42,5% Aznar hafa sigrað en aðeins 18,4% töldu Gonzales hafa haft betur. í könnun stjórnarand- stöðublaðsins El Mundo stóðu 49,8% með Aznar en 28,4% með forsætis- ráðherranum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Spán- ar sem tveir helstu keppinautarnir í kosningum efna til kappræðna í sjón- varpi og talið er að 11 milljónir manna hafi fylgst með þeim. Spænsk dagblöð voru' flest þeirrar skoðunar að Aznar hefði staðið sig ivið betur en forsætisráðherrann og nokkrum sinnum komið höggi á hann með gagnrýni sinni á efnahagsstefnu stjórnarinnar, þótt hann hefði ekki bent á neinar leiðir út úr efnahags- vandanum. Forsætisráðherrann hefði átt í vök að veijast í fyrri hluta kapp- ræðnanna þegar fjallað var um efna- hagsmálin en staðið sig betur þegar rætt var um velferðar- og utanríkis- mál. STIGA PARK aksturssláttu- vélar. Sláttubúnaður að framan. Óvenju liprar og af- kastamiklar fjölnota vélar. Ýmsar gerðir. Fjölbreytt úrval af sláttuvél- um, akstursvélum, valsavél- um, loftpúðavélum, vélorf- um, limgerðisklippum, jarð- vegstæturum, mosatæturum, snjóblásurum o.fl. /TIGFk HAMRABORG 1-3 KÖPAVOGl SlNll 91-641864 ^Reiðhjóíó heildsoluverði! BMX 16” BMX 20" , „ F'iallahjól 5 gíra 20" F|allah|ol 18 gira 26 Fjallahiól 12 gíra 24" (f. dömur) Fiallahjól 18 gíra 26" Geisladiskar & kassettur Q Fatnaður ★ Q Nýjar vörur á hverjum degi! RÝMINGARSALA AF HEILDSÖLULAGER AHKLIG4RDUR Hjólin eru seld ósamsett. Auðveld í samsetningu. MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.